Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Qupperneq 11
ið afskrifaðar en 4,7 prósent af heild-
arskuldum fyrirtækja.
Svigrúm til að afskrifa
skuldir almennings
Margrét Tryggvadóttir telur alveg
ljóst að svigrúm sé til þess að afskrifa
skuldir almennings. Vandinn sé hins
vegar sá að eigendur bankanna séu
ekki fúsir til að reisa samfélagið við.
„Tveir af stóru bönkunum voru
afhentir erlendum kröfuhöfum.
Mikið til eru þetta erlendir vogunar-
sjóðir og það eru ekki þeir sem voru
að lána bönkunum. Þetta eru þeir
sem keyptu kröfur á fimm prósent af
virði þeirra. Auðvitað eru einhverjir
sem lánuðu peninga og eru að tapa
en við vitum að það var rosalega grár
markaður með þessar kröfur og fullt
af gullgröfurum að versla með þær.
Þessir aðilar hafa engan hag af því
að íslenskt samfélag rétti úr kútn-
um og það gerir það ekki fyrr en við
erum komin með sanngjarna lausn í
skuldamálum.“
Í apríl árið 2009, stuttu eftir að
Framsóknarflokkurinn lagði fram
tillögu um 20 prósent flatan nið-
urskurð húsnæðislán, lagði Gísli
Tryggvason, talsamaður neytenda,
til heildarlausn á skuldavandan-
um. Hann lagði til að neytendalán
yrðu færð niður með gerðardómi,
meðal annars vegna forsendu-
brests.
„Þetta sýnir að tillaga mín í apríl
2009 um heildarlausn á skuldavanda
heimilanna, hafi ekki bara verið
sterk lögfræðilega heldur hafi hún
einnig verið fjárhagslega tæk. Mér
þótti lögfræðilegar röksemdir fyrir
því að skipta tjóninu á milli bank-
anna og neytenda.“
Næststærsti banki Þýskalands
hagnast um 4 milljarða
Margir hafa furðað sig á góðu
gengi íslensku bankanna eft-
ir hrun. Landsbankinn, Íslands-
banki og Arion banki hafa verið
að skila góðum uppgjörum sem er
líklega svolítið í mótsögn við nið-
ursveiflu í efnahagslífi Íslands og
þá sérstaklega hjá mörgum fyrir-
tækjum og einstaklingum.
Einnig má nefna að flestir
bankar í Evrópu hafa ekki verið
að skila methagnaði. Þannig má
nefna að það hlýtur að vera nokk-
uð ótrúlegt að Commerzbank,
næststærsti banki Þýskalands,
skilaði einungis níu milljarða
króna hagnaði á öðrum ársfjórð-
ungi eða svipað mikið og Arion
banki gerir á sama tímabili. Skýr-
ist það að stórum hluta af því að
Commerzbank þurfti að afskrifa
um 125 milljarða króna af grískum
skuldabréfum. Þannig dróst hagn-
aður bankans saman um 93 pró-
sent miðað við sama tímabil 2010.
Þess skal getið að Commerzbank
er 140 sinnum stærri banki en Ar-
ion. Nema eignir hans 112 þúsund
milljörðum króna á meðan eignir
Arion banka nema 805 milljörðum
króna. Þannig nemur hagnaður
í hlutfalli við eignir á öðrum árs-
fjórðungi 1,27 prósent hjá Arion
á meðan að hlutfallið er einungis
0,008 prósent hjá Commerzbank.
Stærsti banki Þýskalands,
Deutsche Bank, hagnaðist hins
vegar um 200 milljarða króna á
öðrum ársfjórðungi en þurfti líka
að afskrifa grísk skuldabréf fyrir
um 25 milljarða króna. Einnig má
nefna að Danske bank skilaði 42
milljarða króna hagnaði á fyrstu
sex mánuðum ársins 2011.
Fréttir | 11Miðvikudagur 7. september 2011
Risahagnaður Arion banka
D
V greindi frá því í vor að sex
æðstu stjórnendur Arion
banka hafi fengið 156 millj-
ónir króna í laun á síðasta ári.
Bankastjórarnir sem stýrðu bank-
anum í fyrra, þeir Finnur Svein-
björnsson, sem hætti störfum í júní,
og Höskuldur H. Ólafsson, sem tók
við þá, höfðu saman 46 milljónir
króna í árslaun í fyrra og fimm fram-
kvæmdastjórar bankans fengu sam-
tals 109,9 milljónir króna í laun.
Samanburður á ársskýrslum
bankans sýndir að mánaðarlaun
á hvert stöðugildi hjá Arion banka
hækkuðu um 19 prósent á milli ár-
anna 2009 til 2010 – úr 575 þúsund
krónum á mánuði að jafnaði í 686
þúsund krónur. Til samanburðar
hækkuðu launin í Íslandsbanka um
17 prósent. Um 1.100 manns vinna
hjá hvorum banka.
n Sex toppar fengu 156 milljónir í fyrra
Ofurlaun yfirmanna
Háar upphæðir
Það gefur vel að vera
yfirmaður hjá Arion
banka.
Hvað finnst þér um 24 prósenta hækkun launakostnaðar Arion banka?
„Mér finnst það forkastanlegt.“
Hulda Egilsdóttir
á besta aldri í barneignarleyfi
„Mér finnst bara að það mætti lækka launin
hjá forstjóranum. Mér finnst þau allt í lagi
hjá hinum.“
Ásdís Kristjánsdóttir
42 ára innheimtufulltrú
„Maður þarf virkilega að fá skýringar á því af
hverju það er svo mikil hækkun.“
Ása Jóhannsdóttir
49 ára grafískur hönnuður
„Ég hef ekkert kynnt mér málið en það
hljómar að minnsta kosti eins og argasta
tímaskekkja.“
Stefán Rafn Sigurbjörnsson
21 árs
„Ég segi bara pass.“
Arnór Bjarki Svarfdal
21 árs nemi
Dómstóll götunnar
Skrifaði bankastjóra Arion banka opið bréf í mars:
„Maður fær æluna
upp í háls“
Þ
etta er svo yfirgengilegt rugl
að maður bara hlær,“ segir
Halldór Lárusson, viðskipta-
vinur Arion banka um hvað
honum finnst um að Arion banki
hafi hagnast um 10,3 milljarða á
fyrri helmingi þessa árs. Halldór
skrifaði bankastjóra bankans opið
bréf í mars síðastliðnum þar sem
hann gagnrýndi framkomu bank-
ans gagnvart viðskiptavinum sín-
um. „Ég spyr: Hvernig stenst þetta?
Fyrirtækjum og fjölskyldum í land-
inu er að blæða út og Arion banki
græðir á tá og fingri á þessum fyr-
irtækjum og fjölskyldum!? Get ég
fengið útskýringar?“ skrifaði Hall-
dór í bréfi sínu til bankastjórans í
mars, en Arion banki hafði þá ný-
lega tilkynnt um 12,6 milljarða
króna hagnað á árinu 2010. Halldór
og kona hans höfðu á þeim tíma að
hætt að greiða af húsnæðislánum
sínum til að eiga fyrir mat handa
börnunum.
Hann er næstum orðlaus yfir
fréttum af hagnaði bankans á fyrri
helmingi þessa árs. „Á meðan við
megum éta það
sem úti frýs þá
græða þeir á tá
og fingri.“ Hall-
dór segir fjöl-
skyldu sína ná
endum saman
með alls kon-
ar æfingum í
dag og að hafi
bankinn fryst einhver lán hjá þeim.
„Ég kemst ekkert úr viðskiptum
hjá þeim,“ segir Halldór, en hann
er með íbúðalán hjá bankanum
sem hann segir að kosti eina millj-
ón króna að færa í annan banka.
„Maður er bara í klónum á mafí-
unni og maður lítur á bankann sem
glæpamenn.“ Hann segir bankann
eingöngu spá í peninga, hagnað og
gróða, en ekki fólkið. „Þegar maður
er að horfa á einhverjar auglýsingar
í sjónvarpinu af brosandi fólki sem
Arion banki vill gera allt fyrir þá fær
maður bara æluna upp í háls,“ seg-
ir Halldór sem er mjög ósáttur við
bankann sinn.
solrun@dv.is
Bankastjóri á ofurlaunum Höskuldur
Ólafsson er með um 2,9 milljónir króna í föst
mánaðarlaun en hafði þó að jafnaði um 4,3
milljónir króna mánaðarlega í fyrra.