Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Mánudagur 11. júlí 2011 „Allir fóru sáttir heim“ 1 „Fannst ég vera orðinn afmynd-aður“ Söngvarinn Matthías Matthíasson fór í líkamsræktarátak og hefur lést mikið. 2 Grínast með samkynhneigð í miðjum leik Hafnaboltaleikarinn Gordon Beckham hefur verið gagn- rýndur fyrir að kalla andstæðing sinn homma. 3 Síðasti sólardagurinn í Reykja-vík um sinn Íbúar höfuðborgar- svæðisins fá smáhvíld frá góða veðrinu sem verið hefur undanfarna daga. 4 Datacell ætlar að kæra Stofnandi Datacell, fjárveitu Wikileaks, ætlar að kæra Visa og Mastercard fyrir að koma í veg fyrir að hægt sé að styrkja vefinn. 5 Hlaup úr sigkötlunum í Mýr-dalsjökli Hlaupið úr sigkötlunum í Mýrdalsjökli aðfaranótt laugardags kom úr þremur þekktum sigkötlum en einn nýr myndaðist. 6 Garðyrkjubændur óttast ESB-aðild „Uppbygging markaðarins myndi gjörbreytast,“ segir Sveinn Sæland, formaður Sambands garðyrkjubænda, um hugsanlega ESB-aðild. Besta útihátíðin var haldin á Hellu um helgina. Þrátt fyrir að um 10 þúsund manns hafi verið á svæðinu þá gekk hátíðin vel fyrir sig. Haraldur Ási Lárusson er annar skipuleggjenda hátíðarinnar. Hver er maðurinn? „Haraldur Ási Lárusson.“ Hvað drífur þig áfram? „Áhugamálin mín, að vera í sjónvarps- gerð og svona stórum viðburðum eins og tónleikahaldi. Mér finnst það skemmti- legast.“ Hvar ólstu upp? „í Reykjavík.“ Hvar finnst þér best að vera? „Bæði í vinnunni og heima. Ef ég er ekki heima þá er ég í vinnunni enda er vinnan mitt áhugamál og það sem mér finnst lang- skemmtilegast að gera.“ Hvernig kom það til að þið ákváðuð að halda Bestu útihátíðina? „Hugmyndin kom í fyrra. þá fengum við Scooter á hátíðina. Ég er ættaður úr Land- sveitinni og var þar á svæðinu tveimur vikum áður en hátíðin var haldin í fyrra og var að hugsa af hverju það væri ekkert að gera. Þá kom hugmyndin að halda bara sjálfur svona hátíð og við gerðum það. Okkur fannst vanta alvörutónleikahátíð hér á landi.“ Var meiri skipulagning núna heldur en í fyrra? „Já, mun meiri skipulagning. Hún var marg- falt stærri í ár og við fluttum hana, í fyrra var hún haldin í Galtalæk. Við vorum með miklu meiri mannskap núna og fleiri bönd. Hátíðin þrefaldaðist að stærð milli ára.“ Hvernig fór hátíðin fram? „Mjög vel. Það var ein hnífsstunga á föstudaginn en hún var ekki alvarleg og hægt að gera að sárum þess sem fyrir henni varð með plástri.“ Var mikil ölvun á svæðinu? „Já, já, bullandi ölvun.“ Var góð stemning á hátíðinni? „Já. Ég held að ég geti lofað því að allir sem voru hérna hafi farið sáttir heim. Ég held að fólk sé í skýjunum með þetta.“ Var þetta besta útihátíð allra tíma? „Ég má ekki staðfesta það. Ég má ekki segja að hún hafi verið best en hún var nátt- úrulega langbest.“ Hvaða band stóð upp úr? „Quarashi og svo GusGus. Böndin sem komu og spiluðu voru öll í skýjunum og bjuggust ekki við að þetta væri svona stórt. Þetta var bara eins og stór tónleikahátíð í útlöndum.“ Hverju má þakka að svo vel gekk? „Gæslunni, lögreglunni, veðrinu og góðum anda hjá starfsfólkinu sem var að vinna með okkur.“ Kemur til greina að halda hátíðina aftur að ári? „Ég held að ég geti staðfest það. Ég býst ekki við neinu öðru.“ „Já, það er þá sem hlutirnir gerast.“ Laufey Jónsdóttir 26 ára fatahönnuður „Sumarið á þennan tíma skuldlaust.“ Bragi Páll Sigurðarson 27 ára nemi „Er sumarið þá afstætt?“ Hallgerður Hallgrímsdóttir 27 ára blaða- og myndlistarkona „Ég lifi fyrir sumarið.“ Davíð Roach Gunnarsson 28 ára nemi „Tja, ekki þegar það er vetur.“ Gregory William Langlais 34 ára góðmenni Mest lesið á dv.is Maður dagsins Er sumarið tíminn? Besta stemningin Það ríkti góð stemning meðal gesta Bestu útihátíðarinnar sem haldin var á Gaddstaðaflötum við Hellu um helgina. Hátíðin gekk vel og komu engin stór mál upp. Mynd: Ingólfur Júlíusson Myndin Dómstóll götunnar A tgervisflótti er landlægt vandamál, fyrst landsbyggð- arinnar en nú í vaxandi mæli einnig þéttbýlisins. Orsökin er þó hin sama, fábreytni. Þegar við- fangsefnin þrengjast eða hverfa leitar fólk á önnur mið. Launamunur spil- ar einnig inn í, ekki sízt sé hann um- talsverður. Í tilfelli lækna er það stað- reyndin og því horfa margir yfir hafið. En þar með er ekki öll sagan sögð. Fábreytni inniber fáa valkosti um vinnustaði og einsleitt vinnuum- hverfi. Nákvæmlega þetta blasir við læknum á Íslandi. Fyrir sérfræði- lækna er nánast aðeins einn vinnu- staður, Landspítalinn. Samkeppn- in sem áður ríkti á milli sjúkrahúsa höfuðborgarinnar er á bak og burt, smærri sjúkrastofnanir aflagðar eða sameinaðar Landspítala. Allt er kom- ið undir einn hatt, eina yfirstjórn. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr starfi landspítalans né nauðsyn, hann er flaggskip heilbrigðisþjónustunnar og verður það áfram. Sama þróun á sér stað í heilsu- gæslunni, fækkun og stækkun. Í öll- um landshornum smalar stærsti vinnuveitandinn saman þeim smærri og úr verður einn vinnu- staður. Þessi samþjöppunarstefna yfirvalda undir yfirskini hagræðing- ar er þegar farin að höggva nærri grunnþjónustunni, hún molnar og dýrt sérfræðingaveldi tekur við. Af- leiðingin sú að heilbrigðisþjónustan á Íslandi líkist æ meir stórverzlun þar sem fólk ráfar um sjálfala, hirð- ir sína vöru, er boðið góðan dag við afgreiðslukassann, borgar og kemur aftur í næstu viku. Hin ástæða atgervisflóttans er að mínu viti samfélagsleg. Samfélagið hefur tekið stakkaskiptum á uml- iðnum árum, upplýsingaflæði, með- vitund og áhugi á heilsu svo mikill að fyrirbærið heilbrigði er farið að snúast upp í andhverfu sína. Tökum dæmi. Orka í börnum er eðlileg. Hún þarf hinsvegar sinn farveg, einhvers- konar útrás en hana vantar. Líkamleg áreynsla og foreldrastundir hafa vik- ið fyrir tölvum og tímaleysi. Samfé- lagið iðkar ekki friðinn heldur kaupir. Og þá grípur sérfræðingaveldið gæs- ina og býður upp á lausnir, skyndi- lausnir. Annað dæmi. Offita, matar- fíkn. Við hvað er átt? Fyir 40 árum var einn þybbinn í bekk, nú er hlut- fallið nánast öfugt. Er offituvandinn þá vegna nýtilkomins sjúkdóms sem herjar sérlega á vesturlönd eða hef- ur breyttur lífsstíll eitthvað með mál- ið að gera? Svari hver fyrir sig. Gæti nefnt fleira en læt staðar numið. Afleiðing ofangreinds er sú að al- menn skynsemi á í vök að verjast. Í stað hennar er notast við sjúkdóms- módel sem mörg hver fjalla um ekki neitt. Þessi hjáleið virðist ná upp á pallborðið hjá læknum, skjólstæð- ingum og samfélaginu í heild. Með henni er lagður grunnur að einskon- ar Kaliforníuhóteli heilbrigðiskerf- isins þar sem fólk fer inn en kemst aldrei út. Ekki ber að taka þessu sem alhæfingu en að mínum dómi er þetta verulegt vandamál og ein meginorsök þess að læknar, ekki sízt í grunnþjónustunni, flýja tilgangs- leysið. Samandregið má orða þetta svona: Flestir vilja geta valið a.m.k. á milli tveggja stjórnmálaflokka. Sjái fólk ekki skoðunum sínum farveg flyst það burt. Sama gildir um vinnu- staði. Fólk vill hafa val. Sömuleiðis vill fólk sjá afrakstur vinnu sinnar, sannfærast að hún hafi einhvern til- gang. Ef ekki leitar það annað. Heil- brigðisyfirvöld mættu leiða hugann að þessu nema ætlunin sé að hag- ræða svo mikið að ekkert heilbrigðis- kerfi standi eftir. Hótel Kalifornía heilbrigðiskerfisins „Afleiðingin sú að heilbrigðisþjónust- an á Íslandi líkist æ meir stórverzlun þar sem fólk ráfar um sjálfala, hirðir sína vöru, er boðið góðan dag við afgreiðslukass- ann, borgar og kemur aftur í næstu viku. Kjallari Lýður Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.