Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Side 23
Fólk 23Miðvikudagur 26. september 2012 Hvernig reynsla var það að halda á barninu sínu í fyrsta sinn? „Ólýsanleg. Hún var tekin með keis­ ara og ég fékk hana í fangið örfáum mínútum eftir að hún fæddist. Ég var nokkurn veginn það fyrsta sem hún sá, þannig að það var ekki nema von að hún öskraði til að byrja með.“ Hvað heitir stúlkan? „Hún heitir Guðrún Ína Illugadótt­ ir. Hún er því alnafna móður minnar. Guðrúnarnafnið er algengt í fjölskyld­ um okkar Brynhildar, tvær lang ömm­ ur hennar báru það nafn ásamt föður­ systur hennar. Amma mín hét einnig Guðrún sem og systir mín. Hún er því umvafin góðum nöfnum í báðar ættir.“ Tekur þú virkan þátt í heimilisstörf- um? Hvaða heimilisstörfum þá helst? „Vildi óska að ég gæti svarað því að ég væri manna duglegastur við heimilis störfin, svo er ekki. En ég er ágætlega gagnlegur í eldhúsinu og mér finnst mjög gaman að elda.“ Hvernig finnst þér föðurhlutverkið? „Stórkostlegt.“ Hvað leggur þú áherslu á að kenna stúlkunni þinni? „Það er merkilegt hvað það er hægt að reyna að kenna 6 mánaða gömlu barni, spurningin er kannski sú hvað síast inn í þenn­ an litla koll. Ég þyl endalaust vís­ ur fyrir hana og spila fallega tónlist áður en hún fer að sofa. Greyið litla á sér enga undankomu, þannig að ég á í henni ágætan áheyranda af píanóglamrinu mínu. En það sem ég reyni auðvitað helst að kenna henni er traust, að hún geti treyst á ást foreldra sinna, það held ég að sé mikilvægast núna.“ Hvað lærðir þú af eigin foreldrum? „Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvernig foreldrar mínir voru á fyrstu mánuðum lífs míns. En ef mér tekst að vera mínu barni jafn gott foreldri og mínir foreldrar voru mér, þá verður barnið mitt gæfusamt.“ Hvernig tóku foreldrar þínar á mis- tökum þínum? „Þau voru ástríkir og agaðir foreldr­ ar, þannig að reglur voru á hreinu. En mistök er eitt, óþekkt annað. Ég var uppátækjasamur krakki eins og gengur og gerist og hafði fullt svig­ rúm til að gera mín mistök. En á óþekkt, frekju og dónaskap var tek­ ið af festu.“ Hvernig vilt þú taka á mistökum hennar í framtíðinni? „Ætli ég reyni ekki að hafa foreldra mína til fyrirmyndar í því. Ástríkur agi er besta veganestið úr foreldra­ húsum.“ Hvað eyðir þú miklum tíma með henni? Hvernig er gæðatími með fjöl- skyldunni í þínum huga? „Ég næ að vera með henni fyrst á morgnana og síðan aftur und­ ir lok dagsins. Bestu stundirnar eru þegar hún er búin að borða grautinn sinn, þá tek ég hana upp í svefnherbergi og undirbý hana undir háttinn. Mér finnst mjög vont ef ég get ekki verið heima á þeirri stundu.“ Ertu betri maður eftir að þú varðst faðir? „Ég veit að þetta er klisjukennt svar, en já, ég held að ég hafi orðið betri maður við það að eignast þessa litlu stúlku. Mér finnst hún vera besta tækifæri lífs míns til að láta gott af mér leiða.“ kristjana@dv.is Illugi og Guðrún Ína „Ég þyl endalaust vísur fyrir hana og spila fallega tónlist áður en hún fer að sofa, segir Illugi Gunnars- son, stoltur faðir. Betri maður með Guðrúnu Ínu „Mér finnst hún vera besta tækifæri lífs míns til að láta gott af mér leiða.“ Leikur „Ég næ að vera með henni fyrst á morgnana og síðan aftur undir lok dagsins.“ Föðurhlutverkið stórkostlegt Segir Illugi sem segist betri maður eftir að Guðrún Ína kom í líf hans.„Bestu stund­ irnar eru þegar hún er búin að borða grautinn sinn Alþingismaðurinn Illugi Gunnarsson og eiginkona hans, Brynhildur Einars- dóttir, eignuðust dóttur í mars á þessu ári. Stúlkan er frumburður hjónanna. DV sló á þráðinn til Illuga og spurði hann út í föðurhlutverkið. „Ef við snúum þessu við þá væri ég ekki viss um að menn væru bara sáttir við það ef ég myndi bara taka bút úr myndinni Svartur á leik og búa til músíkvídeó við það,“ segir tónlistarmaðurinn Bergþór Morthens. Hann er ásamt Bubba Morthens höfundur lagsins Serbinn, sem notað var í myndinni Svartur á leik án hans leyfis. Bergþór sat grunlaus á sýningu myndarinnar í kvikmyndahúsi þegar hann skyndilega heyrði lagið sitt spilað undir. Hann segist í kjölfarið hafa haft samband við framleiðendur myndarinnar en aðeins mætt skætingi. Hann er nú að skoða rétt sinn og næstu skref. DV greindi frá því í síðustu viku að Engilbert Jensen í Hljómum stæði í málaferlum vegna brots á sæmdarrétti flytjenda í sömu kvikmynd, en lagið Þú og ég var endurhljóðblandað og notað í myndinni. Betri maður eftir að hann eignaðist dóttur Þótti ekki lík- legur til afreka Rekstrarhagfræðingurinn, lang­ hlauparinn og ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson, þótti svo lélegur í íþróttum sem barn að honum var gert að mæta í auka­leikfimitíma í sex og sjö ára bekk. Þetta kom fram í Ísþjóðinni með Ragnhildi Steinunni á sunnudaginn. Þáttur­ inn var tileinkaður Kára Steini sem sagði frá því að þótt hann hefði alltaf haft mikinn áhuga á íþrótt­ um hefði hann þótt allt annað en flinkur sem barn. „Hreyfiþroski og íþróttageta þótti ekki alveg jafn góð og hjá jafnöldrum mínum. Ég veit ekki hvort það hafi verið þessir aukatímar í leikfimi eða bara mikill íþróttaáhugi en alla vega fór ég að ná miklum árangri í þolprófum.“ Fleiri lög notuð í óleyfi Eiður Smári á Herbalife­ ráðstefnu Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sat um síðustu helgi ráðstefnu á vegum Herbalife í Barcelona og virtist honum líka vel það sem þar fór fram. Mynd­ um úr salnum var varpað upp á stóran flatskjá á ráðstefnunni og þar sást í knattspyrnumann­ inn knáa, skælbrosandi með ráð­ stefnupassann sinn um hálsinn. Það er óhætt að segja að Eiður Smári sé á heimavelli í Barcelona en hann spilaði með knattspyrnu­ liði Barcelona í þrjú ár. Síðast spil­ aði Eiður Smári með gríska liðinu AEK í Aþenu en gerði starfsloka­ samning við félagið í sumar. Hann er því utan félags nú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.