Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 11. júlí 2011 Mánudagur væri til í að skoða 2 milljarða lán ef tryggingar og kjör væru ásættan­ leg og að við fengjum fjármögnun á þær. Viðar hefur svo rætt við Jón Þóris hjá VBS og ætlar að ræða við Styrmi hjá MP um aðkomu þeirra með sömu fjárhæð. Ég sagði Viðari að þeir þyrftu að bjóða eitthvað ann­ að með Landic, þ.e. að Landic eitt og sér væri ekki ásættanlegt.“ Viðar sendi stjórnendum Byrs annað tilboð 27. mars þar sem hann bað um fjögurra milljarða kúlulán með vaxtaafborgunum á 6 mánaða fresti og veði í hlutabréf­ um FL Group í Glitni. Vaxtakjör áttu að vera 3,50 yfir Libor. Ragn­ ar Z. var hins vegar ekki sáttur við tilboðið og hafnaði því í tölvupósti til samstarfsmanna sinna – búið var að láta FL Group vita að félagið fengi ekki meira en tveggja millj­ arða króna lán. „Rugl [...] Vid eru ekki að tala um 4, nema ad haldi að VBS sé ad taka 2. Kjorin eru ut ur korti.“ Ekkert varð því af þessari lánveitingu Byrs til FL Group. Stjórn FL Group samþykkti viðskiptin Eftir þetta er gat í tölvupóstsam­ skiptunum sem DV hefur undir höndum þar sem Byr og FL Group virðast hafa komist að annars konar samkomulagi um tilhögun lánanna sem ekki er rædd beint í tölvupóst­ samskiptunum: Glitnir átti að lána Byr þrjá milljarða og Byr átti svo að lána þrjá milljarða áfram til FL Group. Svo virðist sem stjórnend­ ur Byrs og FL Group hafi því komist að þessu samkomulagi með öðrum hætti en í tölvupóstum. Glitnir var því í reynd að lána FL Group þrjá milljarða í gegnum Byr. Þessi staðreynd er afar áhugaverð í ljósi þess að í skýrslu rannsóknar­ nefndar Alþingis og fleiri gögnum sem liggja fyrir koma fyrir margar sannanir þess efnis að helstu stjórn­ endur FL Group, sérstaklega Jón Ás­ geir Jóhannesson stjórnarformað­ ur, hafi verið skuggastjórnendur hjá Glitni fyrir hrunið 2008. Í gögnunum sem DV hefur undir höndum kemur fram að stjórn FL Group hafi samþykkt lántökuna frá Byr. Um þetta segir á undirrituðu skjali frá Bernhard Bogasyni, starfsmanni FL Group og ritara stjórnarinnar: „Það stað­ festist hér með að þann 30. mars 2008 tók stjórn FL Group hf (FL) ákvörðun um að heimila forstjóra og eða fjármálastjóra félagsins að semja við BYR sparisjóð (BYR) um að BYR láni og FL fái að láni kr. 3.000.000.000 (þrjá milljarða).“ Fullyrða má að Jón Ásgeir og aðrir stjórnarmenn í FL Group hafi vitað af því að Glitnir hafi lánað Byr á móti fyrir láninu frá sparisjóðn­ um þar sem fyrir liggur að FL Group nánast handstýrði Glitni eftir yfir­ tökuna á Glitni í apríl 2007. Nokkur dæmi eru tekin um þetta í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. DV hafði samband við Jón Ás­ geir Jóhannesson til að spyrja hann út í viðskipti FL Group við Byr. Jón Ásgeir vildi ekki tjá sig um þau og benti blaðamanni að spyrja Jón Sigurðsson, fyrrverandi for­ stjóra FL, um málið. „Bendi a Jon Sig... Eg var ekki að reka fl á þess­ um tíma þannig þú verður að bera þessar spurningar undir þá sem sáu um þessi mál. Þú hlýtur að skilja það,“ sagði Jón Ásgeir í svari sínu í tölvupósti. Meðal þess sem DV lék forvitni á að vita var af hverju FL Group hefði legið svo á að fá lán frá Byr, eða öðrum aðilum, á þessum tíma. Viðar sagði peninginn koma frá þeim Eftir þetta tóku við viðræður í tölvupóstunum um lánaskilmála á lánunum frá Glitni til Byrs og frá Byr til FL Group. Svo virðist sem engin bein skil hafi verið á milli Glitnis og FL Group í þessum við­ skiptum og tóku starfsmenn Glitn­ is ekki beinan þátt í þeim. Þar sem Byr ætlaði sér að græða á lánavið­ skiptunum með vaxtamuninum á milli lánsins frá Glitni og lánsins til FL Group var þetta afar mikil­ vægt fyrir sparisjóðinn og í reynd hvatinn að viðskiptunum. Hvati FL Group var einfaldlega að ná sér í fjármuni með einhverjum hætti sem fyrst og því skiptu tugir millj­ óna til eða frá kannski litlu máli fyrir félagið. Eftir að fyrir lá að Glitnir myndi lána Byr og að Byr myndi svo lána FL Group þurfti að drífa samn­ ingana í gegn. Svo mikið lá á hjá FL Group að klára samningana við Byr að FL Group ýtti mjög á eftir málinu líkt og Carl sagði í tölvu­ pósti til Ragnars og Magnúsar Ægis þann 29. mars: „Þeir pressa á svar við samn­ ingnum í dag og Viðar sagði að þeir væru með lögfræðinga á fullu... Viðar ætlar svo að hringja í mig aftur í dag og ræða kjörin. Reyna að pressa.“ Viðar og Carl héldu áfram að skiptast á skoðunum um vextina á láninu frá Byr. Mat Viðars var að Byr ætti að geta lánað FL Group á þeim kjörum sem hann nefndi þar sem FL Group bæri í reynd ábyrgð á því að Glitnir lánaði Byr milljarða á móti; svo góð virðast ítök FL Gro­ up í Glitni hafa verið. „Varðandi vaxtakjörin teljum við 375 bp eðlilega marginu og lántökugjald max bp í ljósi þess að fjármagnið sem lagt er til er fyr­ ir okkar tilstilli og um lágmarks­ vinnu að ræða við dílinn. Þið hljót­ ið að geta komið til móts við okkur í þessu máli,“ sagði Viðar. Carl sagðist í tölvupósti til Við­ ars vera jákvæður gagnvart við­ skiptunum og að þau ættu að geta styrkt bæði Byr og FL Group: „Per­ sónulega er ég jákvæður gagnvart þessum viðskiptum og tel að þau geti styrkt báða aðila til framtíðar.“ Lánið frá Glitni forsenda Byrslánsins Lánasamningur Byrs og FL Group var tilbúinn þann 30. mars. Byr ýtti hins vegar á eftir því við FL Group að Glitnir lyki við lánasamning­ inn vegna lánsins frá bankanum til Byrs áður en sparisjóðurinn gæti gengið endanlega frá greiðslu lánsins. „Eins og fram hefur komið í samtölum þá er samningur okkar við Glitni forsenda þessa samnings og honum hefur ekki verið lokið.“ Byr lánaði FL Group því aðeins vegna þess að sparisjóðurinn fékk jafnhátt lán frá Glitni á móti. Athygli vekur að Byr kom þess­ ari ábendingu á framfæri við FL Group en ekki Glitni enda eru eng­ in bein samskipti á milli Byrs og Glitnis í þeim gögnum sem DV hef­ ur undir höndum. FL Group virðist því hafa séð alfarið um samninga­ viðræðurnar við Byr vegna millj­ arða króna láns frá Glitni. Byrslánið speglað Ragnar Z. sendi stjórnarmönnum í Byr, þeim Agli Ágústssyni, Guð­ mundi Inga Jónssyni, Jóni Þor­ steini Jónssyni og Magnúsi Ár­ manni, tölvupóst daginn eftir, þann 31. mars, þar sem hann til­ kynnti þeim að gengið hefði ver­ ið frá lánveitingunni til FL Group deginum áður. Lánið var það hátt að það þarfnaðist staðfestingar frá stjórn sparisjóðsins. Í tölvupóst­ inum rakti Ragnar Z. aðdraganda lánveitingarinnar: „Þann 1. mars sl. óskaði FL­ Group hf. lánafyrirgreiðslu frá okkur allt að fjárhæð 8 milljörð­ um króna með veði í hlutabréf­ um Landic Properties. Eftir fundi með FL­mönnum og yfirferð­ ar lánanefndar Byrs og að höfðu samráði við stjórnarformann Byrs var ákveðið að bjóða þeim allt að 3 milljörðum króna í lánafyrir­ greiðslu gegn tryggingum í Glitni. Forsenda lánveitingarinnar var jafnframt að að einn af viðskipta­ bönkunum myndi útvega Byr pen­ inga til að lána áfram til FL.“ Seinna í tölvupósti hans kom fram að lánsfjárhæðin væri 3 millj­ arðar króna, lántökugjaldið væri 2 prósent, vaxtaálagið 4,5 prósent og að útborgunardagur lánsins væri 31. mars. Svo sagði Ragnar: „Á móti þessu láni tökum við lán hjá Glitni banka sem speglar ofangreinda lánveitingu. Glitn­ ir lánar okkur með 2% vaxtaálagi auk 1% lántökugjalds [...] Hreinn vaxtamunur okkar á ofangreindri lánveitingu er 3% á ári.“ Byr sá því fram á að græða 90 milljónir í vaxta mun á ári auk 30 milljóna í lántökugjald við gerð samning­ anna, líkt og kom fram í tölvupósti Carls: „Ekki slæmt það,“ sagði hann. Skrifað var undir lánasamn­ ingana þennan sama dag. „Vúhú“: Gengið frá greiðslunni Gengið var frá greiðslunni dag­ inn eftir samkvæmt tölvupósti eins starfsmanna Glitnis til Carls þann 1. apríl en Viðar hafði þá ýtt á eftir því að greiðslan á láninu yrði klár­ uð: „Vinsamlega klárið greiðsluna,“ sagði hann. Starfsmaður Byrs sem millifærði peninga til FL Group staðfesti að gengið hefði verið frá henni: „Vúhú! Ég er þá búin að ganga frá greiðslunni til þeirra, mikill léttir: ) Meðfylgjandi er AKS­kvitt­ unin, þið ráðið hvort þið sendið hana áfram til Viðars. En greiðslan er a.m.k. komin til þeirra :)“ Þann­ ig tók FL Group þrjá milljarða út úr Byr og lét Glitni leggja þrjá millj­ arða inn í Byr í staðinn. Lánið og veðið frá Glitni Veðið fyrir láninu frá Byr til FL Group var í hlutabréfum FL Group í Glitni en félagið átti bréfin í gegnum hollenska dótturfélagið FL Group Holding Netherlands B.V. Þetta kemur fram í fundargerð hollenska félagsins sem DV hefur undir hönd­ um sem og í veðsamningnum á milli Byrs og hollenska félagsins. Áhætta Byrs vegna lánveitingarinnar til FL Group var því á endanum bund­ in við hlutabréf FL Group í Glitni. Með þessu móti náði að FL Group að endurfjármagna sig tímabundið, kaupa sér gálgafrest um skeið. Þetta var gert með stuðningi frá Glitni í að minnsta kosti þremur tilfellum á fyrsta helmingi ársins 2008 þar sem enginn, þar á með­ al Byr, vildi lána FL Group fjár­ muni á eðlilegum forsendum. Þess vegna var féð sótt inn í Glitni þegar í harðbakkann sló. Ekki náðist í Viðar Þorkels­ son, sem í dag er forstjóri korta­ fyrirtækisins Valitors, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar til­ raunir. „Þið hljótið að geta komið til móts við okkur í þessu máli. Viðhorf Byrs breyttist Byr vildi upphaflega ekki lána FL Group í mars 2008. Viðhorfið breyttist svo þegar þeim bauðst að fá jafnhátt lán frá Glitni á móti 3 milljarða láni frá Byr til FL. Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon voru sparisjóðsstjórar Byrs og skrifuðu upp á lánið til FL.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.