Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Side 10
Lýður reyndi að hyLma yfir 10 Fréttir 26. september 2012 Miðvikudagur n Lýður Guðmundsson ákærður n Sagði ekki satt á aðalfundi Exista 2009 L ýður Guðmundsson, fyrr­ verandi aðaleigandi Exista, gæti fengið tveggja ára fang­ elsisdóm verði hann dæmd­ ur sekur um lögbrot vegna hlutafjáraukningar Exista í lok árs 2008. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur honum og Bjarn­ freði Ólafssyni, lögmanni á lög­ fræðistofunni Logos, þann 19. september síðastliðinn. Lýður og Bjarnfreður greindu þá ranglega frá því til fyrirtækjaskrár ríkisskatt­ stjóra að greitt hefði verið að fullu fyrir 50 milljarða króna hlutafjár­ aukningu hjá Exista þegar sann­ leikurinn er sá að aðeins einn milljarður hafði verið greiddur. Kaupleigufyrirtæki Exista, Lýsing, lánaði Lýði og Ágústi bróður hans, fyrir hlutafjáraukningunni. Hluta­ fjáraukningin var liður í tilraun­ um Lýðs, og Ágústs bróður hans, til að halda yfirráðum í Exista eftir bankahrunið árið 2008. Um er að ræða fyrstu ákæruna sem gefin er út á hendur Lýði frá bankahruninu 2008 en hann var stjórnarformaður Exista, stærsta hluthafa Kaupþings og eiganda VÍS, Símans og Lýsingar fyrir hrunið 2008. Sérstakur saksóknari telur að upplýsingagjöfin vegna hlutafjáraukningarinnar sé brot á lögum um greiðslu hlutafjár þar sem eignarhaldsfélag Lýðs hefði eignast 50 milljarða hluta í Exista sem ekki var greitt fyrir. Lýður var jafnframt stjórnarmaður í Kaup­ þingi. Lýður hefur verið til rann­ sóknar í fjölmörgum málum sem tengjast rannsóknum sérstaks sak­ sóknara. Ómyrkur í máli Lýður og Ágúst héldu yfirráðum sínum í Exista þar til í nóvember 2010 þegar kröfuhafar félagsins yf­ irtóku það að fullu. Ýmislegt gekk þó á í starfsemi Exista frá banka­ hruninu og þar til kröfuhafarnir yf­ irtóku félagið. Þannig hélt Lýður mikinn reiðilestur á aðalfundi Exista í lok ágúst 2009, ári eftir bankahrunið, þar sem hann stillti Exista upp sem fórnarlambi hrunsins og barm­ aði sér. „Tilhæfulausar aðdróttan­ ir um allt milli himins og jarðar í viðskiptalífinu hafa því miður ver­ ið daglegt brauð frá bankahrun­ inu og nær allir sem fyrir þeim verða virðast sekir þar til þeir hafa sannað sakleysi sitt. Þannig hefur grundvallaratriði réttarríkisins ver­ ið snúið algerlega á haus.“ Sagði aukninguna milljarð Þá ræddi Lýður talsvert um hluta­ fjáraukninguna sem hann hefur nú verið ákærður fyrir en án þess þó að nefna lykilatriði í henni: „Strax eft­ ir bankahrunið var boðað til hlut­ hafafundar í Exista og þar lýstum við bræður, sem stærstu eigendur félagsins, því yfir að við myndum leggja allt í sölurnar til bjargar fé­ laginu. Aukið reiðufé fékkst með hlutafjáraukningu í desember en þá lagði BBR, sem er félag í eigu okkar bræðra, fram einn milljarð króna í nýju hlutafé sem að okkar mati skipti sköpum við að skapa nauðsynlegt svigrúm fyrir fjárhags­ lega endurskipulagningu.“ Reyndi að hylma yfir Athygli vekur að á fundinum talaði Lýður um 1 milljarðs króna hluta­ fjáraukningu en ekki 50 milljarða – Lýður og Bjarnfreður höfðu þó staðfest að gengið hefði verið frá greiðslu á 50 milljörðunum í des­ ember árinu áður. Skýringin á þessu er sú að í lok júní 2009 aft­ urkallaði lögmaður Exista hluta­ fjáraukninguna með bréfi til fyrir­ tækjaskrár ríkisskattstjóra, líkt og rakið er í ákærunni. Einungis fjór­ um dögum síðar úrskurðaði fyr­ irtækjaskrá að hlutafjáraukningin hefði verið ólögmæt og lækk­ aði hlutafé félagsins um 50 millj­ arða króna. Á grundvelli þessar­ ar ólögmætu hlutafjáraukningar héldu bræðurnir yfirráðum sínum í Exista lengur en þeir hefðu átt að gera. Lýður greindi því ekki réttilega frá hlutafjáraukningunni á aðal­ fundi Exista 2009. Ástæðan er sú að á þessum tíma var búið að dæma hlutafjáraukninguna ólögmæta og Exista hafði reynt að draga í land með hlutafjáraukninguna tveim­ ur mánuðum áður, skömmu áður en hún var dæmd ólögmæt. Þetta bendir til að Lýður hafi vitað að hann hafi brotið af sér í hlutafjár­ aukningunni. Viðurkenning á sekt Lýðs, og Bjarnfreðar, í málinu virð­ ist því liggja fyrir þar sem Lýður og Exista reyndu að búa þannig um hnútana að 50 milljarða króna hlutafjáraukningin hefði aldrei átt sér stað. Sérstakur saksóknari virð­ ist því vera með nokkuð sterkt mál gegn Lýði og Bjarnfreði. n „Aukið reiðufé fékkst með hluta- fjáraukningu í desember en þá lagði BBR, sem er félag í eigu okkar bræðra, fram einn milljarð króna í nýju hlutafé. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hlutafjáraukningin í sögulegu ljósi 20. september 2008 Glitnir yfirtekinn af Fjármála- eftirlitinu. Íslenska efnahags- hrunið hefst. 8. október 2008 Lýður og Ágúst Guðmundssynir kaupa tæplega 40 prósenta hlut Exista í Bakkavör út úr Exista. Viðskiptin eru fjármögnuð með láni frá Exista. Kaup- verðið var 8,4 milljarðar króna. Bræðurnir réðu yfir Exista á þessum tíma. Starfsmaður eins kröfuhafa Exista lýsti viðskiptunum sem „þjófnaði um hábjartan dag“. 9. október 2008 Kaupþing yfirtekið af Fjármálaeftirlitinu. Verðmæti eignarhlutar Existu í Kaupþingi hrynur í verði. Bræðurnir tryggðu sér hlutabréf Existu í Bakkavör deginum áður. 8. desember 2008 50 milljarða hlutafjáraukn- ing hjá Exista sem félag í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona er skrifað fyrir. Hlutafjáraukningin er aldrei greidd til Exista. Hluti af örvæntingar- fullum tilraunum þeirra bræðra til að halda yfirráðum yfir félaginu. 25. júní 2009 Exista reynir að afturkalla hlutafjár- aukninguna með bréfi til fyrirtækja- skrár ríkisskattstjóra. 29. júní 2009 Ríkisskattstjóri úrskurðar að hluta- fjárfjáraukning Exista í desember hafi verið ólögmæt. 28. ágúst 2009 Lýður Guðmundsson segir að hlutafjáraukning Exista í desember 2008 hafi verið upp á einn milljarð en ekki 50 - þá var búið að dæma 50 milljarða hlutafjáraukninguna ólög- mæta þar sem Bakkavararbræður greiddu aldrei hlutaféð. 27. janúar 2010 Lýður og Ágúst Guðmundssynir yfirheyrðir hjá embætti sérstaks sak- sóknara vegna rannsóknar embættisins á Exista. Húsleitir fóru fram á heimilum þeirra, í sumarbústað annars þeirra og skemmu sem þeir hafa til afnota. 15. nóvember 2010 Kröfuhafar Exista yfirtaka félagið að fullu. Skuldum upp á tvo milljarða evra, rúmlega 300 milljörðum króna, breytt í hlutafé í félaginu. Lýður og Ágúst stýra Bakkavör áfram. Maí 2011 Lýður Guðmundsson yfir- heyrður hjá embætti sér- staks saksóknara vegna rannsóknar embættisins á málefnum Vátryggingafé- lags Íslands, sem var í eigu Exista. 19. sept. 2012 Sérstakur saksóknari ákærir Lýð Guðmundsson og Bjarnfreð Ólafsson fyrir brot á hlutafélagalögum. Fyrsta ákæran gegn Lýði Ákæran gegn Lýði er sú fyrsta sem embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, gefur út á hendur honum. Reyndu að draga í land Exista reyndi að draga í land með hlutafjáraukninguna um mitt ár 2009. Skömmu síðar úrskurðaði fyrirtækjaskrá að hún hefði verið ólögmæt. Lýður sést hér lengst til vinstri á aðalfundi Exista 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.