Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Blaðsíða 2
SjálfStæðiSmenn ætla Sér StórSigur 2 Fréttir 1. október 2012 Mánudagur Vill uppræta óvinavæðingu Landsþingi Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingar- innar, lauk um helgina með ávarpi nýkjörins formanns samtakanna, Stefáns Rafns Sigurbjörnssonar. Stefán er 23 ára stjórnmálafræði- nemi við Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá Ungum jafnað- armönnum kemur fram að Stefán hafi sagt í ræðu sinni að Jóhanna Sigurðardóttir ætti mikla virðingu inni hjá Ungum jafnaðarmönn- um og hét hann því að hreyfingin myndi halda uppi virðingu og heiðri hennar í framtíðinni. Hann sagðist vilja berjast fyrir auknu um- ræðulýðræði og vinna að því að uppræta óvinavæðingu. Yfirskrift þingsins var Ungt fólk og félagslegt réttlæti, réttur til þátt- töku og eign auðlinda. Umfangs- mikið málefnastarf fór fram og má nefna að þingið ályktaði meðal annars um að setja ætti hömlur á okurlánastarfsemi, að Samfylk- ingin ætti að halda uppi Evrópu- umræðu í samfélaginu og að greitt yrði jafnt með öllum námsmönn- um í háskólum landsins. Stefán tekur við af Guðrúnu Jónu Jónsdóttur. Einnig var kjörin ný miðstjórn á landsþinginu. Harðorður í garð Ísraelsmanna Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra gagnrýndi Ísraelsmenn í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóð- anna á laugar- dag. Hann sagðist hafa upplifað sjálfur í heimsókn sinni til Gaza hvern- ig lífi fátækra barna þar hefði verið breytt með „… örbirgð, ofbeldi og viðskipta- banni sem hefur af öðrum en mér verið lýst sem opnu fangelsi. Ég hef sjálfur séð hvernig mann- réttindi Palestínumanna á Vestur- bakkanum eru brotin dag hvern með manngerðum múr, sem slítur sundur vegi, land þeirra og líf. Þegar ég var í Qalqilya brunnu í hug mér orð annars leiðtoga, sem við þekkj- um öll. Rífðu þennan múr niður, herra Netanyahu.“ Vísaði Össur þá í heimsfræg orð Ronalds Reagan um Berlínarmúr- inn og sneri þeim upp á múrinn sem Ísraelar hafa reist til að skera sundur land Palestínumanna. Össur vísaði einnig í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ólíft yrði á Gaza-svæðinu árið 2020 ef ekki yrðu gerðar rækilegar endur- bætur á vatnsveitum, orkumálum, heilsuvernd og grunnmenntun. Hundrað ær fundust Björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar að- stoðuðu bændur um helgina við smalamennsku og leit að sauðfé. Þótt ótrúlegt megi virð- ast fannst sauðfé á lífi sem var grafið í fönn í átján daga. Þó nokkrar heimtur hafa orðið og var rúmlega hundrað ám bjarg- að um helgina. Leitin fór aðal- lega fram í Húnavatnssýslu, Skagafirði, Eyjafirði og í Þing- eyjarsýslu. Um 100 björgunar- sveitamenn víða af landinu voru að störfum á svæðunum. Hanna Birna Kristjánsdóttir Reykjavík Oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. Hanna Birna var kjörin borgarfulltrúi í Reykjavík árið 2002. Hún var forseti borgarstjórnar á árunum 2006–2008. Starfaði sem fram- kvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna 1995–1999. Árið 2011 tók Hanna Birna formannsslag við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann Sjálfstæðisflokksins, en tapaði. Hún sækist eftir 1. sætinu. Brynjar Níelsson Reykjavík Brynjar hefur starfað við lög- fræði í um 20 ár og sækist eftir 3. sætinu í Reykjavík. Þar til nýlega var hann formaður Lögmannafélags Íslands. Árið 2010 hlaut Brynjar frelsisverð- laun SUS, kennd við Kjartan Gunnarsson. Áslaug María Friðriksdóttir Reykjavík Morgunblaðið greindi nýlega frá áhuga Áslaugar á fram- boði til þings. Áslaug er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og hefur verið frá árinu 2006. Hún er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Hún er dóttir Friðriks Sophussonar, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Fanney Birna Jónsdóttir Reykjavík Fyrrverandi formaður Heimdallar. Fanney Birna bauð sig fram til formanns SUS gegn Ólafi Erni Níelssyni árið 2009. Fanney er lögfræðingur að mennt og skipaði 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kosningunum árið 2009. Hildur Sverrisdóttir Reykjavík Nýlega ritstýrði Hildur bókinni Fantasíur, safn aðsendra kynlífsdraumóra kvenna. Hildur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins. Hún starfaði með laganámi sem framkvæmdastjóri V-dagsins gegn kynferðisbrotum og setti upp Píku- sögur með alþingiskonum. Auk þess er hún varaborgarfulltrúi. Jakob Ásgeirsson Reykjavík Ritstjóri Þjóðmála, tímarits um stjórnmál með hægri áherslum. Ritið er gefið út af Bókafélaginu Uglu þar sem Jakob starfar einnig. Kjartan Magnússon Reykjavík Borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Hann starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu á árunum 1991 til 1999 og er fyrrverandi formaður Heimdallar. Sigríður Andersen Reykjavík Varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins frá árinu 2007. Hún er lögfræðingur að mennt og starfar á lögfræðistofunni LEX. Hún hefur samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hennar starfað í Sjálfstæðisflokknum frá unga aldri. Teitur Björn Einarsson Reykjavík Starfar sem lögfræðingur hjá Opus lögmönnum. Teitur er sonur Einars Odds Kristjáns- sonar og rak um tíma Eyrarodda á Flateyri. Fyrirtækið stofnaði hann eftir að Hinrik Kristjánsson, útgerðarmaður á Flateyri, seldi Kamb hf. Eyraroddi varð gjaldþrota í fyrra. Bergþór Ólason Norðvesturkjördæmi Fjármálastjóri Loftorku og ætlar sér í framboð samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins. Hann tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi árið 2009. Hann gaf kost á sér í 2. sætið en endaði í 5. sæti. Birna Lárusdóttir Norðvesturkjördæmi Birna er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur búið á Ísafirði í fjölda ára. Sat í bæjar- stjórn Ísafjarðarbæjar frá 1998 til 2009. Hún er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og skipar nú 5. sæti listans. Árið 2010 var fjallað um útgerðar- félagið Álsfell á Ísafirði en félagið skuldaði þá tvo milljarða. Birna hefur talað gegn fyrningarleið í sjávarútvegi sem hefur áhrif á félagið. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Norðvesturkjördæmi Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Bæjarstjórn á Tálknafirði. Eyrún komst nýlega í fréttirnar vegna ákvörðunar bæjarstjórnar um að fela Mar- gréti Pálu Ólafsdóttur, höfundi Hjallastefn- unnar, rekstur og stjórn grunnskólans. í fyrra var fjallað um útgerðarfélagið Steglu sem er í eigu Eyrúnar. Árum saman fékk félagið byggðakvóta en leigði bát og kvóta frá sér. Alls uppskar oddvitinn um 160 milljónir króna í leigutekjur. Halldór Halldórsson Norðvesturkjördæmi Formaður Sambands sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Halldór sagði nýlega við Morgunblaðið að ólíklegt væri að hann færi fram. Arnbjörg Sveinsdóttir Norðausturkjördæmi Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íhugar framboð á þing. Arnbjörg settist fyrst á þing árið 1995 og sat á þingi til ársins 2009. Hún var formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins frá 2005 til 2009. Bergur Þorri Benja- mínsson Norðausturkjördæmi Bergur er viðskiptafræðingur og formaður ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri. Félagið ávítti á árinu þingmenn flokksins í kjördæminu fyrir stuðning sinn við Vaðlaheiðargöng. Elín Káradóttir Norðausturkjördæmi Formaður ungra sjálfstæð- ismanna á Héraði. Elín situr í miðstjórn flokksins. Hún stundar nám við HÍ en hefur ekki gefið út hvort hún ætli sér í framboð. Nafn hennar hefur þó verið nefnt og virðist sem áhugi sé fyrir að hún fari fram. Jens Garðar Helgason Norðausturkjördæmi Framkvæmdastjóri Fiskimiða og oddviti flokksins í Fjarða- byggð. Jens var talsmaður Lands og miða, auglýsingaherferðar útgerðarmanna gegn breytingum á kvóta- kerfinu sem útgerðarmenn greiddu fyrir. María Marinósdóttir Norðausturkjördæmi Sölu- og markaðsstjóri hjá N4, fjölmiðla- og dagskrárgerðar- fyrirtæki á Akureyri. Situr í stjórn Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri frá 2004. Gegnir stöðu gjaldkera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri og sit í stjórn kjördæmisráðs Norðausturkjördæm- is. Morgunblaðið segir hana bíða kjördæm- isþings með ákvörðun. Eyþór Arnalds Suðurkjördæmi Eyþór Arnalds er 1. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Árborgar. Þekkt- astur er Eyþór fyrir þátt sinn í hljómsveitinni Todmobile. Eyþór er formaður bæjarráðs og skipulags- og byggingarnefndar Árborgar. Geir Jón Þórisson Suðurkjördæmi Fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Geir Jón vakti athygli í lögreglunni fyrir vaska framgöngu sína. Tengsl Geirs Jóns við Ásgeir Davíðsson, Geira á Goldfinger, vöktu athygli. Ávarpaði Geir Jón kæran vin sinn í afmælismyndbandi Ásgeirs. „Þú stendur þig vel í þessu og berð aldurinn vel,“ sagði Geir Jón. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir rannsókn sína á framgöngu þingmanna í búsáhaldabyltingunni. Séra Halldór Gunnarsson í Holti Suðurkjördæmi Halldór er sóknarprestur í Holti í Rangárvallapró- fastsdæmi. Hann á sæti á Kirkjuþingi og í Kirkjuráði. Árið 2010 vakti Halldór athygli vegna andstöðu sinnar gegn breytingum á hjúskaparlögum. Með breytingunni var samkynja pörum heimilað að gifta sig. n Fjölmargir ætla fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í prófkjörum n Mælist með mikið fylgi S jálfstæðisflokkurinn ætlar sér stórsigur í næstu þing- kosningum. Það er því nokk- ur gerjun innan flokksins og einhverjir hugsa sér til hreyf- ingar. Skoðanakannanir benda til fjölgunar í hópi þingmanna. Þegar hefur fjöldi fólks verið nefndur sem hugsanlegir kandídatar flokksins. Í þjóðarpúlsi Capacent frá fyrri hluta september mælist flokkurinn með 36 prósent atkvæða. Flokkurinn tap- aði miklu fylgi í alþingiskosningun- um 2009 en þá hlaut hann aðeins 23,7 prósent atkvæða. Það er töluvert minna en hann hefur mátt venjast. DV tók saman lista yfir nokkra sem hafa verið nefndir til leiks eða ætla fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í próf- kjörum flokksins. n Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Ætla í ríkisstjórn Sjálftæðsiflokkurinn varð fyrir miklu fylgis- tapi í síðustu kosningum en ætlar sér að bæta í þingliði í komandi slag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.