Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Mánudagur 26. september 2011 Sorg í Sandgerði verið erfitt að átta sig á því hvaða barn það er. Til okkar koma mörg börn sem skaða sig, taka ofskammta af lyfjum og annað slíkt. Það er nánast dag- legt brauð hjá okkur. Reyndar er al- mennt vitað að þeir sem hafa gert tilraun til sjálfsskaða eða sjálfsvígs eru í aukinni hættu á að taka eigið líf. En í rauninni þarf samt alltaf að meta hvort raunveruleg hætta er fyrir hendi eða hvort um hegðunarvanda sé að ræða. Það er ein leið til að stjórna umhverfinu og fá sínu fram- gengt að segja í bráðræði, ég drep mig eða ég drep þig ef ég fæ þetta ekki. En auðvitað þarf alltaf að meta alvarleika slíkra hótana.“ Óttast ekki smitáhrif Hann óttast ekki smitáhrif líkt og aðrir sem DV ræddi við. „Þarna koma prestur og samfélagið að, fólk stendur saman og styður hvert ann- að og það er mjög jákvætt að fólk bregðist þannig við. Það dregur úr líkum á smitáhrifum og léttir fólki róðurinn eftir svo þungt áfall. Eins er hættan á smitáhrifum meiri hjá eldri börnum og þá sérstak- lega ef sjálfsvígið er tengt einhverri hugmyndafræði sem fólk aðhyllist. En ég held að þetta sé einstakur at- burður og vonast til þess að ekkert þessu líkt gerist lengi. Sem betur fer er það afar sjaldgæft að börn á þess- um aldri svipti sig lífi.“ Mikilvægt að leita sér aðstoðar Engu að síður hvetur hann alla sem hafa áhyggjur af barni, hvort sem það er þeirra eigið eða annarra, til að leita eftir aðstoð. „Þá þarf að ræða við kennara og spyrja hvort þeir hafi tekið eftir einhverjum breytingum í hegðun barnsins eða samskiptum þess við önnur börn. Eins er hægt að leita til heilsugæslunnar, þjónustu- miðstöðva, fagaðila eins og sálfræð- inga í sveitarfélaginu eða hringja í okkur á barna- og unglingageðdeild. Fyrsta skrefið er að taka upp símann og fá hjálp.“ Örfá dæmi Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Landlæknis- embættinu, segir að það sé afar sjald- gæft að börn svipti sig lífi. „Við vitum um örfá dæmi á síðustu öld þar sem barn hefur verið svo ungt,“ sagði Sal- björg í samtali við DV um það hversu algengt það væri að ungt fólk fremji sjálfsvíg. Hún man eftir einu tilviki þar sem þrettán ára barn svipti sig lífi og öðru þar sem tólf ára barn svipti sig lífi en langur tími leið á milli þessara atvika. „Þetta eru mjög sjaldgæfir at- burðir og við þurfum að tala varlega þegar börn eiga í hlut.“ Hún bendir þó á mikilvægi þess að foreldrar fylgist vel með börnum sínum og því sem er að gerast í þeirra nærumhverfi og bætir því við að ung börn sem svipta sig lífi hafi oft orðið fyrir einelti. „Það er það sem er svo hættulegt, eineltið. Það er alveg gífur- lega hættulegt og hálfgert sálarmorð,“ segir Salbjörg en tekur það þó fram að hún þekki ekki til aðstæðna drengs- ins sem lést í Sandgerði. „En það er oft þannig að barnið vill ekki endi- lega deyja heldur fá frið fyrir vanlíð- an sinni. Sumir segja að þegar barn svipti sig lífi sé það frekar af slysni því þau geri sér ekki grein fyrir endan- leika dauðans.“ Átta sig ekki á endanleikanum Séra Halldór Reynisson tekur undir það en hann hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki sem hef- ur misst börn eða fjölskyldumeðlimi í sjálfsvígum. „Það er vitað að ungt fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því hversu endanlegt það er að svipta sig lífi. Það er ekki alltaf raunverulegt í þeirra huga að þetta sé óafturkræft. Það kemur ekki til baka ef þú hefur svipt þig lífi. Eins er ljóst að fólk getur lent í svona hugarástandi þar sem fólk sér ekki aðra útleið en þessa. Það kallast rörsýn þegar fólk lokast inni í sínum hugarheimi þar sem þetta verður nið- urstaðan. En auðvitað liggja mismun- andi ástæður að baki hjá hverjum og einum og ekkert hægt að segja um það hvað veldur nema þekkja til. Þunglyndi og aðrir sjúkdómar geta verið lífshættulegir því angistin sem fylgir þeim er svo mikil að fólk getur ekki hugsað sér að lifa áfram. Í vissum tilvikum er þunglyndi banvænn sjú- kómur, eins og einn orðaði það þá dó ættingi hans úr angist. Stundum lifir fólk í svo mikilli angist að lífið verður óbærilegt. Ef um einelti var að ræða þá er hættulegt að fella áfellisdóm yfir þeim sem tóku þátt í því, það hrein- lega má ekki. Því þetta eru bara lítil börn sem átta sig ekki á afleiðingum gjörða sinna.“ Verðum að finna tilgang Hann segir að þegar svona gerist sé alltaf hætt við að aðrir sem eftir lifa brotni niður. Því leggur hann höfuð- áherslu á að það sé alltaf von. „Við verðum að hafa trú á því að lífið hafi tilgang og við verðum að innræta þá trú með börnunum okkar, að lífið sé gott og að það sé þeirra hlutverk að finna lífinu tilgang. Að dauði geti ekki verið lausn á vandamálum sem upp koma í lífinu. Trú hjálpar okkur að lifa af við erfið- ar aðstæður. Lífið getur verið svo erfitt að við þurfum sterka trú til að takast á við það og það á líka við um börn. Höfundur bókarinnar Leitin að til- gangi lífsins komst að því í fangabúð- um nasista að hann þurfti að finna lífi sínu tilgang bara til þess að lifa af.“ Mikilvægt að ræða við börnin Hann ítrekar mikilvægi þess að fólk styðji hvert annað og reyni að gæta bróður síns, láta sér annt um fólk, styðja það og vera góður náungi. „Við þurfum einnig að vera vak- andi fyrir því ef mynstrið breytist og vera óhrædd við að leita eftir aðstoð. Félagi minn lýsti því opinberlega hvernig hann sá breytingar á lífi sonar síns en hafði þó ekki hugmynd um að hann væri að undirbúa sjálfsvíg fyrr en það var orðið of seint. Þess vegna þurfum við að gæta að líðan fólks og ekki síst barnanna í kringum okkur. Það er mjög mikilvægt að ungt fólk eigi einhvern að sem það getur talað við, trúnaðarvin sem það getur létt á hugsunum sínum við og komið orð- um að tilfinningum sínum. Samtalið er kannski fyrsta leiðin til að vinna úr erfiðum tilfinningum og mikilli van- líðan. Stundum sér maður að þeir sem grípa til þessa ráðs hafa ekki náð slíku trúnaðarsambandi við neinn svo það veit enginn hvernig þeim líð- ur í raun.“ Ekki hægt að upplifa neitt verra Fyrir fjölskyldu sem lendir í þessu er það einna líkast því að verða fyr- ir heimsendi segir hann: „Þegar fólk hefur horft upp á ástvini reyna að fremja sjálfsvíg hefur það lifað árum saman í gríðarlegri angist og ótta við að þetta gerist. Reynsla mín sem sálusorgari er sú að þetta er versta reynsla sem fólk getur upplifað á lífsleiðinni. Margir sem ganga í gegnum þessa sorg upp- lifa það þannig að það sé eins og þeir séu á fimmtíu prósent örorku í fleiri ár. Þetta gerist svo snöggt og er svo endanlegt. Ekki síst þegar um börn er að ræða, hvað þá börnin manns og ung börn.“ Sektarkenndin erfiðust Sektarkennd er algeng afleiðing. „Fólk stendur eftir með spurningar á borð við, hvað gat ég gert og af hverju kom ég ekki í veg fyrir að þetta gerð- ist. Fólk getur líka upplifað skömm. Sérstaklega í gamla daga þegar það hvíldi ákveðin skömm yfir sjálfs- vígum, kannski var það sótt í trúar- brögðin að fólk væri að dæma sig í útlegð alla tíð ef það svipti sig lífi og það var jafnvel heygt utangarðs. Þessi viðhorf eru sem betur fer ekki við líði í dag en það getur þó borið á því að fólk upplifi skömm. Eins situr það eftir með spurningar sem verð- ur kannski aldrei hægt að svara. Jafn- vel reiði, sem getur beinst að hinum látna. Sömuleiðis getur það upplifað höfnunartilfinningu. Þannig að það eru alls konar tilfinningar sem fylgja þessu fyrir utan allar aðrar tilfinning- ar sem tengjast sorginni. Það er eðli- legt undir þessum óeðlilegu kring- umstæðum. Þetta er svo mikill harmleikur og hræðilegur atburður. Við þurfum að styðja við hvert annað þegar svona áföll verða. Oft getur maður ekkert sagt, oft duga engin orð. Það eina sem maður getur gert er að taka utan um fólk og láta það finna að maður finni til með því.“ Samhugur og sorg ríkti í safnaðar- heimilinu í Sandgerði þar sem haldin var bænastund fyrir þá sem sárt eiga að binda vegna skyndilegs fráfalls drengsins unga. Safnaðarheimilið var fullt út úr dyrum og á meðal syrgjenda voru vinir hans og bekkjarsystkini, sem og nánasta fjölskylda, kennarar og fólk sem þekkti til drengsins og fjölskyldu hans úr litla samfélaginu í Sandgerði. Mikilvægt að tala saman Að sögn viðstaddra var andrúmslofti þungt og sorgin lá yfir eins og mara. Foreldrar héldu fast utan um börnin sem grúfðu sig í faðm þeirra. Athöfnin var fallegt og í ræðu séra Sigurðar Grétars Sigurðssonar kom fram að hún væri liður í áfallahjálp fyrir samfélag sem þarf nú að takast á við sorg í kjölfar þessa áfalls. Áréttaði hann mikilvægi þess að fólk leyfði sér að upplifa allar þær tilfinningar sem upp koma en varaði fólk um leið við því að festast í reiðinni. Brýndi hann fyrir skólasystkinum drengsins að sama hversu illa manni kynni að líða væri sjálfsvíg aldrei rétt ákvörðun: „Þetta var röng ákvörðun. Hræðileg ákvörðun. Aldrei gefast upp, það er alltaf von.“ Hvatti hann fólk síðan til þess að leita til kirkjunnar, ættingja og vina eða fagfólks, tala í stað þess að byrgja sorgina inni. Faðirinn tók til máls Samkvæmt heimildum DV sat fjölskylda drengsins á fremsta bekk og steig faðir hans í pontu þar sem hann þakkaði fólki fyrir að koma og minnast sonar síns. Sagði hann son sinn hafa verið sérvitran en góðan strák sem hefði upplifað mikla erf- iðleika á sinni stuttu ævi. Hafði hann áður reynt að fremja sjálfvíg og ýmislegt verið reynt til að hjálpa honum en án árangurs og afleiðingarnar væru því hryllilegri en orð fengju lýst. Þakkaði hann vinum sonar síns og kennurum hans. Að lokum sagði hann að lífið yrði að halda áfram. Þeir sem DV ræddi við eftir athöfnina sögðu að eftir bænastundina hefði fólk setið áfram í sætum sínum en smám saman hafi fólk flykkst að fjölskyldunni og vottað henni samúð sína. Minntist einn á regnboga sem hafði myndast í gráum himninum og birtist honum sem vonartákn. hanna@dv.is Samhugur í safnaðarheimilinu n Verið vakandi fyrir því þegar barnið ber upp spurningar eða hefur þörf fyrir að tala. n Viðurkennið upplifun og tilfinningar barnsins þrátt fyrir að þær geti verið ólíkar ykkar eigin. n Verið heiðarleg við barnið og svarið spurningum þess eftir bestu samvisku skýrt og skilmerkilega. n Verið viss um að barnið hafi skilið svörin rétt og dragi af þeim réttar álykt- anir. n Varist að nota orð sem barnið skilur ekki eða orð sem geta haft aðra merkingu s.s. að sá látni hafi „sofnað”. Það gæti haft í för með sér að barnið verði hrætt við að sofna eða óttist að aðrir í fjölskyldunni sofni. n Ef börnin eru fleiri en eitt er mikilvægt að skapa þær aðstæður að þau geti deilt tilfinningum sínum innbyrðis og rætt upplifun sína. n Verið sérstaklega ástrík og gefandi við barnið því ást og umhyggja hjálpar barninu mest. Ræðum við börnin: n Alvarlegra hegðunar- eða námsörðug- leika verður vart í skóla. n Barnið fær tíð skapofsaköst. n Það einangrast frá öðrum börnum eða félagslífi. n Fær tíðar martraðir eða önnur svefnvandamál. n Mikil líkamleg einkenni eins og ógleði, höfuðverki, þyngdaraukningu eða -tap. n Kvíðaköst og fælni sem versna þegar eithvað minnir á atvikið. n Upplifir depurð eða vonleysi tengt framtíðinni. n ÁGlímir við áfengis- eða lyfjavandamál. n Stundar áhættuhegðun, til dæmis of hraðan akstur og alla aðra hegðun sem í raun stefnir lífi barnsins í hættu. n Barnið er með stöðugar hugsanir og umræður um atburðinn sem virðast ekki vera í rénun. Leitið til fagaðila ef: Úr bæklingnum Aðstoð við börn eftir áfall frá Rauða krossinum „Það eina sem maður getur gert er að taka utan um fólk og láta það finna að maður finni til með því. Safnaðarheimilið í Sandgerð Þar kom fólk saman á sunnudag, syrgði drenginn og sýndi samhug með fjölskyldu hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.