Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Blaðsíða 29
Viðtal | 29Helgarblað 8.–10. júlí 2011 Ég væri alveg til í að hitta mann, verða ástfangin og jafnvel að eignast börn með honum. Ég geri hins vegar ekkert frekar ráð fyrir því. En stundum finnst mér að aðrir hljóti að halda að konur eins og ég hugsi um stöðu sína öllum stundum. Það er eiginlega ferlega fyndið,“ segir Bryndís og brosir. Hún segist til dæmis furðu- lega oft hafa verið spurð að því af hverju hún sé ekki gift einhverj- um moldríkum karli í útlöndum. Hún geti það nefnilega alveg, haf- andi verið fyrirsæta! „Ég er sjálfstæð kona og finnst það fínt. Vissulega finnst fólki af annarri kynslóð það skelfilegt,“ segir hún og hlær. Hlær að sjálfri sér En hvaða eiginleikar einkenna sjálfstæðar konur að mati Bryn- dísar? „Ég get nefnt ýmis skapgerð- areinkenni eða mannkosti sem ég met mikils og gildir þá einu um hvort kynið er að ræða,“ seg- ir Bryndís. „Það er hægt að nefna ótal- margt en sjálfsvirðing, víðsýni, heiðarleiki og hugrekki ber hæst í mínum huga, að ógleymdu afl- inu sem felst í öllum hinu marg- víslegu ástríðum til lífsins og hæfileikanum til að hlæja að sjálfum sér sem er lífsnauðsyn- legt afl. Ég hef til dæmis oft and- ast úr hlátri yfir sjálfri mér enda tilefnin ófá en sjaldan fundist ég jafnlifandi fyrir vikið!“ Bryndís telur að kynin búi yfir ólíkum eiginleikum. „Þó að ég nefni hér til sögunnar mann- kosti sem ég vil ekki binda á klafa kynjagreiningar (eða kynjamismununar), þá er það engu að síður svo að kynin búa sannarlega yfir ólíkum eigin- leikum. Flest er áunnið, bund- ið í orðræðuna og menninguna, annað er meðfætt. Vandinn er sá að það sem telst til karlægra eiginleika hefur alla tíð verið lofsamað og gert hærra undir höfði en kvenlægum kostum.“ Karllæg skynsemisdýrkun mærir græðgi Sú karllæga hugsun sem Bryn- dís telur hafa verið gert hærra undir höfði telur hún vera skyn- semisdýrkun sem hafi slæm áhrif á samfélagið. „Hin kalda, karllæga, rök- lega sýn á veruleikann, sýn sem greinir allt og flokkar, er hugs- anategund sem hefur gegnum- sýrt allt í vestrænu samfélagi um árþúsundir. Af þessu ofmati á jákvæðum eiginleikum skyn- seminnar sem hinu karlmann- lega, virka og ráðandi afli, hef- ur samsvarandi verið gert lítið úr öðrum eiginleikum af því að þeir hafa talist til hins óvirka, kvenlega og undirgefna hluta mannskepnunnar. Af þess- ari karllægu skynsemisdýrkun fæddist rörsýn á samfélagið og einstaklingshyggja, sem mær- ir græðgi, keppnisanda og yfir- ráðasemi.“ Ofmetnir karllægir eiginleikar Kvenlægir eiginleikar hafa orðið undir í sögunni að mati Bryn- dísar og hún spyr sig í kjölfar hrunsins hvort karllægir eigin- leikar hafi ekki verið ofmetnir. „Eiginleikar eins og til dæm- is samkennd og hæfileikinn að hugsa um heildina fremur en hluta hennar, eða annað í þeim dúr, þóttu eiginleikar sem alls ekki var gott að rækta með sér af því þeir báru vott um kvenlægt veiklyndi og jafnvel stjórnleysi. Sjáðu til dæmis hvernig Forn- grikkir hugsuðu sér þetta. Þeir áttu til hugtak yfir tilfinningar sem var orðið „paþos“ en það þýddi þjáningu, ástríðu og það var ávallt með einhverjum hætti tengt geðraunum, sársauka eða sjúkdómum. Allt sem talist gat til kvenlægra eiginleika var eins og krankleiki í sálinni. Kven- lægir eiginleikar voru tengdir hugmyndum um „óæðri“ hluta sálarinnar, þeim sem tengist líkamanum, og truflar „æðri“ vitsmunalega starfsemi henn- ar. Það er dálítið athyglisvert að skoða þessa skiptingu í sögunni og hvað hefur orðið ofan á í því samfélagi sem við búum í. Núna í uppgjörinu við hrun- ið er ekki hvað síst nauðsynlegt að spyrja sig hvaða eiginleika við viljum rækta með okkur og hvort karllægir eiginleikar hafi ekki verið ofmetnir!“ „Móðurhlutverkið gerði mig sterka“ Dóttir Bryndísar, Melkorka, er fjórtán ára gömul og þeg- ar blaðamaður hittir Bryndísi er hún á leið með henni í frí til Spánar. „Hún er kominn á þennan aldur,“ segir Bryndís og hristir höfuðið. „Þetta er sá aldur sem foreldrar kvíða hvað mest fyrir.“ Bryndís segir móðurhlut- verkið hafa mótað sig mikið og gert sig sterkari. „Auðvitað er ég ekkert öðruvísi en aðrir for- eldrar hvað það varðar. En sjálf- stæði mitt fékk ég fyrst fyrir al- vöru þegar ég þurfti að kenna það öðrum.“ Dóttir Bryndísar er með asperger-heilkenni á vægu stigi. Bryndís segist halda að dóttir sín eigi eftir að njóta sín vel, hún hafi fengið gott atlæti og stuðn- ing. Það sama gildi hins vegar fjarri því um fleiri með raskanir af þessu tagi. Ég var að tala við móður drengs sem var að út- skrifast úr menntaskóla og er með asperger, námsárin voru honum gjöful en svo útskrifast hann og hvað tekur við þá? Það er ekkert sem blasir við. Samfélagið verður svo miklu rík- ara þegar við gefum öllum vægi. Það eiga allir að fá að finna fyr- ir því að þeir skipta máli og að þeirra bíði hlutverk.“ Kærkomið frí Bryndís verður í tvær vikur á Spáni, en afi og amma Mel- korku eru Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Þau eiga sumarhús á Spáni. Bryndís ætlar svo að keyra með dóttur sinni um Spán og njóta fegurð- ar landsins. „Þetta verður kærkomið frí, það hefur verið mikið að gera hjá mér í vetur og vor og mikil átök fram undan. Það er gott að njóta inni á milli.“ Karlmenn eru ofmetnir M Y N D IR s IG TR Y G G U R A R I Forréttindi að starfa við mannréttindi „Það eru vissulega forréttindi að fá að starfa við það að berjast fyrir betri heimi. Ég get ekki hugsað mér að gera nokkuð annað, þetta er ástríða og ég er þakklát fyrir að fá að sinna þessu starfi.“ „Af þessari karllægu skyn- semisdýrkun fæddist rörsýn á samfélagið og einstaklingshyggja, sem mærir græðgi, keppnisanda og yfirráðasemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.