Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Blaðsíða 8
B irgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, vinnur nú að stofnun nýs stjórnmála- flokks ásamt forritaranum Smára McCarthy og fleir- um sem hafa beitt sér fyrir auknu gegnsæi og tjáningarfrelsi á Íslandi. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sýnt flokknum áhuga og hefur íhugað að taka þátt í stofnun hans. Vinnuheiti flokksins er Píratapartý- ið en hann er hliðstæða svokallaðra „pirate“-flokka sem stofnaðir hafa verið víða um heim undanfarin ár. Birgitta var einn af stofnendum Dögunar, sem er eins konar sam- runaflokkur Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar og Frjálslynda flokksins, en nú virðist hún hafa siglt á önnur mið. „Birgitta hefur verið virk í starfinu hjá okkur en það er nú bara þannig þegar hreyfingar eru að rotta sig saman að það eru alltaf einhverjir sem fara eitthvert annað,“ segir Lýður Árnason, einn af stofnendum Dögunar. „Það er ekk- ert skrítið að Birgitta sæki í fólk sem hefur fyrst og fremst þessar áhersl- ur, afhjúpun og upplýsingaflæði og svo framvegis. Hún hefur haft mik- inn áhuga á þessu og þetta eru helstu baráttumál Píratapartýsins.“ „Snýst alls ekki um mig“ „Inni í leyndarhjúpnum leynist spill- ingin og eina leiðin til þess að upp- ræta spillinguna er að afhjúpa hana.“ Þessari skoðun lýsir Birgitta Jóns- dóttir í samtali við blaðamann DV, en hún telur heillavænlegast að nýtt stjórnmálaafl leiði baráttuna fyrir upplýsingafrelsi, gegnsæi og beinu lýðræði. Hún bendir á að uppruna- lega hugmyndin á bak við Dögun hafi verið að sameina öll litlu fram- boðin en það hafi mistekist. Birgitta segist þó bera hlýhug til Dögunar og óska flokknum alls hins besta. „Ég á bara svo mikla samleið með nörd- um af því ég er nörd sjálf,“ segir hún og bætir því við að Píratapartýið hafi önnur áherslumál en Dögun. „Píratapartýið snýst alls ekki um mig,“ segir Birgitta. „Ég er bara í hópi margra sem koma að stofnun flokks- ins. Það er enginn foringi, ég veit ekki einu sinni hvort ég mun eða vil leiða neinn lista. Ég er hlynnt sam- ábyrgð og vil bara að við gerum þetta saman.“ Aðspurð hvort hún vilji sitja áfram á þingi segist Birgitta líta á átta ára þingsetu sem hámark. Jón Gnarr slæst í hópinn Haldnir hafa verið fimm undirbún- ingsfundir að stofnun flokksins en tveir þeirra fóru fram á netinu. Sam- kvæmt yfirlýsingu á Facebook eru helstu áherslumál Píratapartýsins gagnsæi, opin stjórnsýsla, þátttöku- lýðræði, einstaklingsfrelsi, friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi. Þá kemur fram að hugmyndafræði sam- takanna sé „sprottin upp frá pólitísku landslagi þar sem rótgróin pólitísk elíta hefur fórnað hugsjónum sínum og kjósenda sinna á altari spillingar- innar“. Sem stendur er sambærilegur flokkur í Svíþjóð með tvo Evrópu- þingmenn og í Þýskalandi er flokk- ur af sama meiði með 25 þingmenn í ríkisþingum víða um land. Þá eru álíka flokkar með fulltrúa í sveitar- stjórnum um gjörvalla Evrópu. Aðspurð segir Birgitta að íslenski flokkurinn eigi í góðu samstarfi við þessa flokka. „Við miðum dá- lítið okkar stefnu við þá stefnu sem hefur verið í þróun hjá Pirate Par- ty International og vinnum með ýmsum samtökum af þessu tagi.“ Samkvæmt ónafngreindum heimildarmönnum hefur Jón Gnarr haft samband við forsvarsmenn flokksins. Hann hefur sýnt flokkum af þessu toga talsverðan áhuga og sat nýverið fund með nýkjörnum full- trúum þýska flokksins, Die Piraten- partei Deutschland. Upplýsingar til upplýsingar Smári McCarthy segir að samtökin leggi áherslu á internetfrelsi, opna stjórnsýslu og upplýsta ákvarð- anatöku. „Lýðurinn getur ekki tek- ið upplýstar ákvarðanir nema hann viti hvað er að gerast,“ segir Smári. „Þess vegna tölum við stundum um „upplýsingar til upplýsingar“. Níu- tíu prósent manna virðist telja að ríkis stjórnin leyni upplýsingum sem varða almannahag. Maður veit ekki hvort það er satt en að fólki skuli líða svona er grafalvarlegt mál.“ Smári telur að samfélagið þurfi nú á gegn- sæi að halda frekar en nokkru sinni fyrr, en bendir á að gegnsæi sé ekki nóg heldur sé mikilvægt að almenn- ingur notfæri sér þær upplýsingar sem koma fram. Aðspurður um tengsl „pirate“- flokka við niðurhalssíðuna Pira- te Bay segir Smári að flokkarnir séu ekki beintengdir síðunni en hafi þó sýnt höfundarréttarmál- um áhuga. Hann bendir á að „pira- te“-flokkar hafi til að mynda barist gegn ACTA-lögunum um höf- undarrétt sem felld voru nýverið á Evrópuþinginu. „Píratapartýin eru að þroskast og taka ekki einungis þátt í höfundarréttarumræðunni heldur hafa víkkað út stefnumál sín. Nú er ekki síst lögð áhersla á lýðræðisumbætur og opna stjórn- sýslu,“ segir hann. 8 Fréttir 18. júlí 2012 Miðvikudagur n Klýfur sig úr Dögun n Jón Gnarr íhugar að slást í hópinn n Svipaðir flokkar í Evrópu Birgitta stofnar stjórnmálaflokk „Ég á bara svo mikla samleið með nördum af því ég er nörd sjálf. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Birgitta Jónsdóttir Birgitta vinnur að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem berst fyrir upplýsingafrelsi og gegnsæi. Jón Gnarr Borgarstjóri hefur lýst yfir áhuga á að taka þátt í stofnun flokksins. Smári McCarthy Lykilmaður í stjórn- málaaflinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.