Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Blaðsíða 4
Býður út eigin verkefni
n 260 milljónir í aðkeypta þjónustu hjá Ríkisendurskoðun
R
íkisendurskoðun hefur eytt
260 milljónum króna í utan-
aðkeypta þjónustu frá fjór-
um endurskoðunarfyrirtækj-
um hér á landi. Þetta kemur fram í
svari stofnunarinnar við fyrirspurn
DV um kostnað við þau verkefni sem
Ríkisendurskoðun hefur falið öðr-
um að vinna. Tölurnar miðast við
tímabilið 2004 til 2011. Langstærstur
hluti þessara fjármuna hefur farið til
PricewaterhouseCoopers, eða PwC.
Samtals hefur endurskoðunarfyrir-
tækið fengið 123,4 milljónir króna
vegna ýmissa verkefna frá stofnun-
inni.
Samkvæmt lögum á Ríkisend-
urskoðun að sjá um að endurskoða
ríkisreikning og þá aðila sem hafa
með höndum rekstur eða fjárvörslu
á vegum ríkisins. Stofnunin hefur
hins vegar á liðnum árum útvistað
þessum verkefnum til einkaaðila.
Einn þessara aðila er Deloitte en
einn eigenda þess fyrirtækis er Hall-
dór Arason endurskoðandi og bróð-
ir Sveins Arasonar ríkisendurskoð-
anda. Viðskipti Ríkisendurskoðunar
við Deloitte hafa á tímabilinu numið
39 milljónum króna. Það er tals-
vert minna en viðskipti við PwC og
KPMG en þau fyrirtæki hafa feng-
ið meira en tvöfalda þá upphæð frá
stofnuninni. Þar að auki hefur Rík-
isendurskoðun falið fyrirtækjun-
um að endurskoða nýju bankana.
Greiðslur vegna endurskoðunar nýju
bankanna eru þó inntar af hendi af
bönkunum sjálfum en ekki Ríkisend-
urskoðun þó að stofnunin hafi milli-
göngu um greiðsluna.
Ríkisendurskoðun stendur þessa
stundina í svokölluðu örútboði á
hluta verkefna stofnunarinnar. Áætl-
að er að samningar sem undirrit-
aðir verða í kjölfar þess verði vegna
áranna 2013 til 2017. Til stendur að
bjóða út enn fleiri verkefni hjá stofn-
uninni. n
4 Fréttir 1. október 2012 Mánudagur
Bjarni Benediktsson:
Tillögur
stjórnlagaráðs
ólýðræðislegar
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, telur vænt-
anlegar kosningar um ráðgefandi
tillögur stjórnlagaráðs að nýrri
stjórnarskrá vera ólýðræðislegar.
Þetta sagði Bjarni á opnum fundi á
Akureyri um helgina.
Vikudagur.is gerir fundinum
skil á vef sínum en þar kemur fram
að Bjarni telji ákveðin öfl í þjóðfé-
laginu eiga eftir að túlka niður-
stöður kosninganna sem vilja
þjóðarinnar, sama hver þátttakan í
kosningunum verður.
„Það furðar mig mjög hversu
lítil umræða fer fram um væntan-
legar kosningar, þjóðin virðist ekki
taka þessu máli mjög alvarlega.
Ég held að fólk trúi því ekki að til
standi að fara í atkvæðagreiðslu
sem muni kalla á stjórnarskrá á
þeim grundvelli sem stjórnlagaráð
hefur skilað af sér,“ hefur Vikudag-
ur eftir Bjarna.
Vann tæpar
40 milljónir
Eigandi eins áskriftarmiða í
Lottó er svo sannarlega lukkunn-
ar pamfíll en hann var einn með
allar tölurnar réttar í fimmföld-
um potti á laugardag. Hlýtur hann
rúmlega 39,5 milljónir í vinning.
Átta miðaeigendur skiptu með sér
bónusvinningnum og hlýtur hver
um sig tæplega 70 þúsund krónur.
Tveir miðaeigendanna eru í
áskrift en hinir keyptu sér miða á
eftirtöldum stöðum; Hagkaupum,
Furuvöllum á Akureyri, N1 við Ár-
túnshöfða í Reykjavík, tveir miðar
voru keyptir í Olís við Langatanga
í Mosfellsbæ, einn í söluturninum
við Hraunbergi í Reykjavík og einn
í Hagkaupum í Garðabæ.
Þrír voru með fjórar réttar tölur
í réttri röð í Jóker og fær hver um
sig 100 þúsund krónur í vinning.
Tveir voru í áskrift en einn miðinn
var keyptur í N1 í Reykjanesbæ.
Ríkisendurskoðun Er með eitt útboð í
gangi þessa dagana. Mynd EyþóR ÁRnason
E
inn maður skráði 30 nýja fé-
laga í Neytendasamtökin rétt
áður en frestur til skráningar
rann út á ársþing samtak-
anna. Gjöld þessara einstak-
linga voru greidd á einu bretti,
samkvæmt heimildum DV. Sá sem
greiddi fyrir félagsaðild þessara
einstaklinga var sjálfur í framboði til
stjórnar samtakanna en hafði hins
vegar ekki erindi sem erfiði í kosn-
ingunum sem fóru fram á laugardag.
Átján framboð komu fram á fundin-
um til viðbótar við tillögur uppstill-
ingarnefndar. Fjórir sem ekki voru á
lista nefndarinnar hlutu kosningu.
Hallarbyltingin mistókst
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað-
ur Fjölskylduhjálpar Íslands, var
ein þeirra sem skráðu sig á síð-
ustu stundu í samtökin. Eins og DV
greindi frá á föstudag herma heim-
ildir blaðsins að hún hafi verið einn
af leiðtogum hópsins sem gerði til-
raun til hallarbyltingar. Hún komst
ekki í stjórn samtakanna en tengda-
sonur hennar, Húni Jóhannesson,
var kjörinn í stjórnina. Heimildir DV
herma einnig að Ásgeir Örn Þórðar-
son, sem hefur starfað sem sjálf-
boðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands
sem Ásgerður Jóna stýrir, sé sá sem
sá um skráningar 30 nýrra félags-
manna í samtökin.
Þeir einstaklingar sem gengu í
samtökin á síðustu stundu fyrir árs-
þingið þurftu að greiða hálft félags-
gjald. Félagsgjaldið er 4.950 krón-
ur en þar sem langt er liðið af árinu
þurftu nýju félagsmennirnir aðeins
að greiða 2.475 krónur. Félagsgjöld
þessara 30 einstaklinga sem skráðir
voru á sama tíma námu 74.250 krón-
um. Ekki liggur fyrir hvort Ásgeir Örn
hafi bæði skráð félagsmennina og
greitt félagsgjöldin en heimildir DV
herma þó að félagsgjöldin hafi verið
greidd á einu bretti. Heimildarmað-
ur DV sem þekkir vel til málsins sagði
að ekki lægi fyrir hver hefði greitt fé-
lagsgjöldin.
óvinveitt yfirtaka
DV greindi frá því í helgarblaði sínu
að síðustu tvo dagana áður en frestur
til að ganga í samtökin – og öðlast
þannig þátttökurétt á ársþinginu –
rann út, gengu á bilinu 50 til 60 nýir
meðlimir í samtökin. Heimildar-
maður blaðsins sagði að mikið stæði
til. „Þetta er ekkert annað en óvin-
veitt yfirtaka,“ sagði heimildarmað-
urinn en hann var einn þeirra sem
fengu símtal þar sem þeir voru beðn-
ir að slást með í för og safna fleirum.
Hann lýsti þessu sem yfirvofandi
hallarbyltingu. Þeir aðilar sem DV
hefur rætt við í tengslum við málið
hafa ekki getað bent á hver tilgangur-
inn með hallarbyltingunni átti að
vera. Á þinginu, sem haldið er ann-
að hvert ár, er ekki kosið um formann
heldur aðeins um það hverjir myndi
stjórn. Hefð er fyrir því að lagður sé
fram listi með nöfnum sem alla jafna
er samþykktur án mótbára.
Vilhjálmur komst inn
Verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur
Birgisson komst í stjórnina en hann
var meðal þeirra sem skráðu sig í
samtökin á síðustu stundu. Hann
sagði í athugasemdum við frétt
DV af fundi samtakanna á laugar-
dag að hann hefði verið hvattur til
að bjóða sig fram. „Ég vil bara taka
það skýrt fram að ég var ekki að taka
þátt í neinni hallarbyltingu, mál-
ið er að til mín leitaði fólk og spurði
hvort ég vildi gefa kost á mér í stjórn
Neytendasamtakanna og ég varð
við þeirri beiðni,“ sagði hann. Hann
sagði ástæðuna fyrir því að hann
hefði verið tilbúinn að gefa kost á sér
vera þá að samtökin gætu látið til sín
taka, meðal annars vegna afnáms
verðtryggingarinnar. Ásgerður Jóna
sagði í athugasemdum við sömu
frétt að hún hefði verið ein þeirra
sem hefðu sett sig í samband við Vil-
hjálm. Í athugasemdunum hafnaði
hún því að til hefði staðið að gera
hallarbyltingu í samtökunum.
Ekki náðist í Ásgerði Jónu við
vinnslu fréttarinnar. n
Félagsgjöld greidd
fyrir þrjátíu manns
n Hallarbylting í Neytendasamtökunum mistókst n Smalað í samtökin„Ég var ekki að
taka þátt í neinni
hallarbyltingu.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Tengd Ásgerður Jóna og sá
sem skráði 30 nýja félags-
menn í Neytendasamtökin
á síðustu stundu tengjast
í gegnum Fjölskylduhjálp
Íslands. Mynd sigTRygguR aRi
Í stjórninni Vilhjálmur er einn þeirra nýju
félagsmanna sem kosnir voru í stjórn Neyt-
endasamtakanna um helgina. Mynd sigTRygguR aRi