Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Side 13
Erlent 13Mánudagur 16. janúar 2012 H ópur starfsmanna raftækja- framleiðandans Foxconn, sem framleiðir meðal ann- ars raftæki fyrir Microsoft, hótaði að stökkva fram af byggingu í síðustu viku. Starfsmenn fyrirtæk- isins, sem breska blaðið The Daily Telegraph tók tali, segja að óánægja þeirra snúi meðal annars að því að til stendur að flytja hluta starfs- manna yfir á aðra framleiðslulínu í verksmiðjunni. Áttu laun starfs- manna að lækka samfara breyt- ingunum, að því er CNN greinir frá. Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Wuhan í Kína. Starfsmennirnir höfðu komið sér fyrir á þaki verksmiðjunnar og hótuðu þeir að stökkva niður ef af breytingunum yrði. Myndir af mót- mælum starfsmanna fóru sem eld- ur í sinu um kínverskar umræðu- síður. Eftir nokkrar klukkustundir á þaki verksmiðjunnar ákváðu starfs- mennirnir að fara stigaleiðina nið- ur. Talsmaður Foxconn segir að 45 starfsmenn hafi sagt upp störfum vegna málsins. Foxconn komst í fréttirnar árið 2010 þegar fjöldi starfsmanna framdi sjálfsvíg í verksmiðju fyrir- tækisins í borginni Shenzhen. Í kjölfarið hækkaði fyrirtækið laun starfsmanna, sem oft eru ungir og vinna langan vinnudag. Þá var bætt úr öryggismálum í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína og fengu starfs- menn að hitta ráðgjafa. Árið 2011 fækkaði sjálfsvígum meðal starfs- manna Foxconn sem gaf vísbend- ingu um að aðferðir fyrirtækisins hefðu dugað. Foxconn hefur 900 þúsund starfsmenn á sínum snær- um í Kína, þar af starfa 420 þúsund í borginni Shenzhen. ÚTSALA Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is allt að 50% afsláttur Lín esi Laugavegi 1 í i 533 2220 www.lindesign.is Hótuðu hópsjálfsmorði n Starfsmenn Foxconn í Kína ósáttir Foxconn Starfsmenn hafa kvartað undan löngum vinnutíma og lélegum launum á undanförnum árum. Mynd ReuteRS n Fjölskylda á vonarvöl fær dóttur sína úrskurðaða látna n Blaðamaður reyndi að leiða grunaðan í gildru n Joran van der Sloot myrti stúlku sama dag og natalee hvarf – fimm árum seinna Hver urðu örlög Natalee Holloway? N atalee Ann Holloway var í vikunni úrskurðuð látin eft- ir sjö ára árangurslausa leit að henni. Natalee hvarf árið 2005 þegar hún var í ferða- lagi á Aruba ásamt félögum sínum og vinum úr menntaskóla. Hún hafði ný- verið útskrifast úr menntaskóla og var í útskriftarferð. Í kjölfar hvarfs henn- ar varð mikið fjölmiðlafár í Banda- ríkjunum þar sem rannsókn málsins þótti ganga hægt og illa og var fólk hvatt til þess að sniðganga Aruba og ráðlagt að ferðast ekki þangað. Mað- urinn sem er talinn hafa myrt hana virðist aldrei verða ákærður. Skilaði sér aldrei heim Natalee, sem var 19 ára árið 2005, átti að fljúga heim til sín eftir „skemmti- legasta ferðalag allra tíma“ þann 30. maí 2005. Hún skilaði sér aldrei í flugið heim og mundu félagar henn- ar eftir því að hafa séð hana kvöldið áður með manni sem þau könnuðust við frá Aruba, Joran van der Sloot og tveimur öðrum mönnum, bræðrun- um Deepak og Satish Kalpe. Þegar lögregla hóf rannsókn á hvarfi Natalee voru þeir þrír kallað- ir til yfirheyrslu þar sem þeir sögð- ust hafa skilið við hana við hótelið hennar og kvatt hana. Þeir vissu ekk- ert hvar hún væri. Mennirnir voru allir handteknir þrisvar sinnum í tengslum við rannsóknina, en þar sem sönnunargögn voru ekki fyrir hendi var þeim ávallt sleppt úr haldi. Eftir mikinn þrýsting frá foreldrum Natalee og bandarískum yfirvöldum samþykktu yfirvöld á Aruba að leyfa alríkislögreglunni, FBI, að taka þátt í leitinni. Hundruð sjálfboðaliða og lögreglumanna leituðu að Natalee í marga mánuði bæði á sjó og landi, en hún fannst aldrei. Í desember árið 2007 var ákveðið að hætta rannsókn málsins í Aruba, enda lítil sem engin sönnunargögn fyrirliggjandi í mál- inu. Viðurkenndi glæpi í vímu En skjótt skipast veður í lofti og árið 2008 barst lögreglu myndband af manninum sem var einna helst grunaður um að hafa verið viðriðinn hvarf Natalee, Joran van der Sloot. Í myndbandinu játaði hann að hafa verið viðstaddur þegar Natalee lést. Í myndbandinu er Joran augljóslega undir áhrifum vímuefna en hann mun hafa verið í kannabisvímu. Hann segir þar að Natalee hafi látist þann 30. maí 2005 og að það hafi ver- ið hans ákvörðun að koma líki henn- ar fyrir svo enginn fyndi hana. Þau hafi verið að hafa samfarir á strönd- inni, hún hafi fengið einhvers kon- ar flog og dáið. Joran hafi því ákveð- ið að losa sig við líkið í slagtogi við annan mann. Þessi játning var tekin upp án vitundar Jorans. Hún var síð- ar notuð sem hluti af sjónvarpsþætt- inum Pauw & Witteman, þar sem hollenski blaðamaðurinn Peter R. de Vries villti á sér heimildir til að ná fram játningunni. Játningin var talin vera gild fyrir dómstólum í Aruba, en engu að síður ekki nægileg sönnun- argögn til sakfellingar þar sem Joran sagðist hafa verið að ljúga á mynd- bandinu. Stundaði mansal. Því var engin lausn í máli Natalee í sjónmáli. Joran flutti til Taílands og var búsettur þar í nokkur ár og faldi sig og notaði dulnefni. Blaðamaður- inn Peter de Vries, sem er sannfærð- ur um sekt Jorans, elti hann þang- að og sýndi síðar myndband í þætti sínum þar sem Joran sést undirbúa mansal. Þá ætlaði hann að selja ung- ar stúlkur frá Taílandi fyrir 1.300 doll- ara hverja. Enn og aftur kom í ljós að Joran var harðsvíraður glæpamað- ur. Mansalssögusagnir komust aftur í hámæli þegar Joran sagðist í við- tali við bandarísku sjónvarpstöðina FOX News að hann hefði selt Natalee úr landi og að hún væri því fórnar- lamb mansals. Hann dró þær yfirlýs- ingar snarlega til baka eftir að viðtal- ið við hann birtist. Hann var þó ekki ákærður og ólíklegt þykir að hann verði það nokkru sinni. Úrskurðuð látin Enn sem komið er veit enginn hvar Natalee Holloway er niðurkomin og enginn hefur verið ákærður í máli hennar. Joran van der Sloot hefur hins vegar verið sakfelldur fyrir morð á ungri stúlku í Perú sem lést nákvæm- lega fimm árum eftir dauða Natalee, eða þann 30. maí 2010. Sá úrskurð- ur var kveðinn upp 13. janúar 2012. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir að reyna að kúga fé út úr aðilum sem vildu fá upplýsingar um hvar Nata- lee Holloway væri nú. Faðir Nata- lee fór fram á það sumarið 2011 að dóttir hans yrði formlega úrskurðuð látin af dómstólum og var sú beiðni samþykkt þann 12. janúar 2012, dag- inn áður en Joran var sakfelldur fyrir morðið í Perú. Faðir hennar vonast til að málinu sé því lokið að fullu og að fjölskyldan geti farið að jafna sig á missinum og sorginni. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Hvað varð um natalee? Natalee Holloway hvarf 30. maí 2005 og enginn veit hvar hún er niðurkomin. Sakfelldur Joran var ekki sakfelldur í máli Natalee, en var sakfelldur fyrir að myrða stúlku í Perú, sama dag en fimm árum eftir að Natalee hvarf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.