Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 11. júlí 2011 Mánudagur Starfshópur bæjarstjórnar skilar skýrslu: Ekkert einelti í Hveragerði Starfshópur sem myndaður var til að rannsaka viðbrögð Grunnskól­ ans í Hveragerði við eineltismáli sem þar kom upp hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi ver­ ið um einelti að ræða. Nefndin var skipuð Þorláki Helgasyni, sérfræð­ ingi í Olweusaráætluninni, Kristínu Hreinsdóttur, framkvæmdastjóra Skólaskrifstofu Suðurlands, Ragnari S. Ragnarssyni sálfræðingi og Ólafi Helga Jóhannessyni, lektor við Há­ skóla Íslands. Þorlákur gegndi formennsku í hópnum og kynnti hann niðurstöð­ una á fundi bæjarstjórnar Hvera­ gerðis. Á fundinum var samþykkt samhljóða bókun þar sem kom fram ánægja með störf hópsins auk þess sem sagt var að hvergi annars staðar væri tekið jafnvel á eineltismálum og í Hveragerði. Í bókuninni kemur þó einnig fram að þrátt fyrir að starfs­ hópurinn hafi komist að þeirri nið­ urstöðu að ekkert einelti hefði verið í grunnskólanum sé hægt að skýra og bæta vinnuferla í meðferð eineltis­ mála innan grunnskólans sem og á milli grunnskólans, félagsmálayfir­ valda og fræðslunefndar. DV fjallaði um eineltismál sem kom upp í skólanum og var starfs­ hópurinn myndaður í kjölfarið. Mál­ ið sneri að Þorvaldi Breiðfjörð Berg­ lindarsyni sem var hættur að mæta í skólann vegna eineltis, sem hópur­ inn telur að hann hafi ekki orðið fyr­ ir. Hann fékk einkakennslu í kjölfar þess að hann hætti að mæta í skól­ ann. Þegar DV ræddi við Berglindi móður hans þann 7. mars greindi hún frá því að drengurinn hefði ekki mætt í skólann í mánuð. adalsteinn@dv.is Baldur Guðlaugsson mun halda eftir tugmilljóna króna tekjum vegna vaxta og verðbóta af andvirði hlutabréf­ anna í Landsbankanum sem hann seldi skömmu fyrir hrun. Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hér­ aðsdómi Reykjavíkur vegna innherja­ svika við sölu bréfanna. Baldur seldi bréf fyrir rúmlega 192 milljónir króna í umræddum viðskiptum en í dómi héraðsdóms kemur fram að gera skuli upphæðina upptæka. Ekki farið fram á vexti „Ekki var farið fram á að vextir af ágóða yrðu gerðir upptækir, enda er ekki venjan að gera það í refsimálum,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari í málinu, aðspurður um hvort ekki hafi verið krafist vaxta af andvirði hluta­ bréfanna sem Baldur seldi. Ekki þótti ástæða til að fara fram á að vextir yrðu greiddir af andvirði bréfanna. Slíkt hefur ekki tíðkast í málum af þessum toga heldur mun frekar í til að mynda skaðabótamál­ um. Vaxtatekjur og verðbætur sem falla til vegna geymslu söluandvirðis­ ins á bankareikningum renna því til Baldurs. Þetta á við þó svo að pening­ arnir sem hann fékk við sölu bréfanna verði gerðir upptækir. Máli Baldurs hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og munu peningarn­ ir liggja frystir inni á bankabók þar til endanlegur dómur í málinu liggur fyrir. Þangað til reiknast vextir ofan á söluandvirði bréfanna. Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í dómi héraðsdóms liggja peningarnir sem voru kyrrsettir á tveimur mismunandi reikningum hjá Arion banka. Annars vegar verðtryggðum reikningi og hins vegar sérstökum sparireikningi. Óvíst með upphæðina Þar sem erfitt er að gera sér grein fyrir því á hvaða vöxtum peningarnar hafa verið síðan hlutabréfin voru seld er ekki hægt að fullyrða hversu háar fjár­ hæðir um er að ræða. Söluandvirðið var rúmar 192,6 milljónir króna en Baldur greiddi 10 prósent fjármagns­ tekjuskatt af sölunni. Andvirði sölu hlutabréfanna var kyrrsett og dæmdi héraðsdómur að gera skyldi andvirð­ ið upptækt af reikningunum tveimur. Sé fjármagnstekjuskattinum skipt jafnt á milli reikninganna tveggja má gera ráð fyrir að á þeim verðtryggða hafi staðið eftir rúmar 82 milljónir og rúmar 90 milljónir á sparireikningn­ um, sé miðað við skiptinguna sem kemur fram í dómi héraðsdóms. Sé miðað við vísitölu neysluverðs voru verðbætur fram til júní 2011 rétt rúmlega 15 milljónir vegna inn­ stæðunnar á verðtryggða reikningn­ um. Þá eiga eftir að bætast við vextir vegna innstæðunnar á verðtryggða reikningnum og á sparireikningn­ um. Það er því ljóst að um er að ræða vexti og verðbætur fyrir tugi milljóna. Af þeim er svo greiddur fjármagns­ tekjuskattur. Greiddi skatt af sölunni Lögmaður Baldurs, Karl Axelsson, staðfesti að kyrrsetningarbeiðnin hafi einungis tekið til þeirrar upphæð­ ar sem bréfin voru seld fyrir. Hann segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vanreifaðan og að ýmsir ágallar séu á meðferð málsins. „Framtalinn söluhagnaður sam­ kvæmt skattframtali var einhverjum 20 til 30 milljónum lægri,“ segir Karl, en það er vegna þess að Baldur þurfti að greiða fjármagnstekjuskatt af sölu bréfanna. Í dómnum er ekki minnst á að skattur hafi verið greiddur af sölu­ andvirði bréfanna en ákæruvaldið mótmælti því ekki að tekið yrði tillit til þeirrar greiðslu. Dómurinn fer því í raun fram á að Baldur greiði einnig til ríkisins þá fjárhæð sem hann er þeg­ ar búinn að reiða af hendi í formi fjár­ magnstekjuskatts. Frystir peningar Peningarnir frá sölu hlutabréfanna í Landsbankanum eru frystir á um­ ræddum reikningum í Arion banka. Þar munu þeir liggja þangað til að endanlegur dómur fellur í Hæstarétti. Ekki er ljóst hvenær málið verður tekið fyrir í Hæstarétti en samkvæmt lögmanni Baldurs á hann von á því að það gerist um miðjan næsta vetur. Vextir og verðbætur halda áfram að leggjast við höfuðstólinn á banka­ reikningunum þangað til. Ef Bald­ ur verður sýknaður í Hæstarétti mun hann fá yfirráð yfir söluandvirði bréf­ anna auk þeirra vaxta og verðbóta sem hafa fallið til. Verði hann aftur á móti dæmdur sekur um innherjasvik og dómurinn staðfestur í Hæstarétti mun hann halda eftir vöxtunum og verðbótunum. n Saksóknari fór ekki fram á að vextir af sölu hlutabréfanna yrðu gerðir upptækir n Mun halda eftir vaxtatekjum þó svo að hann verði dæmdur fyrir innherjasvik Baldur fær milljónir í vexti og verðbætur „Sé miðað við vísi- tölu neysluverðs voru verðbætur fram til júní 2011 rétt rúmlega 15 milljónir vegna inn- stæðunnar á verðtryggða reikningnum. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Fær vexti og verðbætur Baldur Guðlaugsson mun halda eftir vöxtum og verðbótum þrátt fyrir að söluandvirði hlutabréfanna verði gert upptækt. Ekki gert í þessu tilviki Björn Þorvalds- son saksóknari segir að ekki hafi verið farið fram á að greiddir yrðu vextir sem bæst hafa við andvirði þeirra hlutabréfa í Landsbank- anum sem Baldur seldi. Hætti að mæta í skólann Þorvaldur Breiðfjörð hætti að mæta í skólann vegna eineltis en starfshópur á vegum bæjarins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki verið lagður í einelti. Mynd RÓbERt REyniSSon Hlaupasokkar • Minnka verki og þyngsl í kálfum • Minni hætta á blöðrumyndun • Draga úr bjúgsöfnun Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Besta útihátíðin var haldin á Gadd­ staðaflötum við Hellu um helgina en þar komu margar vinsælustu hljóm­ sveitir Íslands fram. Mikill mann­ fjöldi var á hátíðinni og er talið að á bilinu níu til tíu þúsund manns hafi mætt. Hátíðin gekk að mestu leyti vel fyrir sig en nokkur fíkniefnamál komu upp. Þá vöktu ummæli Jóns Jóseps Snæbjörnssonar, söngvara í hljóm­ sveitinni Í svörtum fötum, athygli en hann kallaði konur hórur. Jónsi, eins og söngvarinn er alla jafna kallaður, hefur beðist afsökunar á ummæl­ unum. „Þetta gekk bara eins og í sögu. Alveg vonum framar,“ segir Harald­ ur Ási Lárusson, einn af skipuleggj­ endum útihátíðarinnar en hann var að taka til á svæðinu ásamt starfs­ mönnum hátíðarinnar þegar blaða­ maður náði í hann. „Fundurinn sem átti að vera með sýslumanni og lögreglunni í morgun [innskot blaðamanns: sunnudags­ morgun] var blásinn af, þetta gekk svo vel.“ Haraldur segist ekki vita til þess að nein meiriháttar mál hafi komið upp á hátíðinni. Aðspurður hvort skipuleggjend­ urnir séu farnir að leggja drög að annarri hátíð að ári segir hann: „Ég held að eftir árið í ár sé þetta komið til að vera.“ besta útihátíðin á Hellu: Komin til að vera

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.