Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Page 4
Verðið ekki óraunhæft n Tilboð Almennings í nýju ljósi eftir afskriftir Árvakurs V ið þetta mál er ekkert að segja annað en að ég tók eftir því, að verð okkar var ekki óraun­ hæft,“ segir Vilhjálmur Bjarna­ son viðskiptafræðingur í samtali við DV. Árið 2009 lagði félagið Almenn­ ingur hf., undir forystu Vilhjálms, fram tilboð í Árvakur. Eins og greint hefur verið frá afskrifaði Íslandsbanki 944 milljónir hjá Árvakri á síðasta ári. Í ljósi þess segir Vilhjálmur að tilboð al­ menningshlutafélagsins, sem var það þriðja hæsta á sínum tíma, hafi ekki verið óraunhæft. Þórsmörk ehf. átti hæsta tilboðið en Palumbo Holdings ehf, félag Steve Cosser og Everhard Visser, átti næsthæsta tilboðið. Þórsmörk tók yfir skuldir Árvak­ urs og kom með nýtt hlutafé inn í fyr­ irtækið snemma á árinu 2009. Kaup­ verð fékkst ekki gefið upp en um 200 milljóna króna munur var á hæsta og næsthæsta tilboði. „Ég er enn áskrifandi,“ segir Vil­ hjálmur þegar málið er borið undir hann. „Þessu máli lauk af minni hálfu þegar við fengum þetta ekki. Og þar með er það bara búið. Það er svona ákveðin huggun að vita að við höfum ekki verið að bjóða út í einhverja tóma vitleysu,“ segir Vilhjálmur. Á heimasíðu Almennings hf. kom fram um félagið: „Forsvarsmenn hóps­ ins sem hafa hug á að stofna almenn­ ingshlutafélag um Morgunblaðið, eru áhugafólk um að reka frjálsan, gagn­ rýnan og óháðan fjölmiðil. Fjölmið­ il sem verður ótengdur hagsmunum viðskiptablokka eða stjórnmálaflokka. Meginmarkmið félagsins er að reka öflugan fjölmiðil með raunveru­ legra dreifðu eignarhaldi. Enginn einn aðili, viðskiptablokk eða hags­ munahópur verði ráðandi, heldur verði hér á ferð félag sem raunveru­ lega verði í höndum almennings.“ thordur@dv.is 4 Fréttir 25. júlí 2012 Miðvikudagur Raunhæft tilboð „Það er svona ákveðin huggun að vita að við höfum ekki verið að bjóða út í einhverja tóma vitleysu,“ segir Vilhjálmur. Lagði hendur á eiginkonu sína Karlmaður var handtekinn á mánudagskvöld á Krýsuvíkur­ afleggjaranum við Hafnarfjörð eft­ ir að að hann hafði lagt hendur á eiginkonu sína. Með hjónunum í bifreiðinni sem konan ók var barn þeirra að því er RÚV greinir frá. Konan varð að forða sér út úr bíln­ um eftir að maðurinn hafði veist að henni og náði hún að hringja eftir aðstoð. Maðurinn, sem var ölvaður, brást ókvæða við afskipt­ um lögreglumanna en féllst að lokum á að setjast inn í lögreglu­ bílinn. Skammar Moggann „Þetta er algjör della,“ segir Guð­ mundur Kristjánsson, útgerðar­ maður í Brimi, þegar hann er spurður hvort bandaríski leikar­ inn Ben Stiller leigi af honum hús­ næði. Mbl.is birti frétt á þriðjudag þess efnis að Guðmundur hefði leigt leikaranum húsnæði með­ an hann er hér á landi við tökur á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Ég var einmitt að skamma þá fyrir að tala ekki við mig áður,“ segir Guðmundur en Morgunblaðið fjarlægði fréttina. Stiller hefur farið víða um landið vegna vinnslu myndarinn­ ar en hann sagði nýverið í samtali við DV að hann ráðgerði að vera hér á landi í þrjá mánuði. Bætti hann við að yfir 100 manna teymi yrði honum til halds og trausts. Ríkið hætti að skipta sér af Stjórn Sambands ungra sjálfstæð­ ismanna krefst þess að ríkið hætti afskiptum af mannanöfnum og segir í ályktun stjórnarinnar að ungir sjálfstæðismenn vilji að lög um mannanöfn verði afnumin. „Með því myndi ríkið hætta öllum afskiptum af því hvað fólk kýs að nefna sig og mannanafnanefnd yrði lögð niður,“ segir í ályktun SUS sem segir nefndina takmarka frelsi einstaklinga. Baltasar kaupir brellufyrirtæki Þ ær hugmyndir voru uppi hjá Framestore að láta loka úti­ búinu. Þess vegna ákváðum við að kaupa það,“ segir leik­ stjórinn Baltasar Kormákur um kaup hans og Daða Einarssonar, sérfræðings í stafrænum brellum, á ís­ lensku útibúi kvikmyndafyrirtækisins Framestore. Hann vill ekki gefa upp kaupverðið. Gerir brellur í stórum myndum Framestore er breskt kvikmynda­ fyrirtæki sem sérhæfir sig í stafræn­ um brellum í kvikmyndum og er með stærstu fyrirtækjum í heimi á sínu sviði. Framestore hefur séð um staf­ rænar brellur í myndum á heimsmæli­ kvarða, til dæmis Avatar, Sherlock Holmes og Harry Potter myndirn­ ar, svo örfá dæmi séu nefnd. Það gerði einnig brellur fyrir kvikmyndina Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Höfuðstöðvar Framestore eru í London en útibúin í New York í Bandaríkjunum og Reykjavík – þangað til Baltasar Kormákur og Daði Einars­ son keyptu það síðarnefnda. Jafn stórt og kvikmyndafyrirtæki erlendis Baltasar Kormákur og Daði Einars­ son eiga nú helmingshlut hvor í fyr­ irtækinu. Því telst fyrirtækið ekki lengur vera útibú Framestore held­ ur sjálfstætt kvikmyndafyrirtæki. „Þetta er sama fyrirtækið þrátt fyr­ ir breytt eignarhald vegna þess að sama starfsfólkið vinnur þarna enn­ þá og því er sama reynslan innan fyr­ irtækisins. Áður var þetta útibú sem var úthlutað verkefnum frá Frame­ store í Bretlandi. Það eru þó vina­ leg tengsl á milli okkar fyrirtækis og Framestore þótt eignarhaldið sé nú aðskilið.“ Baltasar Kormákur segir um 30–40 manns starfa í fyrirtækinu sem er til húsa í Aðalstræti í Reykja­ vík. „Á næstunni munu líklega fleiri verkefni bætast við því núna getum við boðið í verkefni og fengið þau til Íslands og þá mun starfsfólki fyr­ irtækisins að öllum líkindum fjölga til muna.“ Áform Baltasars Kormáks eru að byggja fyrirtækið upp og gera það stærra – jafn stórt og stærstu kvikmyndafyrirtæki erlendis. „Kvik­ myndabransinn er samt ekki auð­ veldur og þar ríkir mikil samkeppni. Á Íslandi eru góð fyrirtæki sem sér­ hæfa sig í stafrænum brellum í kvik­ myndum.“ Hugsjónin réði för Baltasar Kormákur segir mikilvægt að styðja við íslenska kvikmynda­ framleiðslu og að það hafi verið honum ofarlega í huga þegar hann festi kaup á fyrirtækinu. „Þetta snýst um að Ísland sé samkeppnishæft í kvikmyndabransanum. Mér finnst mjög mikilvægt fyrir íslenskan kvik­ myndaiðnað að það sé til kvik­ myndafyrirtæki á Íslandi sem er af þessari stærðargráðu og geri kvik­ myndir á heimsmælikvarða. Því réð­ ust kaupin fyrst og fremst af hugsjón og ég lét mig gróðasjónarmið litlu varða þegar ég keypti fyrirtækið þótt ég vilji auðvitað að fyrirtækin mín séu arðbær.“ Mælist vel fyrir Spurður hvort hið nýja kvikmynda­ fyrirtæki hans og Daða muni héðan í frá gera allar stafrænar brellur fyr­ ir kvikmyndir hans, segir Baltasar Kormákur það ekki fast í hendi. „Ég get aldrei sett það sem skilyrði að fyrirtækið komi að öllum myndun­ um mínum. Það mælist samt svo vel fyrir alls staðar og fólk í kvikmynda­ bransanum hefur yfirleitt mikinn áhuga á að vinna með fyrirtækinu.“ n Telur mikilvægt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað að fyrirtækið verði á Íslandi Styður íslenskan kvikmyndaiðnað Hugsaði ekki um hagnaðinn þegar hann keypti útibúið af Framestore. Vann að Contraband Framestore sérhæfir sig í stafrænum brellum og vann meðal annars að Contraband, kvikmynd sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Daði Einarsson hefur unnið að ýmsum verkefnum fyrir Framestore. Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is „Á næstunni munu líklega fleiri verk- efni bætast við því núna getum við boðið í verkefni og fengið þau til Íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.