Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Qupperneq 20
„Frábært stuðning“ „Verðum að skjóta á markið“ n Brendan Rodgers er búinn að finna lausn á vanda Liverpool É g sagði við þá í hálfleik að við yrðum að vera grimmari uppi við markið,“ segir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool. Liðið hefur farið hörmu- lega af stað í fyrstu leikjum deildar- innar og situr eins og er í fallsæti. Liðið tapaði 2–1 á heimavelli gegn Manchester United á sunnudag en þótti leika ágætlega þrátt fyr- ir að vera manni færri allan síðari hálfleikinn. Rodgers vill að menn skjóti meira. „Við verðum að skjóta á markið. Það þýðir ekkert að halda boltanum og komast í góð færi ef menn láta ekki vaða. Maður skor- ar ekki án þess að skjóta á markið,“ er haft eftir honum í breskum fjöl- miðlum en ekki liggur fyrir hvort þessi niðurstaða hans sé afrakstur taktískrar leikgreiningar eða hvort hann fékk leiðsögn. Hann segir ennfremur að erfitt sé að ætlast til þess að menn byrji allt í einu að skjóta meira. Sá eiginleiki sé að miklu leyti meðfæddur og háð- ur erfðum. Rodgers leitar enn log- andi ljósi að framherja en liðið hef- ur aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Hann segist ætla að styrkja liðið í félaga- skiptaglugganum í janúar en félag- ið varð af nokkrum feitum bitum í sumar; meðal annars Gylfa Þór Sig- urðssyni sem valdi Tottenham fram yfir Liverpool. „Við þurfum að bíða fram í janúar til að fá leikmann sem getur hjálpað okkur við þetta.“ Þrátt fyrir afleitt gengi liðsins í upphafi tímabilsins er Rodgers ekki af baki dottinn. „Við spiluðum frá- bæra knattspyrnu á köflum á móti United. Ég sá marga ljósa punkta. Ég er viss um að innan skamms munum við fara að vinna leiki. Þá munum við fá sjálfstraust til að sækja meira og þá komumst við á flug,“ segir hann borubrattur. n baldur@dv.is 20 Sport 26. september 2012 Miðvikudagur Þ etta leggst bara mjög vel í mig. Ég er í góðum gír,“ seg- ir bardagakappinn Gunnar Nelson sem mætir banda- ríska reynsluboltanum DaMarques Johnson í Notthing- ham á laugardag. Um er að ræða fyrsta bardaga Gunnars innan UFC, stærsta sambands heims í blönduð- um bardagaíþróttum, MMA. Þegar DV náði tali af Gunnari var hann ný- lentur í Manchester-borg á Englandi. Gunnar átti upphaflega að mæta Þjóðverjandum Pascal Krauss í bar- daganum á laugardag en hann meiddist á dögunum og varð að segja sig frá keppni. Í kjölfarið varð ljóst að Gunnar myndi mæta Banda- ríkjamanninum Rich Attonito. Hann sagði sig hins vegar einnig frá bar- daganum og var DaMarques John- son því þriðji valkostur. Engar áhyggjur Gunnar segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að mæta Johnson þó að bardaginn við hann hafi komið upp með litlum fyrirvara. „Það hef- ur ekki gefist mikill tími til að stúd- era eitt eða neitt með hann því það er stutt síðan ég fékk hann sem and- stæðing. Það er að vísu bara fínt því ég hef yfirhöfuð ekkert verið að stúd- era andstæðinga mína. Ég stúdera sportið og hvernig er best fyrir mig að vinna úr því. Þetta breytir voðalega litlu fyrir mig,“ segir Gunnar sem er hvergi banginn. Hann á níu bardaga að baki í MMA sem atvinnumaður og er enn taplaus; hann hefur unnið átta viðureignir en ein endaði með jafntefli. Síðasti bardagi Gunnars fór fram í febrúar á þessu ári þegar hann sigraði Úkraínumanninn Al- exander Butenko örugglega í Cage Contender-mótaröðinni í Dublin. Raunveruleikastjarna Andstæðingurinn sem Gunnar mæt- ir á laugardag er enginn aukvisi. DeMarques Johnson á 30 bardaga að baki í blönduðum bardagaíþrótt- um, þrefalt fleiri en Gunnar, og hef- ur unnið 19 af þeim bardögum. Inni í þessum 30 bardögum og 19 sigrum eru bardagar sem hann háði í raun- veruleikaþættinum The Ultimate Fighter sem nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Í þáttunum kepp- ast menn um að fá samning við UFC. Da Marques komst í úrslit í þættin- um þar sem hann tapaði. Hann þótti hins vegar standa sig svo vel að hann fékk samning við UFC og hefur barist undir merkjum sambandsins síðan. Hann hefur háð 12 bardaga innan raða UFC og unnið sjö þeirra. Frábær stuðningur „Ég hef séð hann berjast og þekki aðeins til hans en það er lítið til að byggja á. Hann er frekar sterkur standandi; góð högg og spörk. Hann er góður alls staðar en ég myndi segja að hann væri sterkastur stand- andi en svo er hann með ágæta lása,“ segir Gunnar um Johnson. Velgengni Gunnars hefur vakið mikla athygli og á hann sér gríðar- marga fylgismenn hér á landi. Til marks um það munu yfir hundrað Íslendingar halda utan til að horfa á bardaga Gunnars í Nottingham. Það má því búast við góðum stuðn- ingi sem Gunnar segir ómetan- legan. „Það er mjög gaman að fólk skuli hafa svona mikinn áhuga. Það er frábært fyrir mig að fá svona mik- inn stuðning frá fólkinu okkar heima. Það lífgar upp á mann.“ Gunnar segir að óvíst sé hvaða verkefni taki við eftir bardagann en það muni koma í ljós á komandi vik- um eða mánuðum. n „Það er frábært fyr- ir mig að fá svona mikinn stuðning frá fólk- inu okkar heima. n Gunnar Nelson mætir DaMarques Johnson í UFC n „Hann er góður alls staðar“ Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Tilbúinn Gunnar segist ekki hafa stúderað Johnson neitt sérstaklega. Hann leggi það heldur ekki í vana sinn að stúdera andstæðinga sína sérstaklega. Reynslumikill Johnson á þrefalt fleiri bardaga að baki en Gunnar. Hann hefur þó tapað nokkrum bardögum – ólíkt Gunnari. M y n d M jö Ln iR / jó n v ið a R að Fá svona vonbrigði Rodgers Gengi Liverpool hefur alls ekki staðið undir væntingum í haust. Bjarki lagði synina Hornamaðurinn fyrrverandi Bjarki Sigurðsson, sem nú þjálf- ar ÍR, stýrði liði sínu til sigurs í fyrsta leik í N1-deild karla í hand- knattleik sem fram fór á mánudag. Liðið vann þá flottan sigur á Aftur- eldingu, 28–25, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. ÍR kom upp úr fyrstu deild í vor en félagið hef- ur fengið nokkra góða og gamla ÍR-inga til liðs við sig; þar á meðal Björgvin Hólmgeirsson og varnar- tröllið Ingimund Ingimundarson. Það sem gerði sigurinn enn merkilegri fyrir Bjarka er sú stað- reynd að tveir synir hans leika með Aftureldingu, þeir Örn Ingi og Kristinn H. Elísberg. Þá má geta þess að Bjarki þjálfaði Aftur- eldingu fyrir fáeinum árum en lét af störfum haustið 2008. Önnur úrslit í fyrstu um- ferðinni urðu þau að Íslands- meistarar HK lögðu Val, Haukar unnu Fram örugglega og Akureyri og FH skildu jöfn fyrir norðan. Úrslit Deildarbikarinn Chelsea – Wolves 6–0 Swindon Town – Burnley 3–1 West Ham – Wigan 1–4 Leeds – Everton 2–1 Preston NE – Middlesbrough 1–3 Southampton – Sheffield Wed 2–0 Crawley Town – Swansea 2–3 MK Dons – Sunderland 0–2 Bradford – Burton Albion 3–2 Manchester City – Aston Villa 2–4 Björn spilaði gegn Chelsea Björn Bergmann Sigurðarson, framherjinn knái í liði Wolves, var í byrjunarliðinu þegar liðið mætti Evrópumeisturum Chelsea í 32- liða úrslitum ensku deildarbik- arkeppninnar á þriðjudagskvöld. Björn komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Chelsea og lauk leiknum með öruggum 6–0 sigri Chelsea. Leik- menn Wolves áttu aðeins níu skot að marki Chelsea en Chelsea 33 skot að marki Wolves. Björn Berg- mann skoraði sitt fyrsta mark fyr- ir Wolves um síðustu helgi í sigri gegn Peterborough. Úrslitin úr leikjum þriðjudagskvöldsins má sjá hér að neðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.