Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Page 18
konur og nærföt
n Samkvæmt sálfræðingi er hægt að lesa ýmislegt út úr nærfötum
1 Pífur og slaufur Samkvæmt Jennifer Baumgartner, sálfræðingi og höfundi bókarinnar You Are
What You Wear, eru konur sem klæðast nærfötum skreytt
um pífum og slaufum að pakka sér inn sem gjöf handa þeim
heppna. „Sem þýðir að hún vill að þú metir sig og látir henni
líða eins og einu konunni í veröldinni,“ segir Baumgartner
sem mælir með kertaljósum og kampavíni fyrir kærasta
hennar til að losa um villtu hlið hennar. Baumgartner segir
enn fremur að konur sem velji slík nærföt vilji karlmannlega
elskhuga sem taki af þeim völdin.
2 G-strengur Dawson segir mikinn mun á gstreng og þveng. „Þvengur er úr alvöru efni, gstrengur er að
eins örmjó ól á breidd við tannþráð,“ segir hún og bætir við
að kona í gstreng sendi skýr skilaboð um að hún elskist ekki
bara með ljósin slökkt. „Kona í gstreng er örugg með sig.
Hún veit hver hún er og er allt annað en tepra,“ segir Baum
gartner sem segir konur sem vilja slík nærföt elska athygli.
„Mundu bara að hrósa henni fyrir lögulegan afturendann,“
bætir Dawson við.
3 „Boy shorts“ Þessar eru í uppáhaldi hjá Dawson sem segir þær sýna nógu mikið hold til að gera
karlmanninn vitlausan en fela nægilega mikið til að hann
sé forvitinn um það sem leynist undir. „Boy shorts eru fyrir
þær stríðnu,“ segir Baumgartner. „Kona í slíkum nærbuxum
elskar að láta ganga á eftir sér. Ef hún fær langan forleik
færðu það margfalt borgað til baka.“
4 Hvítar bómullarbuxur Kona sem velur hvítar bómullar nærbuxur er ekki dýr í rekstri, samkvæmt
Dawson. „Hún er laus við allt óþarfa skraut,“ tekur Baum
gartner undir sem segir slíka konu ekki þurfa á kynþokka
fullri efnispjötlu eða villtu prenti á brók til að upplifa sig
kynþokkafulla. „Valið gefur einnig til kynna að henni líði vel í
kringum þig og líki nógu vel við þig til að sýna sig berskjald
aða. Slíkt val á nærfatnaði er eins og að vera ómáluð með
kærastanum í fyrsta skiptið.“
5 Retro-nærföt Í fyrsta lagi, segir Dawson, eru retronærföt ekki fegrunarheiti fyrir „ömmubrækur“.
Retronærföt eru há í mittið og hylja næstum allan rassinn en
þó eru áhrif þeirra mikil. Samkvæmt Baumgartner ýkir þessi
stíll lögun líkamans. „Konan vill að þú takir eftir kvenlegum
línum hennar. Hún er týpan sem líður vel í kvenleika sínum –
en ætlast samt til að þú takir fyrsta skrefið.“ Þýðing Dawsons
á kenningu Baumgarnter: „Hún vill kannski byrja í trúboða
stellingunni en það er engin leið að segja til um framhaldið.“
6 Nærbuxur með yfirlýsingum Ef þú rennir niður gallabuxum hennar og sérð hjálpleg skilaboð
yfir rassinn á henni er hún annað hvort að fá þig til að hlæja
eða er að biðja um að vera flengd, segir Dawson. Samkvæmt
Baumgartner er þetta tilraun hennar til að brjóta ísinn.
„Fyrsta skiptið getur verið vandræðalegt. Kannski notar hún
húmor til að takast á við hlutina. Bíttu á agnið. Segðu eitt
hvað hnyttið um skilaboðin og léttu þannig andrúmsloftið.“
E
f skórnir skapa manninn
þá skapa nærfötin konuna.“
Þetta segir blaðakona net-
miðilsins www.modern-
man.com, Erin Dawson,
sem segir ýmislegt hægt að lesa út
úr vali kvenna á nærfatnaði. „Konur,
sem ætla í bólið í fyrsta skiptið með
nýja kærastanum, pæla mikið í vali
á nærfötum fyrir stóra kvöldið,“ seg-
ir Dawson og bætir við að margar
konur eyði töluverðum tíma fyr-
ir framan spegilinn, veltandi vöng-
um yfir því hvort nærfötin undir-
striki réttu áherslurnar. „Viljum við
vita hvort nærfötin séu of glyðru-
leg? Eða ekki nógu glyðruleg? Sýnir
silkiþvengur rétta mynd af mér sem
mögulegri kærustu?“ spyr Dawson
sem leitaði til sálfræðingsins Jenni-
fer Baumgartner í von um að kom-
ast að því hvað nærfötin segja um
okkur persónulega og sem kynver-
ur.
Að sjálfsögðu eru engin geimvís-
indi á bak við fræði og kenningar Daw-
sons og Baumgartners enda greinin
skrifuð til að hafa gaman af. n
Er í lagi að...
Hvað má og hvað má ekki
á meðgöngu?
...naglalakka sig? Margir halda
því fram að naglalakk geti skaðað
fóstrið en samkvæmt rannsóknum ættu
verðandi mæður að geta naglalakkað
sig af og til á meðgönunni án áhættu.
Athugaðu hvort naglalakkið þitt sé
laust við þrjú hættulegustu efnin,
DBP (dibutyl phthalate), toluene og
formaldehyde.
... drekka kaffi? Flestir sér
fræðingar mæla með takmarkaðri
neyslu á koffín. Koffín er þvagörvandi
sem þýðir að það dregur vökva frá þér og
fóstrinu og veldur því að þú þarft oftar
á klósettið. Koffín hefur ekkert nær
ingargildi en getur haft neikvæð áhrif
á skapið, svefninn og upptöku járns.
Mundu að koffín finnst líka í flestum
tegundum af tei, mörgum gosdrykkjum
og súkkulaði.
... borða sushi? Hrár fiskur getur
innihaldið listeríu sem er hættuleg
baktería fyrir fóstrið. Forðastu allan
hráan, grafinn og kaldreyktan fisk. Það á
líka við um harðfisk.
... stunda líkamsrækt? Flestar
konur ættu endilega að hreyfa sig á
meðgöngunni. Talaðu við ljósmóður
áður en þú ferð af stað.
18 Lífsstíll 26. september 2012 Miðvikudagur
Í dag kl. 13:00
Hallgrímur Helgason
svarar spurningum þínum á Beinni línu DV.is