Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Side 8
8 Fréttir 16. janúar 2012 Mánudagur K röfuhafar skuldara sem leita til embættis umboðs- manns skuldara fá óum- beðnir send gögn þar sem allar upplýsingar um skuldir og kröfur viðkomandi eru útlistaðar nákvæmlega. Guðlaugur Þór Þórð- arson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, er ósáttur við þetta fyrirkomulag og ætlar að taka málið upp á Alþingi þegar það kemur saman aftur. „Þetta verklag, það hlýtur að vera hægt að gera þetta öðruvísi án þess að senda út prívatupplýsingar um fólk, sem fara mjög víða. Ég ætla að taka það upp þegar þingið kemur saman. Hvort sem það er fámennt eða fjöl- mennt þjóðfélag þá held ég að flestir séu sammála um að fólk hafi engan áhuga á því að hafa svona persónu- upplýsingar úti um allt,“ segir Guð- laugur Þór í samtali við DV. Allir fengu upplýsingar um 20 þúsund króna skuld Guðlaugur Þór nefnir máli sínu til stuðnings dæmi af konu sem var með um 20 þúsund króna greiðslukorta- skuld í bland við aðrar stærri skuldir. Allir kröfuhafar konunnar fengu því bunka með gögnum þar sem meðal annars þessar litlu skuldir voru út- listaðar. „Við hljótum að geta unnið þetta með öðrum hætti og náð þeim markmiðum sem við ætlum okkur. Ég efast ekkert um að þeir sem vinna hjá embættinu gera bara það sem þeim er uppálagt. Ég tel hins vegar að velferðarráðuneytið ætti að fara betur í þessa hluti,“ segir hann. Svanborg Sigmarsdóttir, upp- lýsingafulltrúi hjá umboðsmanni skuldara, bendir á að í lögum um embættið sé kveðið á um þetta. Þegar skuldari er búinn að fá sam- þykki hjá umboðsmanni skuldara fyrir heimild til greiðsluaðlögunar- umleitana, þá er honum úthlutaður umsjónarmaður sem er lögfræðing- ur. Hann auglýsir svo í Lögbirtinga- blaðinu og þá hefst innköllunarferli. „Síðan fylgir með samþykkinu mat á tekjum og skuldum frá okkur líka. Umsjónarmaður stillir þá upp tillögu að samningi, svokölluðu frumvarpi, og þetta frumvarp þarf að senda öll- um kröfuhöfum þar sem kemur fram hverjar skuldirnar eru og verið að leggja til afskriftir eða hvernig samn- ingurinn verður. Þeir sem lýstu kröf- um geta andmælt samningnum og hafa til þess þriggja vikna frest. Þeir sem lýstu ekki kröfum en eru þekktir kröfuhafar, það er gert ráð fyrir greiðslum til þeirra en þeir geta ekki andmælt. Þannig geta kröfuhafar fengið upplýsingar um aðrar skuldir,“ segir Svanborg. Sanngirnismál Svanborg segir að hugmyndin á bak við það að viðkomandi kröfuhafi fái upplýsingar um all- ar skuldir sé að tryggja hagsmuni bæði skuldara og kröfuhafa. Þeg- ar verið sé að fara fram á 95% af- skrift af skuld þá sjái kröfuhafi það að ekki sé aðeins verið að krefj- ast afskrifta hjá honum. Heldur sé verið að krefjast sömu afskrifta á alla kröfuhafa. Svanborg segir að í örfáum tilfellum hafi umboðs- maður skuldara fengið kvartan- ir um þetta fyrirkomulag. Spurð um hvort að persónuverndar- sjónarmið eigi ekki við í þessu dæmi, segist hún ekki vita hvernig hægt sé að komast fram hjá því að senda skuldayfirlitin út. „Það er ekki ætlast til þess að kröfuhafar séu að hlaupa með þetta um allan bæ,“ segir hún. Það er hins vegar ekkert sem bannar kröfuhöfum að gera það sem þeir vilja með þær upplýsing- ar sem koma fram. n Kröfuhafar fá allar skuldir nákvæmlega útlistaðar n Guðlaugur Þór vill breytingar og ætlar að taka málið upp á Alþingi n Til að tryggja hagsmuni bæði skuldara og kröfuhafa Umboðsmaður dreifir persónuupplýsingum „Við hljótum að geta unnið þetta með öðrum hætti og náð þeim markmiðum sem við ætlum okkur. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Umboðsmaður skuldara Ekki er ætlast til þess að kröfuhafar fari með lista yfir skuldir fólks um allt, en ekkert sem bannar þeim það. Guðlaugur Þór Þórðarson Alþingismaðurinn ætlar að taka málið upp þegar þingið kemur saman aftur. Hann vill breytingar á þessu svo viðkvæmar upplýsingar fari ekki á flakk. Útsalan hefst á morgun, þriðjudag VÍDD f l í s a r o g p a r k e t Bæjarlind 4, Kópavogur Njarðarnes 9, Akureyri www.vidd.is Þór Saari í Silfri Egils: Fleiri fyrir landsdóm Þór Saari, þingmaður Hreyfing- arinnar, sagði í sjónvarpsþætt- inum Silfri Egils á sunnudag, að þingmenn Hreyfingar- innar ætli sér að leggja til að Alþingi taki til endurskoðun- ar hvort stefna eigi fleirum en Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, fyrir landsdóm. Sagði hann að fyrst taka ætti málið fyrir á nýjan leik í sölum þingsins væri eðlilegt að athuga hvort vilji væri fyrir því á þingi að sækja ráðherrana fjóra, sem sérstaklega var fjallað um í rannsóknarskýrslu Alþingis, til saka. Þar átti hann væntan- lega við þau Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, Björgvin G. Sig- urðsson, fyrrverandi viðskipta- ráðherra og Árna Mathiesen, fyrrverandi efnahagsráðherra. Björn Valur Gíslason, þing- maður VG, sagði í þættinum að þingmenn allra flokka væru að ræða sín á milli hvernig bregð- ast ætti við þeirri tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, að fella skuli niður ákæru á hendur Geir H. Haarde. Fyrri umræða um þings- ályktunartillöguna á að fara fram á Alþingi á föstudag. Björn Valur sagði að nú væri rætt hvort leggja ætti fram dagskrártillögu um að málið yrði tekið af dagskrá, en hann sagðist styðja slíka til- lögu. Hann sagði að næsta vika verði mjög afdrifarík í íslenskum stjórnmálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.