Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Blaðsíða 13
að stærstu leyti að því að byggja ný svæði innan núverandi borgarmarka, eins og í Vatnsmýri þar sem Reykja- víkurflugvöllur er nú. Uppbygging er ráðgerð í Vatnsmýrinni og Elliða- árvogi þar sem íbúðarhús eru ekki þegar til staðar. Samtals er gert ráð fyr- ir byggingu rúmlega tíu þúsund íbúða á þessum tveimur stöðum. Þannig er stefnt að því að þéttingin eigi sér stað án þess að hús verði byggð nær hvort öðru eða hærra upp í loftið. Ráðgert er að þétting og endurnýjun byggðar eigi sér að mestu stað á vannýttum iðnað- ar- og athafnasvæðum. Þeir sem vinna að breytingum á skipulagi í borginni hafa horft til borga í Skandinavíu og víðar til að fá hugmyndir að lausnum á borgar- skipulaginu. Einnig hefur verið horft til borga í Kanada og minni borga í Bandaríkjunum sem eiga við sama vanda að etja og Reykjavík. Innblástur skipulagsbreytinganna einskorðast því ekki við nágrannaríki okkar held- ur er reynt að horfa til borga af svipaðri stærð og landlegu og Reykjavík. Veð- urfar í borgum getur einnig haft áhrif á hvernig þær byggjast upp. Ein strjálbýlasta borgin Reykjavíkurborg er ein af strjálbýlustu höfuðborgum heims. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands voru Reykvíkingar 118.814 talsins í byrj- un ársins 2012 og samkvæmt upp- lýsingum frá Landmælingum Íslands var Reykjavíkurborg 277 ferkílómetr- ar. Það þýðir að tæplega 429 íbúar eru á hvern ferkílómetra í borginni. Til samanburðar eru 6.300 íbúar á hvern ferkílómetra í Kaupmannahöfn og 10.519 í New York-borg. Páll segir aðalmarkmiðið vera að þétta byggð í borginni. „Þetta hef- ur sigið á verri hlið síðustu áratugi. Maður sér það bara á mörgum tóm- um þjónustukjörnum inni í miðj- um hverfum þar sem þjónusta var en er nú horfin. Þetta rýrir hverfin sem samfélag og eykur þörfina fyrir því að eiga bíl en þetta er mikill hluti af því að ná borginni inn á mannvænlegra og fjölskylduvænna stig, ásamt sam- göngum,“ segir hann og bætir við að mikilvægt sé að vinna að málinu í sátt. Ekki sátt um allar breytingar Þó að sátt ríki um meginmarkmið skipulagsbreytinganna sem unnið er að í borgarstjórn eru alls ekki all- ar breytingar sem þegar eru komnar á teikniborðið eða til framkvæmda vinsælar. Mikill styr hefur staðið um stórhuga breytingar á Landspítal- anum sem þó hefur legið fyrir um nokkurt skeið. Harkalega hefur verið tekist á um uppbyggingu á svæðinu og hefur mörgum spurningum verið varpað upp um stærð, staðsetningu og skipulagsbreytingar sem fylgja nýju hátæknisjúkrahúsi í miðborg Reykjavíkur. Aðrar breytingar eins og hótel í gamla Landssímahúsinu við Aust- urvöll og Ingólfstorg hafa einnig orðið að þrætuepli. Fjöldinn allur af fólki hefur skrifað undir áskorun á borgina að reyna að skakka leikinn og koma í veg fyrir hótelbygginguna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, for- seti Alþingis, hefur einnig tekið þátt í umræðunni en hún telur að borginni sé skylt að tryggja þinginu rúmt svæði og telur hún háar byggingar við Alþingishúsið traðka á þeim rétti. Húsið og lóðin er hinsvegar í einka- eign og hefur borgin tiltölulega lítið að segja um uppbyggingu á svæðinu. Vilja flugvöllinn burt Helsta forsenda þess að hægt verði að þétta byggð innan Reykjavíkur- borgar jafn mikið og vilji er til meðal borgar meirihlutans er að flugvöllur- inn í Vatnsmýrinni víki. Samkvæmt plönum Reykjavíkurborgar munu 6.800 íbúðir rísa í Vatnsmýrinni eft- ir að flugvöllurinn verður færður annað. Þetta er langmesta fjölgun íbúða í Reykjavík samkvæmt áætlun- um borgarinnar á næstu árum. Það samsvarar um það bil 58 prósentum af heildarfjölgun íbúða í borginni á tímabilinu sem áætlunin nær yfir. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni hefur líka lengi verið deiluefni og er meirihlutinn í borgarstjórn til að mynda ekki sammála Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra sem fer með málefni samgöngumála í ríkisstjórn, um mikilvægi þess að hafa flugvöllinn áfram á svæðinu. Rafræn kosning sem framkvæmd var árið 2001 leiddi í ljós að naum- ur meirihluti væri fyrir því að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni en aðeins 37 prósent kjörsókn var í kosningunum. Skoðanakannanir á undanförnum mánuðum og árum hafa hinsvegar leitt í ljós andstöðu við að flugvöllurinn verði fluttur úr miðbænum. Reykjavík fRamtíðaRinnaR Fréttir 13Miðvikudagur 18. júlí 2012 18 Afstöðumynd Site plan n Íbúabyggð þétt til muna n Vilja heildstæða þjónustu inn í hverfin n Tífalda lengd hjólastíga n Ekki allir sáttir við breytingarnar Deiliskipulagstillaga Sturlugötu 2, Vísindagarðar Háskóla Íslands og Stúdentagarðar (áður austurhluti Háskólalóðar - byggingarsvæði A-F)- skýringarmynd. Mkv. 1.2000 21.september/mars , kl. 10.00 24. júní , kl. 10.00 21. september/mars , kl. 13.00 24. júní , kl. 13.00 21.september/mars , kl. 15.00 24. júní , kl. 15.00 Skuggavörp júní-september/mars Götumynd/sneiðing A-A Götumynd/sneiðing B-B Sneiðmynd - til norðurs Yfirlitsmynd - til norð austurs Frá ðalbyggðingu Háskóla Íslands 05-02 SKÝRINGARUPPDRÁTTUR 1:1000/2000 ASK 23.03.2010 TEIKNINGARNÚMER: BREYTING: DAGSETNING: EFNI: MÆLIKVARÐI: ÁFANGI: SKÝRINGARMYNDIR DEILISKIPULAGS 1:2000 og 1:4000 LAGF. JÚNÍ 2012 UPPF. 26.03.2012 08.03.2012 NLSH03-A1802-00 00 Breyting: Dags: Teikn: Yfirf: 00 Ný teikning 230607 NN nn SPITAL NÝR LANDSPITALI VIÐ HRINGBRAUT EFRI GATA NEÐRI GATA BA RÓ NS ST ÍGU R HRINGBRAUT BSÍ HLÍÐARENDI BAR ÓN SST ÍGU R EIRÍKSGATA SN OR RA BR AU T BA RÓ NS ST ÍG UR EINARSGARÐUR AÐAL- TORG NJ AR ÐA RG AT A SÓLEYJARGATA SMÁRAGATA LAUFÁSVEGUR BERGSTAÐARSTRÆTI FJÖLNISVEGUR MÍ MI SV EG UR ÞO RFI NN SG AT A LEIFSGATA EGILSGATA SJAFNARGATA FREYJUGATA BÚSTAÐAVEGUR MIKLABRAUT KL AM BR AT ÚN HALLGRÍMS- KIRKJA HLJÓMSKÁLA- GARÐUR SYÐSTA GATA GAMLI LANDSPÍTALINN BA RN AS PÍ TA LI KV EN NA DE IL D GEÐDEILD ELDHÚS HÁSKÓLI / SJÚKRAHÚS DAG-, GÖNGU- OG LEGUDEILDIR RANNSÓKNARHÚS SJÚKRAHÓTEL BÍLASTÆÐA- HÚS MEÐFERÐARKJARNI EIRBERG L L L L L TENGING VIÐ VÖRUMÓTTÖKU OG ELDHÚS /SORPMIÐSTÖÐ ATVINNUHÚS/ BÍLASTÆÐA- HÚS ÓRÁÐSTAFAÐ ÓRÁÐSTAFAÐ HÁSKÓLI ÓRÁÐSTAFAÐ A B B A C C D D E E B1 B1 F F H H R . S T. R. ST. 0 50 100 200 N LÓÐAMÖRK NÚVERANDI BYGGÐ BYGGINGAREITUR BUNDIN BYGGINGARLÍNA HVERFISVERND TENGIGANGAR OG NEÐANJARÐARMANNVIRKI STAÐSETNING LEIÐBEINANDI MEÐ FYRIRVARA UM LAGNALEIÐIR NÚVERANDI BYGGÐ NÝ BYGGÐ TENGIBRÝR AFMÖRKUN SKIPULAGSSVÆÐIS FJARLÆGÐAR BYGGINGAR ÞYRLUPALLUR TENGIBRÚ HV FRIÐUÐ BYGGINGF BÍLGEYMSLA / BÍLASTÆÐI NÚVERANDI BYGGÐ NÝ BYGGÐ TENGIBRÝR TENGIGANGAR OG NEÐANJARÐARMANNVIRKI NR. NÝBYGGINGA P REIÐHJÓLAGEYMSLAHJ SÚREFNISGEYMIRO2 LEIKSVÆÐIL LEIKSVÆÐIL MEGIN INNGANGAR STOFNSTÍGUR TENGISTÍGUR LÓÐ UM 13,9 ha 21-36 MEGIN AÐKOMUR SKÝRINGARMYND DEILISKIPULAGS, 1:2000 2: NÝR LANDSPÍTALI SKÝRINGARMYND DEILISKIPULAGS KVENNADEILD BARNASPÍTALI DAGDEILDIR GÖNGUDEILDIR AÐFÖNG GEÐDEILDMEÐFERÐAR- KJARNI / LEGUDEILDIR HÁSKÓLA- TORG RANNSÓKNIR SJÚKRABÍLAR BRÁÐAM.T. TO R G HÓTEL DAGD./ LEGUD. P HÁSKÓLI/ SJÚKRA- HÚS AÐF. P NEYÐARUMFERÐ AÐFÖNG ALMENN UMFERÐ P HRINGBRAUT BA RÓ NS ST ÍG UR EIRÍKSGATA SN O R R AB R AU T SMÁRAGATA UMFERÐARKERFI BA RÓ NS ST ÍG UR EIRÍKSGATA SN O RR AB RA UT S S S SÓLEYJARGATA S S S HRINGBRAUT S SSMÁRAGATA S KVENNADEILDBARNASPÍTALI LÆKNA- GARÐUR HÓTEL TORG DAGDEILDIR GÖNGUDEILDIR GEÐDEILD MEÐFERÐARKJARNI LEGUDEILDIR DAGDEILDIR LEGUDEILDIR 1.ÁFANGI 1.ÁFANGI 2.ÁFANGI 1.ÁFANGI RANNSÓKNAHÚS 1.ÁF. HÁSKÓLA- TORG HÁSKÓLI/ SJÚKRA- HÚS1.ÁF. 2.ÁFANGI GAMLI LANDSPÍTALINN P BIÐSTÖÐ REIÐHJÓLASTÆÐI AFM. REIÐHJÓLASTÍGAR GÖNGU-/HJÓLASTÍGAR P STÍGAR, REIÐHJÓL OG STRÆTÓ HRINGBRAUT BA RÓ NS ST ÍG UR EIRÍKSGATA SN O R R AB R AU T SMÁRAGATA Hjólahús Hjólaskýli Hjólastæði í grind HJÓLAGEYMSLUR OG HJÓLASTÆÐI Hótel í miðborgina Talsverðar breytingar eru á teikniborðinu í miðbænum en íbúar hafa mótmælt þeim. Landspítalinn Stækka á Landspítalann talsvert. Ásýnd borgarinnar mun breytast mikið við stækkunina. Háskólasamfélag Byggja á upp stórt Háskóla- samfélag við hlið Háskólans og Norræna hússins. Umdeild uppbygging Óhætt er að segja að uppbygging Landspítalans er umdeild.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.