Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Blaðsíða 15
Ég var að
springa
Ég er sterk
Ólafur Arnarson er í átaki til að losna við aukakílóin. – DV
Það eru ekki alltaf jólin, Steingrímur
Spurningin
„Nei, ég ætla ekki í frí í haust. Mér
finnst það vera sóun á tíma, mér
finnst að við ættum frekar að
leggja harðar að okkur í vinnunni.
Við erum jú vinnuþjóð.“
Óttar Símonarson
19 ára nemi
„Nei, ég er að vinna í allt haust.“
Grétar Þór Þórsson
19 ára starfsmaður í Spúútnik
„Nei, en ég skoppaði heim til
Akureyrar tvisvar.“
Almar Daði Kristjánsson
20 ára vinnur í móttöku á hóteli
„Nei, ég fór ekki í frí og held að ég
fari ekki.“
Máni Sigurðsson
22 ára vinnur í Krambúð
„Ég er ekki búinn að fara í frí og
fer ábyggilega ekki.“
Hálfdán Helgi Hálfdánarson
21 árs vinnur í Krambúð
Fórst þú eða
ætlar þú í frí í
haust?
1 Systkinin afneita Línu: „Hún er ekki systir hans“
Lína Jia er sökuð um mansal á
nuddstofu sinni og er óvinsæl hjá
fjölskyldu sinni.
2 „Það er enginn svona vaxinn“ Í helgarblaði DV var fjallað um skugga-
hliðar fyrirsætubransans.
3 Myndband af kynferðislegri misnotkun fór á netið
Karlmaður þuklaði á sofandi konu í lest
á Manhattan.
4 „Skuldar þjóðin honum eitthvað?“
Páll Magnússon útvarpsstjóri skýtur
fast á Jón Ásgeir Jóhannesson.
5 Aldrei gefast upp! Fræga fólkið sem lét draum sinn rætast
ræður öðrum heilt.
6 Íhugaði að yfirgefa kirkjuna Séra Jóna Lovísa Jónsdóttir var í
opinskáu viðtali í helgarblaði DV.
7 Gary Glitter handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot
Glysrokkarinn gamli enn talinn hafa
brotið gegn börnum.
Mest lesið á DV.is Dabbamiðjan
M
erkasti fræðimaður Íslands
hefur talað. Svarthöfði sat
agndofa við tölvuna er hann
kom auga á fimlega smíðaða
kenningu háskólamanns, sem skek-
ur sjálfar stoðir veruleikans. Rétt
eins og Kóperníkus og Galileo veittu
jarðmiðjukenningunni náðarhögg-
ið, þá hefur Hannes Hólmsteinn
Gissurarson lagt sólmiðjukenn-
inguna að velli.
Með annarri hendi leysti Hannes
ævafornan ágreining á sviðum allra
fræða – spurningin um það hvar
fjandans miðjan er hefur plagað
mannkynið frá öndverðu. „Dabba-
miðjan“ hefur dulist öllum fræði-
bésusum fram að þessu, en Hannes
kom auga á hana og dró fram í dags-
ljósið. Jörðin, sólin og stjörnurn-
ar snúast allar um Davíð Oddsson.
„Auðvitað!“ hrópaði Svarthöfði yfir
funheitri Dell-tölvunni. „Þetta er svo
einfalt!“
Hannes bendir skilmerkilega á,
að Davíð, vopnabróðir Svarthöfða
og fyrrverandi forsætisráðherra,
sé miðjan! Davíð réð hér lengi vel
– og af þessu leiðir auðvitað: „Hafi
hann ekki fært sig á miðjuna, þá
hefur miðjan fært sig til hans.“ Með
hreinni rökfræði – og þeirri duldu
forsendu að miðjan leiti til valdhafa,
ef og aðeins ef valdhafi heitir Dabbi
– sýndi prófessorinn bráðgáfaði
fram á sannleika Dabbamiðjukenn-
ingarinnar.
Svarthöfði var frá sér numinn af
kæti, heimurinn hefði orðið myrkur
ef einhver plebbi hefði reynst vera
miðja heimsins. En Davíð, sem áður
var vonarstjarna en nú fyrirmynd,
er eini stjórnmálamaðurinn með
viti. Loksins hefur Svarthöfði fundið
fastan punkt í myrku feni afstæðis-
hyggju og tilvistarvolæðis. „Jörðin
hún snýst um Davíð Odds,“ söng
skáldið, og Svarthöfði tekur undir.
En líkt og flestir snillingar er
prófessorinn góðláti stundum of
djúpur fyrir þorra mankyns. „Ég
er á miðjunni, mainstream,“ seg-
ir hann. Svarthöfði skildi þetta ekki
í fyrstu, „er hann þá á Dabba?“
spurði Svarthöfði sig hissa. En eftir
djúpa umhugsun skildi hann um-
mælin. Líkt og einn grískur snilling-
ur ætlar Hannes að hreyfa jörðina.
„Gefðu mér fastan punkt til þess að
standa á, og ég skal færa jörðina,“
sagði Arkímedes svo eftirminnilega í
gamla daga. „Gefðu mér Davíð, og ég
skal hreyfa heiminn,“ á Hannes við.
Á
aðalfundi LÍÚ í liðinni viku er haft
eftir Steingrími J. Sigfússyni, at-
vinnuvega- og nýsköpunarráð-
herra:
„Af hverju á að veita sérstakan
skattaafslátt, svona eins og á mat og
menningu, þegar forríkur Ameríkani
gistir á Hótel Holti í júlí?“
Ég skil vel hvert Steingrímur er að
fara og skil vel að hann ásamt öðrum
í ríkisstjórninni hafi þurft að taka rík-
isfjármálin föstum tökum og meðal
annars hækka skatta. Það var óhjá-
kvæmilegt eftir Hrunið.
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt
til að virðisaukaskattur á gistingu verði
hækkaður og sem og vörugjöld á bíla-
leigubíla. Hvorutveggja kemur illa við
lykilatvinnugreinar í ferðaþjónustu
á Íslandi sem mun hafa víðtækar af-
leiðingar og kannski afdrifaríkastar fyrir
ferðaþjónustu á landsbyggðinni. En er
ekki bara eðlilegt eins og Steingrímur
nefnir að forríkir Ameríkanar borgi
toppverð fyrir dvöl sína á Hótel Holti í
júlí?
Jú, auðvitað, væri best ef alltaf væri
júlí og stærstur hluti ferðamanna til Ís-
lands væru forríkir Ameríkanar. Þá væri
það ekki tiltökumál að gera fyrrgreind-
ar skattabreytingar. En svo er því miður
ekki. Það eru ekki alltaf jólin. Raun-
veruleikinn er annar. Í raun eru upp-
grip í ferðaþjónustunni enn aðeins í tvo
mánuði á ári og lítið brot af ferðamönn-
um til Íslands er forríkt. Rússnesku
stelpurnar sem leigðu bíl hjá Dollar
Thrifty Saga Car Rental Iceland í sumar,
voru búnar að safna fyrir ferðinni í þrjú
ár og sváfu í bílnum allan tímann þar
sem þær höfðu ekki efni á gistingu telj-
ast a.m.k. ekki til forríkra Ameríkana. En
þær munu tala um Ísland og Íslands-
ferðina næstu áratugina. Svo ánægðar
voru þær.
Það er eflaust svigrúm til hækkana
þessa tvo vinsælustu mánuði ársins en
örugglega ekki hina tíu. Ekki enn sem
komið er. Íslensk ferðaþjónusta er rétt
lögð af stað upp í vegferð þar sem lögð
er áhersla á að lengja ferðamanna-
tímabilið og auka tekjur af ferðamönn-
um. Þetta er langtímaverkefni en strax
sjást merki um góðan árangur hvað
varðar fjölgun ferðamanna yfir vetrar-
tímann sem landsbyggðin nýtur góðs
af. En þeir eru samt enn aðeins brot af
þeim fjölda sem kemur yfir sumartím-
ann. Betur má ef duga skal.
Það er því ljóst, þó maður skilji vel
þörf stjórnvalda á auknum tekjum í rík-
iskassann, að þessi aðgerð er alls ekki
tímabær og gæti auðveldlega drepið í
fæðingu þann vaxtarsprota sem vetrar-
ferðamennskan er. Ávinningur af vetrar-
ferðamennsku er gríðarlega mikill þjóð-
hagslega, ekki síst fyrir ríkissjóð sjálfan.
Það væri óskandi að langtíma-
stefnumörkun væri meira ráðandi í
gjaldtöku gagnvart ferðaþjónustunni
sem á langa ferð fyrir höndum. En tæki-
færin og möguleikarnir eru gríðarlegir
ef rétt er á haldið og í framhaldi tekju-
möguleikar fyrir ríkissjóð. Vinsamlegast
hugsið þetta til enda.
Líf við vitann Vitinn á Skarfabakka í Reykjavík er vinsæll viðkomustaður þar sem útivistarfólk hefur iðulega viðkomu á heilsubótargöngu sinni á meðan aðrir sjá sér leik á borði
og renna fyrir fisk með stórbrotið útsýni fyrir framan sig þegar Viðey og fjallgarðurinn í norðri skarta sínu fegursta. Mynd Sigtryggur ariMyndin
Svarthöfði
Umræða 15Mánudagur 29. október 2012
Þær voru óþarflega
léttklæddar
Haraldur Leifsson framkvæmdastjóri Würth á Íslandi um vörukynningu fyrirtækisins. – DV
Af blogginu
Egill
Jóhannsson
Séra Jóna Lovísa Jónsdóttir þurfti að berjast fyrir sjálfsmynd sinni. – DV