Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Blaðsíða 21
Sport 21Mánudagur 29. október 2012 Mancini sagður valtur í sessi n Púað á stjóra Manchester City um helgina R oberto Mancini er talinn ansi valtur í sessi sem þjálf­ ari Manchester City sam­ kvæmt því sem haldið er fram í ýmsum enskum miðlum en um helgina slefaði lið hans aðeins nauman sigur á heimavelli gegn Swansea City og var púað á stjór­ ann í lok leiks af stuðningsmönn­ um liðsins. Þykir það enda léleg stærðfræði enda himinn og haf milli þessara tveggja liða. Er þetta heldur ekki fyrsta liðið sem meist­ ararnir lenda í bullandi vandræð­ um með á leiktíðinni í deildinni og sérstaklega er árangur liðsins hingað til í Meistaradeild Evrópu slakur. Þar sitja ensku meistararn­ ir í neðsta sætinu í sínum riðli með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Má heita kraftaverk úr þessu ef liðið nær upp úr riðlinum úr því sem komið er. Mancini sjálfur virðist gera sér grein fyrir að staða hans er veik því fullyrt er í slúðurblaðinu Daily Mail að hann hafi sagt eigendum liðsins að taka af skarið; standa við bak hans gegnum þykkt og þunnt eða reka hann að öðrum kosti. Segir frá því í blaðinu að hann muni eiga fundi með eigendum liðsins strax í vikunni. Hluti af vandamálinu er þó ekki aðeins óánægja stuðnings­ manna liðsins heldur sú staðreynd að Mancini þykir ekki hafa næga stjórn á leikmönnum sínum. Frægt er ósætti hans og Carlos Tevez á síðustu leiktíð og upp á síðkastið hefur Mario Balotelli lýst óánægju með lítil og léleg samskipti við stjórann. Það breytir ekki því að Mancini gerði City að enskum meisturum á síðustu leiktíð og telja spek­ ingar ólíklegt að hann fái sparkið. Bent hefur verið á að stjórnunar­ stíll Mancini er sá sami og hjá Alex Ferguson sem stendur fastur fyr­ ir séu leikmenn með múður. Það gerir Mancini líka og þegar hver einasti leikmaður liðsins er stór­ stjarna á ekki að koma á óvart að menn rjúki reglulega í fýlu. n H eitxxx Þrátt fyrir stórar yfir­ lýsingar bæði evrópska og alþjóða knattspyrnusam­ bandsins á sínum tíma mið­ ar hægt í rannsókn þeirra á víðtæku veðmálasvindli víða í evrópska boltanum sem upp komst um veturinn 2010. Má heita að hingað til hafi einungis rannsóknir ítalskra aðila leitt til sakfellingar. Þyk­ ir þó sannað að svindlið megi rekja til glæpamanna í Asíu, af öllum stöðum, og grunur leikur á að þeir stundi enn svindl í stórum stíl. Afskaplega lítið hefur verið fjallað um svindlið hér á landi og kannski ekki allir sem vita að í nóvember 2010 lék engin grunur um neitt misjafnt í evrópska boltan­ um. Það breyttist fyrir hreina tilviljun og má reyndar líka segja að heimska hafi komið mikið við sögu. Hinn undarlegi leikur Cremonese og Paganese Upphafið má rekja til þess að ítalskur íþróttafréttamaður, Ivan Gighi hjá smáblaðinu La Provincia, var að fylgjast með leik í ítölsku þriðju deildinni milli Cremo­ nese og Pagenese. Fyrri hálfleik­ ur var ágætlega leikinn og í hléi var lið Cremonese með tveggja marka forystu í leiknum. Það per se kom blaðamanninum ekki á óvart enda Cremonese talið mun betra lið og var mun ofar í deildinni á þessum tíma. Seinni hálfleikur hófst einnig bærilega en Gighi veitti því fljót­ lega sérstaka athygli að mjög dró af nokkrum leikmönnum Cremonese. Fannst honum um tíma eins og hann væri að horfa á leikinn í hægagangi. Eftir samtal við lækni liðsins eft­ ir leikinn skrifaði Gighi litla klausu í blað sitt þar sem læknirinn stað­ festi að undarlegur sjúkdómur hefði stungið sér niður hjá liðinu. Fimm leikmenn þess höfðu kvartað yfir lasleika eftir leikinn og einn þeirra var svo sljór að hann lenti í alvar­ legu umferðarslysi á leiðinni heim til sín. Voru þessir leikmenn send­ ir á sjúkrahús til skoðunar til örygg­ is þar sem í ljós kom töluvert magn róandi lyfja. Forráðamenn Cremo­ nese höfðu samband við lögreglu. Markvörðurinn vitlausi Nokkrir mánuðir liðu án tíðinda en lögregla fékk staðfestan þann grun að umræddum leikmönnum hefði verið byrluð ólyfjan í hálfleik um­ rædds leiks. Þar var um að ræða róandi lyf, Minias, og það í stór­ um skömmtum. Var talið víst að lyfið hefði verið blandað í drykki sem voru í búningsklefanum í leik­ hléi. Grunur féll á markvörð liðsins, Marco Paolino, sem ýmsir sögðu hafa hagað sér undarlega í mark­ inu í fjölda leikja liðsins. Var tekin sú ákvörðun að hlera síma viðkom­ andi og grunur lögreglu fékkst stað­ festur. Paolino hafði reynt að hafa áhrif á úrslit leiksins, en reyndar ár­ angurslaust, og fengið sérstaklega greitt fyrir það. En lögreglan, sér til furðu, komst sömuleiðis að því að Paolino var bara eitt lítið hjól í stórri keðju svindlara og frekari rannsókn leiddi í ljós að svindlið náði upp í efstu deildir á Ítalíu og reyndar mun víðar. Lögregla lætur til skarar skríða Það var svo í júní 2011 sem ítalska lögreglan lét fyrst til skarar skríða og handtók fjölda fólks og skömmu síð­ ar framkvæmdi lögregla í Ungverja­ landi einnig handtökur á þarlend­ um knattspyrnumönnum. Kom flatt upp á marga að meðal þeirra hand­ teknu var fyrirliði Lazio, Stefano Mauri, auk þess sem þjálfari Juvent­ us, Antonio Conti, og landsliðsmað­ urinn Domenico Criscito voru yfir­ heyrðir og fengu stöðu grunaðra. Fleiri áttu eftir að lenda í klóm lög­ reglu og þeirra frægastir voru lands­ liðsmaðurinn Cristiano Doni og ekki síður Guiseppi Signori sem lengi var einn af þeim frægustu í ítalska boltanum. Með öðrum orð­ um; svindlið náði víða. Höfuðpaurinn í Malasíu Þó vitað sé um leikmenn í minnst sjö löndum sem þátt tóku með einum eða öðrum hætti í svindlinu ganga grunaðir höfuðpaurar enn lausir. Svindl hefur verið uppgötvað á Ítal­ íu, Möltu, Sviss, Finnlandi auk fyrr­ verandi austantjaldslanda á borð við Ungverjaland. Rannsókn hefur leitt lögregluyfirvöld á slóðir manna í Malasíu og þykir sannað að svindl með einum eða öðrum hætti hafi verið í gangi í um fimm til sex ára skeið hið minnsta. Ekki öll kurl komin til grafar Rannsókn er hvergi nærri lokið og enn eru að koma í ljós hversu víð­ tækt umrædd svindl var. Síðast fyrir helgina var lið Napoli sektað og nokkrir leikmenn þess liðs 2009 og 2010 kærðir fyrir svindl í leik liðsins gegn Sampdoria þann vetur. Lítið hefur þó gerst frekar í Malasíu og ekkert gengið að komast í tæri við þá sem taldir eru hafa skipulagt og staðið fyrir svindlinu. n n Fjöldi leikmanna í mörgum deildum Evrópu sekur um veðmálasvindl Svindl og Svín- arí í boltanum Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Enginn Ribery Þjálfari Paris Saint Germain, Carlo Ancelotti, ítrekar áhugaleysi sitt á að fá Franck Ribery til liðsins og seg­ ir alls ekki verið að skoða tilboð í kappann sem er á mála hjá Bayern München. Blöð í Frakklandi hafa þó ítrekað flutt fregnir af því að Ribery sé á óskalista PSG. Sömuleiðis hef­ ur Ribery sjálfur haft á orði að hann vilji fara að snúa heim til Frakklands og enda ferilinn þar. Ribery er þó aðeins 29 ára, með samning til 2016. Frá leik Juventus og Napoli á Ítalíu Innan raða beggja félagsliða stóðu leikmenn í veðmála- svindli á árum áður og fengu sektir fyrir. Hitnar undir þeim ítalska Hjá milljarðaliði Manchester City er gerð krafa um árangur. Mancini er sagður valtur í sessi. Úrslit Enski boltinn Everton - Liverpool 2–2 0–1 Baines sjm. (14.), 0–2 Suarez (20.), 1–2 Osman (22.), 2–2 Naismith (35.) Southampton - Tottenham 1–2 0–1 Bale (4.), 0–2 Dempsey (16.), 1–2 Rodriguez (66.) Newcastle - WBA 2–1 1–0 Ba (36.), 1–1 Lukaku (55.), 2–1 Cisse (90.) Chelsea - Man Utd 2–3 0–1 Luiz sjm. (4.), 0–2 Persie (12.), 1–2 Mata (44.), 2–2 Ramirez (53.), 2–3 Hernandez (75.) Aston Villa - Norwich 1–1 1–0 Benteke (27.), 1–1 Turner (79.) Arsenal - QPR 1–0 1–0 Arteta (84.) Reading - Fulham 3–3 1–0 Leighterwood (26.), 1–1 Ruiz (61.), 1–2 Baird (77.), 2–2 McCleary (84.), 2–3 Berbatov (88.), 303 Kanu (90.) Stoke - Sunderland 0–0 1–0 Pablo (65.), 2–0 Michu (67.), 2–1 Boyce (69.) Wigan - West Ham 2–1 1–0 Ramis (8.), 2–0 McArthur (42.), 2–1 Tomkins (90.) Man City - Swansea 1–0 1–0 Tevez (61.) Staðan 1 Chelsea 9 7 1 1 21:9 22 2 Man.Utd. 9 7 0 2 24:13 21 3 Man.City 9 6 3 0 18:9 21 4 Tottenham 9 5 2 2 17:13 17 5 Everton 9 4 4 1 17:11 16 6 Arsenal 9 4 3 2 14:6 15 7 Fulham 9 4 2 3 19:14 14 8 West Ham 9 4 2 3 13:11 14 9 WBA 9 4 2 3 13:11 14 10 Newcastle 9 3 4 2 11:13 13 11 Swansea 9 3 2 4 14:13 11 12 Liverpool 9 2 4 3 12:14 10 13 Stoke 9 1 6 2 8:9 9 14 Sunderland 8 1 6 1 6:8 9 15 Wigan 9 2 2 5 10:16 8 16 Norwich 9 1 4 4 7:18 7 17 Aston Villa 9 1 3 5 7:14 6 18 Reading 8 0 4 4 11:17 4 19 Southampton 9 1 1 7 14:26 4 20 QPR 9 0 3 6 7:18 3 Spænski boltinn Espanyol - Malaga 0–0 Southampton - Tottenham 1–2 0–1 Bale (4.), 0–2 Dempsey (16.), 1–2 Rodriguez (66.) Zaragoza - Sevilla 2–1 1–0 Postiga (36.), 2–0 Sapunaru (45.), 2–1 Medal (70.) Betis - Valencia 1–0 1–0 Sevilla (9.) Celta - Deportivo 1–1 1–0 Bermejo (8.), 1–1 Dominguez (28.) Rayo - Barcelóna 0–5 0–1 Villa (19.), 0–2 Messi (47.), 0–3 Xavi (79.), 0–4 Fabregas (80.), 0–5 Messi (88.) Levante - Granada 3–1 1–0 Martins (12.), 2–0 Martins (60.), 3–0 Rios (73.), 3–1 Arabi (84.) Athletic - Getafe 1–2 0–1 Rodriguez (12.), 0–2 Vasquez (58.), 1–2 Jose (90.) Atlético - Osasuna 2–1 1–0 Miranda (31.), 2–0 Garcia (35.), 2–1 Lamah (42.) Mallorca - Real Madrid leik ekki lokið þegar DV fór í prentun Staðan 1 Barcelona 9 8 1 0 29:11 25 2 Atl.Madrid 9 8 1 0 22:9 25 3 Málaga 9 5 3 1 13:5 18 4 Real Betis 9 5 1 3 13:13 16 5 Levante 9 5 1 3 12:14 16 6 Real Madrid 8 4 2 2 16:7 14 7 Sevilla 9 4 2 3 12:11 14 8 Getafe 9 4 1 4 10:12 13 9 R.Zaragoza 9 4 0 5 9:11 12 10 Mallorca 8 3 2 3 10:9 11 11 Valencia 9 3 2 4 11:12 11 12 R.Valladolid 8 3 1 4 12:9 10 13 Celta 9 3 1 5 10:11 10 14 Rayo Vallecano 9 3 1 5 11:22 10 15 R.Sociedad 8 3 0 5 8:12 9 16 Ath.Bilbao 9 2 2 5 12:19 8 17 Granada 9 2 2 5 8:15 8 18 Dep. La Coruna 9 1 4 4 14:20 7 19 Espanyol 9 1 3 5 11:15 6 20 Osasuna 9 1 2 6 8:14 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.