Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Blaðsíða 21
Sport | 21Mánudagur 26. september 2011 Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun É g er hæstánægður, bíll- inn var frábær alla keppn- ina og þegar við þurftum að gefa í og slíta okkur frá hópnum var það lítið mál,“ sagði sáttur Sebastian Vet- tel, ökuþór Red Bull í Formúlu 1, en hann vann sitt níunda mót á árinu þegar hann kom fyrstur í mark í flóðljósunum í Singapúr á sunnudaginn. Þetta var ní- unda mótið sem Vettel vinnur í ár en hann hefur nú 124 stiga forystu á næsta mann í stiga- mótinu, Jenson Button, sem varð annar í Singapúr. Það þýðir aðeins eitt: Vettel vantar ekki nema eitt stig til þess að verja heimsmeistaratitil sinn frá því í fyrra. Eigi Vettel ekki að verða meistari í ár þarf Jen- son Button að vinna allar fimm keppnirnar sem eftir eru og Vet- tel ekki að fá eitt einasta stig. „Ég elska þessa braut. Sér- staklega eftir keppnina í fyrra þar sem ég barðist við Alonso allan tímann. Mér fannst ég geta farið hraðar þá þannig að ég nýtti þá reynslu og keyrði vel núna. Þetta er ein erfiðasta brautin á tímabilinu. Rakinn fær okkur til að svitna og virki- lega hafa fyrir hlutunum. Það er gaman að komast í mark vit- andi að maður hafi unnið fyr- ir því,“ segir Vettel sem veit vel af stöðunni sem hann er kom- inn í. „Ég er afskaplega ánægð- ur núna og það lítur út fyrir að við getum fagnað mikið í næstu keppni.“ Jenson Button varð annar, á undan Mark Webber á Red Bull sem varð þriðji. Hann var ekki ánægður með hvernig hægfara bílarnir viku ekki frá þegar búið var að hringa þá. „Það er erfitt að taka fram úr hérna og sér- staklega þegar hægari bílarnir sýna ekki nægilega virðingu og hleypa okkur ekki fram úr. Ég átti möguleika á lokahringn- um en þá voru hægari gaur- arnir þvílíkt að reyna að drífa sig í mark þrátt fyrir að ég væri búinn að hringa þá. Fyrir utan þau vonbrigði var þetta ágætis keppni hjá okkur,“ segir Jenson Button. Vettel vantar aðeins eitt stig n Vann níunda mótið í Singapúr Nánast komið Vettel þarf bara eitt stig í viðbót til að verða meistari. Færri á völlinn Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, viðurkennir að slakt gengi hingað til á tíma- bilinu sé stærsta ástæða þess að aldrei hafi færri mætt á Emirates-völlinn en núna um helgina þegar Arsenal vann Bolton, 3–0. Hann bendir þó á að kreppan sé að bíta í fótbolt- ann eins og annað. „Auðvitað höfum við átt nokkra slæma leiki og vissulega er þetta hluti af því. En önnur ástæða er að það eru miklir fjárhagserfið- leikar í gangi úti um allt í Evr- ópu og heiminum. Það eru alltaf færri að mæta á völlinn og því hef ég tekið eftir,“ segir Wenger. „Horfið bara á alla vellina á Englandi. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að selja sætin. Við erum kannski sérstakt tilfelli þar sem úr- slit okkar hafa verið svo slæm undanfarið,“ segir Wenger. Rooney lengur frá Wayne Rooney, framherji Eng- landsmeistara Manchester United, verður frá „lengur en í viku“ vegna tognunar aftan í læri en þetta upplýsti Sir Alex Ferguson, stjóri United, eftir 1–1 jafntefli liðsins gegn Stoke á laugardaginn. Rooney missir af leik United gegn Basel í Meistaradeildinni á þriðjudag- inn sem og leiknum gegn ný- liðum Norwich í úrvalsdeild- inni næsta laugardag. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en ég held að hann verði ekki til taks í næstu viku. Ég held að hann verði frá í meira en viku,“ sagði Ferguson eftir leikinn gegn Stoke. Rooney hefur farið frá- bærlega af stað á tímabilinu og er nú þegar búinn að skora níu mörk í öllum keppnum, þar af tvær þrennur. Óvíst er hvort meiðsli Javier Hernandez haldi honum frá leiknum gegn Basel en hann fór af velli gegn Stoke eftir þrjár mínútur. Kristinsson, þjálfari KR, í viðtali við Stöð 2 Sport eftir að Íslands- meistaratitillinn var kominn í hús. Rúnar vann frábært afrek með KR-liðið en þetta var hann fyrsta heila tímabil. Hann tók við liðinu í fyrra af Loga Ólafs- syni og reif þá liðið úr kjallar- anum og upp í hæstu hæðir. „Ég tók við góðu búi frá Loga en hann var búinn að vinna gott starf fyrir KR,“ sagði Rúnar um forvera sinn. Hann var þó á því að rétt lið væri að hampa bik- arnum. „Við spiluðum ekki vel í þessum leik en ég held að besta liðið hafi unnið mótið,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann yrði áfram með KR játaði hann því. „Að sjálfsögðu.“ Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson gekk í raðir KR í sumar frá Fram en sumarið hef- ur verið draumi líkast fyrir hann. Ekki bara vann hann tvöfalt með KR heldur lék hann sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland. „Þetta er það sætasta sem ég hef upp- lifað,“ sagði hann í samtali við Stöð 2 Sport. „Þetta er algjörlega ólýsanlegt. Maður er enn bara rétt að jafna sig á þessu en geðs- hræringin er mikil. Þetta er eitt- hvað sem mann hefur dreymt um í mörg ár,“ sagði Hann- es en um dýfu KR undir lokin sagði hann: „Við vorum búnir að byggja upp ágætis forskot en það er ekki hægt að spila full- komlega í gegnum heilt mót. Við fórum bara nokkuð vel í gegn- um lélega prógrammið og erum verðskuldað sigurvegarar,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. Barist á tveimur víg- stöðvum Tvennt er nú þegar ljóst á Ís- landsmótinu. KR er besta lið- ið og Víkingur það slakasta. KR er meistari og Víkingur fallinn. Enn er þó barist á tveimur víg- stöðvum. Með 5-0 sigri Stjörn- unnar á Val er Stjarnan komin í baráttu um síðasta Evrópusæt- ið. Stjarnan er þremur stigum á eftir ÍBV og hefur hagstæðara markahlutfall þannig að með sigri í lokaumferð og hjálp frá Grindavík sem mætir ÍBV í loka- umferðinni geta Stjörnumenn komist í Evrópukeppni. Vals- menn eru aftur á móti úr leik í baráttunni um Evrópusæti. Botnbaráttan er einnig æsi- spennandi en Blikar losuðu sig loksins við falldrauginn með sigri á Þór, 2-1, fyrir norðan. Fram komst upp í níunda sæti með sigri á Grindavík og Víking- ur hélt Keflavík í fallbaráttunni með sínum öðrum sigri í röð. Grindavík er í verstu stöðunni og mun falla tapi liðið gegn ÍBV í lokaumferðinni en Grindavík, Þór, Keflavík og Fram geta enn öll fallið. Bikarinn á loft KR er Íslandsmeistari 2011. MyNd: EVa Björk ÆgiSdóttir dyggir áhorfendur Miðjan fékk að handleika bikarinn MyNd: EVa Björk ÆgiSdóttir Frábær Kjartan Henry er búinn að vera magnaður fyrir KR í sumar. MyNd: toMaSz kolodziEjSkiBestir á Íslandi KR-ingar eru bestir í ár . MyNd: EVa Björk ÆgiSdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.