Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Blaðsíða 11
viðurkenndur í undirheimum
Fréttir 11Miðvikudagur 4. júlí 2012
Þingsályktun um tjáningarfrelsi:
Óska eftir
ábendingum
frá almenningi
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið óskar eftir athugasemdum
og ábendingum frá almenningi
um þingsályktun þess efnis að Ís-
land skapi sér afgerandi lagalega
sérstöðu um vernd tjáningar- og
upplýsingafrelsis.
Þann 16. júní 2010 samþykkti
Alþingi þingsályktun þess efnis að
Ísland skapi sér afgerandi lagalega
sérstöðu um vernd tjáningar- og
upplýsingafrelsis. Í greinargerð
með tillögunni er lýst framtíðar-
sýn fyrir Ísland sem framsæknum
vettvangi fyrir skráningu og starf-
semi alþjóðlegra fjölmiðla og
útgáfufélaga, sprotafyrirtækja,
mannréttindasamtaka og gagna-
versfyrirtækja.
Mennta- og menningarmála-
ráðherra var falið að vinna að
framgangi þingsályktunarinn-
ar. Skipaður hefur verið stýrihóp-
ur, sem er ætlað að hafa forsögn
um að leiða vinnu ráðuneytisins
við greiningu og úttekt á lagaum-
hverfinu hér á landi og erlendis
með tilliti til efnis þingsályktunar-
innar og eftir atvikum gera tillög-
ur um ný lög eða lagabreytingar á
þessu sviði.
Þingsályktunin og nánari upp-
lýsingar eru á vef ráðuneytisins,
menntamalaraduneyti.is.
WOW air
stundvísast
Rúmlega níu af hverjum tíu brott-
förum Icelandair, Iceland Express
og WOW air stóðust áætlun á
seinni hluta júnímánaðar. Í mín-
útum talið var seinkunin að jafn-
aði mjög lítil. Ferðasumarið fer því
miklu betur af stað, þegar horft er
til stundvísi á Keflavíkurflugvelli,
en á síðasta ári. Í júní í fyrra voru
til að mynda aðeins 44,5 prósent
brottfara á flugvellinum á tíma.
Þetta kemur fram á vefnum turisti.
is sem birtir reglulega upplýsingar
um stundvísi íslenskra flugfélaga
og ferðaskrifstofa.
Þar kemur fram að komutímar
WOW air hafi staðist oftar en hjá
hinum tveimur félögunum og ný-
liðarnir voru því stundvísasta fé-
lagið í Keflavík á seinni hluta júní-
mánaðar.
Eins og áður er mikill mun-
ur á umsvifum félaganna þriggja.
Icelandair flaug til dæmis sjö sinn-
um oftar en Iceland Express og
ellefu sinnum oftar en WOW air
til og frá landinu seinni tvær vikur
júnímánaðar samkvæmt upplýs-
ingum á vef Túrista.
n Eineltisfórnarlamb segist loks hafa verið tekið sem jafningja innan glæpaheimsins n Einelti er áhættuþáttur þegar kemur að afbrotum og óreglu
getur haft á fólk og ýmis úrræði séu
til staðar fyrir fórnarlömb þess, eins
og Stígamót. „Við vitum af Kvenna-
athvarfinu sem skjóli fyrir nauð-
staddar konur og börn. Það eru
möguleikar fyrir einstaklinga sem
hafa lent í erfiðri reynslu að vinna
úr þessum aðstæðum og tilfinning-
um. Við vitum einnig að kynferðis-
brot og sifjaspell geta haft langvar-
andi áhrif á þolendur. Hins vegar
veit samfélagið minna um áhrif
eineltis, hvað það getur haft mikil
áhrif langt fram eftir aldri. Það er
mikilvægt að fórnarlömb eineltis
fái líka vettvang og eitthvert skjól til
að vinna úr reynslu sinni.“
Samspil margra þátta
Nú hefur fjöldi fólks átt erfiða æsku
og lent í einelti án þess að fremja
nokkurn tímann lögbrot. Helgi seg-
ir að ekkert samasemmerki sé milli
eineltis og afbrota. Það sem skilur á
milli er að margir þolendur nái að
vinna sig út úr þeirri reynslu með að-
stoð nærumhverfisins eins og fjöl-
skyldunnar. „Þetta er stór áhættu-
þáttur, en það er ekki þannig að allir
sem lagðir eru í einelti endi uppi sem
alræmdir ofbeldismenn á Hrauninu,
sambandið er ekki svona sterkt þarna
á milli. Hins vegar getur eineltið orðið
að fótakefli síðar á unglingsárum
og jafnvel langt fram á fullorðinsár.
Þetta er stór áhættuþáttur. Einelti og
reynsla af því tagi ýtir undir áhættuna
að einstaklingar verði ofbeldishneigð-
ir eða lendi á braut áhættuhegðun-
ar eða afbrota. Þetta er áhættuþáttur
en ekki þar með sagt að sú verði endi-
lega raunin. Það eru ekki rétt skila-
boð að segja að sá sem lendir í einelti
eða beitir því sjálfur muni enda sem
síbrotamaður á Litla-Hrauni. Sam-
bandið er ekki svona klippt og skorið.
Þetta er samspil margra þátta og vægi
hvers og eins mismunandi. Að beita
eða vera lagður í einelti, margvíslegir
fjölskyldu- og persónuleikaþættir,
geta undir ákveðnum kringumstæð-
um búið til snjóbolta sem menn ráða
einfaldlega ekki við. En sem betur fer
er það þó þannig að flestir einstak-
lingar sem lagðir eru í einelti ná að
vinna sig út úr því.“ n
Börkur Birgisson er margdæmdur
afbrotamaður. Hann er með marga dóma
á bakinu og nær sakaferill hans aftur
til ársins 1996 þegar hann réðst á konu
í söluturni í Hafnarfirði og barði hana
ítrekað í höfuðið. Hann var svo árið 2005
dæmdur í 7 og hálfs árs fangelsi fyrir að
ráðast á mann með öxi á veitingastaðn-
um A. Hansen í Hafnarfirði.
Fólk sem þekkti Börk í æsku hefur sagt
frá því að hann hafi verið lagður í einelti.
„Honum leið alls ekki vel í skóla. Ég held
hann hafi átt erfitt með nám. Og hann
var til dæmis oft niðurlægður og lagður í
einelti. Kannski var það þess vegna sem
það gerðist að þegar hann fór að drekka
braust út þessi magnaða reiði.
Hann fór að venja komur sínar á
veitingastað í Hafnarfirði sem unglingur
og þegar hann var í glasi var hann oft
ofbeldishneigður,“ segir sá sami sem þekkir Börk frá æskuslóðum hans í Hafnar-
firði.
Annar einstaklingur sem kynntist Berki eftir að hann komst á fullorðinsár
segir að honum hafi verið tíðrætt um að hann hafi gengið illilega í skrokk á þeim
sem höfðu lagt hann í einelti í æsku.
Guðgeir Guðmundsson var á
dögunum dæmdur í 14 ára fangelsi
fyrir að hafa veist að Skúla Sigurz
á lögfræðistofunni Lagastoð og
stungið hann ítrekað og fyrir að
hafa stungið Guðna Bergsson
þegar hann reyndi að koma Skúla
til bjargar. Guðgeir var með hreina
sakaskrá og hafði aldrei gerst sekur
um ofbeldisbrot né önnur brot.
Í sálfræðimati Sigurðar Páls Páls-
sonar, sem gert var á Guðgeiri vegna
málsins, kemur fram að Guðgeir hafi
verið lagður í einelti í æsku. Eineltið
ásamt öðrum áföllum sem hann
varð fyrir hafi mótað hugsunarhátt
hans. Lífsviðhorf hans eru þannig
að hann telur engum treystandi
og heldur að fólk muni svíkja hann. Hann hefur lítið sjálfsmat og neikvæðan og
þynglyndislegan hugsunarhátt. Hann bælir svo niður reiði og gremju þar til hann
springur.
Af sálfræðimatinu að dæma er Guðgeir mjög mótaður af eineltinu sem hann
varð fyrir í æsku. Viðurkenndi hann að í aðstæðum þar sem hann teldi svínað á
sér, komi hugsanir um ofbeldi upp í hugann. Helgi Gunnlaugsson segir Guðgeir
vera gott dæmi um mann sem sé fastur í þessu viðhorfi og hafi ekki fengið þá
hjálp sem hann hefði þurft til þess að vinna sig út úr eineltinu. „Hann hefur ekki
fengið aðstoð eða umhverfið ekki almennilega áttað sig á því hvað var á ferðinni
eða eitthvað slíkt. Það þarf að vinna með þessar tilfinningar, eins og vantraust
og tortryggni.“
Réðst á mann með öxi
Réðst á lögmann
Börkur Birgisson Margdæmdur
glæpamaður er fórnarlamb eineltis
Guðgeir Guðmundsson Mótaður af upplif-
un sinni af eineltinu sem hann varð fyrir í æsku