Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 12. október 2011 Miðvikudagur K irkjuráð hefur lagt til að kirkju- þing leyfi stórfellda sölu fast- eigna í eigu Þjóðkirkjunnar. Um er að ræða alls 28 fasteignir og bújarðir um allt land. Þeirra á meðal er húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Meðal annarra eigna eru jarðirnar Kálfafellsstaður í Hornafirði, Holt und- ir Eyjafjöllum, Mosfell í Grímsnesi, Ár- nes 1 í Árneshreppi og margar fleiri. Þá er lagt til að heimild fáist til að selja íbúðir og hús víða um land. Meðal annars tvær íbúðir í Vestmannaeyjum og íbúð við Hjarðarhaga í Reykjavík. Í greinargerð með tillögunni segir að eignunum megi skipta í flokka eft- ir því hvaða forsendur liggi til grund- vallar beiðni kirkjuráðs. Í fyrsta lagi er um að ræða eignir sem fyrirsjáanlegt er að kirkjan hafi ekki not fyrir. Kostn- aðurinn af eignarhaldinu sé meiri en hugsanlegar tekjur af því. Hins vegar geti verið rétt að bíða með að selja þær eignir. Í öðru lagi eru eignir sem ekki er lengur talin þörf fyrir vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og þrengri fjárhags kirkjunnar. Þótt þær eignir skili viðunandi arði þyki rétt að óska söluheimildar í því skyni að bjóða þær til sölu og losa þar með um fé. Þetta eru meðal annars raðhúsaíbúðir, Kapella ljóssins Í Reykjanesbæ og fleiri fast- eignir. Í þriðja lagi eru eignir kirkjunnar sem ekki eru fyrirsjáanleg not fyrir og hefur eignarhald kirkjunnar af þeim meiri kostnað en tekjur í för með sér. Þetta eru eignir sem kirkjan telur ólík- legt að muni hækka í verði og því eigi ekki að bíða með að selja þær. valgeir@dv.is n Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar vill rúmar heimildir til að selja eignir Leggur til stórfellda eignasölu Kirkjan Meðal eigna sem kirkjuráð vill fá leyfi til að selja eru höfuðstöðvar Biskupsstofu. Lögregla leitar að dekkjabana Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu leitar að minnst tveimur að- ilum sem grunaðir eru um stórfelld eignaspjöll á hátt á tuttugu bif- reiðum á Seltjarnarnesi aðfaranótt laugardags. Þrjótarnir fóru um og stungu á hjólbarða bifreiðanna þar sem þeim var lagt við Skólabraut, Vesturströnd, Bollagarða, Sólbraut, Barðaströnd, Látraströnd og Suður- mýri. Lögreglan lýsir eftir vitnum sem hugsanlega gætu hafa séð til þeirra sem þarna voru að verki og biðlar til þeirra sem kunna að búa yfir upp- lýsingum um málið að hafa sam- band við lögreglu í síma 444-1000. E ignarhaldsfélag í eigu Stefáns Hilmarssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs og nú- verandi fjármálastjóra 365, hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta. Félagið heitir AB Stoð ehf. og var skráð til heimilis á Lauf- ásvegi 68. AB Stoð var tekið til gjaldþrotaskipta í lok september samkvæmt tilkynningu í Lögbirt- ingablaðinu. Skiptastjóri er Lúðvík Arnar Steinarsson. Stefán Hilmarsson var úrskurð- aður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrrasumar. Skipta- stjóri bús Stefáns vinnur nú að því að gera bú hans upp fyrir hönd kröfuhafa. Meðal riftunarmála sem höfðuð hafa verið er sala Stefáns á heimili sínu á Laufásvegi 68 til eign- arhaldsfélagsins Vegvísis rétt fyrir ís- lenska efnahagshrunið um haustið 2008. Vegvísir er í eigu móður Stef- áns. Fjárfest í félögum Baugs AB Stoð, sem stofnað var árið 2005, fjárfesti í hlutabréfum í norska verk- takafyrirtækinu Faktor Eiendom- men og danska fasteignaþróunar- félaginu TK Development og einnig í fótboltafélaginu Fram. Í árslok 2008 voru bréf í þessum félögum einu hlutabréf AB Stoðar. Hlutabréfin í Faktor Eiendommen voru bókfærð á rúmar 50 milljónir króna og hluta- bréfin í TK Development voru bók- færð á rúmar 25 milljónir króna. Þá var hlutabréfaeignin í Fram bókfærð á nafnverði, 10 milljónir króna. Fjárfesting Stefáns í TK Develop- ment kom upp á svipuðum tíma og Baugur Group keypti hlutabréf í fyrirtækinu. Samkvæmt ársskýrslu baugs Group fyrir 2007 varð félagið stærsti hluthafi TK Devlopment á árinu 2006. „Baugur kaupir frek- ari hlutabréf í danska fasteignaþró- unarfélaginu TK Development og á í heildina sex prósenta hlut í fé- laginu. Með kaupunum er Baugur orðinn stærsti einstaki hluthafinn í TK Devolopment.“ Hlutabréfin í félögunum voru keypt á árinu 2007 þar sem eina hlutabréfaeign AB Stoðar í árslok 2006 var hlutur í Landsbanka Ís- lands sem bókfærður var á nærri 200 milljónir króna. Þessi hlutur var ekki lengur í eigu félagsins árið 2007 og virðist hann því hafa verið seldur á árinu. Í stað þess átti félagið hluta- bréf í skandinavísku félögunum. Nærri 307 milljóna skuldir AB Stoð skuldar nærri 307 milljónir króna samkvæmt síðasta opinbera ársreikningi félagsins, fyrir árið 2008. Skuldin er nær öll við ótilgreinda lánastofnun. Verðmatið á hluta- bréfum félagsins hafði þá lækkað um tæpan helming frá árinu 2007, úr 154 milljónum og niður í rúmar 86 milljónir króna. Tap félagsins á árinu nam 117 milljónum króna og var eigið fé þess neikvætt um nærri 154 milljónir króna. Félagið var því orðið tæknilega gjaldþrota í árslok 2008 en var ekki úrskurðað gjald- þrota fyrr en í lok síðasta mánaðar. Ekkert í ársreikningum AB Stoð- ar bendir hins vegar til þess að arð- ur hafi verið tekinn út úr félaginu á árunum fyrir íslenska efnahags- hrunið. n Fjármálastjóri Baugs keypti í félögum sem Baugur átti í n Stefán átti nærri 200 milljóna hlut í Landsbankanum n Félag hans skuldar 307 milljónir króna Félag Stefáns rekið í gjaldþrot „Baugur kaupir frekari hlutabréf í danska fasteignaþróun- arfélaginu TK Develop- ment og á í heildina sex prósenta hlut í félaginu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Átti 200 milljóna hlut Stefán Hilmar Hilmarsson átti nærri 200 milljóna króna hlut í Landsbankanum sem hann seldi árið 2007. Félagið sem hélt utan um hlutinn er nú orðið gjaldþrota. MyNd hörður SveiNSSoN Ljóð og lag eins og eineggja tvíburar: Meiri skólasöng Lögð hefur verið fram þingsálykt- unartillaga á Alþingi um að Alþingi feli mennta- og menningarmálaráð- herra að vinna að því að auka hlut ljóðakennslu og skólasöngs í nám- skrá grunnskóla og framhaldsskóla. Árni Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, er fyrsti flutnings- maður tillögunnar en með honum eru 7 þingmenn úr öðrum flokkum. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að reynslan hafi sýnt að ljóða- kennsla í skólum hafi leitt til betri málnotkunar nemenda og styrkari tengingar þeirra við hrynjandi og myndræna möguleika íslenskrar tungu. „Ljóðakennslan hefur reynst mörgum sem traustur lífsförunaut- ur og styrkt málnotkun á áberandi hátt. Fátt er eins brothætt og orð og því skiptir höfuðmáli fyrir notkun ís- lenskrar tungu að ræktuð sé tilfinn- ing fyrir myndauðgi tungunnar og fátt styrkir þann þátt betur en ljóða- lestur, lestur Íslendingasagna og lestur vel skrifaðrar bókar. Styrkur ljóðanna í þessu efni er hins vegar nákvæmni þeirra og hnitmiðuð orðanotkun sem kallar á sjálfstæða hugsun og mat lesandans,“ segir í greinargerðinni Um skólasönginn segir að hann sé að mörgu leyti tengdur ljóð- unum því að mörg ljóð, ekki síst eldri ljóð, eigi kjól sem heitir lag og ef vel tekst til spretta ljóð og lag eins og eineggja tvíburar, að því er segir í greinagerðinni. „Að auki er eðlilegt í almennum skólasöng að syngja hefðbundin fjöldasöngs- lög sem oft byggjast á söngtextum frekar en beinum ljóðum. Það fer ekkert á milli mála að samsöngur af öllu tagi er þroskandi og mikil- vægur félagslegur þáttur og ekki skemmir að hann er að öllu jöfnu mjög skemmtilegur þáttur hins dag- lega lífs bæði hversdags og á góðum stundum. Í öllum byggðum landsins og líkast til í öllum skólum er fólk sem getur á auðveldan hátt staðið fyrir fjöldasöng og virkjað þannig jákvæða hlið nemenda.“ valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.