Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 21
B irna fæddist í Grímsey og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Laug- um í Reykjadal. Birna giftist ung svo um frekara nám var ekki að ræða, nema í skóla lífsins. Hún hefur lengst af ver- ið heimavinnandi húsmóðir og búið í Grindavík eftir að verunni í Grímsey lauk. Birna hefur verið virk í Kven- félagi Grindavíkur, sat í stjórn félagsins í fimmtán ár og var for- maður þess í níu ár. Þá söng hún með Kirkjukór Grindavíkur um árabil. Fjölskylda Birna giftist 1.1. 1960 Dagbjarti Einarssyni, f. 26.6. 1936, lengst af forstjóra í Fiskanesi hf í Grinda- vík. Foreldrar hans voru Lauf- ey Guðjónsdóttir og Einar Dag- bjartsson sem bæði eru látin. Börn Birnu og Dagbjarts eru Einar Dagbjartsson, f. 11.5. 1960, flugstjóri hjá Icelandair, búsettur í Grindavík og á hann fimm börn; Elín Þóra Dag- bjartsdóttir, f. 27.9. 1961, starfs- maður við Heilsulónið, búsett í Grindavík en maður henn- ar er Arnþór Einarsson og eiga þau þrjú börn; Eiríkur Óli Dag- bjartsson, f. 16.4.1965, útgerð- arstjóri, búsettur í Grindavík en kona hans er Sólveig Ólafs- dóttir og eiga þau fjórar dætur; Jón Gauti Dagbjartsson, f. 9.3. 1971, útibússtjóri hjá Olís, bú- settur í Grindavík en kona hans er Irmý Rós Þorsteinsdóttir, og eiga þau þrjá syni; Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, f. 8.12. 1975, viðskiptafræðingur, búsettur í Grindavík en kona hans er Guð- rún Valdís Þórisdóttir og eiga þau saman tvær dætur auk þess sem Sigurbjörn átti dóttur áður og Guðrún Valdís átti auk þess dóttur áður. Systkini Birnu eru Sigrún E. Óladóttir, f. 13.8. 1928, d. 22.7. 2004, var húsmóðir, búsett í Innri-Njarðvík; Óli Hjálmar Ólason, f. 27.4. 1931, lengst af trillusjómaður í Grímsey; Inga Bjarney Óladóttir, f. 16.7. 1933, húsmóðir, búsett í Grindavík; Willard Ólason, f. 1.3. 1936, skipstjóri, búsettur í Grindavík; Garðar Ólason, f. 21.1. 1945, út- gerðarmaður í Grímsey; Þor- leifur Ólason, f. 18.7. 1954, d. af slysförum 4.10. 1981, var búsett- ur í Grímsey. Foreldrar Birnu eru Óli Bjarnason, f. 29.8. 1902, d. 8.9. 1989, sjómaður og bóndi í Grímsey, og k.h., Elín Þóra Sig- urbjörnsdóttir, f. 1.1. 1909, d. 16.2. 2003, húsmóðir, lengst af í Grímsey og síðar hjá Ingu, dótt- ur sinni, í Grindavík. Birna og Dagbjartur halda upp á afmælið í félagsheimilinu Múla í Grímsey, laugardaginn 16.7. n.k. kl. 20.00. Þar verður ósvikinn Grímseyjarmatur á boðsstólnun en þangað eru all- ir ættingjar, vinir og Grímsey- ingar velkomnir. T inna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Hlíð- unum. Hún var í Hlíða- skóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamra- hlíð, stundaði síðan nám í sál- fræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BS-prófi 2010 og síðan MA-prófi í kennslurétt- indum við Menntavísindasvið Háskólans á Akureyri 2011. Tinna starfaði á vegum ÍTR á sumrin með námi og var versl- unarstjóri um skeið. Hún var búsett í Frakklandi á árunum 2005–2009 er maður hennar lék þar með handboltaliðum í París og Suður-Frakklandi. Fjölskylda Maður Tinnu er Bjarni Fritzson, f. 12.9. 1980, handboltamaður og landsliðsmaður í handbolta og MA-nemi í sálfræði. Synir Tinnu og Bjarna eru Baldur Fritz, f. 3.1. 2007; Bjartur Fritz, f. 29.3. 2010. Systkini Tinnu eru Svan- ur Baldursson, f. 28.12. 1976, rafmagnstæknifræðingur og rafvirki, búsettur í Reykjavík; Heiður Baldursdóttir, f. 14.7. 1979, þroskaþjálfi, búsett í Nor- egi; Blædís Kara Baldursdóttir, f. 24.8. 1992, menntaskólanemi. Foreldrar Tinnu eru Bald- ur Björgvinsson, f. 29.12. 1951, rafvirkjameistari í Reykjavík, og Nanna Svansdóttir, f. 13.10. 1956, leikskólakennari. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is Ættfræði | 21Mánudagur 11. júlí 2011 Mánudagur 11. júlí 30 ára Sævar Steinn Hilmarsson Langholtsvegi 93, Reykjavík Ragna Engilbertsdóttir Dvergholti 21, Hafnarfirði Kristján Haukur Einarsson Hraunbæ 40, Reykjavík Emilía Lóa Halldórsdóttir Strandvegi 18, Garðabæ Atli Freyr Ingólfsson Hverafold 21, Reykjavík Soffía Ásrún Ingimarsdóttir Hraunbæ 12, Reykjavík 40 ára Sigrún Hildur W. Guðmundsdóttir Aspar- hvarfi 19d, Kópavogi 50 ára Sævar Guðjónsson Sóltúni 11, Reykjavík Jóhanna Jóhannsdóttir Marargötu 4, Reykjavík Sigríður Jóhannsdóttir Stafholti 1, Akureyri Kristín Þórisdóttir Hólahjalla 12, Kópavogi Þórarinn Daði Sverrisson Tjaldhólum 11, Selfossi Loftur Reimar Gissurarson Krókabyggð 1a, Mosfellsbæ 60 ára Hjördís Óskarsdóttir Staðarhrauni 18, Grindavík Ásta Karlsdóttir Lautasmára 39, Kópavogi Snorri Páll Snorrason Víghólastíg 16, Kópavogi Ólafur Eggert Júlíusson Skólavegi 36, Reykjanesbæ Guðbergur Rúnarsson Víðigrund 17, Kópavogi Hashvina Mahesh Kale Sörlaskjóli 12, Reykjavík Ingibjörg Jónasdóttir Seiðakvísl 25, Reykjavík Samúel Ingvason Hávegi 1, Kópavogi Valdís Gunnlaugsdóttir Fjarðarási 1, Reykjavík Sigríður Ólafsdóttir Furugrund 79, Kópavogi Indriði Ívarsson Sveighúsum 1, Reykjavík Erlingur Bjartur Oddsson Hvammi Hóli, Fáskrúðsfirði Sveinbjörn Guðmundsson Fellsenda dvalarh, Búðardal Jón Ingvar Pálsson Grundarvegi 17, Reykja- nesbæ Harald Unnar Haraldsson Tómasarhaga 23, Reykjavík 70 ára Ómar Þór Helgason Heiðmörk 26h, Hveragerði Hallgrímur Svavar Gunnþórsson Ægissíðu 16, Grenivík Sigrún Valgeirsdóttir Bleiksárhlíð 63, Eskifirði Bryndís Óskarsdóttir Eskihlíð 18, Reykjavík Kristín Guðlaugsdóttir Skólavegi 78, Fá- skrúðsfirði Líneik Sóley Loftsdóttir Álftahólum 6, Reykjavík Sigurður Hannes Oddsson Hringbraut 2a, Hafnarfirði 75 ára Olgeir Engilbertsson Nefsholti, Hellu Friðbjörg Haraldsdóttir Hraunbrún 15, Hafnarfirði Árni Júlíusson Stekkjargötu 15, Reykjanesbæ Þórhildur Harpa Jónsdóttir Bakkaseli 24, Reykjavík Elsa Pálsdóttir Foldahrauni 37h, Vestmanna- eyjum Vilhjálmur Hannesson Marargrund 5, Garðabæ 80 ára Erla Sigurjónsdóttir Arnarási 2, Garðabæ Þórður Eydal Magnússon Hörðukór 1, Kópavogi Karl Sigurðsson Nestúni 2, Hvammstanga 90 ára Hulda Þórhallsdóttir Árholti, Húsavík Þriðjudagur 12. júlí 30 ára Aleksandra Barbara Edel Tungustíg 5, Eskifirði Rubin Karl Hackert Yrsufelli 5, Reykjavík Baldvin Örn Harðarson Bjarkarlundi 5, Akureyri Gunnþór Sigurgeirsson Ásbúð 21, Garðabæ Inga Sigrún Baldursdóttir Heiðargerði 29e, Vogum Valgeir Gestsson Tungubakka 26, Reykjavík Birgir Már Harðarson Brekatúni 4, Akureyri Trausti Jósteinsson Ystaseli 28, Reykjavík Tryggvi Jósteinsson Ystaseli 28, Reykjavík Jóna Björt Friðriksdóttir Digranesvegi 80, Kópavogi Hjördís Anna Haraldsdóttir Keilugranda 4, Reykjavík Hind Hannesdóttir Lyngbergi 13a, Hafnarfirði 40 ára Bunrung Klaiprae Hjaltabakka 12, Reykjavík Sandra Liezel Oriol Konecna Möðrufelli 13, Reykjavík Caroline Levasseur Álfkonuhvarfi 43, Kópavogi Guðrún Sælín Sigurjónsdóttir Öldugötu 8, Reyðarfirði Erna Rós Kristinsdóttir Birtingakvísl 30, Reykjavík Ragnar Schram Hraunbæ 150, Reykjavík María Bergsdóttir Hliði, Grindavík Harpa Sóley Snorradóttir Dofrakór 2, Kópavogi Ingibjörg Þóra Heiðarsdóttir Bolöldu 3, Hellu Guðrún Oddsdóttir Faxaskjóli 10, Reykjavík Elín Jóna Traustadóttir Tungufelli, Flúðum Guðlaugur K. Kristófersson Skógarbraut 1109, Reykjanesbæ Erlendur Örn Erlendsson Furuvöllum 7, Hafnarfirði 50 ára Fjóla Líndal Jónsdóttir Þorpum, Hólmavík Hálfdán Guðmundsson Skógarási 13, Reykjavík Stefán Finnbogason Lyngbergi, Akureyri Atli Vilhjálmsson Lindarvaði 5, Reykjavík Arnfríður Tómasdóttir Smárarima 68, Reykjavík Guðbjörn Sigurþórsson Norðurbraut 25, Hafnarfirði Sigurður Adolfsson Dalbarði 15, Eskifirði Jónas Róbertsson Klettaborg 30, Akureyri Karl Sigurbjörn Óskarsson Norðurási 6, Reykjavík Guðný Magnea Gunnarsdóttir Ljósulind 6, Kópavogi Sólveig Björnsdóttir Baughúsum 34, Reykjavík Natalía Jakobsdóttir Einholti 9, Reykjavík Xiuli Zhang Hjallabraut 41, Hafnarfirði Anh Kim Vu Frostafold 18, Reykjavík Jóhanna M. Guðmundsdóttir Hofsvallagötu 18, Reykjavík 60 ára Paibul Lampar Kleppsvegi 2, Reykjavík Sveinn Magnússon Naustabryggju 5, Reykjavík Kolbrún Kristín Jóhannsdóttir Sléttahrauni 29, Hafnarfirði Þorgeir Valdimarsson Búlandi 25, Reykjavík Árni Hallur Tryggvason Grænási 1a, Reykja- nesbæ Þormóður Sveinsson Hraunbæ 54, Reykjavík Steinunn Rögnvaldsdóttir Skarðshlíð 30d, Akureyri Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson Gerð- hömrum 9, Reykjavík Ragna Sveinbjörnsdóttir Stekkjargötu 21, Reykjanesbæ Walter Hjartarson Hrafnshöfða 21, Mosfellsbæ 70 ára Hafsteinn N. Gilsson Melgerði, Mosfellsbæ Haukur Heiðdal Orrahólum 7, Reykjavík Kristín Þorgeirsdóttir Hafnargötu 14, Siglufirði 75 ára Erna Hafnes Magnúsdóttir Kirkjubraut 35, Akranesi Guðlaugur Stefánsson Fjölnisvegi 15, Reykjavík 80 ára Ásdís Alexandersdóttir Mógilsá, Reykjavík Haukur Sigurjónsson Hrísateigi 9, Reykjavík Gauja Guðrún Magnúsdóttir Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ 85 ára Bjarni Guðlaugsson Hrísateigi 23, Reykjavík 95 ára Kristín Tómasdóttir Melhaga 5, Reykjavík Laufey Ólafsdóttir Álfhólsvegi 17a, Kópavogi B rynjólfur fæddist á Minna Garði í Mýra- hreppi í Dýrafirði en flutti tveggja ára með foreldrum sínum að Kotnúpi í sömu sveit, ólst þar upp og vann hjá foreldrum sín- um til fullorðinsára. Hann var í barnaskóla á Núpi í Dýrafirði en hóf nám við Bændaskólann á Hvann- eyri 1943 og lauk þaðan prófi úr bændadeild 1945. Brynjólfur festi kaup á jörð- inni Vöðlum í Önundarfirði í fé- lagi við Arnór, bróður sinn, árið 1946. Fjölskyldan á Kotnúpi flutti síðan á þá jörð vorið 1947. Bræðurnir ráku þar félagsbú til ársins 1989 að Árni, sonur Brynjólfs, tók þar við búskap. Brynjólfur sat í hreppsnefnd Mosvallahrepps 1970–86 og var þar oddviti síðustu fjögur árin. Hann sat í stjórn Búnaðarfélags Mosvallahrepps og í sóknar- nefnd Holtssóknar á árunum 1950–90, þar af formaður sókn- arnefndar frá 1985. Hann var organisti við Holts- og Kirkju- bólskirkjur í Ísafjarðarprófasts- dæmi frá 1960 og til ársloka 2000. Þá lék hann líka á harm- oníku á samkomum og dans- leikjum á árunum 1940–80. Fjölskylda Brynjólfur kvæntist 25.4. 1957 Brynhildi Kristinsdóttur frá Vífilsmýrum i Önundarfirði, f. 25.7. 1935, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Kristinn D. Guð- mundsson skrifstofumaður og Guðfinna Vilhjálmsdóttir frá Ísafirði. Brynhildur ólst upp frá fæðingu hjá afa sínum og ömmu, Guðmundi Á. Jónssyni, bónda á Vífilsmýrum, og k.h. Guðjónu Jónsdóttur ljósmóður og dvaldi hjá þeim til fullorð- insára. Börn Brynjólfs og Bryn- hildar eru Gunnhildur Jóna, f. 30.10.1957, húsmóðir á Flat- eyri, gift Þorsteini Jóhanns- syni húsasmíðameistara en þau eiga þrjá syni, Arnór Brynj- ar, Jón Ágúst og Jóhann Inga; Árni Guðmundur f. 15.9. 1963, bóndi á Vöðlum en kona hans er Erna Rún Thorlac ius, hús- freyja og bóndi, en þau eiga tvo syni, Brynjólf Óla og Benjamín Bent og Erna á soninn Jakob Einar; Guðrún Rakel, f. 25.6. 1970, kennari á Þingeyri, var gift Sólmundi Friðrikssyni kennara en þau skildu og eiga þau tvær dætur, Hildi og Agnesi, en sam- býlismaður Guðrúnar Rakelar er Jón Sigurðsson, sundlaugar- vörður á Þingeyri, og eiga þau eina dóttur, Hönnu Gerði. Bróðir Brynjólfs er Guðjón Arnór Árnason, f. 13.6. 1916, fyrrv. bóndi á Vöðlum, nú bú- settur á dvalarheimilinu á Þing- eyri. Foreldrar Brynjólfs voru Árni Kr. Brynjólfsson, f. 10.9. 1887, d. 1.3. 1977, bóndi á Kot- núpi í Dýrafirði, og k.h., Han- sína G. Guðjónsdóttir, f. 3.11. 1887, d. 29.5. 1966, húsfreyja og ljósmóðir. Ætt Árni var sonur Brynjólfs Brynj- ólfssonar, b. á Granda í Dýra- firði Einarssonar og Jónínu Þóru Árnadóttur, ættaðri úr Arnarfirði. Hansína var dóttir Guðjóns, b. á Brekku á Ingjalds- sandi Arnórssonar, b. á Höfða- strönd Hannessonar, pr. á Stað í Grunnavík. Móðir Hansínu var Rak- el Sigurðardóttir, húsfreyja á Brekku, ættuð úr Aðalvík. Rak- el og Guðjón bjuggu á Brekku í sautján ár og þar ólst Hans ína upp. Brynjólfur Árnason fyrrv. bóndi á Vöðlum í Önundarfirði Birna Óladóttir húsmóðir í Grindavík Tinna Baldursdóttir kennari og BS í sálfræði Afmælisbörn Til hamingju! www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík 90 ára á þriðjudag 70 ára á þriðjudag 30 ára á mánudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.