Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Qupperneq 15
Neytendur | 15Mánudagur 26. september 2011 Veldu bestu raftækin Besta myndavélin Canon EOS 600D Í umsögn EISA segir meðal annars að um sé að ræða notendavæna myndavél á hagstæðu verði. Upplausnin sé framúrskarandi (18 MP) og eiginleikar vélarinnar geri það að verkum að hún henti áhuga- ljósmyndurum vel. Hún sé búin fullri HD-vídeó- myndavél og hafi tengi fyrir hljóðnema. Vélin sé búin hreyfanlegum LCD-skjá og hún fari vel í hendi. Með vélinni sé auðvelt að fanga myndir í góðum gæðum. Verð í Nýherja 154.900 kr. Besta þrívíddar- sjónvarpstækið Philips 46PFL9706 Þetta sjónvarp frá Philips velur EISA sem besta þrívíddartækið á markaðnum í dag. Fram kemur í umsögninni að það sé sama hvaðan horft sé á tækið, þrívíddarmyndin sé nánast alveg óbjöguð, ólíkt flestum öðrum þrívíddartækjum. Í stuttu máli séu gæði myndarinnar eins góð og tæknin leyfi í dag, myndin sé óhreyfð og stöðug. Í umsögninni segir að gæði tækisins séu frábær og verðið sé óvenju lágt í Evrópu miðað við þau. Verð hjá Sjónvarps - miðstöðinni 600–700.000 kr. (væntan- legt) Besta LCD-sjónvarpstækið Sony Bravia KDL-55hx920 Í umsögn EISA segir að sjónvarpið sé virkilega vel hannað og fallegt og sé stofustáss, jafnvel þegar slökkt er á því. Það sé greinilega hannað með það að markmiði að það smellpassi inn í nútíma tæknivætt heimili. Myndgæðin séu framúrskarandi, svarti liturinn eins svartur og hann geti verið án þess að það bitni á myndgæðunum. Super Bit Mapping (SBM) tækni frá Sony auki myndgæðin þegar spilaðir eru hefðbundnir 16-bita mynddiskar. Sjónvarpið skili betri og skarpari litum, sérstaklega í andlitum. Þá er tekið fram að loksins sé valmöguleikinn á þrívídd innifalinn í verðinu. Verð í Sony Center 749.990 kr. Besti myndavélasíminn Sony Ericsson Xperia arc/arc S Fram kemur í umsögn EISA að síminn sé einstak- lega nettur og rúmist afar auðveldlega í vösum. Hann sé mjög fagur á að líta. Síminn er með 4,2 tommu skjá með LED-baklýsingu. Myndavélin er 8,1 MP og þykir skila frábærum myndum við erfið birtuskilyrði – í 16:9 sniði. Síminn tekur upp hreyfimyndir í háskerpu. Android-stýrikerfi (v2.3) er innbyggt í símann en hann er ýmist með 1 GHz eða 1,4 GHz örgjörva. Síminn er auðvitað útbúinn fyrir 3G, GPS, WiFi og Bluetooth. HDMI-tengi er á símanum svo hægt er að horfa á myndbönd og myndir á sjónvarpsskjá í gegnum símann. Verð hjá Símanum 99.900 kr. Besti samskiptasíminn HTC Cha Cha Ef þú ert að leita að síma sem virkar vel til að nota á Facebook, Twitter og öðrum samskiptamiðlum ættirðu að velja HTC Cha Cha að mati EISA. Í umsögn segir að síminn sé mjög glæsilegur og í honum sé QWERTY- lyklaborð sem auðveldi mjög samskipti. Með símanum sé auðvelt að hlaða inn og deila myndum, spjalla við vini, senda tölvupóst og hlusta á tónlist. Síminn sé ótrúlega einfaldur í notkun. Myndavélin er fimm MP. „Með þennan síma á þér mun þér líða eins og þú sért tengdur heiminum,“ segir í umsögninni. Verð hjá Hátækni 64.995 kr. Löguðu ekki verðmerkingu Sex fyrirtæki á Akranesi og fjögur í Borgarnesi höfðu í byrjun september ekki bætt úr ófullnægjandi verðmerk- ingum þrátt fyrir tilmæli Neytenda- stofu til fyrirtækjanna í byrjun ágúst. Fyrirtækin sem um ræðir á Akranesi eru Verslunin Nína, Frumherji, Apó- tek Vesturlands og veitingastaðirnir Galito, Gamla Kaupfélagið og Thai-A. Í Borgarnesi höfðu Skeljungur, Land- námssetur Íslands, Bifreiðaþjónusta Harðar og Hyrnan ekki brugðist við bréfi Neytendastofu. Stofnunin kann- aði verðmerkingar í verslunum og þjónustufyrirtækjum á Akranesi og í Borgarnesi daganna 3.–8. ágúst. Alls voru 85 fyrirtæki heimsótt í þessum byggðarkjörnum. Ellefu fyrirtæki af tuttugu og einu brugðust við erindi Neytendastofu og lagfærðu verð- merkingarnar. Stofnunin hótar því að þeir sem ekki hafi bætt úr verðmerk- ingunum gætu átt viðurlög yfir höfði sér. Flutningur á gasi kostnaðarsamur „[...]akstur með gas er svo dýr að það er ekkert vit í að reyna að fjölga færanlegum stöðvum til að auka dreifingu þar sem verð á gasinu myndi hækka um 40–70%,“ segir í svari N1 til Neytendasamtakanna um metangas. Á vefsíðu samtakanna er fjallað um að N1 sé eini aðilinn sem selji metangas og það aðeins á einum stað í Reykjavík. Röskun varð á afgreiðslu gass á sölustaðnum á Bíldshöfða í síðustu viku eftir óhapp. Í kjölfarið hafi eigendur metanbíla kvartað til samtakanna vegna slæms aðgengis að eldsneyti. Sögusagnir séu uppi um að metangasið í Álfs- nesi sé við að þrjóta. Í svörum N1 kemur fram að ráðist hafi verið í fjár- festingar á árinu til að auka afköst og birgðarými framleiðslunnar. Til standi að auka það magn sem haugarnir geti skilað af sér en ekki hafi tekist að semja við Sorpu til að tryggja afgreiðslu í gegnum gaslögn- ina sem til er, til framtíðar. Mundu að ryðverja Enginn bíll er byggður með það fyrir augum að hann standist danska (og íslenska) loftslagið og saltburð á vegi og götur að vetr- arlagi. Því ætti að ryðverja alla nýja bíla áður en þeir eru teknir í notkun. Þetta kemur fram á heimasíðu FÍB þar sem vitnað er í pistil á vef FDB, systurfélags FÍB í Danmörku. „Loftslagið hér á Íslandi er ekki ólíkt því danska og sömu- leiðis saltburðurinn á götur og vegi að vetrarlagi, þannig að ryðvörn er ekki síður þörf hér á landi en þar. Ef þú vilt að nýi bíll- inn þinn endist lengi þá skaltu láta ryðverja hann strax þegar þú kaupir hann nýjan, enda þótt kostnaðurinn sé lítt skemmti- leg viðbót við verðið. Þótt dýrt sé skilar ryðvörnin sér síðar meir í rekstrinum og ekki síst þegar bíll- inn er seldur,“ segir á vef FÍB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.