Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Miðvikudagur 18. júlí 2012
Undraefnið edik
n Meðal annars hreinsar edik silfur og eyðir lykt
Þ
að er fátt sem edik ræð-
ur ekki við og netið fullt af
góðum edikráðum. Sem
dæmi má nefna að á síðunni
Readers Digest má finna 150 hús-
ráð þar sem edik kemur við sögu.
Þar segir meðal annars að tölv-
ur, prentarar og önnur skrifstofu-
tæki virki betur og endist lengur
ef þeim er haldið hreinum og þá
kemur að edikinu. Blandið saman
jöfnum hlutföllum af hvítu ediki
og vatni í fötu. Bleytið hreinan
klút og vindið eins mikið og mögu-
legt er. Þurrkið af tækjunum með
klútnum og gott er að hafa nokkra
eyrnapinna við höndina til að ná
til erfiðra og þröngra staða. Ekki
er ráðlagt að setja blönduna í úða-
brúsa því vökvinn getur farið í raf-
magnssnúrur tækjanna.
Sömu blöndu af ediki og vatni
er hægt að nota til að þrífa hin-
ar erfiðu rimlagardínur en þá er
gott að nota heitt vatn. Setjið upp
hvítan bómullarhanska, en þeir
eru oft seldir í garðyrkjubúðum.
Dýfið fingrum ofan í blönduna
og strjúkið yfir báðar hliðar riml-
anna. Gardínurnar verða skínandi
hreinar.
Edikið er líka tilvalið til að eyða
vondri lykt, til dæmis í ísskáp,
nestisboxum eða jafnvel bílum. Þá
er gott ráð að bleyta brauðsneið í
ediki og hafa á illa lyktandi stöðum
yfir nótt en lyktin ætti að vera horf-
in daginn eftir.
gunnhildur@dv.is
n Sérútbúinn nestispakki sem einfaldar undirbúning ferðalagsins
Fatnaður:
Síðar ullarnærbuxur D
Síður ullarbolur D
Stuttermabolur (ekki bómull) D
Göngubuxur D
Flíspeysa D
Göngusokkar (ekki bómull) D
Auka sokkar D
Gönguskór D
Vettlingar D
Buff/húfa/derhúfa D
Sólgleraugu/skíðagleraugu D
Vaðskór
Vatns- og vindheldar buxur D
Vatns- og vindheldur stakkur D
Vatnsheldur farangurspoki (eða
plastpoki) undir föt sem geymd
eru í bakpokanum
Í fyrsta sæti
Volvo C30 kom
best út.
V
olvo C 30 fékk hæstu
einkunn í könnun sem
danska bílaskoðunarfyr-
irtækið Applus + Bilsyn
hefur gert þar sem teknar
voru saman tölulegar upplýsingar
um niðurstöður fyrstu öryggis-
skoðunar á bílum. Um þetta er fjall-
að í nýjasta hefti FÍB blaðsins og er
þar birtur listi yfir 100 tegundir bíla
og hve margar athugasemdir hver
tegund fékk við fyrstu skoðun.
Evrópsku bílarnir bestir
Fyrsta skoðun bíla í Danmörku
fer fram fjórum árum eftir ný-
skráningu og voru 500 þúsund bíl-
ar skoðaðir í fyrsta sinn árið 2011.
Sú tegund sem gerðar voru fæstar
athugasemdir við var Volvo C30
sem fékk 9,6 athugasemdir á hverja
100 bíla. Þetta mun vera í fyrsta
sinn sem bíll nær þeim árangri að
fá innan við 10 athugasemdir á
hverja 100 bíla.
Einnig vakti athygli að í fyrri
könnunum hafa japönsku bílarnir
verið einna minnst bilanagjarn-
ir en nú hafa þeir evrópsku tekið
forystuna. Það má sjá að evrópsku
tegundirnar Volvo, Volkswagen og
Audi eru í efstu sætunum.
Sífellt vandaðri bílar
Samkvæmt FÍB blaðinu þá hafa
bílar stöðugt verið að batna og
það megi sjá þegar niðurstöður
fyrri ára eru skoðaðar. Árið 2010
var Volvo S40 í efsta sætinu með
10,4 athugasemdir og árið áður
var það Ford Fusion með 16,8
athugasemdir á hverja 100 bíla.
Það megi því sjá að athugasemd-
unum fer fækkandi.
Þar kemur einnig fram að það
sé skoðun framkvæmdastjóra
skoðunarfyrirtækisins Applus +
Bilsyn að bílaframleiðendur virð-
ist sífellt skila af sér vandaðri bíl-
um og sú staðreynd að bíll skuli fá
færri en 10 athugasemdir sé frétt-
næmt. Samantekt skoðunarfyrir-
tækisins sýni að franskir og kóresk-
ir framleiðendur þurfi að taka sig á
en þeir eigi 20 af 25 neðstu sætun-
um.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
n Volvo C 30 virðast bila sjaldnast samkvæmt könnun bílaskoðunarfyrirtækis
Öruggasti bíllinn
Algengustu athugasemdirnar sem þessir
4 ára gömlu bílar fengu tengjast rafkerfi,
ljósum, hemlum og burðarvirki.
Topp 25 bílarnir við 4 ára skoðun:
Tegund Gerð Ágallar
pr. 100 bíla
Volvo C30 9,6
Volvo S40 12,0
Mazda 2 12,9
M. Benz C 14,7
Audi A6 15,0
Ford C-Max 15,6
BMW 5 sería 15,7
Audi O7 15,8
Volkswagen Golf 16,7
Volkswagen Jetta 17,1
Audi A4 17,7
Toytoa Auris 18,2
Volvo 580 18,5
Volvo 495 18,9
Volkswagen Passat 19,9
Suzuki SX4 20,7
Ford Fiesta 20,8
BMW 1 Sería 20,8
Volkswagen Touran 20,8
Suzuki Ignis 20,9
Vovlo V50 21,0
BMW 3 sería 21,5
Toyota Landcruiser 21,8
Audi A3 21,8
Opel Astra 21,8
Þessir lentu í síðustu sætunum:
Ford Ka 48,1
Ford Transit 48,6
Mitsubishi Lancer 54,3
Citroen C5 57,1
Chevrolet Nubira 58,7
Skoðun Tékkland Aðalskoðun Frumherji
Bifreið undir 3.500 kg 8.395 kr. 9.460 kr. 8.900 kr.
Bifreið yfir 3.500 kg 8.945 kr. 9.760 kr. 9.500 kr.
DV kannaði verð fyrir skoðun á bíl hjá þremur skoðunarfyrirtækjum. Verðin eru gefin upp
á heimasíðum þeirra og ná einungis yfir skoðun á tveimur þyngdarflokkum:
Edik Eitt af bestu náttúrulegu hreinsiefn-
unum.Mynd: PhoToS