Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Blaðsíða 12
12 Erlent 1. október 2012 Mánudagur Fimm ára börn með hjartaskemmdir n Stór rannsókn á börnum sem þjást af offitu B örn allt niður í fimm ára þjást af hjartaskemmdum vegna offitu, samkvæmt niðurstöð­ um nýrrar rannsóknar sem birtust í British Medical Journal á dögunum. Blóðþrýstingur þeirra barna sem þjást af offitu er einnig allt að 40 prósentum hærri en hjá börnum í eðlilegri þyngd og kól est­ erólmagn í blóði er allt að níu sinn­ um meira. Matthew Thompson, einn læknanna sem stóðu að rannsókn­ inni, segir að æðar þessara barna séu einnig þrengri en annarra sem þýðir að hjartað þarf að hafa meira fyrir því að dæla blóði um líkamann. Niðurstöðurnar sem birtust í British Medical Journey náðu til tæp­ lega 50 þúsund barna en um var að ræða samantekt á niðurstöðum 63 rannsókna sem þegar voru til. Matthew Thompson segir í sam­ tali við the The Daily Mail að niður­ stöðurnar séu sláandi. „Í flestum tilfellum er um að ræða skemmdir sem fylgja börnunum á fullorðinsár­ in. Þau geta þó snúið þessari slæmu þróun við, en það er erfitt því við erum að tala um nokkuð róttækar lífsstílsbreytingar sem þarf til. Í umfjöllun The Daily Mail kem­ ur fram að það hafi verið vitað um langt skeið að börn sem þjást af offitu þjáist einnig af of háum blóð­ þrýstingi og séu með of mikið af kól­ esteróli í blóði. Það kom þó vísinda­ mönnunum sem unnu rannsóknina á óvart hversu skýr mörkin á milli of feitra stúlkna og stúlkna í eðlilegri þyngd voru. Of feitar stúlkur voru með áberandi hærri blóðþrýsting en stúlkur í kjörþyngd. n Offita Hjartaskemmdir sem börn verða fyrir fylgja þeim á fullorðinsárin. Mynd PhOtOS.cOM Banaslysum fjölgar mikið Banaslysum í umferðinni í Banda­ ríkjunum fjölgaði um níu prósent á fyrstu sex mánuðum ársins mið­ að við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er mesta aukning milli ára frá upphafi skráninga um banaslys í umferðinni. Samkvæmt frétt CNN létust sextán þúsund manns í umferðarslysum á tímabilinu frá byrjun janúar á þessu ári til loka júní. Umferðaröryggisráðið í Banda­ ríkjunum, sem heldur utan um fjölda dauðsfalla í umferðinni, hefur engar skýringar á þessari fjölgun á takteinum. Fulltrú­ ar félags bandarískra bifreiða­ eigenda telja þó ekki ólíklegt að aukninguna megi rekja til meiri umferðar í kjölfar batnandi efna­ hagsástands og verra viðhalds á vegum. Meira reykt í bíómyndum Reykingar í stórmyndum frá Hollywood jukust talsvert á síð­ asta ári frá árinu á undan. Þróunin á undanförnum árum hefur verið í þveröfuga átt. Þetta kemur fram í niðurstöðum nokkuð umfangs­ mikillar könnunar sem Kaliforníu­ háskóli framkvæmdi. Skoðaðar voru 134 vinsælustu kvikmynd­ ir síðasta árs vestanhafs og kom tóbak við sögu tæplega tvö þús­ und sinnum í þessum myndum. Er þá aðeins átt við þau skipti sem leikari viðkomandi myndar sást meðhöndla tóbak; til dæmis reykja sígarettu eða kveikja í sígar­ ettu. „Hollywood hefur ekki lag­ að þetta vandamál,“ segir Stanton Glantz sem fór fyrir rannsókninni. Furðuleg heimsmet n Fáránlega stórt skósafn og maður sem gleypir í sig orma F réttavefur Reuters tók nýver­ ið saman nokkur dæmi um heimsmet sem hafa feng­ ið staðfestingu í Heimsmeta­ bók Guinness. Í þessari upp­ talningu er meðal annars að finna heimsins stærsta safn sem tileinkað er íþróttaskóm, býflugnabónda sem lét 331 þúsund býflugur þekja líkama sinn og heimsins hæsta hanakamb. Aðstandendur bókarinnar eru nú í mikilli kynningarherferð fyrir nýju­ stu útgáfu bókarinnar og er hér að finna nokkur dæmi úr henni. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Magnaður Etibar Elchiyev sést hér með 50 skeiðar á líkama sínum án utanaðkom- andi efna. Ormagleypir Þessi náungi á metið í að gleypa flesta orma á sem stystum tíma. Hann setti metið í borginni Madras árið 2003 þegar hann gleypti 200 orma á rúmum tuttugu sekúndum, og geri aðrir betur. Þolinmæði Þjóðverjinn Peter Koppen heldur hér á einum af tólf pappírsbátunum, sem e ru brotnir saman úr agnarsmáu pappírsbroti, sem ha nn braut saman í Impossibility-keppninni í Dachau á rið 2009. Þetta gerði hann á 22 mínútum. Betri en Jordan? Taneshwar Guragi leikur sér hér að því að snúa körfu- bolta í hringi á tannbursta sem hann heldur með munninum. Hann státar af heimsmeti sem ekki margir geta slegið. Að láta körfu- bolta snúast á tannburstanum samfleytt í rúmar tuttugu og tvær sekúndur. Fyrra met átti Bretinn Thomas Connors en það var upp á rúmar þrettán sekúndur. Fullorðins Japanski hönnuðurinn Kazuhiro Watanabe er með heimsins hæsta hanakamb samkvæmt Heimsmetabók Guinnes. Hér stillar hann sér upp fyrir ljósmyndara vegna kynningar á nýjustu útgáfu Heimsmetabókar Guinness í New York, Bandaríkjunum, í september síðastliðnum. Hanakamburinn er 1,1 metri á hæð. Erfitt val Jordan Michael Geller safnar striga- og íþróttaskóm af ýmsum toga. Hann státar til að mynda af því að eiga alla Air Jordan Retro-línuna frá íþróttamerkinu Nike. Heimsmetabók Guinness staðfesti íþróttaskósafn hans, sem nefnist Geller‘s Shoezeum, sem það stærsta í heimi. Á safninu eru 2.500 skópör og aðeins átta þeirra eru ekki frá Nike. Götóttur Þjóðverjinn Rolf Bucholz státar af því að vera með 453 lokka í líkama sínum. Já, þið hafið rétt fyrir ykkur. Hann á heimsmetið samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Fékk vin sinn til að afplána Óvenjulegt mál er nú komið upp í Svíþjóð sem varðar mann sem dæmdur var í fangelsi þar í landi fyrir fíkniefnasmygl. Manninum tókst með einhverjum hætti að forðast að afplána dóminn, eins árs fangelsi, með því að fá félaga sinn til að sitja í fangelsi í staðinn. Dómurinn var kveðinn upp árið 2008 og komst málið ekki upp fyrr en félaga mannsins var hleypt út eftir að hafa afplánað þrjá fjórðu hluta dómsins. Sænsk fangelsis­ málayfirvöld hafa verið gagnrýnd harðlega vegna málsins. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur réttum glæpamanni en hann er sagður halda til í Asíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.