Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Blaðsíða 23
E
rt þú meðal þeirra sem lesa
stjörnuspána sína á hverjum
degi í þeirri von að glöggva
sig á því hvað dagurinn muni
bera í skauti sér? Eða trú-
irðu að stjörnumerkin geti sagt til
um persónuleika fólks? Það kann að
koma á óvart að vitneskja um það
í hvaða blóðflokki fólk er gæti veitt
þér sömu nytsamlegu upplýsingarn-
ar og stjörnumerkin.
Það hefur vissulega ekki verið
vísindalega sannað, en Japanir trúa
því almennt að blóðflokkar geti sagt
til um ýmis persónueinkenni fólks.
Allt frá geðslagi þínu og hvernig þér
lyndir við annað fólk, til þess hvern-
ig elskhugi þú ert og hvað er best fyr-
ir þig að borða.
Blóðflokkur A
Oft er talað um að einstaklingar í
blóðflokki A séu eins og bændur,
þeir eru tillitssamir og mjög tryggir.
Þeir eiga það til að vera dulir og
tregir við að tjá tilfinningar sínar.
Einstaklingar í þessum blóðflokki
eru margir hverjir taugaveiklað-
ir, óþolinmóðir og eiga erfitt með
svefn. Þeir eru vel mjög hæfir til
að gegna leiðtogastöðum en gætu
hins vegar veigrað sér við það út af
stressinu og álaginu sem því fylgir.
Persónueinkenni: Íhaldssemi, ómann-
blendni, hlédrægni, þolinmæði og fullkomn-
unarárátta.
Lestir: Þráhyggjuárátta, meðvitaðir um sjálfa
sig og stundum stífir og þrjóskir.
Mataræði: Einstaklingar í blóðflokki A dafna
best sem grænmetisætur, að sögn læknisins
Peter D‘Adamo, höfundar bókarinnar Eat right
for your type. „Margir eiga erfitt með að breyta
úr venjulegu kjöt- og kartöflumataræði yfir
í sojaprótín, korn og grænmeti. Það er hins
vegar mikilvægt fyrir hina viðkvæmu A-týpu
að neyta matarins í eins náttúrulegu ástandi
og hægt er, ómengaðs, fersks og lífræns.
Blóðflokkur B
Einstaklingar í blóðflokki B eru
skilningsríkir og eiga auðvelt með að
setja sig í spor annarra. Þar sem þeir
eru hálfgerð kamelljón og einstak-
lega sveigjanlegir þá er yfirleitt gott
að eiga þá að vinum. Þessi lýsing á
þó frekar við um konur. Karlmenn í
blóðflokki B hafa ekki jafn gott orð-
spor og eru sjaldan taldir heppilegir
sem makar. Þeir eiga það til að vera
lauslátir, sjálfselskir og hverfulir.
Þeir sem eru í blóðflokki B hafa
allt önnur persónueinkenni en þeir
sem eru í blóðflokki O og A. Þá eru
þeir móttækilegir fyrir öðrum sjúk-
dómum, eiga að vera á öðru matar-
æði og stunda annars konar hreyf-
ingu.
Persónueinkenni: Skapandi, sveigjanlegir
sjálfstæðir, bjartsýnir og ástríðufullir.
Lestir: Gleymnir og stundum óábyrgir.
Mataræði: Meltingarkerfi einstaklinga í blóð-
flokki B þolir ýmislegt, en þeir ættu þó að forð-
ast kjötmeti á borð við kjúkling, naut og svín,
að sögn D‘Adamo. Þrátt fyrir að kjúklingakjöt
sé magurt leggur hann mikla áherslu á að
B-týpur forðist það.
Blóðflokkur AB
Einstaklingar í blóðflokki AB eru
gjarnan heillandi og vinsælir. Þeir
hafa ekki áhyggjur af óþarfa hlutum
og þykja stundum andlega þenkj-
andi, jafnvel sérvitringslegir.
Þeir sem eru í þessum blóðflokki
láta yfirleitt höfuðið stýra gjörðum
sínum frekar en hjartað. Það get-
ur verið erfitt að vera AB-týpa, því
þessir einstaklingar virðast eiga erfitt
með að aðlaga sig öðrum. Ef þeim
finnst þrengt að sér brjótast þeir út
og gera hlutina á sinn hátt.
Persónueinkenni: Rólegir, yfirvegaðir,
innhverfir og skynsamir.
Lestir: Gagnrýnir, óákveðnir, fáskiptnir og eiga
erfitt með að fyrirgefa.
Mataræði: Meltingarkerfi einstaklinga í blóð-
flokki AB er viðkvæmt og þeir ættu að forðast
kjúklinga-, nauta- og svínakjöt. Þeir mega
hins vegar borða eins mikið og þeir vilja af
sjávarfangi, tófú og mjólkurvörum, ráðleggur
D‘Adamo.
Blóðflokkur O
Einstaklingar í blóðflokki O eru
náttúrulegir leiðtogar og oft góðir
íþróttamenn. Þeir eru mannblendn-
ir, ástríðufullir og tjá sig mikið. O-
týpur eru mjög metnaðarfullar og
óhræddar við að taka áhættu.
Persónueinkenni: Metnaðarfullir, sjálfs-
öruggir og traustir.
Lestir: Hrokafullir, ónærgætnir og hégómlegir.
Mataræði: Magurt kjöt, kjúklingur og
fiskur hentar best meltingarkerfi O-týpunnar.
Einstaklingar í O-blóðflokki ættu hins vegar að
takmarka neyslu á brauði og korni, ráðleggur
D‘Adamo.
Lífsstíll 23Mánudagur 1. október 2012
Tattoo – varanleg förðun
Lækjargata 34c, Hfj.
Fylgstu með okkur á facebook
S: 571-4300
Tattoo - varanleg förðun
Augabrúnir – eyeliner - varalína
Hér má sjá augabrúnir fyrir og eftir meðferð.
Notast er við svokallaða „hair stroke“ aðferð
þar sem teiknuð eru hár í augabrúnirnar sem
gefur þeim fallegt og náttúrulegt útlit.
Ath. „eftir“ myndirnar eru teknar strax eftir
tattoo-ið og eiga brúnirnar eftir að jafna sig og
lýsast töluvert.
Tattoo-ið er endurmetið eftir 4-6 vikur og
lagfærðar eftir þörfum.
Tattoo – varanleg förðun
Lækjargata 34c, Hfj.
Fylgstu með okkur á facebook
S: 571-4300
Tattoo - varanleg förðun
Augabrúnir – eyeliner - varalína
Hér má sjá augabrúnir fyrir og eftir meðferð.
Notast er við svokallaða „hair stroke“ aðferð
þar sem teiknuð eru hár í augabrúnirnar sem
gefur þeim fallegt og náttúrulegt útlit.
Ath. „eftir“ myndirnar eru teknar strax eftir
tattoo-ið og eiga brúnirnar eftir að jafna sig og
lýsast töluvert.
Tattoo-ið er endurmetið eftir 4-6 vikur og
lagfærðar eftir þörfum.
Augabrúnir 25.000 kr. Eyeliner 19.500 kr. Varir 19.500 kr.
Lagfæring á gömlu tattoo 10.500 kr.
Lestu úr blóðinu
Blóðflokkarnir geta gefið
svipaðar upplýsingar og
stjörnumerkin.
n Blóðflokkarnir segja til um persónuleika n Náttúrulegir leiðtogar í blóðflokki O
Blóðið veitir upplýsingar