Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Blaðsíða 17
Á undanförnum vikum hef- ur verið mikil umfjöllun um kappakstur og annan háska- akstur í íslenskum fjölmiðl- um. Tilefnið er nokkur tilvik sem átt hafa sér stað og hafa haft af- drifaríkar afleiðingar. Þeir sem starfa að auknu öryggi í umferðinni geta ekki undir neinum kringumstæðum sætt sig við að fólk láti lífið eða slasist alvarlega. Það á alltaf við, en ekki síst þegar ungt fólk sem undir eðlilegum kringumstæðum ætti að eiga fram- tíðina fyrir sér deyr. Slíkir atburðir hafa gríðarleg áhrif í samfélaginu. Þetta fólk á fjölskyldu, vini og skólafélaga. Missirinn er óbætanlegur. Og hlutverk þeirra sem starfa að forvörnum er að finna leiðir til að koma í veg fyrir þessi slys. En er það hægt? Almenningsálitið á Íslandi beinist gegn slíku aksturslagi. Fólk fordæm- ir þá hættu sem menn skapa með hegðun sinni. Það sættir sig ekki við að eiga á hættu að mæta slíkum ein- staklingum í umferðinni. Hvar sem fólk kemur saman eru þessi atvik til umræðu. Og allir spyrja, hvað er til ráða? Hvað hefur verið gert? Það er gott að menn geri sér grein fyrir hvað hefur verið gert og hvað gert er nú. Öll ökukennsla í landinu hefur verið endurskoðuð og stórefld. Lögð er áhersla á að styrkja viðhorf unga fólksins og gera því grein fyrir um hvað umferðin getur snúist. Það er lífið sjálft. Þá hafa ökuprófin ver- ið efld. Lengi voru tryggingafélög með námskeið fyrir unga ökumenn, sem samkvæmt mælingum skil- uðu umtalsverðum árangri. Um- ferðarstofa kom að því starfi und- ir lokin. Á undanförnum misserum hefur Umferðarstofa staðið fyrir fræðslu í framhaldsskólum, þar sem sýnt er fræðsluefni sem ætlað er að vekja ungmennin til umhugsunar og í beinu framhaldi fara fram um- ræður og skoðanaskipti. Viðurlög við hættulegu aksturslagi hafa ver- ið hert, einkum gagnvart þeim sem hafa bráðabirgðaökuréttindi og búa yfir takmarkaðri akstursreynslu. Þeir sem brjóta af sér geta átt von á að vera settir í akstursbann og í fram- haldinu þurfa þeir að sækja nám- skeið og gangast undir skriflegt og verklegt ökupróf. Þessu fylgir mikill kostnaður. Við skoðun á árangri af þessu kemur í ljós að þetta hefur um- talsverð áhrif, en menn verða að vera vakandi á verðinum og gera allt sem hægt er til að bjarga mannslífum. Þáttur fjölmiðla í forvörnum er mikilvægur Eins og fyrr segir er það skýr afstaða almennings að hraðakstur og kapp- akstur sé óásættanlegur. En sú af- staða hefur ekki komið til af sjálfu sér. Eðlilega blöskrar fólki hversu mörg slys eiga sér stað og velta fyrir sér hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir þau. Hins vegar má alls ekki gleyma hlut fjölmiðla sem áhrifa- valda. Margir þeirra, þar á meðal ekki síst DV, hafa lagt áherslu á öfga- lausa og vandaða umfjöllun um þau atvik sem átt hafa sér stað og ekki hefur gleymst að varpa ljósi á afleið- ingarnar. Það er enginn vafi að slík framsetning hefur áhrif til batnaðar og kemur í veg fyrir óæskilegt akst- urslag. Það sem skiptir mestu máli er gildismat fólks. Það þarf að gera sér grein fyrir hvað slysin geta haft í för með sér og hverju þau breyta í dag- legri tilveru. Það þarf að leggja áherslu á hversu mikils virði líf okkar og heilsa er og það verðum við að hafa í huga áður en það verður um seinan. Oft heyrast raddir þess efnis að takmarka eigi ökuréttindi ungs fólks. Þannig megi það ekki vera á ferð á tilteknum tímum sólarhringsins, ekki vera með farþega í bílnum og einnig er stundum talað um að tak- marka eigi hestaflafjölda þeirra bíla sem það stjórnar. Slíkt er erfitt í fram- kvæmd, þar á meðal að hafa eftirlit með því. Þess vegna er góð kennsla og góður undirbúningur fyrir öku- próf það sem mestu máli skiptir. Að byggja upp virðingu fyrir umferð- inni. Nauðsynlegt er að fyrirmynd- irnar séu traustsins verðar. Þegar for- eldrar aka ekki samkvæmt lögum er hætt við að börnin þeirra geri slíkt hið sama. Þannig má segja að þeir séu einn mikilvægasti þátturinn við mótun ungra ökumanna. Umræða | 17Mánudagur 26. september 2011 Hvað finnst þér að lögreglumenn ættu að vera með í grunnlaun á mánuði? „Mér finnst að þeir ættu að vera með um 400.000 á mánuði.“ Hrund Hauksdóttir 49 ára blaðamaður „Ekki minna en 500.000, því þeir vinna ótrúlegt starf.“ Þórunn Stefánsdóttir 62 ára blaðamaður „300.000 í grunnlaun.“ Gunnar Reynir Antonsson 68 ára viðgerðarmaður stöðumæla „Miklu meira en þeir eru með.“ Auður Halldórsdóttir 29 ára vinnur á upplýsingamiðstöð ferða- manna „Þeir ættu að vera með eitthvað á milli 400.000–500.000 á mánuði.“ Páll Frímann Árnason 20 ára nýstúdent 1 Besti vill Hönnu Menn í Besta flokknum er sagðir óska þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir nái kyndlinum af Bjarna Benediktssyni. 2 Forréttindi að vinna með syn-inum Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson samdi lag með syni sínum, Svani. 3 320 milljarðar til að losna við kröfuhafa Virði annarra kröfuhafa í bönkunum en ríkisins er metið á 320 milljarða króna 4 Von Trier sér ekki eftir ummæl-um um nasista Danski leikstjórinn sér ekki eftir að hafa sagst hafa samúð með Adolf Hitler, enda hafi hann verið að grínast. 5 Þjófar stálu þremur tonnum af vínberjum í Þýskalandi Vínberin eru notuð til að framleiða hágæða- rauðvín. 6 Pítsusendill barinn í Kópavogi í nótt Þrír til fjórir menn réðust á og börðu pítsusendil fyrir utan Pizzuna í Núpalind aðfaranótt sunnudags. 7 Safna fyrir unga bræður sem misstu báða foreldra sína Efnt hefur verið til söfnunar fyrir bræð- urna Júlíus og Jóel sem misstu báða foreldra sína með skömmu millibili. Mest lesið á dv.is Myndin Haust í höfuðborginni Það var heldur kuldalegt um að litast í höfuðborginni þegar meðfylgjandi mynd var tekin fyrir skemmstu. Miðað við veðurspá næstu daga er veturinn þó ekki væntanlegur alveg strax. Mynd GunnAR GunnARSSon Maður dagsins Vinirnir eru fyrirmynd Ási Már Friðriksson Ási Már Friðriksson er einn af þremur nýjum þáttarstjórnendum Nýs útlits á Skjá Einum. Ása fannst lítið mál að taka við af Karli Berndsen enda sé um nýjan þátt að ræða með nýjum áherslum. Ási hefur alltaf haft áhuga á tísku en hann elskaði Eddie og Patsy úr Absolutely Fabulous þegar hann var krakki. Hver er maðurinn? „Ási Már Friðriksson, fatahönnuður, þáttar- stjórnandi og starfsmaður hjá Eskimo.“ Hvar ert þú alinn upp? „Ég var alinn upp á Siglufirði.“ Hvað drífur þig áfram? „Óseðjandi löngun til þess að sanna mig drífur mig áfram.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Já. Vinir mínir eru mínar fyrirmyndir.“ uppáhaldssjónvarpsþáttur? „Uppáhaldsþættirnir mínir eru True Blood og Glee. Ég er algjör „Gleek“.“ Hvenær vaknaði áhugi þinn á tísku? „Ég hef nú alltaf haft áhuga á tísku, ég meina þegar ég var krakki elskaði ég Eddie og Patsy úr Absolutely Fabulous!“ uppáhaldshönnuður? „Uppáhaldsfatahönnuðirnir mínir hér heima eru Eyglo, Yr, Rey og Aftur en annars er það Givenchy.“ Varst þú ekkert hræddur við að feta í fótspor Kalla Berndsen? „Alls ekki enda er þetta nýr þáttur með nýjum áherslum.“ Hvaða fræga einstakling vildir þú helst taka í yfirhalningu? „Sinead O’Connor.“ Hvað er framundan? „Nú er bara að að halda áfram að taka upp þættina og einnig flytja inn í íbúðina sem ég er búinn að vera að gera upp.“ Fordæmum ofsaakstur í umferð Dómstóll götunnar „Það þarf að gera sér grein fyrir hvað slysin geta haft í för með sér og hverju þau breyta í daglegri tilveru. Sigurður Helgason Sérfræðingur á Umferðarstofu Aðsent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.