Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Blaðsíða 8
„Þú getur
ekki verndað
barnið Þitt“
8 Fréttir 29. október 2012 Mánudagur
n Kynfræðsla verður að taka á klámi n Kynferðisofbeldi
normalíserað n Hvetur Íslendinga til að taka af skarið
G
ail Dines er femínískur aktív
isti sem ferðast um heiminn í
von um að vekja fólk til með
vitundar um áhrif kláms og
klámvæðingar. Hún er pró
fessor við Wheelock Collage í Boston
og hefur helgað líf sitt baráttunni gegn
klámi, rannsakað og ritað um klám í
rúma tvo áratugi og varð heimsþekkt
eftir að Pornland, bók sem fjallar um
það hvernig klám hefur hertekið kyn
vitund okkar, kom út. „Ég vil ekki nota
orðið fræg,“ segir hún, „það er ekki
rétta orðið, en sýnileg. Ég varð sýni
legri en áður. Bókin kom mér á stall
þannig að ég hef ferðast mjög víða til
þess að ræða þetta,“ segir Gail þar sem
hún situr með kaffibollann á kaffihús
inu í Eymundsson á Skólavörðustíg.
„Af því að ég gerði það sem enginn
hafði gert áður og skrifaði um það
hvernig klámið hefur breyst með net
væðingunni.
Það er til mikið af efni um klám
eins og það var fyrir netvæðinguna
en breytingin er orðin svo mikil að
fólk þarf að vita hvað er að gerast. Við
getum ekki leyft því að gerast að lítill
hópur manna ræni kynvitund krakka
með klámi sem er orðið að aðalkyn
fræðsluefni þeirra.“
Máttur fullnægingarinnar
Gail er ein á ferð eftir erilsama daga,
flakk á milli ráðuneyta, fyrirlestur sem
hún hélt fyrir fullum sal í opnu húsi í
Háskóla Íslands og nú er stund á milli
stríða, rétt áður en hún yfirgefur eyj
una, ef svo má að orði komast þegar
hún þarf að sinna blaðamanni og ljós
myndara sem hjá henni sitja.
Hún spyr hvort við höfum verið á
ráðstefnunni og við játum því bæði.
Í kjölfarið segist Sigtryggur Ari hafa
verið mjög hugsi yfir því sem þar kom
fram. Hann hafi til dæmis verið að
horfa á sjónvarpsþátt í gærkvöldi þar
sem kona var skotin án þess að kippa
sér nokkuð upp við það og spyr hver
sé munurinn á þessu, af hverju of
beldið í sjónvarpinu móti okkur ekki
með sama hætti og klám gerir. „Ég
skal segja þér af hverju,“ segir Gail.
„Fyrst vil ég taka það fram að ég tel að
ofbeldi í sjónvarpinu sé ekki heilbrigð
skemmtun eða til þess fallið að hafa
jákvæð áhrif á okkur, en menn fróa sér
ekki yfir því og þeir fá ekki kynferðis
lega fullnægingu þegar þeir horfa á
þetta. Máttur fullnægingarinnar er
ekki færður yfir í þessar myndir. Það er
eitthvað sem gerist þegar þú blandar
saman kynlífi, ofbeldi og fullnægingu
sem hefur mjög mikil og djúp áhrif.
Nú hefur verið rannsakað hvaða áhrif
þetta hefur á heilann og það sem hef
ur komið í ljós er að heilinn breytist
þegar þú horfir á klám, það er eitthvað
við þessa blöndu af ofbeldi og kynlífi
sem hefur þessi áhrif.“
Ekki hægt að vernda börnin
Þá langar mig að vita hvernig hægt
sé að vernda börnin. Hún svar
ar: „Það er ekki hægt. Þú getur ekki
verndað barnið þitt. Hvernig verndar
þú barnið þitt fyrir mengun? Þú get
ur það ekki. Allir sem eiga börn vita
það að þeir höfðu fullkomið vald
yfir barninu í svona ár. Síðan var það
búið,“ segir hún og tekur dæmi af syni
sínum.
„Hann ólst upp á heimili þar sem
ekki var ofbeldi, engar byssur og ekk
ert þess háttar en þegar hann kom
með mér í dótabúðina starði hann á
byssurnar í hillunum og þráði að eign
ast eina. Skilur þú hvað ég er að fara?
Hvaðan fékk hann þennan áhuga?
Það var ekki í genunum á honum,
þetta var í menningunni. Menningin
mótar okkur. Þú elur barnið þitt ekki
upp ein.
Þess vegna breytast viðhorfin
gjarna þegar fólk eignast börn. Ég
er róttækur femínisti, ég hef farið út
um allan heim og er vel þekkt en það
skiptir ekkert jafn miklu máli í mínu
lífi og velferð barnsins míns. Vel
ferð barnanna ykkar skiptir ekki síð
ur máli. Þess vegna vil ég reyna að
vernda þau og það ætti að vera okk
ar sameiginlega verkefni því við ger
um þetta ekki ein. Foreldrar eru mjög
valdamikill hópur vegna þess að vel
ferð barnanna okkar er það mikilvæg
asta í heiminum.
Auðvitað getur þú talað við barnið
þitt um klám en ekki gera of mikið úr
þínu hlutverki. Raunveruleikinn er
sá að barnið þitt þarf að lifa af í þess
um menningarheimi. Ef menningin
er eitruð þarftu frekar að finna leið
ir til þess að hjálpa barninu að lifa af
í þessu umhverfi. Þú getur ekki vernd
að það fyrir þessu.“
Leiðtogar framtíðarinnar
Hún bendir á að rannsóknir hafi
sýnt að eftir því sem ungmenni verji
meiri tíma í tölvuleiki og þessi tæki þá
þroskist þau seinna andlega, eigi erf
iðara með að hugsa og vera virk í sam
skiptum. „Þegar þú ert í samskiptum
við annað fólk öðlast þú færni, þú tal
ar við fólk og hlustar á það en þegar
ég fylgdist með frændum mínum sem
eyddu ómældum tíma í tölvuleikjum
sá ég að þeir voru ekki að læra þetta.
Þeir voru farnir, það var bara slökkt
á þeim, lokað á allt. Þetta hefur djúp
áhrif á alla, sérstaklega stráka.
Það sem ég held að muni gerast
að lokum, og rannsóknir staðfesta
það, er að strákar þroskist ekki eins og
stelpur og þroskist seinna,“ segir hún
og skýtur því inn að margir af nem
endum hennar kalli það barnapöss
un að fara út með jafnöldrum sínum:
„Þannig að konur munu halda áfram
að gera það sem þær gera, fullorðn
ast, eignast börn, skapa sér feril en
þær munu í auknum mæli velja það
að standa einar í þessu.“
Ég óttast hins vegar að þessir
menn sem þroskast seint og eru van
ir tölvuleikjum og klámi verði póli
tíkusar framtíðarinnar, lögmennirnir
sem við þurfum að treysta á, læknarn
ir og dómararnir. Hvers lags leiðtogar
verða þeir?“
Ofbeldið normalíserað
Það eru þeir sem munu leggja línurn
ar, skapa gildin, áttu við? „Já. Mér
skilst að hér á landi kveði dómar
ar upp dóma í nauðgunarmálum en
ekki kviðdómur. Ef ég færi að fara með
nauðgunarmál fyrir rétt og dómarinn
væri karlkyns þá myndi ég vilja vita
hvort þeir horfa á klám. Ef þeir gera
það þá mun það hafa áhrif á hvernig
þeir hugsa um nauðgun. Þú veist ekki
hvað dómararnir gera í sínu einkalífi.
Það sem hefur gerst með klám
væðingunni er að kynferðislegt of
beldi er normalíserað þannig að kon
ur átta sig ekki einu sinni alltaf á því
að þær hafi verið beittar kynferðislegu
ofbeldi. Þær halda að þetta sé eðlileg
kynferðisleg hegðun en ekki nauð
gun, þótt þeim líði mjög illa yfir því
sem gerðist. Ég hef verið með nem
endur sem áttuðu sig ekki á því fyrr en
seinna að þeim var í raun nauðgað.“
Aðspurð af hverju hún tengi klám
við nauðganir segir hún: „Ég geri það
ekki. Rannsóknir gera það, konur gera
það og menn gera það. Nauðgarar
tengja nauðganir við klám og mynd
irnar tengja klám við nauðgun. Sál
fræðingar gera það líka út frá rann
sóknum sem sýna að því meira sem
þú horfir á klám því meiri áhrif hef
ur það á viðhorf þín gagnvart kynlífi,
það mótar það hvernig þú hugsar um
konur, hvernig þú hugsar um kyn
líf, hvernig þú hugsar um eigið kyn
ferði. Klámið normalíserar kynferðis
ofbeldið.“
Myndefni réttlætir framkomuna
Gail sýpur á kaffinu og segir að það sé
áhugavert hvernig myndir séu notað
ar til að móta viðhorf okkar. Hún út
skýrir þetta nánar. „Þegar við skoð
um söguna þá getum við séð hvernig
myndefni er notað til þess að réttlæta
og normalísera slæma framkomu
gagnvart ákveðnum hópum. Rann
sóknir hafa sýnt að slíkt myndefni
hefur áhrif og mótar viðhorf okkar.
Þannig að ef þú ætlar að
normalísera eitthvað notar þú
myndefni sem sýnir að viðkomandi
hópur á ekki sömu virðingu skilda
og aðrir. Það er nákvæmlega það sem
klámið gerir, það gerir konum að villt
um, ógeðslegum, skítugum druslum
sem þú berð ekki virðingu fyrir og það
gerir þér kleift að gera alls kyns hluti
við þær.
Klámkóngarnir hafa unnið frábært
markaðsstarf. Þeir hafa kynnt klámið
þannig að það þykir djarft, framsækið
og það séu allir að nota það en lykil
atriðið er að klámið er með frjálsu
kynlífi og það er það sem fólk kaupir.“
Þrauka í þrjá mánuði
En er klám nokkuð skárra fyrir karl
ana sem taka þátt í þessu? „Ég myndi
segja að karlarnir í kláminu séu líka
sviptir mannlegum eiginleikum en
meðferðin á líkama þeirra er ekki eins
slæm. Ég held að þeir endi ekki ein
hvers staðar blæðandi, þeir fá auð
vitað kynsjúkdóma, en á meðan þeir
leika í klámi sem er ætlað gagnkyn
hneigðum er ekki brotið á þeim með
sama hætti og brotið er á konum. Þeir
brjóta á öðrum, sem er vont, en aldrei
það sama.“
Þeir gætu verið að brjóta á eigin
gildum og missa virðinguna fyrir
sjálfum sér, skýtur Sigtryggur Ari inn
í. „Vissulega, ég er sammála því. En
það er ekki það sama og vera líkam
lega misboðið og misnotuð með þess
um hætti.
Að jafnaði þrauka konur í þrjá
mánuði í klámbransanum en eru
síðan líkamlega búnar á því og geta
ekki meira. Það tekur þrjá mánuði að
ganga fram af þeim. Síðan enda þær á
hóruhúsunum í Nevada,“ segir Gail og
bætir því við að það eigi auðvitað ekki
við þær allar, þótt þær séu ófáar sem
hafi farið þá leið.
Haldið áfram
Hún segir sögu af fræðimanni sem
tók saman sögur kvenna í klámi. „Ein
sagan var af konu sem var í kynlífs
athöfnum með tveimur mönnum
en þurfti að stoppa því það var farið
að blæða úr rassinum á henni. Þeir
settu hana á fötu á settinu og blóðið
fossaði ofan í fötuna. En af því að þeir
eru búnir að leigja húsnæði og borga
fyrir það þá héldu þeir áfram eftir smá
stund. Ef þú ferð á settið þá sérðu alls
kyns líkamsvessa, blóð, sæði, ælu og
nefndu það.“
Það hefur hún heyrt frá þeim sem
starfa í klámbransanum, sjálf hefur
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Það er eitthvað
sem gerist þegar
þú blandar saman kynlífi,
ofbeldi og fullnægingu
sem hefur mjög mikil og
djúp áhrif.
Klámið á netinu
Blaðamaður prófaði að
slá porn inn á Google
en fékk mismuandi
niðurstöður, annars vegar
271,000,000 og hins vegar
1.640.000.000 leitarniður-
stöur. Hér til hliðar má sjá
skjáskot af myndbandi
sem er eitt það vinsælasta
á vinsælli klámssíðu.
Telur sig ekki hafa val
Aldrei grunaði Gail að hún ætti
eftir að berjast gegn klámi en
þegar hún sá þetta þá varð
hún að bregðast við því.