Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Qupperneq 16
16 Neytendur 26. september 2012 Miðvikudagur
Algengt verð 257,4 kr. 260,6 kr.
Algengt verð 257,2 kr. 260,4 kr.
Höfuðborgarsvæðið 257,1 kr. 260,3 kr.
Algengt verð 257,4 kr. 260,6 kr.
Algengt verð 259,6 kr. 260,6 kr.
Melabraut 257,2 kr. 260,4 kr.
Eldsneytisverð 26. sept.
Bensín Dísilolía
Þjónusta til
eftirbreytni
n Lofið fær Nova. Starfsmaður
hringdi í viðskiptavin til nokkurra
ára og bauð honum að lækka sím
reikninginn. „Oftast þegar fyrirtæki
bjóða svona hangir eitthvað annað
á spítunni en það var ekki í þetta
sinn,“ skrifar hann til DV og heldur
áfram: „Mér var sagt að þar sem ég
væri búinn að nota um 1.100 mega
bæt af niðurhali í símann þennan
mánuðinn myndi það eitt kosta
liðlega fimm þúsund krónur við
óbreytt ástand. Hann sagði að þetta
væri hefðbundin notkun hjá mér,
að því er virtist. Svo bauð hann mér
að borga 990 krónur í fastan kostn
að á mánuði og það myndi dekka
gagnamagn upp að 1.100 mega
bætum. Þannig mun ég spara mér
um 4.000 krónur á mánuði. Áður
en hann kvaddi bauðst hann til að
láta þetta gilda fyrir ágúst líka, sem
þó var nánast liðinn. Með símtalinu
varð Nova því strax af þó nokkurri
upphæð sem ég hefði
greitt án athugasemda,
eins og ég hafði gert
fram að því. Nú greiði ég
reikningana bein
línis með bros
á vör enda er
þetta þjónusta til
eftirbreytni.“
Textavarpið
dettur út
n „Sjónvarpið leggur mikla áherslu
á HD útsendingarnar sínar. Þetta
eru hágæðaútsendingar sem koma
skal í öll tæki í gegnum Símann.
Þetta er allt mjög gott og gæðin frá
bær. Það er bara einn stór galli sem
kominn er í ljós. Þeir sem setja HD
inn hjá sér missa þá textavarpið al
veg út. Ef haft er samband við Sím
ann eða Sjónvarpið þá er alltaf sama
svarið: Það er mikið kvartað undan
þessu en við vitum ekki af hverju
þetta gerist né hvernig á að lagfæra
það,“ segir viðskiptavinur.
Margrét Stefánsdóttir upplýsinga
fulltrúi Símans varð fyrir svörum;
„Símanum þykir leitt að viðskipta
vinurinn skuli ekki hafa fengið eftir
farandi upplýsingar þegar eftir þeim
var leitað: Textavarp (Tele text) flutn
ingur er ekki studdur um HDMI
tengi, sem veitir háskerpugæði,
á sama hátt og SCARTtengi. Til
þess að horfa á sjónvarpsmynd í
háskerpugæðum er nauðsynlegt að
tengja myndlykilinn við sjónvarpið
með HDMIsnúru. Samtímis má þó
tengja SCARTsnúruna og skipta yfir
á þann inngang þegar
ætlunin er að skoða
textavarp. Á nýj ustu
kynslóð mynd
lykla hjá Síman
um hefur þó verið
útbúinn stuðning
ur þar sem kalla má
upp textavarpið, með því
að velja Menu – Textavarp.
Birtist þá textavarpið á
sjónvarpsskjánum.“
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is
Þ
eir sem búa á landsbyggð
inni geta átt erfiðara með
að nýta sér afslátt sem
Strætó bs. veitir af far
gjöldum sínum en margir
munu þurfa að kaupa afsláttarkort
á netinu og fá þau send heim.
„Strætó er búinn að auglýsa frá
bæra þjónustu og lágt gjald fyrir
ungmenni og börn en við fengum
blað frá þeim í ágúst með upplýs
ingum um þetta,“ segir kona sem
ætlaði að nýta sér lágt fargjald
þegar hún þurfti að kaupa far fyrir
þrjú börn frá Staðarskála til Reykja
víkur. Konan, sem býr á bóndabæ,
varð hins vegar svekkt þegar hún
komst að því við komuna í Staðar
skála að ekki væri hægt að kaupa
afsláttarmiða þar og hefði því þurft
að greiða margfalt hærra verð fyrir
börnin í þetta skiptið.
Miðinn á fullu verði
„Það sem ég er ósátt við er að þetta
kom aldrei fram í bæklingnum frá
Strætó, að það væri ekki hægt að
kaupa slíka miða í Staðarskála. Við
gátum borgað fyrir farið í vagnin
um en þá bara fullt verð sem hefði
þá kostað okkur um 14.000 krón
ur fyrir þá þrjá en ekki 450 krón
ur á mann eins og stóð í bæklingn
um. Ég hefði getað keyrt fram og
til baka til Reykjavíkur nokkrum
sinnum fyrir þann pening,“ segir
konan sem vill ekki láta nafns síns
getið.
Getur keypt miðana á netinu
Hún segist hafa hringt í Strætó
og fengið þau svör að þetta væri í
vinnslu og starfsmaðurinn sagðist
ekki geta sagt til um hvenær hægt
yrði að kaupa miðana í Staðar
skála. „Hins vegar á ég að geta
keypt miða á netinu. Á netinu get
ur þú valið um tvo afhendingar
möguleika á miðunum, að sækja
þá í Mjódd eða á Hlemm eða að fá
farmiðaspjöld send með póstinum
sem tekur um tvo virka daga. Með
öðrum orðum átti ég að ganga frá
þessu á þriðjudaginn til að geta
sent þá með rútu á föstudaginn.
Önnur leið fyrir mig er að keyra á
Akranes og kaupa miðana. Er þetta
ekki mismunun? Hefði Strætó ekki
geta fundið millileið með að selja
miða í rútunni á þeim stoppistöðv
um sem stoppað er á og ég tek það
fram að bíllinn stoppar í 15 mín
útur við Staðarskála? Er 1.000 pró
senta álagning boðleg?“ segir hún
og bætir við að vegna búsetu geti
þau ekki nýtt sér þennan afslátt
nema með margra daga fyrirvara
og fyrirhöfn.
Veita ríkulega afslætti
DV hafði samband við Reyni Jóns
son, framkvæmdastjóra Strætós
bs., sem segir að almennt fargjald í
strætisvagna sé 350 krónur á hvert
gjaldsvæði og skipti þá engu hvort
um sé að ræða börn, ungmenni
eða fullorðna. „Eins og sjá má í
okkar gjaldskrá er síðan boðið upp
á fargjöld á afslætti frá þessu verði,
annars vegar í formi afsláttarmiða
og hins vegar í formi tímabilskorta.
Markmið þessara afsláttarforma er
að veita ríkulega afslætti gegn því
að fargjöld séu keypt fyrirfram.
Sá munur er á milli höfuðborgar
svæðisins og landsbyggðarinn
ar að á höfuðborgarsvæðinu þarf
að kaupa tíu miða fyrirfram séu
keyptir farmiðar. Því er ekki til að
dreifa á landsbyggðinni og skýrist
af því að ferðin er lengri og því dýr
ari. Í þessu tilfelli er hún tíu sinn
um dýrari.“
ekki víst að staðarskáli
muni selja miða
Reynir bendir á að almenna
söluleiðin sé að farmiða skuli
kaupa á söluvef Strætós bs. og fá
þá heimsenda í pósti, sem taki
vissulega tvo til þrjá daga en önnur
leið sé að kaupa farmiðaspjöld á
sölustöðum. Í dag séu komnir tíu
sölustaðir á Vestur og Norður
landi og nefnir hann til saman
burðar að það er 21 sölustaður á
höfuðborgarsvæðinu öllu. Það að
Staðarskáli sé ekki orðinn sölu
staður geti meðal annars skýrst af
því að þessum stöðum er í sjálfs
vald sett hvort þeir selji farmiða
eða ekki. Þarna sé um að ræða
mikil verðmæti sem hafi viðskipta
lega litla hagsmuni í för með sér
fyrir viðkomandi sölustað. Þannig
sé mögulegt að miðar verði aldrei
til sölu í Staðarskála.
sala í vögnum
gegn tilgangi sínum
„Ég fæ ekki með neinu móti séð að
þetta sé mismunun þar sem þetta
kerfi á sölunni er eins alls stað
ar og gildir einu hvar þú býrð. Ef
fullorðinn einstaklingur kemur
með barn um borð í vagn á höf
uðborgarsvæðinu án barnamiða
greiðist fyrir barnið fullt gjald.
Hvort fólk sé svo sátt við þetta fyr
irkomulag er önnur saga.“
Hann segir að sala á afsláttar
miðum um borð í vagninum færi
því gegn tilgangi sínum. Í fyrsta
lagi tæki afgreiðsla almennt of
langan tíma og hefði áhrif á tíma
töflu vagna og í öðru lagi yrði hvat
inn fyrir farþega til að kaupa fyr
irfram og fá afslátt að engu. Hann
bendir á að hér sé ekki um 1.000
prósenta álagningu að ræða en
hins vegar megi fá miðana á mikl
um afslætti séu þeir keyptir fyrir
fram. Til að mynda fá fullorðnir 15
prósenta afslátt, ungmenni fá 67
prósenta afslátt og börn fá nærri
því 90 prósenta afslátt. Hið sama
gildi um aldraða og öryrkja sem fá
70 prósenta afslátt. n
Segir Strætó mismuna
fólki á landsbyggðinni
n Er ósátt við að geta ekki keypt afsláttarkort í strætó í Staðarskála
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
„Það sem ég er
ósátt við er að
þetta kom aldrei fram í
bæklinginum frá Strætó,
að það væri ekki hægt
að kaupa slíka miða í
Staðarskála.
Reynir Jónsson Framkvæmdastjóri hjá
Strætó bs. segir um almenna söluleið að ræða.
strætó Börn fá nærri því
90 prósenta afslátt með
kortum keyptum á netinu.