Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 1. október 2012 Mánudagur
S
teinunn Guðbjartsdóttir og
Páll Eiríksson, starfsmenn
slitastjórnar Glitnis, láta
fimm starfsmenn sem þau
ráða í vinnu til lögfræðifyrir-
tækis síns vinna fyrir þrotabúið fyrir
16 til 20 þúsund krónur á tímann en
borga þeim svo aðeins lítinn hlut af
þeirri upphæð í laun. Páll segir að-
spurður að fyrirtæki þeirra Steinunn-
ar, Borgarlögmenn sf., greiði
starfsmönnunum á bilinu 700 þús-
und til eina milljón króna á mánuði.
„Þeir fá bara góð laun. Þetta eru góð
laun miðað við stéttina. Ég gef þetta
ekki upp þeirra vegna en þú ert nærri
lagi: Grunnlaunin geta verið á þessu
bili sem þú nefnir,“ segir Páll þegar
áðurnefnd tala er borin undir hann.
Laun starfsmannanna eru hins vegar
einungis lítill hluti af hagnaði fyrir-
tækis þeirra af útseldri vinnu hvers
starfsmanns. Afganginn af hagnað-
inum af hverjum starfsmanni stinga
þau í eigin vasa.
Annar kostur ódýrari
Tökum dæmi: Starfsmaður hjá
Steinunni og Páli sem vinnur 8
tíma á dag alla virka daga, 20 daga
í mánuði, fyrir 20 þúsund krónur á
tímann býr til tekjur sem nema 3,2
milljónum króna á mánuði fyrir fyr-
irtæki þeirra. Starfsmaðurinn fær
hins vegar aðeins 700 þúsund krónur
til eina milljón á mánuði frá fyrirtæki
Páls og Steinunnar. Tekið skal fram
að við þetta getur bæst yfirvinna og
helgarvinna þannig að greiðslur frá
þrotabúinu til hvers starfsmanns
geta verið hærri og þar með launin
líka.
Steinunn og Páll nota því aðstöðu
sína í slitastjórn Glitnis til að hagn-
ast á annarra manna vinnu. Annar
valmöguleiki í þeirra stöðu væri að
ráða lögfræðinga beint til þrotabús-
ins og greiða þeim sömu mánaðar-
laun og fyrirtæki þeirra sjálfra greiðir
þeim. Þetta væri ódýrara fyrir þrota-
bú Glitnis. Steinunn og Páll hafa hins
vegar ákveðið að hafa hinn háttinn á
og græða umtalsverðar fjárhæðir á
því sjálf fyrir vikið. Í íslensku eru slík-
ar ákvarðanir gjarnan skilgreindar
sem aðstöðubrask.
Aðspurður hvort hann telji ekki
að það væri ódýrara fyrir bú Glitn-
is að ráða beint til sín löglærða full-
trúa í stað þess að kaupa þjónustu af
lögfræðingum sem starfa fyrir félag í
eigu þeirra Páls og Steinunnar segir
Páll: „Það fer bara allt eftir því hvaða
verkefni er um að ræða hverju sinni,
hversu löng þau eru og svo fram-
vegis.“ Páll segir því að hann sé ekki
á þeirri skoðun að það sé nauðsyn-
lega þannig að slíkt yrði ódýrara fyr-
ir búið.
840 milljóna greiðslur
Í síðustu viku var greint frá því í fjöl-
miðlum, meðal annars á vef Vís-
is, að á síðustu þremur árum hefðu
greiðslur frá þrotabúi Glitnis til fyr-
irtækis Páls og Steinunnar vegna
vinnu fimm fulltrúa á þeirra vegum
fyrir búið numið 287,7 milljónum
króna. Fyrirtæki Steinunnar og Páls
hafa á sama tíma fengið 552 millj-
ónir króna greiddar frá þrotabúinu
vegna vinnu þeirra tveggja á síðast-
liðnum þremur árum. Þessar 552
milljónir eru einungis vegna vinnu
þeirra tveggja fyrir hönd þrotabús-
ins. Samanlagt nema þessar greiðsl-
ur til fyrirtækja Steinunnar og Páls
um 840 milljónum króna á síðast-
liðnum þremur árum en þá á eftir að
draga laun og launatengd gjöld full-
trúanna fimm sem vinna fyrir þau frá
upphæðinni.
Segist halda eftir um þriðjungi
Páll segist aðspurður telja að fyrir-
tæki hans og Steinunnar kunni að
halda eftir þriðjungi af þeim pening-
um sem fyrirtækið fær fyrir útselda
vinnu fulltrúanna fimm sem vinna
fyrir þrotabúið. Þá er búið að draga
frá laun, launatengd gjöld, skatta, or-
lof og annað slíkt. „Eins og ég segi,
við eigum félagið og ef það er hagn-
aður af rekstri þess þá greiðum við
tekjuskatt af honum og höldum hon-
um og ef það er tap þá tökum við það
á okkur líka [...] Það er mismunandi
hvað við fáum mikið af þessu eftir því
hvað það er mikið að gera. Eins og
ég segi þá fer stærstur hluti í laun og
rekstrarkostnað. Það þarf að borga
tryggingar, lífeyrissjóð og það þarf
að borga húsnæði. En eins og segi
þá erum við ekki með starfsmenn
í vinnu til að tapa á þeim [...] Við
greiðum þessu fólki bara samkeppn-
ishæf og góð laun. Við pössum okk-
ur líka að tímagjaldið þeirra sé ekki
óeðlilegt miðað við það sem gengur
og gerist varðandi fulltrúa almennt.
[...] Ætli þetta sé ekki svona 1/3 hluti
sem við fáum ef vel gengur,“ segir Páll
en samkvæmt orðum hans halda þau
Steinunn eftir um þriðjungi af út-
seldri vinnu hvers starfsmanns.
Ef deilt er í heildarupphæðina
sem þrotabú Glitnis hefur greitt fyr-
irtækjum Páls og Steinunnar vegna
vinnu starfsmanna þeirra fyrir búið
nemur persónulegur hagnaður
þeirra af þessari vinnu annarra nærri
100 milljónum króna á síðustu þrem-
ur árum.
Telur sig hafa gætt hófs
Aðspurður hvort hann sjái ekk-
ert athugavert við það að hann og
Steinunn selji vinnu fulltrúa sinna
til þrotabúsins með þessum hætti og
græði á því sjálf segir Páll: „Þetta er
bara það sem gengur og gerist í lög-
mennsku. Það er enginn skiptastjóri
í svona stóru búi sem vinnur alla
vinnuna einn. Við höfum líka út-
Hirða Hagnaðinn
af vinnu annarra
vistað mörgum af okkar málum á
fullt af lögmönnum. Við erum líka
með utanaðkomandi aðila eins og
Lex, Hróbjart Jónatansson og fleiri í
vinnu hjá okkur af því við höfum ekki
ráðið við alla þessa vinnu sjálf. Ein-
ar Gautur Steingrímsson var líka að
vinna fyrir okkur. Við hefðum alveg
eins getað ákveðið að vinna þessa
vinnu sjálf. En við ráðum bara ekki
við það og höfum viljað fá bestu sér-
fræðinga til að vinna fyrir okkur. Við
höfum passað okkur á því.“
En aðspurður hvort hann sjái
ekkert athugavert við að hann og
Steinunn græði persónulega á vinnu
annarra fyrir þrotabúið segir hann:
„Þetta er bara uppi á borðum; þetta
hefur verið kynnt kröfuhöfunum
og þeir hafa ekki gagnrýnt þetta [...]
Það er eðli rekstrar að hann skili
hagnaði. En eins og ég segi þá þarf
maður að gæta hófs, ég viðurkenni
það.“ Aðspurður hvort honum finn-
ist greiðslurnar til fyrirtækja hans
og Steinunnar vera innan hóflegra
marka segir Páll að svo sé: „Já, mér
finnst það vera vegna þess að þetta
hefur alltaf legið fyrir og í samskipt-
um við kröfuhafa hefur þetta alltaf
komið fram og þeir hafa aldrei lýst
yfir óánægju með þetta.“
Einnig þarf að nefna, líkt og kem-
ur fram í máli Páls, að erlendir kröf-
uhafar íslensku bankanna eru vanir
því að lögfræðikostnaður sé almennt
séð hærri en gengur og gerist hér
á landi. Stundum er nefnt að gjald
hjá lögmönnum í Bandaríkjunum
og Bretlandi geti verið á bilinu 70 til
100 þúsund krónur á tímann sem
er umtalsvert hærra en hér á landi
– Steinunn Guðbjartsdóttir hefur
til dæmis verið með um 35 þúsund
krónur á tímann. Þetta kann einnig
að hafa þau áhrif að kröfuhafarnir
sætta sig við áðurnefndar greiðslur
til Páls og Steinunnar.
Lagastoð með sama
fyrirkomulag
Þeir sem stýra slitastjórn Lands-
bankans, lögmennirnir Kristinn
Bjarnason, Halldór Backman og
Herdís Hallmarsdóttir á lögmanns-
stofunni Lagastoð, hafa einnig
sama fyrirkomulag við sína vinnu
fyrir bú bankans. Lagastoð ræð-
ur til sín löglærða fulltrúa sem fá
greidd mánaðarlaun á því bili sem
vísað hefur verið til áður, 600, 700,
800 þúsund krónur á mánuði en
þrotabú Landsbankans greiðir hins
vegar álíka háa upphæð fyrir hvern
útseldan klukkutíma hjá þeim og
í tilfelli Glitnis, 16 til 20 þúsund
krónur á tímann. Mismunurinn
á greiðslum vegna vinnu þessara
fulltrúa frá þrotabúinu og á laun-
um þeirra sjálfra rennur hins vegar
til lögmannsstofu þeirra sem stýra
slitastjórninni.
Sambærilegar upplýsingar um
lögfræðikostnað slitastjórnar-
manna Landsbankans og Glitnis
liggja hins vegar ekki fyrir og því er
ekki hægt að fjalla um þann kostn-
að með eins ítarlegum hætti og í til-
felli Glitnis.
DV náði á sunnudag tali af
Kristni Bjarnasyni, formanni
slitastjórnar Landsbankans og eins
eiganda Lagastoðar, til að spyrjast
fyrir um kostnað þrotabús bank-
ans vegna greiðslna til þess fyr-
ir útselda vinnu fulltrúa á vegum
starfsmanna slitastjórnarinnar.
Sami háttur á Stofan sem stýrir slitum
Landsbankans, Lagastoð, hefur sama hátt
á og Páll og Steinunn. Kristinn Bjarnason er
formaður slitastjórnar Landsbankans.
n Aðstöðubrask í slitastjórn Glitnis n Sitja báðum megin við borðið n Hlunnfara þrotabúið og starfsmenn sína
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
2008 2009 2010 2011 2012
Ólafur Garðarsson
Formaður slitastjórnar Kaupþings
35,7 53 22,2
Steinar Guðgeirsson
Formaður skilanefndar Kaupþings
32,6 50,2
Jóhannes Rúnar Jóhannesson
Slitastjórn Kaupþings
5,1 19,1 8,6
Davíð B. Gíslason
Slitastjórn Kaupþings
5,4
Feldís Óskarsdóttir
Slitastjórn Kaupþings 6,9 19,4
Heimir Haraldsson
Skilanefnd Glitnis
-0,1 33,6 25
Árni Tómasson
Skilanefnd Glitnis
3,7 42 31,2
Þórdís Bjarnadóttir
Skilanefnd Glitnis
9,1 21 13,9
Steinunn Guðbjartsdóttir
Skilanefnd Glitnis
21 63 68 100,5 50,8
Páll Eiríksson
Skilanefnd Glitnis
35,1 76,9 82,2 46,9
Ársæll Hafsteinsson
Skilanefnd Landsbankans
6,5 56,7 35,2
Lárentsínus Kristjánsson
Skilanefnd Landsbankans
10,7 39,4
Herdís Hallmarsdóttir
Slitastjórn Landsbankans
0.6 22,4 22,9 27,7
Halldór H. Backman
Slitastjórn Landsbankans
2,0 52,3
Kristinn Bjarnason
Slitastjórn Landsbankans
56 52 57
*ÁRSREiKninGAR FLESTRA FéLAGA FyRiR ÁRið 2011 LiGGJA EKKi FyRiR
Páll og Steinunn
í sérflokki
Hagnaður einkahlutafélaga skila- og
slitastjórnarmanna eftir hrunið 2008