Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Qupperneq 12
12 | Erlent 7. september 2011 Miðvikudagur
T
vö hundruð bílum var ekið
aðfararnótt þriðjudags
frá Líbíu og yfir að landa-
mærum Níger þar sem
hermenn fylgdu þeim inn
í landið. Helstu stuðningsmenn
Gaddafis og háttsettir menn úr rík-
isstjórn hans eru taldir hafa verið
farþegar í bílunum, en talsmaður
Gaddafis og utanríkisráðherra Níg-
er fullyrða þó að Gaddafi hafi ekki
verið með í för. Talið er að meiri-
hluti þeirra sem fóru yfir landa-
mærin hafi verið afrískir hermenn
sem hafa stutt Gaddafi í baráttunni
við uppreisnarmenn síðustu mán-
uði.
Fregnir af bílalestinni eru nokk-
uð óljósar en fullyrt er að mikið
magn gulls og peninga, bæði dollara
og evra, hafi verið flutt með lestinni.
Mansour Dao, yfirmaður öryggis-
mála Gaddafis, er sagður hafa farið
fyrir einni bílalestinni og vöknuðu
því grunsemdir þess efnis að Gad-
dafi væri þar einnig á ferð.
Brotin loforð um hæli
Bílarnir voru á leið til höfuðborg-
ar Níger, Niamey, sem er stutt frá
Búrkína Fasó og líklegt þykir að
bílalestin haldi för sinni áfram og
endi í Búrkína Fasó þar sem Gad-
dafi hefur verið boðið hæli. Því
töldu margir að Gaddafi hefði ver-
ið farþegi um borð í bílalestinni,
eða að hann hyggist bætast í bíla-
lestina ásamt syni sínum Saif al-
Islam. Afríkuríkið Búrkína Fasó
hafði boðið honum hæli og hann
þarf því að ferðast í gegnum Níger
til þess að komast þangað.
Nígerski herinn fylgdi bílalest-
inni eftir að hún fór yfir landa-
mæri Níger, en ekki er vitað um
nákvæma staðsetningu bílalestar-
innar eða hvort hún hafi farið yfir
landamærin til Búrkína Fasó. Það
er þó talið ólíklegt þar sem Búrk-
ína Fasó hefur nú neitað að hafa
boðið Gaddafi hæli. Það er talið
vera vegna þess að Búrkína Fasó
treystir á stuðning og fjármagn
frá Frökkum og þeir óttast að með
sýnilegum stuðningi við Gaddafi
og menn hans verði sú aðstoð
dregin til baka. Án þess að þeir fái
heimild frá Frökkum um að veita
Gaddafi hæli, er ólíklegt að þeir
standi við tilboðið. Frakkar hafa
tekið afstöðu með uppreisnar-
mönnum í Líbíu og verið í forsvari
fyrir hersveitir NATÓ og því verð-
ur að segjast að líkurnar á því að
þeir styðji fyrirætlanir ríkisstjórn-
arinnar í Búrkína Fasó séu hverf-
andi. Ekki er útséð með að Gaddafi
fái hæli einhvers staðar. Hann gæti
leitað hælis í Alsír, þar sem fjöldi
ættingja hans hafa þegar leitað
hælis og á meðal þeirra sem haf-
ast nú við í landinu eru eiginkona
Gaddafis, tveir synir hans og dótt-
ir. Alsír hefur þó ekki boðið honum
hæli opinberlega.
Mikið ferðalag
Talið er að bílalestin hafi lagt af
stað til Níger frá Jufra, bæ sem
stuðningsmenn Gaddafis stjórna
enn. Bílalestin fór þaðan líklega í
gegn um Alsír, þar sem stuðnings-
menn Gaddafis hafa geta fengið
hæli. Þegar bílalestin kom til Níg-
er var henni veitt fylgd af nígerska
hernum til borgarinnar Agadez.
Talið var mjög líklegt að Gaddafi
og sonur hans Saif al-Islam myndu
reyna að bætast í bílalestina ein-
hvers staðar á leið hennar og að
Gaddafi myndi þiggja boð um hæli
í Búrkína Fasó. Bandarísk stjórn-
völd hafa þó dregið í efa að Gaddafi
hafi komist til Níger, en þeir hafa
einnig reynt að hvetja stjórnvöld
þar til þess að handtaka stuðn-
ingsmenn Gaddafis, enda sé líklegt
að þeir eigi yfir höfði sér að verða
dregnir fyrir alþjóðadómstóla.
Staða Gaddafis versnar dag frá
degi. Hann hefur sjálfur sagt að
hann ætli sér að berjast til síðasta
blóðdropa, en enginn veit hvar
hann er niðurkominn eða hvort
hann er á annað borð enn í Líbíu.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Líbía
Gaddafi Á
enGa vini
Myrti fyrrver-
andi kærustu
Karlmaður myrti fyrrverandi kær-
ustu sína og svipti sjálfan sig lífi í
kjölfarið á miðvikudag á Suður-Sjá-
landi í Danmörku. Lögregla telur að
um fjölskylduharmleik sé að ræða,
en maðurinn réðst inn á heimili fyrr-
verandi kærustu sinnar þar sem hún
bjó ásamt föður sínum. Nágrannar
segja að þeir hafi heyrt hleypt þrisv-
ar af skotvopni í húsinu og lögregla
hefur staðfest að tvö lík hafi fundist
í húsinu. Karlmaður, sem mun vera
faðir stúlkunnar, var leiddur af vett-
vangi, klæddur í hvítan samfesting.
Það var að sögn lögreglu til að varð-
veita mikilvæg sönnunargögn, svo
sem erfðaefni. Talið er að hann hafi
orðið vitni að morðinu. Þau látnu
munu hafa átt í mjög stormasömu
sambandi sem lauk fyrir stuttu.
Blendnar tilfinningar Bush
n George W. Bush var létt þegar bin Laden var ráðinn af dögum
F
yrrverandi forseti Bandaríkj-
anna, George W. Bush, segir
að hann hafi ekki fundið fyr-
ir gleði þegar hryðjuverka-
maðurinn og óvinur ríkisstjórnar
hans Osama bin Laden var drep-
inn. Osama bin Laden lýsti því
yfir að hann bæri ábyrgð á hryðju-
verkunum 11. september 2001,
þegar liðsmenn Al Kaída réðust
á tvíburaturnana í New York og
varnamálaráðuneytið í Washing-
ton.
Bush sat á veitingastað í Dallas
þegar leyniþjónustumenn sögðu
honum að Barack Obama vildi
ræða við hann. Obama sagði Bush
í kjölfarið frá aftökunni. Bush segir
frá þessu í heimildarmynd sem gerð
var í tilefni þess að liðin eru 10 ár frá
árásunum á Bandaríkin árið 2001.
Bush sagðist ekki hafa fund-
ið fyrir neinni sérstakri gleði eða
ánægju þegar hann heyrði um
dauða bin Ladens. Þvert á móti
fann hann fyrir ákveðnum létti
og sagði að sér fyndist málinu nú
loks vera lokið. Bush var staddur
í skólastofu í Flórída þegar hann
heyrði af árásunum. Í fyrstu taldi
hann að lítil flugvél hefði flogið á
byggingarnar í New York.
„Í fyrstu hugsaði ég að annað-
hvort hefði veðrið verið aftakas-
læmt eða eitthvað hræðilegt kom-
ið fyrir flugmanninn,“ segir Bush í
myndinni.
Skömmu síðar hvíslaði starfs-
mannastjóri Hvíta hússins að hon-
um: „Önnur flugvél flaug á hinn
tvíburaturninn. Það hefur verið
gerð árás á Bandaríkin,“ og skyndi-
lega varð Bush að taka afdrifaríkar
ákvarðanir sem áttu eftir að reyn-
ast mjög umdeildar. Bush vildi þó
ekki segja að hann sæi eftir við-
brögðum sínum þennan örlaga-
ríka dag, en að hann gerði sér
grein fyrir því að þau hefðu verið
umdeild. astasigrun@dv.is
Hótanir
vegna offitu
Foreldrar of þungra systkina í Skot-
landi hafa fengið hótanir þess efnis
að geri þeir ekki eitthvað í þyngd
barna sinna verði þau tekin af þeim
og sett í fóstur eða jafnvel ættleidd
vegna vanrækslu foreldranna. Skosk
yfirvöld segja að foreldrarnir hafi
fengið fjölda viðvarana og ítrekað
verið sagt að börn þeirra yrðu að
léttast. Börnin eru á aldrinum eins
til ellefu ára. Foreldrar þeirra berjast
sjálfir við mikla offitu og telja félags-
málayfirvöld að þeir séu ekki hæfir
til að sinna börnunum og hafi van-
rækt þau. Yfirvöld hafa því brugðið
á það ráð að hóta því að verði ekki
gerð bragarbót á heilsu barnanna
gæti verið að þau fjögur yngstu yrðu
tekin af heimilinu.
Umdeildar ákvarðanir Bush
segist meðvitaður um umdeildar
ákvarðanir sem voru teknar í
kringum 11. september 2001.
n Fjölskylda Gaddafis flúin til Alsír n Búrkína Fasó dregur boð um hæli til baka n Bíla-
lest flytur burt gull og fé n Bandaríkin vilja að Níger handtaki stuðningsmenn Gaddafis
Gull og fé hugsanlega flutt með bílalest Um 200 bílar fóru frá Líbíu til Níger, talið er
að með í för hafi verið afrískir hermenn og háttsettir menn frá stjórnartíð Gaddafi.
Graphic
Story
Size
Artist
Date
Reporter
Research
Code
LIBYA-NIGER/CONVOY
LIBYA/
10 x 10 cm deep
Fabian Chan
06 / 09 / 11
-
-
WAR
© Copyright Reuters 2011. All rights reserved. http://link.reuters.com/ryt68q
200 mi
CONTEXT
Scores of Libyan army vehicles have crossed the desert frontier into Niger
in what may be a dramatic, secretly negotiated bid by Muammar Gaddafi
to seek refuge in a friendly African state, military sources from France and
Niger told Reuters on Tuesday
300 km
1
2
3
4
Bílalest frá Líbíu
Heimild: Reuters, franski og nígerski herinn.
ALSÍR
MALÍ
TÚNIS Miðjarðarhaf
LÍBÍA
Trípólí
Agades
Bani Walid
NÍGER
BÚRKÍNA
FASÓ
NÍGERÍA
TSJAD
MAROKKÓ
Bílalestin fór líklega í gegn um
Alsír, þar sem eiginkona Gaddafi,
dóttir og tveir synir hans fengu
skjól í síðustu viku.
Mánudagur Bílalest með 200-250
herbílum kemur til Niger og er fylgt til
Agadez af Nígerska hernum.
Gaddafi og sonur hans Saif al-Islam gætu
ákveðið að hitta herforingjann Ali Khana
og reyna þannig að sameinast bílalestinni.
Bílalestin gæti haldið áfram til Burkina Faso
þar sem Gaddafi hefur verið boðið hæli.
Bílalest frá Líbíu
Vilja banna
PowerPoint
Nýstofnaður svissneskur stjórn-
málaflokkur vill láta banna kynning-
arforritið PowerPoint með það fyrir
augum að hlífa mannkyninu. Það
er aðalstefnumál flokksins. Að sögn
Matthias Poehm, formanns flokks-
ins, skilur PowerPoint lítið eftir sig
þegar það er notað við kennslu eða
kynningar og telur hann að það geri
fólk afhuga því sem verið er að reyna
að kynna því. „Staðreyndin er sú að
venjuleg PowerPoint-kynning skap-
ar ekkert nema leiðindi,“ segir hann.
Hann telur að Sviss gæti sparað sér
allt að 350 milljarða evra á ári með
því að banna forritið. Stjórnmála-
flokkurinn þarf 10,000 meðlimi til að
teljast fullgildur flokkur, en aðeins
350 hafa skráð sig í hann.