Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Blaðsíða 20
„Vá, erum Við komin sVona langt?“ 20 Menning 1. október 2012 Mánudagur V ið erum alltaf að skrifa eig- inhandaáritanir og aðdá- endur hafa elt mig eftir tón- leika.“ Þannig svarar Fanney Ósk Þórisdóttir, söngkona dansk-íslensku hljómsveitarinn- ar Kúra, aðspurð hversu þekkt þau séu í Danmörku. Orð Fanneyjar gefa nokkuð glögga mynd af því hvern- ig stemning hefur myndast í kring- um Kúra í Danmörku. Hljómsveitina skipa, ásamt Fanneyju, frændi henn- ar Brynjar Árni Heimisson Bjarnfoss og Rasmus Liebst. Reyna að skemmta sér Blaðamaður sest niður með hljóm- sveitarmeðlimum baksviðs í hitan- um og sólinni á Spáni eftir hljóðpruf- ur og fær að kynnast þeim aðeins. Þau eru spennt fyrir tónleikunum sem fara fram um kvöldið og hafa vitneskju um að útsendarar frá stór- um tónlistarhátíðum séu á svæðinu, sem og spænskir umboðsmenn og bókarar. Það er því enn mikilvægara en ella fyrir þau að standa sig. „Það er gerir líka bara ótrúlega mikið að spila fyrir fólk og kynna þannig tón- listina. Og fólk getur nálgast okk- ur eftir tónleika og sagt hvað því fannst,“ segir Rasmus. „Hlustendurnir eru svo mikil- vægir og æðislegir. Þegar maður er uppi á sviði, þetta er bara besta til- finning sem ég veit. Þetta er bara ást, ást og fólk er svo ánægt og ég er svo ánægð,“ segir Fanney til að reyna að lýsa hvernig henni líður þegar hún stendur á sviðinu með áheyrendur fyrir framan sig. „Þegar við náum góðum tón- leikum, þá náum við virkilega góðu sambandi við fólk og maður finn- ur það. Það er ótrúlegt. Orkan uppi á sviðinu verður svo mikil,“ útskýrir Brynjar. Þau lýsa tónlist sinni sem draum- kenndri raftónlist með rokkívafi og stundum þungum takti. „Við erum alltaf að prófa okkur áfram með nýja hluti í hljóðverinu. Við viljum ekki festast innan ákveðins ramma held- ur frekar reyna að skemmta okkur,“ segir Rasmus. „Hlutirnir smella einhvern veginn alltaf saman þrátt fyrir að við höfum hvert okkar stíl,“ bætir Fanney við. Kom frænda á óvart Stofnun Kúra má rekja aftur til sum- arsins 2009 þegar Brynjar, sem búið hefur í Danmörku frá níu ára aldri, kom til Íslands til að vera við jarðar- för frænku þeirra Fanneyjar. Á með- an hann var á Íslandi spilaði Fanney fyrir hann lag sem hún var að semja og varð hann yfir sig hrifinn, bæði af laginu sem og röddinni. Brynjar hafði reyndar heyrt hana syngja nokkrum árum áður og kom hún þá frænda sínum í opna skjöldu með röddinni. Hann hafði enga hugmynd um að hún kynni að syngja. Brynj- ar útsetti lagið svo í tölvu og í fram- haldinu gáfu þau út EP-plötu. Eftir það fóru hjólin að snúast af alvöru. Rasmus gekk til liðs við hljóm- sveitina í fyrra og í apríl síðastliðnum kom svo út fyrsta plata Kúra, Half way to the moon. Töluvert var fjallað um plötuna í dönskum fjölmiðlum og fékk hún góða dóma. „Ég hef alltaf elskað að syngja“ Hljómsveitarmeðlimir Kúra lifa allir og hrærast í tónlist. Rasmus byrjaði að læra á gítar fyrir átta árum og hefur einnig verið að fikra sig áfram við að útsetja tónlist. Fljótlega eftir að þeir Brynjar kynntust fór þeir að senda tónlist á milli sín og gefa hvor öðrum ábendingar. Það samstarf vatt upp á sig og að lokum gekk Rasmus til liðs við Kúra. Fanney steig sín fyrstu skref á tón- listarsviðinu fyrir um fimm árum, en þá var hún í hljómsveit sem kallaði sig Epic funeral. „Ég hef hvorki lært að syngja né á hljóðfæri. En ég spila aðeins á píanó og gítar, bara til að geta samið lög og sungið. Ég hef alltaf elskað að syngja, en ég hef aldrei lært það. Ég komst reyndar inn í FÍH en mig langaði frekar að vera í ballett. Ég hefði kannski átt að fara í FÍH,“ segir hún hlæjandi. „Það hefði verið rosalega gaman. Mig langar mjög mikið að fara í eitthvert nám, en mín reynsla í þessari hljómsveit hefur í raun bara verið mitt nám.“ Ætlaði aldrei að gera neitt leiðinlegt Fanney byrjaði á listabraut í Mennta- skólanum í Hamrahlíð eftir grunn- skóla og tók ballettinn með. Hún prófaði sig áfram á nokkrum náms- brautum án þess að finna sig al- mennilega. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi, nema ég vissi að ég vildi syngja. Það eru alltaf skilaboðin frá samfé- laginu að maður verði að fara í skóla að læra. En fólk á bara að gera ná- kvæmlega það sem hjartað segir því að gera. Ég ákvað að gera það. Elta nákvæmlega það sem ég vildi gera. Maður getur gert allt ef viljinn er fyrir hendi. Það er bara þannig. Ég sagði við mömmu þegar ég var sex ára: Mamma, ég ætla aldrei að gera neitt sem mér finnst leiðinlegt. Svo týndist ég aðeins og fór pínu að gera eitthvað sem mér fannst leiðin- legt,“ segir Fanney. Þegar hún áttaði sig á því staldraði hún við, tók í kjöl- farið ákvörðun um að flytja til Dan- merkur og snúa sér alfarið að tón- listinni. Verður háður tónlistinni Brynjar hefur útsett tónlist í tíu ár og hefur einnig starfað sem plötu- snúður, en þeir Ramus kynnt ust í gegnum þann bransa. Hann hefur, líkt og frænka hans, ekki fundið sig í skóla, hefur þrisvar hafið nám í mis- munandi greinum en alltaf hætt eft- ir nokkra mánuði. „Ég hef aldrei al- veg verið að fíla mig. Ég er kannski að sinna tónlistinni til klukkan fimm á morgnana og þarf að vakna klukk- an átta til að fara í skólann, það bara passar ekki saman,“ útskýrir hann. „Ég tók eiginlega ákvörðun fyr- ir mánuði um að læra ekki neitt. Ég ætla að halda áfram í tónlistinni og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal Dansk-íslenska hljómsveitin Kúra hefur verið að slá í gegn í Danmörku síðustu misseri en aldrei spilað á íslenskri grundu. Hljómsveitin er mjög spennt fyrir að fá að kynna tónlist sína fyrir Íslendingum og vonast til að geta haldið tónleika hér á landi sem fyrst. Fyrir rúmri viku kom hún fram á norrænu menn- ingarhátíðinni Días Nordícos í Madríd og kunnu Spánverjar vel að meta þessa fallegu tóna úr norðri. Boðsmiðar kláruðust Spánverjar kunnu vel að meta Kúra Áður en tónleikar Kúra hófust mátti finna fyrir mikilli eftirvæntingu í saln- um og ljóst var að spænskir áheyrendur voru spenntir að heyra hvað þessir norrænu tónlistarmenn ætluðu að bjóða upp á. Góð stemning skapaðist á tónleikunum og og tónleikagestir virtust kunna vel að meta tónlistina. Brynjar, Fanney og Rasmus voru sátt við flutninginn og sögðust ánægð með kvöldið þegar blaðamaður náði tali af þeim eftir tónleikana. Það var þó ekki hlaupið að því þegar áheyrendur þustu að þeim eftir að dagskránni lauk og vildu spjalla um tónlistina. Þegar blaðamaður komst loksins að hljómsveitarmeðlimum voru þeir sammála um að það hefði verið mjög skemmtilegt að fá viðbrögð frá spænskum áheyr- endum, þar sem áheyrendahópurinn í Danmörku er yfirleitt frekar einsleitur. Ekki var selt inn á tónleikana en til að komast þar inn þurfti að hlaða niður boðsmiða af heimasíðu hátíðarinnar. Boðsmiðarnir voru löngu búnir á tónleikadaginn og því má ætla að að minnsta kosti þúsund manns hafi verið í salnum. Þá myndaðist löng röð fyrir utan tónleikasvæðið því margir freistuðu þess að komast inn án þess að hafa nælt sér í boðsmiða. Á eftir Kúra steig á svið danska rokkhljómsveitin Turboweekend, sem einnig náði vel til áheyrenda með ferskri og hressilegri sviðsframkomu. Það er því óhætt að segja að þessi norræna tónlistarveisla í höfuðborg Spánar hafi heppnast vel. „Þegar við náum góðum tónleikum, þá náum við virkilega góðu sambandi við fólk og maður finnur það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.