Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Blaðsíða 14
Skiptir gömlu leikjunum út n Viðskiptavinur Gamestöðvarinnar í Kringlunni lofar verslunina fyrir lið- lega þjónustu. „Ég fer alltaf reglulega með leikina mína þangað og skipti þeim upp í nýja,“ sagði ánægður við- skiptavinur en með því móti daga leikirnir ekki ónotaðir uppi uppi í hillu eftir að eig- andinn fær leið á þeim. Viðskiptavinurinn sagði börnin sín njóta góðs af þessari þjónustu og að þetta sparaði honum stórfé. Kökusneið á 1.250 krónur n Viðskiptavinur Kaffi Maríu í Vest- mannaeyjum sendi DV last vegna sneiðar af eplaköku sem hann ætlaði að kaupa sér á staðnum nýverið. „Eplakaka með smá- rjóma kostaði þar 1.250 krónur. Þetta er fáheyrt okur,“ sagði hann í orðsend- ingu til DV, greinilega ósáttur við verðið. 14 | Neytendur 26. september 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 234,2 kr. 234,2 kr. Algengt verð 233,8 kr. 233,8 kr. Höfuðborgarsv. 233,7 kr. 233,7 kr. Algengt verð 234,0 kr. 234,0 kr. Algengt verð 235,9 kr. 234,0 kr. Melabraut 233,9 kr. 233,9 kr. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last IKEA innkallar skáphurð IKEA hefur innkallað ELGÅ FENS- TAD rennihurðir með speglum. Númer vörunnar er 12650. Speg- illinn getur losnað af hurðinni og brotnað þannig að beittar flísar dreifist út um allt. Á vef Neytenda- stofu kemur fram að spegillinn sé þungur og það auki hættuna á því að hann brotni og skapi þannig slysa- hættu. Í einu tilviku hefur viðskipta- vinur IKEA skorið sig vegna þessa. Innköllunin gildir ekki um aðrar hurðir frá framleiðanda. Númer framleiðandans er prentað neðst á bakhlið hurðarinnar en þar stendur líka „Made in Sweden“. Þeir sem eiga svona hurðir eru beðnir um að hafa samband við þjónustuver IKEA, þeir geta fengið nýja hurð sér að kostn- aðarlausu. Veldu bestu raftækin EISA eru samtök ritstjóra tímarita um margmiðlunarefni í Evrópu. Á hverju ári velja samtökin þau tæki og tól sem skara fram úr á sínu sviði. DV hefur tekið saman nokkur af þeim sjónvarpstækjum, myndavélum, farsímum og Blu-ray tækj- um voru valin best í ár. Upptalningin er alls ekki tæmandi enda eru verðlaun veitt í fjölmörgum flokkum. Besta myndavélin í öllum veðrum Olympus Tough TG-810 Tough TG-810-mynda- vélin er úr ryðfríu stáli. Hún er vatnsheld og höggþolin og tilvalin fyrir útivistarfólk, á landi eða vatni. Jafn- vel þó myndavélin sé byggð til að þola erfiðar aðstæður skilar hún góðum myndum. Í um- sögninni segir að hún sé hentug fyrir hvers kyns aðstæður. Upplausnin er 14 megapixlar og aðdrátturinn í linsunni fimmfaldur. Linsan sjálf er 28–140 millimetrar. Vélin þykir auðveld í notkun og skilar góðum myndum bæði við dimm og björt skilyrði, þökk sé þriggja tommu LCD-skjá. Myndirnar séu meira að segja góðar í vatni. Verð hjá budin.is 60.999 kr. Besta myndavélin fyrir atvinnumenn Pentax 645D Í umsögn um vélina segir meðal annars að með tilkomu vélarinnar hafi „medium format“- markaðurinn eignast keppinaut sem bjóði upp á framúrskarandi myndgæði og sé einstaklega notendavænn. Pentax 645D sé myndavél sem beðið hafi verið eftir. Unun sé að nota Pentax á vettvangi þó hún sé frekar þung og stór. Hönnunin sé hins vegar góð, stór skjár sé á vélinni og snöggur og nákvæmur fókus. Hana sé auðvelt að nota án þrífótar, myndirnar séu ótrúlega skarpar og nákvæmar, með mjög aðlaðandi litum. Ljósmyndarar sem taka sig alvarlega ættu að velja Pentax 645D. Verð hjá Ljósmyndavörum 1.580.000 kr. (viðmiðunarverð) Besta spjaldtölvan Acer ICONIA TAB A500 Í umsögn EISA segir að tölvan sé búin eins GHz örgjörva og Honeycomb Android v3.0- stýrikerfi en í því sé allt það besta frá Android. Hönnunin á vélinni sé straumlínulaga og falleg. Tengibúnaður vélarinnar (3G, Wi-Fi og Blootooth) sé hraðvikur. HDMI-tengi geri notendum kleift að horfa á háskerpumyndbönd úr tölvunni í sjónvarpinu. Vélin sé búin fimm MP-myndavél með sjálfvirkum fókus að aftan og 2 MP-myndavél að framan. Þá fylgi tölvunni mikið af gagnlegum forritum til mynd- og tónlistarvinnslu. Verð í Tölvulistanum 69.990 kr. Bestu kaupin í flokki sjónvarpstækja Samsung UE40D6500 Í umsögn EISA segir að í þessu tæki fáir þú mest fyrir peninginn; bæði hvað varði hönnun og gæði. Um sé að ræða þvívíddar LED-sjónvarpstæki. Á tækinu er DLNA-tengi og það er auðvelt að nettengja tækið. Fram kemur að auðvelt sé að nota forrit eins og Skype og önnur samskiptaforrit auk þess að tengja tækið við snjallsíma. Um myndgæðin segir að þau séu mjög góð fyrir sjónvarpstæki í þessum verðflokki, hvort sem horft er í tvívídd eða þrívídd. Sjónvarpið sé afar þunnt og það noti tiltölulega lítið rafmagn, sem sé hentugt fyrir neytendur sem láta sér annt um slík málefni. Verð hjá Samsungsetrinu 289.900 kr. Blu-ray spilari ársins Sony BDP-S780 Blu-ray spilarinn er þróaðasti spilarinn sem Sony hefur sent frá sér til þessa fyrir almennan markað. Spilarinn er búinn nýjustu tækni til myndspilunar auk þess sem notendaviðmót hans er hægt að tengja við netið sem gerir upplifun notandans þæginlegri og betri en ella. Spilarinn getur meira að segja breytt venjulegum tvívíddarmyndum í þrívíddarmyndir. Spilarinn höndlar margar mismunandi gerðir af diskum og hann getur tekið við myndum í gegnum DLNA-tengi sem tekur bæði við myndum þráðlaust og í gegnum snúru. Spilarinn kemur tilbúinn til notkunar með Skype-netsímanum og uppsettan vafra. Verð hjá Sony Center 69.900 kr. (væntanlegt) Besti farsíminn Galaxy S II EISA spáir því að Galaxy S II eigi eftir að verða vinsæll sími. Skjárinn sé stórkostlegur og afar hraðvirkur, þökk sé 1,2 GHz örgjörva. „Það er sama hvað þú gerir með þessu tæki; hvort sem þú tekur há skerpumyndbönd, spilar tónlist eða myndbönd, vafrar um internetið, spilar leiki eða tekur myndir við erfiðar aðstæður, þú færð þá tilfinningu að þú getir gert hvað sem er,“ segir um símann í umsögn EISA. Þar segir einnig að síminn sé sérstaklega handhægur og nettur og hann sé samkeppnis- hæfur á öllum sviðum. Verð hjá Símanum 109.900 kr. n EISA stendur fyrir European Imaging and Sound Association. Um er að ræða samtök ritstjóra hljóð-, myndatöku-, ljósmyndunar-, heimabíó- og bílaraftímarita. Samtökin, sem hafa verið starfrækt frá árinu 1982, verðlauna ár hvert á haustin bestu raftækin á hverju sviði, bæði fyrir nýjungar og gæði auk þess sem umhverfisverðlaun eru veitt. Innan vébanda EISA eru 50 tímarit frá 20 löndum víðs vegar um Evrópu. Hvað er EISA?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.