Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Blaðsíða 2
O kkar baráttu er vonandi lok- ið,“ segir Sigurður Hreinn Sigurðsson, sigri hrósandi. Þrjú ár eru síðan hann og eiginkona hans, Maria Elvira Mendez Pinedo, ákváðu að fara ein og óstudd gegn Dróma hf. sem innheimtir lán sem Frjálsi fjár- festingarbankinn og SPRON áttu hjá fyrirtækjum og einstakling- um. Baráttan hefur verið löng og kostnaðarsöm og á þessum þrem- ur árum hafa þau hjónin höfðað þrjú mál gegn Dróma en með góð- um árangri. Höfðu trú á dómskerfinu „Við erum bara ósköp venjulegt fólk úr 101 – lattéhverfi Reykja- víkur. Eftir hrunið fannst okkur að bankarnir sendu reikninginn beint til fólksins og upplifðum mikið óréttlæti. Eiginlega neyddumst við til að sækja rétt okkar með atbeina dómstóla, við höfðum ekkert val. Við ætluðum okkur vitaskuld að borga það sem var sanngjarnt og rétt, en ekki reikninginn fyrir mis- tök bankamanna og stjórnmála- manna,“ segir Sigurður Hreinn sem segir þau hjón hafa farið í bar- áttuna með tiltrú á dómskerfinu. „Það þarf vissulega að hafa ein- hverja fjármuni til reiðu í baráttu eins og þessa og tiltrú á dómskerf- ið er nauðsyn. Hana höfðum við. Þótt baráttan hafi verið kostnaðar- söm þá urðu málaferlin á endan- um ekki dýr vegna þess að við höf- um fengið sanngjarna leiðréttingu á skuldastöðunni. En í hvert sinn sem við höfðuðum mál, þá tókum við að sjálfsögðu mikla fjárhags- lega áhættu. Fyrsta málið kostaði okkur til dæmis tvær milljónir, sem leiðréttist reyndar seinna meir. En ef fólk hefur ekki fjárráð, þá er erfitt fyrir það að sækja rétt sinn. Þannig virðist það vera að einungis fólk með sæmileg fjárráð hafi raunhæf- an réttaraðgang.“ Útreikningarnir samþykktir Þau hjón hafa klárað tvö mál sem þau höfðuðu gegn Dróma fyrir Hæstarétti en félagið hefur þrá- ast við að endurreikna lán þeirra hjóna í samræmi við dómana. Fyrri dómurinn snéri að ólögmæti gengistryggingarinnar en sá síð- ari að vaxtabyrði lánanna. Í sum- ar neyddust þau til að höfða enn eitt málið gegn Dróma vegna sömu lána sem þau tóku hjá Frjálsa fjár- festingarbankanum og nú hafa þau unnið glímuna. Í síðustu viku fékk lögmaður þeirra svo bréf frá Dróma þar sem fallist var á kröfur þeirra. „Eftir að hafa beðið í margar vik- ur eftir dóminn í febrúar sendum við þeim okkar eigin endurútreikn- inga og við óskuðum eftir því að lánin yrðu endurútreiknuð,“ segir Sigurður Hreinn. „Við fengum aðstoð okkar frá- bæra lögmanns, Ragnars H. Hall, við að endurreikna lánin miðað við niðurstöðu dómsins en þeir sam- þykktu ekki þá endurútreikninga. Því sáum við okkur tilneydd til að fara í enn eitt málið. Fórum við fram á að héraðsdómur staðfesti útreikninga okkar. Í síðustu viku fengum við svo bréf um að fallist yrði á kröfurnar. Það hefur þá þýð- ingu að þriggja ára baráttu okkar er sennilega að mestu lokið. Í fyrsta lagi fengum við lánin úrskurðuð ólögmæt, í öðru lagi að þeir mættu ekki reikna viðbótarvexti aftur í tí- mann, og í þriðja lagi fengum við staðfestingu á því að endurútreikn- ingar okkar væru réttir.“ Þreytandi málaferli „Það hefur verið þreytandi að standa í ítrekuðum málaferlum og sérstaklega þreytandi að þurfa að höfða þriðja málið í þeim eina til- gangi að fá Dróma til að fara eft- ir fyrri dómi Hæstaréttar í sama máli,“ segir Sigurður Hreinn. Það var í febrúarmánuði sem Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að Dróma hafi ekki verið heimilt að krefjast hærri vaxta- greiðslna aftur í tímann miðað við vaxtaviðmið Seðlabankans af lán- um sem bundin voru við gengi erlendra mynta eftir að gengis- trygging lána var dæmd ólögmæt. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að slíkur endurútreikningur bryti gegn stjórnarskránni. Voru að drukkna í afborgunum En þótt málaferlin hafi verið þreyt- andi þótti þeim hjónum þau nauðsyn. Ekki síst vegna þess að afborganir af lánum voru að sliga þau. „Margir spyrja okkur hvers vegna við höfum staðið upp gegn bönkunum. Við stóðum einfald- lega upp af því að við vorum að drukkna í afborgunum. Við höfð- um ekki skuldsett okkur fyrir meira en 65% af eigninni sem við vor- um að kaupa á þessum tíma. Eftir hrun, þá örvæntum við þegar þau hækkuðu svo gríðarlega mikið. Þegar við komumst svo að því að lánin voru ekki samkvæmt lög- um, þá sáum við möguleika á úr- bótum sem við ákváðum að sækja.“ Att út í baráttu af ráðherrum Sigurður Hreinn segir fáum dyljast að réttindabarátta almennings og þeir sigrar sem unnist hafa í dóms- málum séu kveðnir niður. Ábyrgð stjórnvalda segir hann mikla. Það hefði kostað þau aleiguna – túlkun banka og stjórnvalda á niðurstöðu fyrra dómsmáls þeirra í Hæstarétti. „Mér finnst hafa skort mikið upp á það að stjórnvöld hafi staðið með neytendum, einstaklingum og fjöl- skyldum í landinu. Venjulegu fólki hefur verið att út í erfiða baráttu af tveimur ráðherrum, bæði Gylfa Magnússyni og Árna Páli Árnasyni. Báðir drógu í efa fullyrðingar um að lánin væru ólögmæt og ef fólk teldi að það ætti rétt á öðru skyldi það leita til dómstóla. Það var ná- kvæmlega það sem gerðist og við höfðum betur. Þeir verða að svara fyrir þetta,“ segir hann og segir óskiljanlegt að stjórnvöld hafi gefið grænt ljós á að innlán einstaklinga sem voru hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum hafi verið færð til Arion banka en skuldirnar inn í félagið Dróma. „Drómi hef- ur ekki hag af öðru en að hámarka endurheimtur lánanna ólíkt við- skiptabönkunum sem hafa hag af því að halda viðskiptavinum og séu því líklegri til að koma til móts við þá.“ Breytt umræða á kosningavetri Hann skynjar breytta umræðu um málefni skuldara á kosningavetri. „Það er allt í einu núna sem sum- ir stjórnmálamenn rísa upp og tala eins og þeir séu vinir litla manns- ins. Það hafa þeir hins vegar ekki gert allan þennan tíma. Ég vil sjá æðstu menn Seðlabanka og Fjár- málaeftirlits á sínum tíma svara til saka fyrir að standa ekki vörð um fjármálastarfsemi í landinu eins og lög og reglur mæltu fyrir um. Það liggur svo fyrir að æðstu stjórnend- ur bankanna eiga að sæta ábyrgð, þeirra mál eru í ákveðnum farvegi hjá sérstökum saksóknara.“ Stórkostlegt svindl Sigurður segist hafa velt því tölu- vert fyrir sér undanfarið hvers vegna bankarnir hafi farið að bjóða upp á lánin. „Með því að veita þessi lán þá gátu bankarnir skuldsett sig meira erlendis. Gengistryggð lán, sem í raun og veru voru íslensk lán, voru í bókhaldinu talin til eigna „VIÐ HÖFÐUM BETUR“ 2 Úttekt 29. október 2012 Mánudagur „Skuldar þjóðin honum eitthvað?“ Páll Magnússon útvarpsstjóri skýtur föstum skotum á Jón Ásgeir Jóhannesson í aðsendri grein sem birtist á Pressunni um helgina. „Banki þjóðarinnar, Lands- bankinn, hefur frá hruni afskrifað á kostnað almennings milljarða á milljarða ofan vegna fjölmiðla- reksturs Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. Því til viðbótar berast reglubundnar fréttir af því að ríkisbankinn semji æ ofan í æ um endurfjármögnun á þess- um rekstri – til að tryggja áfram- haldandi eignarhald og yfirráð Jóns Ásgeirs á 365, sem er langstærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins,“ ritar Páll. Páll segir að ofan á þetta bætist að nú liggi fyrir hjá Alþingi ríkis- stjórnarfrumvarp sem muni flytja árlega 300–400 milljónir króna af auglýsingatekjum frá RÚV í vasa 365 og Jóns Ásgeirs, sem fyrir er með um 60% af heildarauglýs- ingamarkaðnum á Íslandi. Þá vísar Páll líka í ríkis- stjórnarfrumvarpið sem fjall- ar um eignarhald á fjölmiðlum og „tryggir að ekki verður hreyft við einsmanns eignarhaldi Jóns Ásgeirs á meira en helmingi ís- lenskra fjölmiðla, sé miðað við veltu.“ „Af hverju stendur ríkisvaldið þenn- an grimmilega og grímulausa vörð um hagsmuni og ítök Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar? Skuldar þjóðin honum eitthvað? Skulda stjórn- mála- flokkarn- ir honum eitthvað?“ Erill á sunnu- dagsmorgni Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu barst tilkynning um klukkan sjö á sunnudagsmorgun um mann í annarlegu ástandi á Laugavegi, var hann að reyna að komast inn í mannlausa bifreið. Þegar lög- reglumenn mættu á vettvang sást til mannsins kasta grjóti í gegnum hliðarrúðu bílsins. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fanga- geymslu. Að sögn lögreglu gat maðurinn ekki gert grein fyrir gerðum sínum. Þá voru fimm handteknir klukk- an hálf sjö og látnir dúsa í fanga- geymslu eftir teiti í íbúð við Meist- aravelli í Vesturbænum. Lögregla hafði fengið tilkynningu um að eitt- hvað gengi á í íbúðinni en þá kom í ljós að samkvæmi hafi farið úr böndunum. Að sögn lögreglu komu fíkniefni, líkamsárás og vopnaburð- ur meðal annars við sögu. n Þriggja ára baráttu fjölskyldu lokið n Drómi samþykkir endurútreikninga lána Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is „Þetta er eitthvað það stórkostleg- asta svindl sem sést hefur Innheimtufyrirtæki með ríkisábyrgð n Hvað er Drómi? Drómi hefur verið sakað um að beita mikilli hörku og óbilgirni í innheimtuaðgerðum gegn lántakendum. Sigurður Hreinn segir að Drómi sé innheimtufyrirtæki sem hafi engan hag af því að vinna með eða þjónusta sína viðskiptavini. Ástæðan sé sú að ríkið hafi gefið ríkisábyrgð fyrir innlánum hjá SPRON sem voru flutt til Arion banka. Það sé síðan verkefni Dróma hf. að innheimta lán hjá viðskiptavinum og tryggja að heimturnar verði það góðar að ríkið verði ekki fyrir tapi. Mikið hefur verið fjallað um Dróma hf. undanfarið ár, en Drómi hf. sér um að innheimta lán hjá þeim sem voru í viðskiptum við SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankann. Það var 21. mars 2009 sem Fjármálaeftirlitið tók yfir vald hluthafafundar og vék stjórn SPRON frá störf- um. Í kjölfarið skipaði Fjármálaeftirlitið skilanefnd sem tók við öllum heimildum stjórnar SPRON og fer með málefni hennar. Fjármála- eftirlitið skipaði Hlyn Jónsson sem formann skilanefndar. Þann 23. júní 2010 skipaði Héraðsdómur Reykjavíkur SPRON slitastjórn. Hlynur Jónsson var skipaður formaður slitastjórnar. Auk hans voru Hildur Sólveig Pétursdóttir hrl. og Jóhann Pétursson hdl. skipuð í stjórnina. Í áðurnefndri ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 21. mars 2009 fólst að aðgerðir varðandi SPRON yrðu framkvæmdar á þann hátt að stofnað yrði sérstakt hlutafélag í eigu SPRON sem tæki við öllum eignum, tryggingaréttindum og ákveðnum skuldbindingum SPRON. Það félag hlaut nafnið Drómi hf. og var stofnað í kjölfar ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins og félaginu eingöngu ætlað að sinna því hlut- verki sem ákvörðunin kveður á um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.