Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 29. október 2012 Mánudagur Hótað hrottafenginni nauðgun n Hvetja Birtu Sól til að kæra É g er sem sagt búin að sitja með þetta „mail“ ógeðslega mikið í mér og mér líður ógeðslega illa með það,“ segir Birta Sól, nítján ára stúlka, í nýju Youtube-myndbandi sem hún hefur sent frá sér. Birtu Sól barst nýlega tölvupóstur frá ónafn- greindum aðila þar sem henni var hót- að hrottafenginni nauðgun og grófum misþyrmingum. Í bréfinu kom fram að hann þoldi ekki myndböndin sem hún hefði sent frá sér. „Það þarf greinilega einhver að setja í þig gegn vilja þínum til að losa þig við þennan tepruskap,“ er á meðal þess sem segir í bréfinu en það er verulega gróft og lesendur eru varaðir við því sem á eftir kemur. Birta Sól hefur undanfarin misseri slegið í gegn fyrir „tumblr“-síðu þar sem hún „breiðir út jákvæða orku og reynir að hjálpa fólki.“ Nú er svo komið að henni hefur borist hótunarbréf vegna myndbanda sinna en Birta Sól er gráti næst í mynd- bandi sem hún birti á laugardag og sagði frá hótuninni. „Það var bara ein- hvern veginn eins og það væri steinn í maganum á mér,“ segir hún þegar hún lýsir því hvernig henni leið eftir að hafa lesið hótunarbréfið. Þá segist hún ekki hafa vitað hvað hún átti að gera þang- að til hún rakst á grein á netinu þar sem sagt var frá hótunum í garð Hildar Lilliendahl. Í kjölfarið hafi hún ákveðið að greina frá þeirri hótun sem henni hafði borist. Í bréfinu segir meðal annars: „Helst væri ég til í að koma heim til þín. Og þar sem þú ert nítján ára smástelpa býst ég við því að þú búir ennþá heima hjá foreldrum þínum. Helst myndi ég vilja læsa foreldra þína inni í herbergi. Koma svo inn í herbergið þitt, ríða þér þurri svo að foreldrar þínir heyri öskr- in. Vonandi myndirðu rifna svo að blóðið myndi streyma. Svo myndi ég sleppa þér svo þú gætir opnað fyrir for- eldrum þínum.“ Birta segir marga hafa hvatt hana til að kæra póstinn en hún er ekki búin að ákveða næstu skref. n Læknir segir að börn eigi alls ekki að neyta orkudrykkja Á sama tíma og um tíu prósent þjóðarinnar eru talin líða fyr- ir ofvirkni hefur sala á ofur- og orkudrykkjum aldrei verið meiri hér á landi,“ segir Vilhjálmur Ari Ara- son, læknir. DV greindi frá því í vik- unni að foreldrar fjórtán ára stúlku hafi stefnt framleiðanda Monster-orku- drykkjanna, stúlkan lést í desember eftir að hafa drukkið tvær stórar dós- ir af orkudrykknum. Dauðsföll í kjöl- far neyslu slíkra drykkja eru sjaldgæf en óumdeilt er að þeir eru afar óhollir. Vilhjálmur segir orkudrykki inni- halda mikið af örvandi efnum ásamt miklu magni af sykri, og því sé mikið af hitaeiningum í þeim – en lítil sem engin næring. „Skyldi engan undra að sumir séu örir, fitni úr hófi fram og eigi síðan erfitt með svefn,“ segir Vilhjálm- ur um þá sem neyta slíkra drykkja að staðaldri. Velferðarráðuneytið segir offitu vera ört vaxandi vandamál á Ís- landi, en um 64 prósent landsmanna voru of þung árið 2009. Verða ofbeldishneigðari Vilhjálmur segir að auk þess sem koffín sé skaðlegt fyrir unglinga og börn þá séu önnur efni í orkudrykkj- um, til dæmis efedrín-lík efni, sem séu örvandi. Neysla orkudrykkja geti valdið streitu, kvíða ásamt því að menn verði ofbeldishneigðari – rannsóknir bendi til alls þessa. Mikil neysla orkudrykkja getur valdið hjart- sláttartruflunum, sem er sérstaklega hættulegt sé viðkomandi veikur fyr- ir. „Þá erum við strax komin upp í eit- urhættu, þegar farið er að innbyrða meira en þessar stöðluðu einingar. Það eru dæmi um að krakkar hafi þurft að leggjast inn á hjartadeild á meðan að þau eru að afeitrast, ég veit ekki um neitt dauðsfall sem betur fer en það eru dæmi um að krakkar hafi verið hætt komnir,“ segir Vilhjálmur. Sykurinn verstur En Vilhjálmur segir að verulegar áhyggjur þurfi að hafa af sykurneyslu á Íslandi. „Svo er það miklu, miklu stærra mál hvað við erum að innbyrða mikið af hvítum sykri – langt umfram það sem er ráðlagt af manneldissjónar- miðum. Við erum náttúru lega fyrir Norðurlandameistarar í sykurneyslu.“ Í orkudrykkjum er mikið magn af sykri, ráðlagðan dagskammt má finna í einni gosdós, og rannsóknir hafa bent á hættuna sem stafar af sykurneyslu. Vilhjálmur vitnar í víðfeðma rannsókn með 40 þúsund manna úrtaki. „Það sem að kom merkilegt út úr henni er að ef fullorðinn maður drekkur sem samsvarar einni lítilli gosflösku á dag, þá eru stórauknar líkur á kransæðaá- falli. Þetta er ótrúlega mikill áhættu- þáttur, bara að skella í sig einni flösku af gosi. Þetta er jafn mikil hætta í þessu efnum og stafar til dæmis af reyking- um.“ Vilhjálmur bendir enn fremur á að offita sé sívaxandi vandamál. Ísland stefnir í sömu átt og Bandaríkin, þar sem aðeins einn af hverjum fjórum er í kjörþyngd. „Ísland fetar fast í fót- spor Bandaríkjanna. Við erum bara tíu árum á eftir þeim.“ „Börn eiga alls ekki að neyta orkudrykkja“ Stærsti útgefandi efnis á sviði barnalækninga í heimi, American Academy of Pediatrics, framkvæmdi í fyrra viðamikla rannsókn á öllu út- gefnu efni um neyslu orkudrykkja. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var afgerandi; orkudrykkir eru ekki fyrir börn eða unglinga. „Nákvæm endurskoðun á vísinda- rannsóknum í málaflokknum hefur leitt í ljós að unglingar og börn eiga alls ekki að neyta orkudrykkja, koffíns eða annarra örvandi efna,“ skrifuðu þær Marcie Schneider og Holly Benjamin hjá samtökunum, en á meðal þeirra drykkja sem rannsakaðir voru eru Red Bull og Monster. Meðal annars er þetta vegna slæmra áhrifa koffíns á börn, sem getur hamlað vexti tauga- og hjartakerfisins. Fjórtán ára lést eftir neyslu Fimm manns létust eftir neyslu á Monster-orkudrykknum í Bandaríkj- unum á síðastliðnum átta árum. Þá hafa foreldrar hinna fjórtán ára Ana- is Fournier, sem lést í Bandaríkjunum í desember í fyrra, kært framleiðanda drykkjarins, þar sem Anais er sögð hafa fengið hjartaáfall vegna koffín- eitrunar eftir að hafa drukkið tvær 700 ml. dósir af drykknum. Var hún fyrir með hjartakvilla en hún neytti drykkj- anna yfir tveggja daga skeið. Í flest- um afbrigðum af Monster drykknum – og reyndar flestum orkudrykkjum – eru um 34 mg. af koffíni í hverjum 100 ml., ígildi þess sem finnst í veiku kaffi. Þess skal getið að ekki hefur verið sýnt fram á afgerandi orsakasamhengi á milli andláta og neyslu orkudrykkja, en neysla þeirra er svo sannarlega ekki holl. n Börn hætt komin eftir neyslu orkudrykkja Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Gosið stórhættulegt „Ef fullorðinn maður drekkur sem samsvarar einni lítilli gosflösku á dag, þá eru stórauknar líkur á kransæðaáfalli,“ segir Vilhjálmur Ari Vilhjálmsson læknir. Rannsaka dauðsfall Verið er að rannsaka dauða fjórtán ára stúlku, Anais Fournier, í desember í fyrra, en hún hafði drukkið tvær 700 ml. dósir af Monster-orku- drykknum á tveimur dögum. „Við erum náttúrulega fyrir Norðurlanda- meistarar í sykurneyslu Sofnaði undir stýri Um miðnætti aðfaranótt sunnudags tóku lögreglu- menn á höfuðborgarsvæðinu eftir bifreið á Langholtsvegi í Reykjavík. Ökumaður hafði stöðvað á rauðu ljósi en þegar grænt ljós kom fór hann síð- an ekki af stað. Í ljós kom að maðurinn hafði sofnað við umferðarljósin. Ökumaðurinn varð svo skyndilega var lögreglunnar og gaf í. Þá ók hann á tvær kyrr- stæðar bifreiðar. Þegar á lög- reglustöðina kom varð ljóst að maðurinn var undir áhrifum vímuefna. Nubo sár og svekktur Fullyrt er að áhugi kínverska millj- arðamæringsins Huang Nobu á fjárfestingum hér á landi fari dvínandi en Huang segir í viðtali sig svíða mjög vantraust það sem Íslendingar hafi sýnt honum persónulega og um leið kínversku þjóðinni allri. Þýska tímaritið Spiegel fjallar um miklar fjárfestingar Kínverja víða um heim og gerir því skóna að sá ótti margra Íslendinga að kaup Kínverjans á landi Gríms- staða á Fjöllum sé aðeins yfirskin fyrir eitthvað annað sé á nokkrum rökum reistur. Kínverskir auð- kýfingar séu að sölsa undir sig mikilvæg svæði í ýmsum löndum og eru nefnd dæmi um mikil upp- kaup á ræktarlandi í Mósambík, koparnámur í Afganistan og hafnir í Grikklandi. Spiegel segir Huang sýna fjár- festingu á Íslandi mun minni áhuga nú en áður og hann eyði sífellt meiri tíma sínum í ljóðagerð fyrir utan að græða peninga og kaupa upp náttúruspildur. Vakið athygli Birta Sól hefur vakið athygli fyrir myndbönd sín á Youtube.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.