Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Page 17
Neytendur 17Miðvikudagur 26. september 2012 Þ að er lykilatriði að þurrka blautan farsíma í heilan sól- arhring að lágmarki áður en kveik er á honum á nýjan leik. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í danska blaðinu Politiken en þar er skref fyrir skref farið yfir það hvernig auka megi lík- urnar á því að bjarga síma sem hef- ur blotnað. Það geta allir lent í því að missa símann úr höndunum. Það getur verið nógu slæmt að missa hann í gólfið svo ekki sé talað um að missa hann ofan í vatn. Fjölmargir hafa misst símann sinn ofan í vask fullan af vatni, baðker, heitan pott, sund- laug eða jafnvel klósettskálina. Þetta verður oftast til þess að símaeig- andinn þarf að fjárfesta í nýjum síma en stundum er hægt að bjarga blaut- um síma. Hér eru nokkur ráð um hvað skal gera ef síminn hefur blotn- að. Svona bjargar þú blautum Síma n 8 ráð um hvað eigi gera ef síminn blotnar n Fjarlægðu rafhlöðuna strax Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is 1 Þú þarft að bregðast við strax og ná símanum upp úr vatninu eins fljótt og mögulegt er. 2 Ef þú hefur kost á því að taka rafhlöðuna úr símanum skaltu gera það sem allra fyrst. Það minnkar hættuna á skammhlaupi í símanum. 3 Taktu símann síðan allan í sundur og fjarlægðu sim- kortið, minniskort og svo framvegis. 4 Þurrkaðu símann vandlega með einhverju sem hnökrar ekki eða rifnar sem þýðir að þú mátt ekki nota klósettpappír eða annað slíkt. Notaðu frekar þurrt handklæði, sem er ekki alveg nýtt og reyndu að ná inn í öll horn, sérstaklega þar sem rafhlaðan á að vera. 5 Nú getur það jafnvel verið freistandi að setja rafhlöðuna á sinn stað til að athuga hvort síminn virki. Þá má hins vegar ekki gera, þú verður að standast freistinguna. Það getur enn verið bleyta inni í síman- um sem getur orsakað skammhlaup. 6 Á þessum tímapunkti skaltu heldur setja símann í lokaðan plastpoka sem hefur verið fylltur af hrísgrjónum. Einnig er hægt að setja rafhlöðuna með í pokann en pass- aðu þá að þessir tveir hlutir liggi ekki saman og séu huldir hrísgrjónum. 7 Geymdu nú pokann við stofuhita í sólarhring. 8 Eftir þann tíma tekur þú sím-ann úr pokanum og fjarlægir öll hrísgrjónum af honum. Nú máttu setja rafhlöðuna í og kveikja á sím- anum. Með smá heppni getur þú haldið áfram að nota símann þinn. Munum að það er alltaf gott að taka afrit af símaskrá og netföngum og öðrum upplýsingum úr símum. Ekki þurrka símann með hárþurrku Á síðunni wikihow.com er einnig fjallað um blauta síma og þar segir að það sé ekki góð hug- mynd að reyna að þurrka símann með hárþurrku því það geti skaðað símann enn frekar. Blásturinn geti þrýst vatni enn lengra inn í símann og ef blásturinn er heitur gæti hann jafnvel brætt eða eyðilagt smáhluti í símanum. Þá sé frekar mælt með því að reyna að ryksuga bleytuna úr símanum. Þá skuli halda stútnum yfir þeim stöðum sem á að þurrka í allt að 20 mínútur en passa þó að halda honum ekki of nálægt símanum þar sem það geti framkallað stöðurafmagn sem er mjög slæmt fyrir símann. Þar segir jafnframt að ryksugun sé jafnvel fljótvirkasta leiðin til að þurrka símann en þó sé ekki ráðlagt að reyna að kveikja á símanum of snemma. Blautur sími Það er aldrei gott ef síminn blotnar en hrísgrjón geta mögulega reddað honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.