Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 11. júlí 2011 Mánudagur Lögreglan gerði athugasemd við há- vaða úr garðveislu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og eiginkonu hans Ingibjargar Pálmadóttur á föstudags- kvöldið. Í tölvupósti til blaðamanns gerir Ingibjörg lítið úr heimsókn lög- reglumannanna og segir að þeir hafi einnig komið við hjá nágranna henn- ar. „Ég veit fyrir víst að vinkona dótt- ur minnar á Bergstaðastræti gegnt Holtinu hélt veislu sama kvöld, en þar kom einnig lögregluteymið og bað þau um að lækka tónlistina þar, nú fyrst þetta eru fréttir. Þannig að það hefur verið aldeilis líflegt í Þing- holtunum á föstudaginn,“ segir hún glaðlega í póstinum. „Þegar lögreglan kom á svæðið rétt fyrir miðnætti – þá hafði unga fólkið hækkað aðeins um of í iPod- græjunum. Þeir báðu okkur vinsam- legast um að lækka sem við og gerð- um um leið.“ Buðu í pylsur og hamborgara Ingibjörg segir í póstinum að henni þyki ekki merkilegt að eiginmaður sinn hafi tendrað grillið og matreitt ofan í vini og fjölskyldu. Hún svarar þó engu að síður spurningum DV um hverjir hafi mætt í veisluna. „Þar voru fremstir meðal jafn- ingja m.a. Lilja, systir mín og Krist- ín, systir eiginmanns míns. Dóttir mín, Júlíana Sól og stórvinir henn- ar til margra ára Ólöf og Tyrfingur. Í garðinum voru einnig fyrir mennta- skólavinir mínir, Guðný og Bjössi og æskuvinir eiginmanns míns Óskar og Maddi og fleiri góðir,“ segir hún og bætir við: „Við buðum í SS-pylsur og ham- borgara fjölskyldu okkar og mjög nánum vinum og nágrönnum – hér með vona ég að ég hafi gert nægilega grein fyrir fjölskylduboðinu mínu.“ Ekki árlegur viðburður „Veislan sem slík er ekki árlegur við- burður þó að Jón taki stundum upp á því að tendra grillið í garðinum, þá oftast til þess að fæða mig og aðra meðlimi fjölskyldu okkar og vini. Annars er landið fagurt og frítt og vona að þið séuð hress hjá DV, þótt það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja (e. old habits die hard),“ sagði hún kímin í póstinum og bætti við í eftirskrift að Jón Ásgeir ætlaði einn- ig að grilla fyrir fjölskylduna sína á sunnudagskvöld. Nokkrir mótmælendur mættu fyrir utan heimili þeirra á Sóleyjar- götunni þar sem veislan var haldin. Ekki voru það þó margir þrátt fyrir að mótmælin hefðu verið boðuð með nokkrum fyrirvara á samskiptavefn- um Facebook. Jón Ásgeir hefur undanfarin ár, eða frá bankahruninu, verið um- deildur í íslensku samfélagi en hann var einn aðaleigenda Glitnis sem var fyrstur íslensku bankanna til að falla. Hefur honum meðal annars verið stefnt af slitastjórn bankans í New York og víðar. n Lögreglan mætti í grillpartí Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Pálmadóttur n Buðu vinum og vandamönnum í SS-pylsur og hamborgara n Nokkrir mótmælendur mættu fyrir utan húsið„Við buðum í SS- pylsur og ham- borgara fjölskyldu okkar og mjög nánum vinum og nágrönnum. Sex og hálft ár fyrir smygl: „Besta dóp í heimi“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á föstudag 23 ára karlmann, Junierey Kenn Pardillo Juarez, í sex og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á gríðarlegu magni af fíkniefnum. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 23. mars síðastliðinn við komuna frá Las Palmas á Spáni. Við leit í töskum mannsins fundust 36.604 stykki af e-töflum og 4.471 skammtur af LSD. Samkvæmt ákæru voru efnin ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi verið missaga um hvað væri í töskunum. Hann hafi sagt að hann héldi að það væru fíkniefni sem hann hefði sjálfur keypt og kom- ið fyrir í töskunum, en hann væri ekki viss. Þá hafi hann sagt að þetta væri „besta dóp í heimi“ og líklega væri þetta kókaín, en síðar sagt að um væri að ræða hass. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald en sá úrskurður rann út í júní síðastliðnum. Maðurinn sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði verið burðar- dýr og átt að fá peninga hér á landi við afhendingu efnanna. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp hver hefði fengið hann til verkefnisins. Bensínþjófur má ekki keyra aftur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað, skjalabrot og gripdeild. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að hafa, á tímabilinu frá 28. maí til 29. júní í fyrra, stolið núm- eraplötum af bifreið sem var á bíla- sölu á Kletthálsi. Plöturnar festi hann á aðra bifreið. Nokkrum dögum síðar dældi hann eldsneyti á bensínstöð N1 að verðmæti 9.608 krónur. Í stað þess að greiða fyrir bensínið eins og heið- virðum borgara sæmir stakk maður- inn af. Þennan leik endurtók hann 29. júní, á sömu bensínstöð, en þá dældi hann bensíni fyrir 10.507 krónur án þess að greiða fyrir það. Í ofanálag var maðurinn dæmdur fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Maðurinn, sem er fæddur árið 1988, hefur margoft verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur. Þótti því rétt að svipta hann ökuréttindum ævilangt. Sjálfskiptur Skoda Octavia árg 2002 Ekinn 110 þús, dökkblár, 4 dyra, 1.984 cc., heilsársdekk fylgja, ekkert áhvílandi. Hafið samband við Sigurgeir Jónasson í síma 772 1368 (eða Jón í síma 897-2390) Þórarni Birni Steinssyni var hegnt fyrir hetjudáð: Ætlar alla leið „Við ætlum að áfrýja,“ segir Þórarinn Björn Steinsson sem tapaði í byrjun júlí máli sínu gegn Norðuráli og Sjóvá fyrir héraðsdómi. Þórarinn fór fram á að fyrirtækin viðurkenndu skaða- bótaskyldu eftir að hann meiddist við að hjálpa samstarfskonu sinni eftir að 620 kílóa stálbiti féll ofan á fætur hennar. Þórarinn segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði tapað málinu fyrir héraðsdómi og að fjöldi fólks hafi sett sig í samband við hann og hvatt hann til að áfrýja. „Fólk hefur bæði sent mér tölvu- pósta og hringt og hvatt mig til þess að fara með þetta lengra. Þar á með- al er Vilhjálmur Birgisson, verkalýðs- foringi á Akranesi og Magnús Nor- dal, lögfræðingur ASÍ sem vilja báðir sjá þetta mál fara fyrir Hæstarétt. Það er mjög gott að finna þennan stuðn- ing og eins að verkalýðsfélögin standi með mér. Dómurinn í héraði var mikið reiðarslag og ég var á báð- um áttum með hvað ég ætti að gera. Svo kom allur þessi stuðningur og þá varð ég laus við allan vafa.“ Í samtali við DV eftir úrskurð hér- aðsdóms sagði Þórarin fjölskyldu sína vera í miklum fjárhagsörðug- leikum, en kona hans er atvinnu- laus og saman eiga þau fjögur börn. Þórarinn er metinn 75 prósent öryrki og er á endurhæfingarlífeyri sem er næsta stig á undan örorku. Að fara með mál fyrir Hæstarétt kostar sitt en Þórarinn segir að það muni skýrast í dag, mánudag, hvort hann fái einhvers konar fjárhagsleg- an stuðning til að sækja mál sitt. „Það er að skýrast. Bæði einstak- lingar og samtök hafa haft samband við mig, en ég get ekki sagt neitt til um það fyrr en þau mál skýrast sem verður væntanlega á næstu dögum.“ Samkvæmt Þórarni ríkir mikil reiði meðal starfsmanna Norðuráls vegna málsins og hafa margir þeirra sett sig í samband við hann og lýst yfir stuðningi. Ætlar að áfrýja Þórarinn Björn Steinsson segir marga hafa haft samband við hann og hvatt hann til að áfrýja máli sínu til Hæsta- réttar. Range Roverar í röðum Margt var um manninn í veislunni en Ingibjörg segir að fjölskyldu, vinum og nágrönnum hafi verið boðið í SS-pylsur og hamborgara. MyNd SIgtRygguR ARI JóhANNSSoN Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Jón Ásgeir grillaði SS- pylsur og hamborgara garðpartí Ingibjörg og Jón Ásgeir buðu vinum og vandamönnum í grillveislu í garð- inum hjá sér. MyNd SIgtRygguR ARI JóhANNSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.