Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Blaðsíða 15
Hann var óreglumaður Ég vinn í miðbænum Alveg hrika- lega erfitt Faðir Oddnýjar Harðardóttur var lítið til staðan þegar hún var barn. – DVSigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður hjólar í vinnuna. – DVÓlafur Darri Ólafsson er feiminn og þykir erfitt að halda ræður. – DV Hetjur eða glæpamenn Spurningin „Það hefur sennilega verið 1984 … nei, það var Viltu vinna milljarð?“ Daníel Arnar Snorrason 20 ára nemi „Ég las Brennu-Njáls sögu.“ Margrét Björk Ólafsdóttir 18 ára starfsmaður í túristabúð „Ég las Ilminn.“ Arnar Helgi Garðarson 20 ára athafnamaður „Ég las einhverja skólabók og ég man ekki einu sinni hvað hún heitir.“ Bjarki Arnarson 21 árs kokkur á Prikinu „Heyrðu, það hefur verið ævisaga Jakobs Frímanns, Með sumt á hreinu.“ Finnur Hákonarson 37 ára hljóðmaður Hvaða bók lastu síðast? 1 Nef auðkýfings afmyndað sökum kókaínneyslu Breskur auðkýfingur, James Brown, er illa farinn eftir áralanga kókaínnotkun. 2 Hneykslaður á fjölmiðlum Þorfinnur Ómarsson skilur ekki af hverju enginn fjölmiðill fjallaði um yfirvofandi brotthvarf Jóhönnu Sigurðardóttur. 3 Fyrrverandi hans Ronnie Wood í hart við hann Jo Wood seldi eigur fyrrverandi eigin- manns síns, Ronnie Wood, á uppboði. 4 Fegurðardrottningar myrtu keppinaut sinn Tvær brasilískar konur og kærasti annarrar þeirra voru handtekin fyrir morð. 5 Var fimm ára þegar hann vildi verða forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson hefur lengi dreymt um að verða forsætis- ráðherra. 6 Bríet Sunna opnar söngskóla Skólinn hefur aðsetur í húsnæði Hjálp- ræðishersins á Ásbrú á Reykjanesi. 7 Anne Hathaway gifti sig Gekk að eiga Adam Schulman á sunnudag. Mest lesið á DV.is L oksins kom að því að þing og þjóð lét sig varða málefni sem hefur verið mér mikið hjart- ans mál um nokkurt skeið; aðgengi að upplýsingum er varða þjóðarhag. Afhjúpun spill- ingar og lögbrota innan stjórnsýsl- unnar er hetjudáð sem við ættum að tryggja lögformlega að sé einföld í framkvæmd og að fyrir liggi skýrar línur um hvenær beri að tilkynna eða koma á framfæri slíkum upplýsing- um. Opinberir starfsmenn hafa þurft að búa við mjög óskýran lagaramma um skyldur sínar. Yfir hundrað mis- munandi trúnaðarákvæði eru núgild- andi sem stangast oft á við upplýs- ingaskyldu. Það er því ekki skrýtið að flestir kjósi að þegja þó svo að þeir verði vitni að lögbrotum eða spillingu innan stjórnsýslunnar. Undanfarin vika hefur verið mörkuð umræðu um afhjúpendur, uppljóstrunum, tilraun- um til þöggunar og auðvitað því sem afhjúpað var. Tilraunir til lögbanns á fréttir ólíðandi Fyrstu viðbrögð við lekanum voru fyrirséð og smánarleg, en þessi leki afhjúpaði m.a. meiriháttar vanda- mál innan úr Fjársýslu ríkisins út af gölluðu bókhaldskerfi sem heldur utan um allar greiðslur ríkisins, sem og afar ónákvæmar upplýsingar um kostnað og átta ára drátt á að klára og afhenda skýrslu um ástandið á þessu tiltekna máli til Alþingis. Fyrstu við- brögð voru sambærileg viðbrögðum við lekanum á lánabók Kaupþings: krafa um lögbann á fréttina sem byggð var á lekanum. Þessi tilraun til þöggunar árið 2009 varð mér til- efni til þess að vinna að umfangsmik- illi þingsályktun sem var samþykkt einróma á Alþingi í júní 2010 undir yfirskriftinni að Ísland skapaði sér af- gerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrels- is. Þar var ríkisstjórninni m.a. falið að skrifa bestu mögulegu löggjöf sem völ er á til að vernda afhjúpendur og að tryggja að lögbann á útgáfu væri fyr- irbyggt. Hömlur á tjáningarfrelsi eru skilgreindar á þann veg að sérhver lagaleg aðgerð sem hægt er að nota til að hindra að efni sé gefið út áður en til útgáfu kemur sé brot á tjáningar- frelsi. Í flestum lýðræðisríkjum eru sterk og jafnvel algild takmörk á slík- um tálmunum. Þá var ríkisstjórninni falið að kanna hvernig tryggja mætti að lög yrðu ekki misnotuð í tilraunum til þöggunar sem takmarka og tálma tjáningarfrelsið sem tryggt er í stjórn- arskránni. Jákvæð þróun Á eftir misheppnaðri tilraun til þöggunar á fréttinni var síðan reynt að hjóla í afhjúpandann og skilgreina þann aðila sem kom upp um lögbrot sem glæpamann. Þetta eru alþekkt viðbrögð en algerlega óviðunandi og skammarleg. Sem betur fer brugðust bæði samfélagið, fjölmiðlar og nokkr- ir þingmenn við á þann veg að þessari aðför og tilraun til að sakfella sendi- boðann var afstýrt. Í mínum huga eru þeir sem þora að rækja sínar borg- aralegu skyldur og upplýsa um lög- brot alla jafna hetjur, sér í lagi þegar sú aðgerð stefnir viðkomandi í hættu á útskúfun á sínum vinnustað, þó svo að það ætti auðvitað ekki að vera þannig. Mannorðsmorð á Íslandi eru þó harla tíð. En þrátt fyrir að fyrstu viðbrögð við frétt sem innibar upplýs- ingar sem réttilega eiga að vera í al- mannavitund hafi valdið vonbrigðum þá langar mig að beina athyglinni að jákvæðri þróun sem á sér stað svo að þeir sem láta sig þessi mál varða geti stutt við og þrýst á að sú vinna sem er í gangi til að tryggja betri lagaramma verði að veruleika. Mennta- og menningarmálaráð- herra var falið að vinna að framgangi títtnefndrar þingsályktunar. Þann 3. maí 2012 skipaði ráðherra stýrihóp og er honum ætlað að hafa forsögn um að leiða vinnu ráðuneytisins við greiningu og úttekt á lagaumhverf- inu hér á landi og erlendis með tilliti til efnis þingsályktunarinnar og eft- ir atvikum undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar eða nýja löggjöf, með- al annars með því að líta til löggjafar annarra ríkja með það fyrir augum að sameina það besta til að skapa Íslandi sérstöðu á sviði tjáningar- og upplýs- ingafrelsis. Stýrihópurinn er að vinna að lög- um sem verða lögð fram á næst- unni um afhjúpendur, meiðyrði og lögbann á útgáfu. Hægt er að fylgj- ast með vinnu stýrihópsins á vef menntamálaráðuneytisins. Upplýsingafrelsi forsenda upp- lýstrar umræðu Þingið mun fjalla um á næstunni um upplýsingafrelsislöggjöf byggða á eftirfarandi leiðarljósi úr þings- ályktuninni. Upplýsingafrelsi ætti að vera skilgreint þannig að ávallt verði að taka tillit til almannahags við ákvörðun um aðgang að gögn- um. Almennt ættu allar takmarkanir á upplýsingum sem varða opinbera aðila að ganga sem skemmst. Þannig ættu upplýsingar sem verða til í starfi viðkomandi alla jafna að vera að- gengilegar. Til greina kæmi kerfi þar sem beiting undanþágu til að hindra birtingu skjala væri tilkynnt jafnóð- um og öll slík skjöl yrðu sjálfkrafa birt þegar undanþágan rynni út. Flutn- ingsmenn telja því að almennt eigi að gera öll skjöl aðgengileg öllum á netinu. Slík meginregla um fullan að- gang nema við sérstakar vel afmark- aðar aðstæður mundi auka gagnsæi verulega. Ef við fáum í gegn bestu mögu- legu upplýsingalöggjöf sem völ er á, þá búum við til forsendu samfélags þar sem þörfin á afhjúpendum innan stjórnsýslu er óþörf, því almenning- ur mun hafa aðgengi að upplýsingum sem tryggja aðhald að bættum stjórn- sýsluháttum. Í skuggunum þrífst spillingin, uppræting spillingar hefst með forsendum upplýstrar umræðu: alvöru nútímalegu upplýsingafrelsi. Líf í Kolaportinu Það er sjaldnast lognmolla í Kolaportinu um helgar og síðastliðin helgi var engin undantekning. Fjölmargir gerðu sér ferð þangað í von um að gera kjarakaup. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 15Mánudagur 1. október 2012 Kjallari Birgitta Jónsdóttir „Það er því ekki skrýtið að flestir kjósi að þegja þó svo að þeir verði vitni að lögbrotum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.