Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 18. júlí 2012 Miðvikudagur É g varð strax rosalega hrifin af honum,“ segir Úlfhildur Stef- ánsdóttir, heimilismaður á Sól- heimum, um þær tilfinningar sem bærðust í brjósti hennar þegar hún leit unnusta sinn, Magnús Helga Vigfússon, augum í fyrsta sinn. Hún segir framkvæmdastjóra Sól- heima hafa, um leið og hann komst að hrifningu Úlfhildar, spurt hana hvort hún væri alveg viss um hvort Magnús væri rétti maðurinn fyrir hana. Þá segist hún hafa svarað um hæl: „Ég skal hundur heita ef ég næli ekki í þennan mann.“ Gerður brottrækur Magnús Helgi hóf störf á Sólheim- um árið 2005. Þau Úlfhildur felldu hugi saman stuttu síðar og hann flutti í kjölfarið inn í íbúð henn- ar að Sólheimum. Árið 2006, á að- fangadag, trúlofuðu þau sig og allt virtist vera í blóma. Árið 2008 fór svo að síga á ógæfuhliðina. Magnús missti vinnuna á Sólheimum og fór að upplifa sig sem „óvelkominn að- skotahlut“. „Ég var augljóslega ekki velkominn þarna. Þeir sögðu mér að ég þyrfti að vinna fyrir þá – frítt – eða fara eitthvað annað á daginn,“ segir Magnús sem segist hafa unnið ókeypis fyrir Sólheima til ársins 2011. Þá var hann gerður brottrækur vegna verknaðar sem hann framdi í janúar 2011. Magnús komst þá yfir Olís-kort í eigu Sólheima, tók það og notaði til að taka bensín á eigin bíl. Samtals tók hann bensín fyrir 125.000 krónur. Auk þess að reka hann úr íbúð sinni kærðu stjórnendur Sólheimar Magn- ús, sem hlaut í kjölfarið tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og sekt. „Ég hafði átt í fjárhagserfiðleik- um. Þú trúir ekki hvað ég sé mik- ið eftir þessu; ég er miður mín. Ég missti ekki bara ástina mína, held- ur einnig marga bestu vini mína; ég missti líf mitt!“ Segir Magnús fullur iðrunar. Þann 27. septem- ber 2011 var hann kallaður á fund og, að eign sögn, sagt að hypja sig á brott. Síðan þá hefur parið verið aðskilið. Á Sólheimum vegna óreglu Úlfhildur fluttist á Sólheima árið 1997, þá tvítug, að skipun fóstur- foreldra hennar. Hún hafði lengi átt við áfengis- og vímuefnavandamál að stríða. „Eftir tíunda bekk fór allt í bál og brand; ég fór í undirheimana. Ég sprautaði mig reyndar aldrei en drakk mikið og dópaði,“ segir Úlf- hildur sem greind er með væga þroskahömlun. Magnús er, að sögn systur Úlfhildar, á svipuðu andlegu þroskastigi og Úlfhildur, en hefur ekki verið greindur. Úlfhildur segist hafa verið vansæl á Sólheimum frá fyrsta degi, eða þar til hún kynntist Magnúsi. „Maggi er mér allt,“ seg- ir hún. Nú, þegar Magnús er ekki lengur á Sólheimum, upplifir Úlf- hildur sig sem fanga. Hún segir að stjórnendur Sólheima hafi sett ferðafrelsi hennar þröngar skorður. „Ef ég má ekki hitta manninn minn og má ekki fara af svæðinu, hvað má ég þá?“ Vill flytja til Magnúsar „Ég vildi náttúrulega helst flytja með Magga þegar hann var rekinn burt, en þar sem ég er hvorki með sjálfræði né fjárræði þá gat ég það ekki. Þetta er svo ósanngjarnt; við erum trúlof- uð en ég má samt ekki fara með hon- um.“ Fósturforeldrar Úlfhildar fara með forræði yfir henni. Úlf hildur segir þau vilja halda henni á Sól- heimum hvað sem það kostar; jafn- vel þótt það þýði að hún og ástmaður hennar séu aðskilin. „Þetta stoppar allt hjá þeim,“ segir Úlfhildur sem á engan draum heitari en að flytja til Magga á Selfoss, fyrst þau mega ekki vera saman á Sólheimum. „Það er ekkert að þér“ Viku áður en Magnúsi var gert að flytja, lést systir Úlfhildar, og segir Úlf- hildur að líf hennar hafi hrunið í kjöl- farið. „Eftir að systir mín lét lífið og Maggi er gerður brottrækur, þá fer ég að hugsa; bíddu – hvað á ég eiginlega að gera núna? Allt sem ég unni mest er horfið úr lífi mínu.“ Í kjölfarið fór Úlfhildi að líða illa. „Ég svaf mjög illa á nóttunni og byrjaði að hafa áhyggj- ur af öllu og engu,“ segir hún og kveðst oftsinnis hafa talað við forsvarsmenn Sólheima um að hana vantaði sár- lega hjálp. „En ég fékk hana ekki!“ Úlfhildur segist hafa minnt starfs- menn Sólheima ítrekað á það, að hún þyrfti á sálfræðiaðstoð að halda en þeir hafi gefið lítið fyrir þær óskir og svarað: „Það er ekkert að þér.“ Reyndi að svipta sig lífi „Ég vildi að foreldrar mínir og forsvars- menn Sólheima myndu sjá hvað ég elska þennan mann mikið. Ég myndi fórna lífi mínu fyrir að fá að vera með honum, þó það væri annars staðar en í þessu jarðlífi,“ segi Úlfhildur sem í maí síðastliðnum leið svo illa í eigin skinni að hún ákvað að svipta sig lífi. „Ég tók stóran skammt af pillum sem ég átti, í von um að enda þetta.“ Hún var í kjöl- farið flutt á bráðamóttökuna þar sem lyfj unum var dælt upp úr henni og lífi hennar þannig bjargað. n Úlfhildi og Magnúsi meinað að vera saman á Sólheimum n Bæði miður sín n Hún reyndi að svipta sig lífi Trúlofað par sliti í su dur Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is „Ég missi ekki bara ástina mína, held- ur einnig marga bestu vini mína. Forboðin ást Magnús og Úlfhildur eru trúlofuð en fá ekki að vera saman. Mynd Jónatan GRétaRSSon Varð strax hrifin Magnús og Úlfhildur trúlofuðu sig á aðfangadag árið 2006. Árið 2008 fór að síga á ógæfuhliðina en þá missti Magnús vinnuna á Sólheimum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.