Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Blaðsíða 20
Tengsl snyrtivara og sykursýki Efni sem notuð eru í algengar snyrtivörur sem konur nota dag- lega geta hugsanlega aukið líkur á sykursýki, ef marka má niðurstöð- ur nýrrar rannsóknar. Vísinda- menn við háskólann í Uppsöl- um í Svíþjóð hafa varað við því að ákveðin efni sem notuð eru bæði í plast- og snyrtivörur til að auka sveigjanleika og gagnsæi, geti ver- ið hættuleg. Sænskir vísindamenn telja að sé efnið notað í snyrtivörur, líkt og brúnkukrem, andlitskrem og ilm- vötn geti það aukið líkur á sykur- sýki 2 svo um munar. Rannsóknin tók til þúsund 65 ára einstaklinga og var fylgst með blóðsykrinum hjá þeim á fastandi maga. Aðrir áhættuþættir sykursýki 2, líkt og reykingar, magn kólesteróls í blóði og hár blóðþrýstingur voru teknir inn í myndina. Skerðu matinn niður Menn njóta matar betur ef hann er skorinn niður í bita. Að þessu hafa vísindamenn við Arizona- ríkisháskólann komist að. Sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar þá virðist matur skorinn niður í hentuga stærð sem auðvelt er að stinga upp í sig einnig virka meiri um sig og veita meiri magafylli en matur sem framreiddur er í heilu lagi. Það skiptir engu máli hvort máltíðirnar eru jafn stórar og inni- haldi jafn margar hitaeiningar. Rannsóknin fór þannig fram að 301 háskólanema voru gefn- ar beyglur sem annaðhvort höfðu verið skornar niður eða voru í heilu lagi. Tuttugu mínútum eft- ir að nemarnir höfðu borðað beyglurnar var þeim boðið upp á fría máltíð. Til að komast að niðurstöðum rannsökuðu vísinda- mennirnir hve mikið var eftir af beyglunum og hve mikið nemarn- ir borðuðu af fríu máltíðinni sem þeir fengu síðar. Ekki sofa of mikið Of mikill eða of lítill svefn get- ur valdið andlegri hnignun hjá eldri konum og jafnvel ýtt undir Alzheimers-sjúkdóminn samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Brigham and Women‘s-sjúkra- húsið í Boston. Fimmtán þús- und konur, sjötíu ára og eldri, tóku þátt í rannsókninni. Hún leiddi í ljós að þær konur sem sváfu í fimm klukkutíma eða minna komu verr út úr sálræn- um og andlegum prófum en þær sem sváfu í sjö klukkutíma á nóttu. Það virðist hins vegar vera jafn slæmt að sofa of mikið því þær konur sem sváfu í níu klukkutíma eða meira á nótt- unni komu einnig illa út úr prófunum. Sjö tíma nætursvefn virðist því vera hinn hæfilegi meðalvegur. Kúra saman í gegnum sKype É g hefði aldrei haldið að ég gæti orðið ástfangin af manni sem ég hef aldrei hitt en svo er það bara hægt greinilega,“ segir hin nýtrú- lofaða Helena Björk Þrastardótt- ir alveg í skýjunum. Samband Helenu og unnusta hennar, hins bandaríska Augustine Bernard Quillia, er heldur óvenjulegt þar sem þau hafa aldrei hist í eigin persónu þrátt fyrir að hafa ver- ið saman í um sjö mánuði. Þau munu að öllum líkindum ekki hittast fyrr en í vetur þegar hann flytur hingað til lands, en þau stefna á að búa saman á Ísafirði þar sem Helena býr núna og starfar sem bókasafnsvörður. Aug- ustine er búsettur á Manhattan í New York svo það verða heldur betur við- brigði fyrir hann að koma. Kynntust á Facebook „Við kynntumst í gegnum Facebook, sem er frekar fyndið. Ég átti vin á Face- book sem var ekki manneskja held- ur var þetta svona tónlistarfyrirbæri. Var alltaf að skrifa um tónlist og svona. Hann var vinur þessarar síðu líka og þau póstuðu youtube-link sem hann kommentaði á og ég kommentaði líka. Svo bara einhvern veginn fórum við að tala saman út frá því. Þetta var svona algjör tilviljun,“ segir Helena um það hvernig þau kynntust. „Við vorum bara að spjalla um tónlist til að byrja með og svo sagði hann mér að honum fyndist ég voðalega sæt og mér fannst hann voðalega sætur líka og svo ein- hvern veginn þróaðst það bara. Við vorum búin að tala saman í mánuð þegar ég bað hann um að vera kærast- inn minn,“ segir hún hlæjandi. Helena er vön því að taka af skarið og veit hvað hún vill. Það borgaði sig líka heldur betur í þetta skiptið því hann sagði já og sjö mánuðum síðar svífa þau ný- trúlofuð um á bleiku skýi, í sitthvorri heimsálfunni þó. Deit tvisvar í viku Parið getur eðlilega ekki ræktað sam- bandið með því að að fara út að borða, í leikhús eða bíó líkt og flest önnur pör gera. Þau hafa að mestu leyti samskipti í gegnum samskiptaforritið Skype. „Við tölum saman alla daga í gegn- um Skype, skrifumst á og svo erum við með föst deit tvisvar í viku þar sem við tökum vídeó á kype, þannig að ég hef alveg séð hann.“ Aðspurð hvort þau sitji þá fyrir framan tölvuna og spjalli eða reyni að gera eitthvað annað saman segir hún það misjafnt. „Stund- um erum við að spjalla og stundum erum við að hanga með kveikt á því og ég er að gera mitt og hann er að gera sitt og svo spjöllum við einstöku sinn- um. Bara svona eftir því í hvernig skapi við erum,“ útskýrir Helena sem getur ekki beðið eftir að fá að ganga hönd í hönd með unnusta sínum um götur Ísafjarðarbæjar. Skiptust á náttfötum Helena viðurkennir að það sé allt ann- að en auðvelt að vera í fjarsambandi, sérstaklega í svona langan tíma. „Þetta er ógeðslega erfitt,“ segir hún og leggur mikla áherslu á orðið ógeðslega. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. Ég er oft alveg bara að missa vitið. Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn. Til dæm- is að liggja einn í rúminu á nóttunni. Maður væri alveg til í að hafa hann við hliðina á sér. Við sofum samt stundum saman. Kveikjum á tölvunni og för- um bæði að sofa,“ segir hún hálffeim- in. „Við reynum að gera allt sem við mögulega getum. Ég sendi honum bol sem ég svaf í og hann sendi mér bol þannig við gátum fundið lyktina hvort af öðru. Það er allt mögulegt.“ Vinirnir ekki tilbúnir Helena segir fjölskyldu sína og marga vini hafa ákveðnar efasemdir um sam- bandið og vilji lítið tala um það. Fólki finnst það eitthvað ekki ekta eða alvöru af því við höfum ekki hist. Það er samt alveg mjög ekta og alvöru. Ég er meira að segja vinur foreldra hans á Face- book.“ Helena segir samband hennar og Augustine alveg jafn ekta og önn- ur sambönd. „Eini munurinn er sá að við getum ekki hist og snert hvort ann- að. Ég er alveg búin að ná að kynnast honum mjög vel af því við tölum svo mikið saman, en mörgum finnst þetta eitthvað halló.“ Flestir hafa þó óskað henni til hamingju. Hún reynir að láta það ekki á sig fá enda ástfangin upp fyrir haus. „Kærasta bróður míns, hún er alltaf til staðar fyrir mig. Hún þekk- ir alla söguna mína og kærastans míns. Ég röfla í henni ef það er eitthvað.“ Aðspurð hvort sambandið hafi gengið snuðrulaust fyrir sig allan tím- ann segir hún það ekki alveg hafa verið þannig. Það hafi oft komið fyr- ir að hún hafi grátið yfir samskiptum þeirra. „Af því við skrifumst svo mik- ið á, þá er stundum ekki alveg hægt að vita hvernig hinni manneskjunni líður eða hvað hún er að meina og það hefur oft orðið misskilningur. Þetta er rosa- lega erfitt. Ég mæli engan veginn með svona fjarsambandi.“ „Erum við þá trúlofuð núna?“ En hvernig bar trúlofunina að? „Hann var búinn að minnast á það fyrir ein- hverju síðan að hann væri voðalega ástfanginn af mér og að hann gæti alveg ímyndað sér að eyða restinni af lífinu með mér og mér fannst það voðalega frábært. Svo vorum við eitt- hvað að tala saman í gær (innsk. blm: á sunnudaginn) og ég sagði við hann að ég væri mikið til að eyða mínu lífi með honum líka. Hann svaraði bara, frábært, æðislegt, ég líka og svo sagði ég svona í djóki hva erum við þá trú- lofuð núna?“ Helena segir hann hafa hlegið í fyrstu en svo bara sagt já. „Þetta byrjaði sem grín og varð svo að alvöru. Við erum rosa góðir vinir þannig við getum alveg djókað í hvort öðru.“ Ekkert stressuð, bara spennt Helena segir Augustine mjög spennt- an að koma hingað til lands en hún hefur þó örlitlar áhyggjur af því að hann fái smá sjokk yfir breytingun- um og að honum gæti leiðst ef hon- um gengur illa að fá vinnu. „En hann er búinn að tala um að hann sé orðinn leiður á að vera þar (innsk. blm: í New York). Svo það er kannski bara fínt.“ Augustine er tónlistarmaður og semur sína eigin tónlist, það var því sameiginleg ákvörðun þeirra að það væri auðveldra fyrir hann að koma hingað til lands heldur en fyrir Helenu að fara til New York þar sem hún hefur fasta vinnu á Ísafirði. Hún hefur engar áhyggjur af sam- bandi þeirra þegar hann kemur. „Ég er eiginlega bara ógeðslega spennt,“ seg- ir Helena og það má eiginlega segja að það ískri í henni af spenningi. „Ég er ekkert stressuð yfir því að hitta hann, bara spennt.“ solrun@dv.is Nýtrúlofuð Helena er í skýjunum og ástfangin upp fyrir haus. Hún hlakkar mikið til þegar unnusti hennar flytur hingað til lands næsta vetur, en þá munu þau hittast í fyrsta skipti. n Helena er trúlofuð manni sem hún hefur aldrei hitt í eigin persónu 20 Lífsstíll 18. júlí 2012 Miðvikudagur „Ég sendi honum bol sem ég svaf í og hann sendi mér bol þannig við gátum fundið lyktina hvort af öðru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.