Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Síða 22
A lþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett á fimmtudag með pompi og prakt. Heiðursgestirnir í ár eru Dario Argento sem fær heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Susanna Bier, fær verðlaun fyrir framúrskar- andi listfengi, og Marjane Satrapi, höfundur og leikstjóri Persepolis og Chicken with Plums, verður heiðruð á hátíðinni sem upprennandi meist- ari. Sterkar konur eru því í sviðs- ljósinu á hátíðinni í ár og metnaður lagður í að fá á hátíðina myndir eftir sem flesta kvenleikstjóra. Á hátíðinni verða sýndar myndir eftir 58 kvenleikstjóra, en þeir eru 37 prósent leikstjóra hátíðarinnar. Heiðursboð í franska sendi­ ráðinu Marjane kemur hingað til lands á föstudag og sækir boð í franska sendi- ráðinu sem verður haldið henni og Sólveigu Anspach kvikmyndaleik- stjóra til heiðurs en opnunarmynd hátíðarinnar í ár er nýjasta mynd Sólveigar, gamanmyndin  Queen of Montreuil. Flestir ættu að kannast við Sólveigu sem leikstjóra myndarinn- ar Skrapp út sem kom í bíó árið 2008. Sólveig leikstýrði einnig hinni frönsk/ íslensku  mynd Stormviðri  sem kom út árið 2003 og var meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndir Marjane verða sýndar þann 30. september og þá mun hún sitja fyrir svörum um efni mynda sinna. Sterk rödd íranskra kvenna Marjane Sitrapi er franskur kvik- myndaleikstjóri af írönskum ættum. Teiknimyndasaga hennar Persepolis: The Story of a Childhood kom út á ensku árið 2003. Hún sló í gegn úti í heimi og komst á lista Time Magazine yfir bestu teiknimynda- sögur ársins. Árið 2007 var gerð kvik- mynd eftir teiknimyndasögunni þar sem Satrapi var sjálf annar leikstjóri myndarinnar. Persepolis er sjálfsævisöguleg frásögn Marjane sem ólst upp í múslimaríkinu Íran til fjórtán ára aldurs. Í henni segir frá barn- æsku söguhetju þar sem blandað er saman persónulegri reynslu ungr- ar stúlku og pólitísku umróti í kjöl- far byltingarinnar árið 1979. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna árið 2008. Marjane hefur verið sterk rödd kvenna af írönskum uppruna á Vest- urlöndum. Með íslenskan ríkisborgararétt Sólveig Anspach  kvikmyndaleik- stjóri er búsett í Frakklandi en fædd í Vestmannaeyjum. Móðir Sólveigar er  Högna Sigurðardóttir  arkitekt og faðir hennar er bandarískur, fæddur í Berlín og foreldrar hans voru rúm- enskir og þýskir. Sólveig hefur ekki búið á Íslandi en hlaut hins vegar ís- lenskan ríkisborgararétt árið 2006. Hún hefur komið hingað til lands til að vinna að kvikmyndum og kom til dæmis til Vestmannaeyja á æskuslóð- irnar til að gera kvikmyndina Stormy Weather. Heiðruð á RIFF Susanne Bier þykir einn fremsti leik- stjóri Norðurlandanna um þess- ar mundir og einn fremsti kvenleik- stjóri heims. Susanne Bier skaust fyrst fram 22 Menning 26. september 2012 Miðvikudagur Sterkar konur í SviðSljóSinu n Verk 58 kvenleikstjóra sýnd á RIFF n Konur meira áberandi en áður Marjane Sitrape Aldur: 42 ára Uppruni: Íran Býr í Frakklandi Helstu verk: n Persepolis n Embroideries n Chicken with Plums Sólveig Anspach Aldur: 52 ára Uppruni: Ísland Býr í Frakklandi Helstu verk: n Haltu höfði n Stormviðri n Made in the USA n Skrapp út Susanne Bier Aldur: 52 ára Uppruni: Danmörk Helstu verk: n Den eneste ene n Hævnen n Once in a Lifetime n Love is All you need Nokkrir sterkir kvenleikstjórar sögunnar: Þær verða heiðraðar fyrir verk sín: Maya Deren f. 1917 – d.1961 Maya kom til Bandaríkjanna árið 1922 frá Rúss- landi. Þá sem Eleanora Derenkowsky. Hún flúði ofsóknir gegn rússneskum gyðingum ásamt föður sínum og móður. Í Bandaríkjunum hóf hún nám í blaðamennsku og stjórnmálafræði við Syracuse-háskólann í New York. Þá lauk hún meistaragráðu í enskum bókmennt- um frá Smith-háskóla árið 1939. Árið 1943 gerði hún fyrstu mynd sína, Meshes of the Afternoon. Maya gerði sex stuttmyndir og þó nokkrar sem henni tókst ekki að ljúka. Þar af er ein með Marchel Duchamp í aðalhlutverki, Witch‘s Cradle. Agnés Varda f. 1928 Agnés Varda var kölluð móðir frönsku nýbylgjunnar. Þá aðeins 30 ára gömul. Bestu verk Agn- ésar þykja vera frá nýbylgjutímanum; L‘Une chante, l‘autre pas (1977), Le Bonheur (1965) og Cléo de 5 à 7 (1961). Jane Campion f. 1954 Jane á 14 myndir að baki sem leikstjóri. Hún er einnig handritshöf- undur þeirra flestra. Hún öðlaðist heimsfrægð með mynd sinni The Piano (1993). Frægðarsólin hefur farið sígandi. Síðast lauk hún við In the Cut (2003). Kathryn Bigelow f. 1952 Kathryn braut glerþakið þegar hún fékk Óskarinn fyrir The Hurt Locker. Hún er iðin og öguð kvikmyndagerðarkona sem hefur haslað sér völl í átakamyndum. Hún sendi frá sér sína fyrstu mynd 1982, Blue Steel (1990), Point Break (1991) og Strange Days (1995), K-19: The Widowmaker (1902) sem Ingvar E. Sigurðsson leikari lék í. Lina Wertmüller f. 1928 Lina er einn virtasti kvenleikstjóri sögunnar og hefur leik- stýrt 30 myndum á ferli sínum. Hún hóf feril sinn undir handleiðslu Fellinis. Helstu verk hennar eru töfrandi og voru geysivinsæl á áttunda áratugnum. The Seduction of Mimi, Love and Anarchy, Swept Away og Seven Beauties. á sjónarsviðið með rómantísku gamanmyndinni Den eneste ene fyrir þrettán árum. Myndin naut mikilla vinsælda í heima- landi hennar og víðar. Bier öðl- aðist hins vegar heimsfrægð fyr- ir myndina Hævnen en hún hlaut bæði óskarsverðlaun og Golden Globe-verðlaunin sem besta er- lenda myndin í fyrra. Þrjár myndir eftir Bier verða sýnd- ar á RIFF af þessu tilefni; Elska þig að eilífu, Eftir brúðkaupið og nýjasta myndin, Love is all You Need (Den skaldede frisör), sem er með Pierce Brosnan og Trine Dyrholm í aðal- hlutverkum. Bier kemur til landsins til að veita verðlaununum viðtöku þann 29. september. Sama kvöld verður nýja myndin sýnd og Bier situr fyrir svörum áhorfenda. n London brennur Næstkomandi sunnudag mun kammerhópurinn Nordic Affect stíga á svið í Þjóðmenningarhús- inu og halda tónleika undir yfir- skriftinni „London brennur“. Á þeim heldur Nordic Affect aftur til 17. aldar í London og flytur allt frá vinsælum lögum til sónata eftir Purcell og Matteis. Á milli atriða verður sagt frá bakgrunni verkanna. Stungið verður inn nefi á kvöldskemmtanir og inn fyrir veggi hirðarinnar, auk þess sem bruninn mikli í London kemur við sögu. Flytjendur á tónleikunum eru þrír meðlimir Nordic Affect, þær Halla Steinunn Stefánsdótt- ir og Sara DeCorso fiðluleikarar og Guðrún Óskarsdóttir sembal- leikari. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 þann 30. september og miðaverð er 2.000 krónur og 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara. Erró opnar sölusýningu Næstkomandi laugardag, þann 29. september, verður opnuð sölu- sýning á nýjum olíuverkum frá listamanninum Guðmundi Guð- mundssyni, betur þekktum sem Erró, í Gallery Nútímalist í Skip- holti 15. Verkin koma öll frá lista- manninum sjálfum sem fagnaði áttræðisafmæli sínu í sumar. Hann hefur ekki haldið sölusýningu á olíuverkum sínum frá árinu 1982. Sýningin mun standa yfir til 13. október næstkomandi og er opin á virkum dögum frá klukkan 11 til 18 og á laugardögum frá 12 til 16. Íslendingar á bókasýningu Norðurlöndin verða í brennidepli á bókasýningunni í Gautaborg sem haldin verður dagana 27. til 30. september næstkomandi. Sýn- ingin er meðal mikilvægustu bók- menntaviðburða ár hvert og er stærst sinnar tegundar í Skandin- avíu með yfir 100 þúsund gesti. Fjölmargir íslenskir rithöf- undar koma fram, kynna verk sín og ræða þau í samhengi við bókmenntir heimsins og líðandi stundu. Má þar meðal annars nefna Sjón og Einar Má Guð- mundsson. Sögueyjan Ísland, Bókmenntasjóður og íslenskir útgefendur verða með sameigin- legan bás á sýningunni þar sem ís- lenskar bókmenntir verða kynntar erlendum útgefendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.