Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Síða 14
Besti fiskurinn
n Lofið fær veitingastaðurinn Sólon
en viðskiptavinur sendi eftirfarandi:
„Ég fer reglulega á Sólon í hádeginu
því þar er alltaf besti fiskurinn.
Fiskurinn og súpa dagsins
kosta einungis 1.850 krónur.
Þetta er alltaf eins og listaverk
og algjörlega gómsætur
matur og hollur. Svo
er þjónustan frábær,“
segir viðskiptavinurinn
ánægði.
Fékk ekki
matinn
n Lastið að þessu sinni fær Stöðin
á Ártúnshöfða „Ég fór þangað rétt
fyrir lokun, fékk afgreiðslu og pant-
aði hamborgara og franskar. Þegar
ég hafði beðið í tíu mínútur kom af-
greiðslumaður í lúguna og tilkynnti
mér að það væri búið að loka lúgunni.
Ég gæti farið inn og sótt
þetta sjálf en ég sleppti
því bara og fór. Það
hefði verið ágætt ef ég
hefði verið látin vita
strax. Þetta fundust mér
skrýtin vinnubrögð,“ segir
viðskiptavinur Stöðvarinnar.
14 | Neytendur 7. september 2011 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 236,3 kr. 236,3 kr.
Algengt verð 236,1 kr. 236,1 kr.
Höfuðborgarsv. 236,0 kr. 236,0 kr.
Algengt verð 236,3 kr. 236,3 kr.
Algengt verð 238,0 kr. 236,3 kr.
Melabraut 236,1 kr. 236,1 kr.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Metanverð
hækkar
Verð á metani hækkaði um mánaða-
mótin í annað skiptið á þessu ári.
Á sorpa.is segir að á stjórnarfundi
fyrirtækisins, sem haldinn var 29.
ágúst, hafi verið ákveðið að hækka
verð metans um 4,50 krónur á Nm3
án virðisaukaskatts. Hafi þetta verið
gert til að mæta kostnaði við stækk-
un hreinsistöðvar í Álfsnesi sem
mæta skal aukinni eftirspurn. Verð
á metani er því komið í 126 krónur
á Nm3 en í byrjun árs var það á 114
krónur og nemur hækkunin frá ára-
mótum tæpum 10 prósentum. Árið
2007 þegar fyrsta metanstöðin var
opnuð kostaði gasið 88 krónur Nm3.
n Ber, jurtir og rætur til matseldar og annarra nota má finna víða
n Margir hafa aftengst náttúrunni og vita ekki hvar skal leita fanga
Lifðu af
landinu
„Það er gaman að
prófa sig áfram
og því oftar sem maður
reynir og því fjölbreytt-
ari tegundir sem maður
prófar færist maður nær
náttúrunni.
Þ
að eru gömul sannindi að
það vaxi við hús manns það
sem maður hefur þörf fyr-
ir,“ segir Guðrún Tryggva-
dóttir, frumkvöðull og fram-
kvæmdastjóri natturan.is. Hún bætir
við að það eigi kannski ekki við þann
sem býr í blokk í borginni en hann
þurfi þó ekki að leita langt til að finna
villtar jurtir sem hægt er að nýta. Á
natturan.is má finna mikið magn
upplýsinga um hvað fólk getur nýtt
sér úr náttúrunni.
Vitum ekki hvað náttúran getur
boðið upp á
Margir eru ómeðvitaðir um hvað
náttúran hefur upp á að bjóða. Ef við
erum ekki með matjurtagarð í garð-
inum eða á svölunum teljum við eina
ráðið að fara í búð og versla. Við ger-
um okkur ekki grein fyrir öllum þeim
fjölda af jurtum, berjum og rótum
sem eru tilvaldar til matargerðar og
eina sem við þurfum að gera er að
fara rétt út fyrir bæjarmörkin til að
finna það.
Við erum komin langt frá
upprunanum
„Villtar jurtir vaxa allt í kringum
okkur og það er mikilvægt að kynna
fólki hvar það getur leitað fanga,
hvar það er öruggt og til hvers hægt
sé að nota jurtirnar. Við getum nýtt
svo margt sem er í kringum okk-
ur og sleppt því að fara í Bónus og
kaupa rándýrt, dautt kál. Fólk ætti
frekar að leita í kistu náttúrunnar,“
segir hún. Það sé búið að skera á
sambandið á milli okkar og náttúr-
unnar og vegna þess séum við kom-
in svo langt frá upprunanum. Gam-
an sé að fara út í náttúruna og prófa
– finna hvaða jurtir tala til manns á
einhvern hátt og gera tilraunir með
þær, smakka og dást að þeim. „Það
er gaman að prófa sig áfram og því
oftar sem maður reynir og því fjöl-
breyttari tegundir sem maður próf-
ar færist maður nær náttúrunni.“
Guðrún leiddi blaðamann í
sannleikann um nokkrar slíkar
jurtir og aðrar náttúrugersemar
sem fólk getur tínt eða safnað og
notað við eldamennsku eða lík-
amsumhirðu. Upplýsingarnar hér
eru fengnar af síðunni natturan.
is en að sjálfsögðu er fjöldi nýtan-
legra jurta í náttúrunni mun meiri
en hér er tekið fyrir og fólk hvatt til
að fræðast um hvernig lifa má af
landinu.
Gunnhildur Steinarsdóttir
gunnhildur@dv.is
Úttekt
Guðrún Tryggvadóttir
Framkvæmdastjóri
natturan.is segir að
nútímamaðurinn sé
ómeðvitaður um hvað
náttúran geti gefið af sér.
MYND: EINAR BERGMUNDUR
Það má nota hinar
ólíklegustu jurtir á
ýmsan máta, svo sem
til matargerðar eða
sem rotvörn.
Ýmsar jurtir:
Það er fleira sem má
sækja í sjóinn en fiskinn.
Ýmiss konar þang, þara
og skelfisk má nýta í
matargerð og það er
góð samverustund að
ganga fjörur og finna
eitthvað matarkyns.
Sjávarfang:
Hvönn er bragðsterk og hentar
betur sem kryddjurt og heilsumeðal en
grænmeti. Það á einkum við á meðan
verið er að venjast henni en hún er
svolítið beisk fyrir matarsmekk nútíma-
manna. Hún hefur alla tíð haft orð á sér
sem lækningajurt og því verið haldið
fram að hún sé góð fyrir blóðrásina,
bæti meltinguna og vinni gegn gigt.
Háskóli Íslands mun hafa rannsakað
hana og orðrómurinn um lækningagildi
hennar hefur styrkst til muna. Farið er
að framleiða úr henni urtaveig, seyði
gegn krabbameini og hún kölluð ginseng
Norðurlanda. MYND: GUÐRúN TRYGGVADóTTIR
Hreindýramosa er hægt
að finna á gangi um heiðar og sé hann
mjúkur og örlítið rakur er tilvalið að taka
lúkufylli með heim og setja í flatbrauð
eða heilhveitibollur. Best er að gera
þetta strax því hann molnar þegar hann
þornar og þó bragðið breytist ekki verður
lítið úr honum.
MYND: GUÐRúN TRYGGVADóTTIR
Skessujurt má nota til að fá góðan
jurtakraft í næstum hvaða rétt sem er. Það er
hægt að nota hana sem súpujurt og jurtakraft
um leið og hún byrjar að vaxa en þegar líður
á sumarið er tilvalið að skera hana niður og
þurrka til vetrarins. Skessujurtin var áður fyrr
einnig notuð í læknislegum tilgangi en hún
hefur þvaglosandi áhrif, eykur matarlist og
getur linað hósta og verki í brjóstholi. MYND:
GUÐRúN TRYGGVADóTTIR
Fjallagrös eru notuð á ýmsa vegu, til
dæmis til að koma í veg fyrir að sultur mygli en
í þeim er rotvörn auk þess sem þau þykkja. Þau
verða mjúk og laga sig að berja- og ávaxta-
bragði og skilja eftir rétt mátulegan keim
af grösugum heiðalöndum. Þau hafa verið
nytjuð í margar aldir og voru þau þá meðal
annars notuð soðin í blóðmör og seyði af þeim
drukkið. Þau eru gríðarlega holl og næringarrík
en eru sérstæð og svolítið erfitt að finna þeim
stað í alþjóðlegri matarflóru.
Á natturan.is segir að matgæðingar nútímans
séu að fikra sig áfram í að nyta grösin með
ferskum áherslum og Háskóli Íslands hafi tekið
þjóðsöguna um lækningagildi þeirra alvarlega
og hafið rannsóknir. MYND: GUÐRúN TRYGGVADóTTIR
Birki er ekki notað
til matar en Guðrún
segist nota birki í allt
mögulegt, svo sem
græna drykki, húðolíur,
græðismyrsl og te.
MYND: GUÐRúN TRYGGVADóTTIR
Kræklingur
finnst víða við Ísland.
Það er til er gömul og
góð þumalputtaregla
um kræklingatínslu
en hún byggist á að
ekki megi tína þá yfir
þá sumarmánuði sem
ekki innihalda bókstafinn
r í nafni sínu. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Matvælastofnun er þetta
í megindráttum rétt nema að fólk ætti ekki að tína
krækling í september heldur. Hann telst sem sumar-
mánuður í sjó. Mikilvægt er að fólk afli sér upplýsinga
um stöðu kræklings á heimasíðu stofnunarinnar,
mast.is, en þar eru birtar upplýsingar um hvar er
óhætt að tína krækling.
Grænhimna er skær-
græn á lit og gljáandi eins og
blautt salat. Hana má tína og
þurrka, rista á pönnu og mylja.
Henni má svo strá yfir hina
ýmsu rétti eða súpur eins og
bragðbætissalati.
Söl er mest nýtt af sjávargróðri.
Oft eru þau tekin á stórstraums-
fjöru kringum höfuðdag eða 29.
ágúst og hafa þá haft sumarið til
að vaxa. Þau vaxa neðst í fjörunni
og koma í ljós á fjöru. Þegar þau eru
tínd er best að setja þau í netpoka
svo sjórinn leki af þeim en svo eru
þau þurrkuð flöt og þeim snúið svo
þau þorni jafnt og vel. Þurr eru þau
látin undir farg og þar þurfa þau
að taka sig í nokkrar vikur svo
sætan komi fram og þau verði
bragðgóð. Sætan er hvít og
heitir hneita.
Blöðruþang
má nota til að gera
te. Þó það sé ekki
sérlega bragðgott
þykir það vinna vel
á móti gigt, offitu og
hægum skjaldkirtli og
það er notað í margar
megrunarblöndur.
MYND: GUÐRúN TRYGGVADóTTIR