Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Page 11
„Ég er búin að fá nóg“
n Snjólaug varð fyrir miklu einelti n Búin að fá nóg af því að vera kölluð ljótum nöfnum
Þ
ó ég sé feit, ljót og strákaleg
hvað á ég að gera í því? Ég á
alla vega ekki að vera lögð í
einelti vegna þess að einelti
lagar ekkert. Sorry, ákvað að koma
þessu hingað en ef ykkur finnst þetta
asnalegt þá má ykkur finnast það
mér er alveg sama. :´( plízz hættiði
að leggja mig í einelti er komin með
nóg. :´( .“
Þetta skrifar Snjólaug Ósk Björns-
dóttir, 15 ára, undir mynd af sjálfri sér
á Facebook. Fjölmargir hafa dreift
myndinni en Snjólaug segist hafa
sett myndina inn því hún hafi ver-
ið búin að fá nóg af því að vera lögð
í einelti. Hún vill bara fá að vera eins
og hún er – í friði. „Ég er bara búin að
fá nóg. Mig langar bara að sýna fólki
hvað einelti er hættulegt og hvað það
getur gert fólki. Ég hef nú alveg ætlað
að láta mig hverfa en ég hef ekki haft
kjark í það. Ég hef hugsað um að láta
verða af því svona tvisvar eða þrisvar,“
segir Snjólaug, en segist sem betur
fer hafa hugsað til fjölskyldu sinnar
og því ekki látið verða af því.
Sögð feit og ljót
Í mörg ár hefur Snjólaug þurft að þola
níðglósur skólafélaga sinna um út-
lit sitt og persónu. Eineltið byrjaði
fljótlega eftir að hún flutti með fjöl-
skyldu sinni frá Húsavík til Egilsstaða.
Hún segir það ömurlega tilfinningu
að þurfa stanslaust að sitja undir því
að mega ekki vera hún sjálf. Skólafé-
lagarnir fundu sífellt að útliti hennar
og kölluðu hana ljótum nöfnum og
sögðu hana lykta illa. „Ég var kölluð
feit og sögð vera ljót. Ég var með sítt
hár en svo klippti ég á mér hárið og þá
var sagt að ég væri strákaleg og þetta
væri ljótt. Krakkarnir sögðu að það
væri vond lykt af mér og stanslaust
eitthvað svona. Alltaf verið að finna
eitthvað að mér. Ég mátti bara ekki
vera ég sjálf,“ segir Snjólaug. „Eineltið
var mest frá 4.–8. bekk. Síðan minnk-
aði það aðeins,“ segir hún. Þrátt fyrir
að eineltið hafið minnkað þá hafi það
þó enn verið til staðar. Hún hafi verið
hundsuð og skilin út undan.
Vildi ekki fara í skólann
Snjólaug er þakklát grunnskóla-
kennaranum sínum, Söndru Ösp
Valdimarsdóttur, sem hún segir að
hafi hjálpað sér í gegnum skólagöngu
sína ásamt fjölskyldu sinni sem hef-
ur stutt hana í gegnum eineltið. „Ef
Sandra hefði ekki verið til staðar fyrir
mig þá veit ég ekki hvar ég væri. Hún
gerði mér lífið bærilegt. Hún hjálp-
aði mér í gegnum allt. Hún talaði
við krakkana en það hafði ekki mikil
áhrif. Þau héldu áfram en það minnk-
aði. Eineltið var ekki jafn mikið eftir
það en var samt til staðar. Fjölskylda
mín hefur stutt við bakið á mér og ég
er mjög þakklát fyrir það.“
Snjólaug segist oft hafa kviðið því
að mæta í skólann og mæta kvölur-
um sínum. „Ég reyndi að sleppa því
að fara í skólann. Stundum hringdi
mamma í skólann og sagði að ég
ætlaði aðeins að bíða heima eftir að
skólinn hæfist áður en ég mætti. Ég
vildi helst ekki fara.“
Finnur mikinn stuðning
Hún segir eineltið hafa minnkað eftir
að hún byrjaði í menntaskóla núna í
haust en Snjólaug verður 16 ára í des-
ember. Hún eigi þó ekki marga vini í
skólanum en einhverjir standi með
henni og hún fái að mestu að vera
í friði. Eftir að hún birti myndina á
Facebook þá hefur margt breyst og
hún hefur fundið fyrir miklum stuðn-
ingi úr ólíkum áttum. Fólk sem hún
þekki ekki neitt hrósar henni fyr-
ir hugrekkið og það eflir hana. „Ég
er mikið ein í skólanum en það er
öðruvísi. Ég á tvo bræður sem eru
að verða tvítugir og vinir þeirra sem
eru í þessum skóla standa með mér.
Eftir að ég setti þessa mynd á Face-
book þá eru bræður mínir búnir að
hjálpa mér mikið. Þó það séu kannski
ekki margir búnir að koma og tala við
mig beint í skólanum þá hef ég feng-
ið mikið af skilaboðum frá fólki sem
ég þekki ekki neitt á Facebook sem
hrósar mér fyrir að hafa gert þetta. Ég
sé líka að það eru margir úr mennta-
skólanum búnir að dreifa þessari
mynd og „like-a“ hana.“
Vekur vonandi til umhugsunar
Hugmyndina að því að setja inn
myndina fékk hún eftir að hafa séð
mynd frá annarri stelpu sem gekk á
Facebook. Sú stelpa hafði líka orðið
fyrir einelti og bað um frið til þess að
fá að vera hún sjálf. „Ég sá myndina
og hugsaði: Hún hefur verið lögð í
einelti og hefur kjark til þess að gera
þetta. Þá hlýt ég að geta gert þetta.
Það eru ekki allir sem hafa kjark í að
gera þetta.“
Snjólaug segist viss um að fólk geri
sér ekki alltaf grein fyrir því hversu
mikil áhrif einelti hefur á þá sem fyr-
ir því verða. „Ég held að gerendurn-
ir geri sér oft ekki grein fyrir því hvað
þetta er alvarlegt. Það eru sumir sem
gera sér alveg grein fyrir því hvað þeir
eru að gera, og hafa vit á því að hætta
– aðrir ekki.“
Snjólaug vonast til þess að með
því að stíga fram, þá átti fólk sig á því
hversu alvarlegur hlutur einelti er.
„Þeir sem eru að leggja í einelti eru
oft fólk sem á sjálft við vandamál að
stríða og er að reyna að koma vanda-
málum sínum yfir á aðra, til að öðr-
um líði illa. Vonandi fær þetta fólk til
að hugsa aðeins hvað það sé að gera
öðru fólki. Þetta fólk sem hefur lagt
mig í einelti á ábyggilega ekki eftir að
vera sátt þegar þau sjá hvað þau hafa
gert mér og hvað þetta er alvarlegt.
Vonandi fær þetta fólk til að hugsa
aðeins um afleiðingarnar.“ n
Fréttir 11Miðvikudagur 26. september 2012
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Ég er bara búin
að fá nóg. Mig
langar bara að sýna
fólki hvað einelti er
hættulegt og hvað
það getur gert fólki.
Vildi deyja Snjólaug segir
að hún hafi hugsað um að láta
sig hverfa en hafi ekki látið
verða af því vegna fjölskyldu
sinnar. Hún segir að einelti
geti verið lífshættulegt og
hún vill að fólk leiði hugann
að því hversu illa það fer með
fólk sem lendir í því. Mynd: Sing
Myndin Þessa mynd með textanum sem sést á myndinni setti Snjólaug inn á Facebook.
Fjölmargir hafa dreift myndinni og Snjólaug vonast til að það verði til þess að fá fólk til að
hugsa um hversu alvarlegt einelti sé.
„Ég er svo stolt af henni“
n Móðir Snjólaugar segir hana eiga rétt á því að vera eins og hún er
„Það er svo rosalega stór saga á bak við þessa mynd. Í rauninni er hún að segja: Látið
mig vera, ég er eins og ég er. Hún sagði bara þó ég sé feit og ljót. Hún er það ekki, bara
stór og mikil og sæt, eins og ég. Hún á að mega vera hún sjálf. Hún á rétt á því,“ segir Eva
Hovland, móðir Snjólaugar.
Hún er afar stolt af dóttur sinni og segir ömurlegt að hafa þurft að horfa upp á
dóttur sína verða fyrir einelti. „Mér finnst hún bara alveg ótrúlega hugrökk. Þetta er búið
að ýta svolítið stórum bolta á undan sér. Ég er svo stolt af henni. Myndin er búin að fá
frábær viðbrögð á Facebook og margir sem hafa dreift henni. Mér finnst bara að fólk eigi
aðeins að vakna og gera sér grein fyrir því hvað sé í gangi. Mér finnst fáránlegt að barnið
mitt megi ekki vera eins og það vill vera. Hún megi ekki vera í íþróttabuxum og nenna
ekki að mála sig án þess að vera hundsuð útaf því. Mér finnst það stundum gleymast
í umræðunni um einelti að það er ekki bara einelti að vera lamin á skólalóð. Það er
oft þannig að ef þú ert ekki nákvæmlega eins og allir hinir og passar inn í pakkann þá
verðurðu útundan. Þetta er þessi hundsun og að fá ekki að vera með.“
Hún segir eineltið hafa haft mikil áhrif á Snjólaugu. „Það varð meðal annars til þess
að hún hætti að fara í sund. Hún elskaði sund og fór oft í viku og sat og spjallaði í heita
pottinum við fólk. Hún elskar vatn og allt sem viðkemur sundi. Svo fór hún að finna fyrir
pískri og fannst vera talað um sig. Þá hætti hún að fara og hefur ekki farið síðan.“
Eva hefur sjálf upplifað einelti. „Ég veit hvað þetta er ömurlegt því ég varð sjálf
fyrir einelti. Svo skipti ég um skóla og lenti í frábærum vinahópi og eignaðist góða vini
sem ég er enn í sambandi við. Þetta var öfugt hjá henni, hún missti sína vini þegar við
fluttum frá Húsavík,“ segir Eva sem á alls fjögur börn. Tvíburasyni sem eru 19 ára og svo
á Snjólaug tvíburasystur sem er svo heppin að hafa sloppið við einelti. „Þetta barn, það
er svo klárt. Hún er sífellt að koma okkur á óvart. Ég er alveg ótrúlega stolt af henni og
vona að þetta verði til þess að fólk hugsi sig betur um hvað þetta er alvarlegt.“
„Þó ég sé feit, ljót
og strákaleg, hvað
á ég að gera í því?