Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Síða 11
É g vona að þessi tala sé nærri lagi,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison. Óhætt er að segja að árið 2011 hafi verið frábært fyrir Mugison sem seldi plötu sína Haglél í tuttugu og átta þúsund eintökum. Viðskiptablað­ ið greindi frá því í síðustu viku að Mugison hafi grætt tæpar tuttugu og tvær milljónir króna á plötunni, en heildartekjur af sölu plötunnar voru um 43 milljónir króna. Samkvæmt útreikningum blaðsins voru tekjur Mugison af hverjum seldum diski um 1.550 krónur en þegar tekið er til­ lit til kostnaðar falla í hlut hans 775 krónur af hverjum seldum diski. Aldrei grætt svona mikið „Ég er sjálfur alveg stjarnfræðilega lélegur í reikningi og yfirleitt gleymi ég einhverjum gjöldum sem reiknast svo vextir á. En ég er að vona að þetta sé sú tala sem maður endar í en það er auðvitað fullt sem maður á eftir að tína til sem dregur þessa tölu niður. Ég er að byrja að gera upp við fólk þessa dagana þannig að ég veit ekki hvar þessar tölur enda eiginlega,“ segir Mugison, sem er hæst ánægð­ ur með velgengni plötunnar, í sam­ tali við DV. „Þetta er bara frábært. Ég bjóst við að mörg þúsund eintökum yrði skilað en svo var það ekkert svo mikið. Ég hef aldrei selt svona mikið og þar af leiðandi aldrei grætt svona mikið. Ég gef út plötu á þriggja ára fresti að meðaltali og ef fólk deilir þessari tölu niður þá er þetta kannski ekkert rosalegt. En annars er bara klikkaður fílingur í fjölskyldunni og hjá sjálfum mér.“ Klökkur Mugison Sem fyrr segir var nýliðið ár frábært fyrir listamanninn og var hann til að mynda kjörinn maður ársins af hlustendum Bylgjunnar og Rásar 2. Í síðustu viku var hann einnig val­ inn Vestfirðingur ársins en Mugison segir aðspurður að hann hafi aldrei búist við þessari velgengni í byrjun árs 2011. „Ég var að bara að búa til plötu síðasta sumar eins og venju­ lega. Ég bjóst til dæmis alltaf við því að lagið Stingum af yrði allt of rólegt til að nokkur myndi sýna því áhuga – nema einhver náttúrurómantíker eins og ég,“ segir Mugison og hlær. Hann segir að þetta hafi mikla þýðingu fyrir sig, þó fyrst og fremst tilfinningalega. „Maður verður hálf­ klökkur þegar maður sér skólabörn syngja lögin sín. Maður hittir líka fólk í Bónus og svona og það á einhverjar minningar tengdar þessum lögum. Það er alveg ótrúlegt að maður skuli ná til svona margra,“ segir hann ein­ lægur. Þakklæti á þakklæti ofan Óhætt er að segja að hjólin hjá Mugi­ son hafi farið að snúast fyrir alvöru þegar hann tilkynnti þann 1. des­ ember síðastliðinn að hann hygð­ ist halda þrenna tónleika í Hörpu og ferna á landsbyggðinni fyrir lands­ menn – og það án endurgjalds. „Þetta tók allt einhvern skrýtinn kipp um þetta leyti. Platan var reyndar kom­ in í tólf þúsund eintök og jólavertíð­ in var varla byrjuð. Það var eitthvað í loftinu og einmitt þess vegna varð ég að segja takk. Þetta voru fáránleg­ ar móttökur og maður fann að þetta yrði eitthvað sem maður myndi ekki endurtaka í bráð. Ég var þakklátur og þá varð fólk þakklátt. Þegar fólk varð þakklátt þá varð ég enn þakklátari og þá einhvern veginn sprakk þetta allt,“ segir Mugison sem vill þó sér­ staklega koma því á framfæri að þó hann sé sólótónlistarmaður séu fleiri sem eigi þátt í velgengninni. „Það er heil hljómsveit og fjölskyldur þeirra á bak við mig. Vinur minn, Jón Þór [Þorleifsson, innskot blaðamanns] var með mér í öllu sprellinu og eigin­ kona mín, Rúna. Dreifingaraðilarnir voru líka helvíti hressir. Ég fæ enda­ laust kredit en þau eiga þetta.“ Í 40 fermetra stúdíóíbúð Það vakti talsverða athygli þegar greint var frá því að á sama tíma og Mugison þrífyllti Hörpu hafi hann ekki komist í gegnum greiðslumat. Fjölskyldan vildi stækka við sig og höfðu þau hjónin fundið góða íbúð í miðbænum. Bank­ inn sagði hins vegar nei og því varð bið á því að þau gætu stækkað við sig. En er staðan ekki betri núna? „Jú, það hlýtur eiginlega að vera. Ég fæ ekki allan peninginn fyrr en í lok febrúar eða byrjun mars og þá ætlum við að sjá hvað stendur í al­ vörunni eftir. Þrátt fyrir að ég selji svona mikið þá er ekki þar með sagt að það muni endurtaka sig á næstu árum,“ segir Mugison og er raunsær. Hann býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í lítilli 40 fermetra stúdíóíbúð í Vesturbænum. Hann segist kunna vel við sig í íbúðinni þótt lítil sé. „Mér finnst það helvíti notalegt. Fjögur í smá plássi með tvær nikkur og þrjá kassagítara. Það gerist ekki betra.“ Vildu frítt á Hróarskeldu Þó svo að Haglél sé enn að seljast vel er Mugison þegar byrjaður á næsta verkefni sínu. „Ég er kominn svolítið áfram með það. Þetta er plata sem er eiginlega öll gerð á hljóðfæri sem ég smíðaði sem er svolítið galdratæki. Það væri draumur ef ég myndi ná að koma henni út í haust upp á að geta túrað í Evrópu. Stundum festist mað­ ur í einhverju einu lagi í einn mánuð á meðan önnur lög taka tvo daga en ég vona að ég nái þessu,“ segir hann. Ekki er útilokað að Mugison verði á meðal listamanna á Hróarskeldu­ hátíðinni í Danmörku næsta sumar, þar sem margir af vinsælustu tónlist­ armönnum heims koma saman og spila fyrir gesti. „Þeir voru búnir að biðja um efni frá mér en mér fannst eitthvað asnalegt að senda þeim Haglél. Svo var ég í partíi hjá vini mínum og við fórum að tala um að það væri gott að geta fengið fría miða á Hróarskeldu. Þannig að ég sendi þeim póst í síðustu viku en ég veit ekkert hvort ég sé orðinn of seinn.“ „Aldrei grætt svona mikið“ Fréttir 11Mánudagur 16. janúar 2012 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað „Ég hef aldrei selt svona mikið og þar af leiðandi aldrei grætt svona mikið n Mugison seldi 28 þúsund eintök og hefur aldrei verið ánægðari n Kemst vonandi í gegnum greiðslumat á næstu mánuðum n „Klikkaður fílingur í fjölskyldunni og hjá sjálfum mér“ Þakklátur Örn Elías Guð- mundsson, eða Mugison eins og hann er kallaður, er mjög ánægður með viðtökurnar. Mynd EyÞór ÁrnAson Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.