Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Page 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía algengt verð 240,3 kr. 252,7 kr. algengt verð 240,1 kr 252,5 kr. höfuðborgin 240,0 kr. 252,4 kr algengt verð 240,3 kr. 252,7 kr. algengt verð 242,4 kr. 252,8 kr. Melabraut 240,1 kr. 252,5 kr. 14 Neytendur 16. janúar 2012 Mánudagur Góð kaup n Lofið fær Sportbúðin Krókhálsi fyrir góða útsölu. „Undanfarna daga hefur þar verið rýmingarsala vegna þess að búðin er að flytja í næsta hús. Afslátturinn er til fyrir- myndar; flestar vörur eru á hálfvirði, eða með 50 pró- senta afslætti, og þjónustan er góð. Þetta eru alvöru tilboð og það er hægt að gera góð kaup,“ segir lesandi sem vildi koma lofinu á framfæri. Illa merkt n Lastið fær bílastæðahúsið í Hörpu en tónleikagestur sendi eftir- farandi inn. „Ég fór á tónleika og greiddi aðeins 2.900 krónur fyrir þessa góðu tónleika. Veður var ekki gott og ég ákvað að leggja bílnum í bílastæðahúsinu. Ég bjóst við að þurfa að greiða fyrir að leggja bíln- um en hvorki ég né neinn annar úr þeim fimm manna hópi sem ég var með sá merkingar um greiðslur. Við gengum því inn í húsið með gleði og þakklæti fyrir Hörpu. Er tón- leikum lauk gengum við út af tón- leikunum tónsödd og glöð en þá beið eftir okkur sektarmiði upp á 4.900 krónur á öllum bílunum okkar. Það mætti alveg vera bet- ur merkt.“ DV leitaði til for- svarsmanna bíla- stæðahússins og náði tali af Friðriki Sverrissyni, fram- kvæmdastjóra 115 Security. „Þetta er vel merkt hjá okkur en við fengum auglýsingafyrirtæki sem sérhæfir sig í merkingum fyrir bílastæðahús til að merkja þetta fyrir okkur. Þetta er merkt áður en maður fer í rampann, það er skilti neðst í rampanum þar sem er til- kynning og gjaldskrá. Auk þess eru merkingar á súlum, 6 gjaldmælar og þegar það eru tónleikar þá fæ ég 4 auka menn til að vera í húsinu. Við höfum fengið svona kvartanir áður en ég held að fólk sé svolítið að flýta sér þegar það fer á tónleika. Það er þá kannski ekki að horfa nógu vel í kringum sig,“ segir hann. Aðspurður hvort þetta sé ekki tölu- vert hærri sekt en þær sem maður fær inni í bæ, segir Friðrik að svo sé en á móti komi að þetta sé bíla- geymsla þar sem er lýsing, öryggis- verðir, myndavélakerfi og breiðari stæði. Gjaldskráin sé þó svipuð og inni í bæ. „Maður skilur samt að fólk sé pirrað yfir því að fá svona háar sektir en ef þú greiðir innan þriggja daga þarftu að borga 2.900 krónur.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last G ífurlegur munur er á mat- vörum eftir verslunum en í verðkönnun DV kemur fram að tugprósenta mun er að finna á hæsta og lægsta verði nokkurra verslana. Svonefndar klukkuverslanir eru með hæsta verð- ið í öllum tilvikum og Bónus með lægsta verðið. Þar má nefna að það er 68,91 prósents munur á Solgryn- haframjöli í 500 gramma pakkning- um, dýrast í verslun 10–11 en ódýrast í Nóatúni. Fyrirhugaðar verðhækk- anir eru væntanlegar í janúar og febrúar. Óformleg könnun Könnunin fór fram fimmtudaginn 12. janúar síðastliðinn en skoðað var verð á nokkrum fyrirfram ákveðnum vörum. Tekið skal fram að einungis var farið í fimm verslanir á höfuð- borgarsvæðinu og því um óformlega könnun að ræða. Verslanirnar sem um ræðir eru 10–11 í Glæsibæ, Nóa- tún í Austurveri, Hagkaup, Víðir og Bónus í Skeifunni og 11–11 á Laugar- vegi. Tekið var niður verð á 13 vöru- tegundum en í einu tilfelli var tekið fram að um tilboðsverð væri að ræða og var það á vatnsmelónum í Hag- kaupi. Í einstaka verslunum er hægt að fá ódýrari banana sem eru eldri eða lakari og var ekki tekið tillit til þess heldur tekið niður almennt verð á ávextinum. Eins og sjá má var munur á hæsta og lægsta verði aldrei undir 31 pró- senti. Það munar til dæmis 66,38 prósentum á verðinu á vatnsmelón- um en kílóverðið á þeim er 699 krón- ur í 10–11 en 235 krónur í Bónus. At- hygli vekur að 10–11 var með hæsta kílóverð í könnun sem verðlagseft- irlit ASÍ framkvæmdi í október en verðið hefur þó hækkað í þeirri versl- un síðan þá. Leiðandi í verði „Við erum það sem kallast verðleið- andi matvöruverslun og aðrar búðir miða sig við okkur og fara undir okk- ar verð. Þeir sem eru á svipuðu róli og við eru 11–11 og bensínstöðvar. Þú getur farið á veitingahús og borg- að mun meira og þú getur farið í Bónus og þá borgar þú mun minna. Við erum í hærri endanum,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10–11. Hann segir að matvöruverð sé byrjað að hækka og muni halda því áfram í janúar og febrúar. „Við erum að fá á okkur hækkanir frá birgjum og það er í grunninn í næstum öllum vöru- flokkum. Ég veit ekki nákvæmlega hve mikið en ég býst við að þetta verði um 5 til 8 prósenta hækkun að jafnaði. Svo eru einstök dæmi um vörur sem munu hækka um allt að 20 prósent.“ Hækkunin mun ná til all- flestra vöruflokka en verslunin hefur fengið tilkynningu um hækkanir frá langflestum birgjum sínum. Aðspurður um ástæðu þess að 10–11 sé iðulega með hæsta verðið segir hann að verslanir 10–11 hafi haft hærri rekstrarkostnað. Þrátt fyrir að fleiri verslanakeðjur séu nú farnar að bjóða upp á sólarhringsopnun þá sé opið lengur í 10–11 á hátíðisdög- um, svo sem aðfangadag og gaml- ársdag. Þetta skili sér í hærri launa- kostnaði og hærra vöruverði. Spyrnum við fótum „Framleiðendur og heildsalar hafa boðað verðhækkanir í mjög mikl- um mæli. Allt frá 3,5 prósentum upp í 15 prósent og einstaka hafa boð- að hækkanir upp á 25 til 35 prósent á einstaka vöruliðum. Við munum þó reyna að spyrna gegn þessu eins og við mögulega getum,“ segir Guð- mundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss. Hann segir þetta ná til allra vöruflokka og eitthvað af verð- hækkunum sé farið að tínast inn. Margar tilkynningar um hækkanir miðist við 1. febrúar. „Það er þó ekki víst að þær fari út í verðlagið og við reynum að komast hjá því með því að hagræða. Það er hræðileg blanda að á sama tíma og kaupmáttarrýrnun er um það bil 25 prósent, þá eru boð- aðar verðhækkanir. Menn verða bara að reyna að spyrna við fótum.“ Aðspurður um ástæðu þess að Bónus sé iðulega með lægsta verðið segir Guðmundur að Bónus leggi lít- ið á vörur. „Við erum með lágmarks- mannskap og við munum ekki fara út í að lengja opnunartíma eins og aðrar verslanir. Það þarf nefnilega að verð- leggja vöruna fyrir þeim kostnaðar- auka. Auk þess erum við stórir í inn- kaupum, fáum lágt verð vegna mikils magns og látum neytendur njóta þess eins og við mögulega getum.“ Hann hvetur neytendur til að vanda sig og leita að lægsta verð- inu. „Ef fólki misbýður getur það bara sniðgengið vöruna. Það er sterkasta vopnið og neytendur hafa valdið.“ „Verslanirnar sem um ræðir eru 10–11 í Glæsibæ, Nóatún í Austurveri, Hagkaup, Víðir og Bónus í Skeifunni og 11–11 á Laugavegi. Verðhækkanir eru yfirvofandi n Mikill munur er á verði lágvöruverslana og klukkuverslana n Rúmlega 60% munur á einstökum vörum n Verðhækkanir eru yfirvofandi á flestum vörum matvöruverslana Verðkönnun Könnunin var framkvæmd þann 12. janúar. 10–11 Nóatún Hagkaup Víðir Bónus 11–11 Kók 239 kr. 159 kr. 159 kr. 138 kr. * 199 kr. 42,26% Solgryn-haframjöl 500 g 499 kr. 198 kr. 247 kr. 235 kr. * 269 kr. 60,32% Weetabix * 517 kr. 217 kr. 495 kr. 479 kr. 698 kr. 68,91% Bananar 499 kr/kg 369 kr/kg 379 kr/kg 368 kr/kg 239 kr/kg * 52,11% Vatnsmelóna 699 kr/kg 279 kr/kg 245 kr/kg 389 kr/kg 235 kr/kg * 66,38% Léttmjólk 169 kr. 110 kr. 110 kr. 108 kr. 108 kr. 139 kr. 36,09% Gotti * 1.413 kr/kg 1.399 kr/kg 1.403 kr/kg 1279 kr/kg 1.510 kr/kg 15,30% Heimilisbrauð 349 kr. 332 kr. 334 kr. 296 kr. 305 kr. 429 kr. 31,00% Egils-malt 249 kr. 163 kr. 169 kr. 155 kr. 139 kr. 199 kr. 44,18% Neutral Storvask 999 kr. 788 kr. 779 kr. 695 kr. 689 kr. 999 kr. 31,03% SS-skinka pakki 539 kr. 499 kr. 494 kr. 289 kr. 459 kr. * 46,38% Kornax-hveiti 2 kg 299 kr. 209 kr. 320 kr. 289 kr. 275 kr. 379 kr. 44,85% Spergilkál 599 kr/kg 429 kr/kg 399 kr/kg 498 kr/kg 329 kr/kg * 45,08% Aðrar verðhækkanir Bensínlítrinn yfir 240 krónur Mikil hækkun hefur verið á verði bensíns undanfarið og er bensínlítrinn kominn í 240 krónur. Þetta er töluverð hækkun frá því fyrir ári en þá var ódýrasti lítrinn á 209,20 krónur og er því um að ræða tæplega 13 prósenta hækkun frá því í byrjun árs 2010. Lægsta verðið föstudaginn 13. janúar var hjá Orkunni en þar kostaði lítrinn 240,00 krónur en dýrasti lítrinn var hjá Skeljungi á 242.40. Dísilolían er enn dýrari en kostar nú rúmar 252 krónur. DV skoðaði verðþróun bensíns síðustu ára í sumar en þá var lítraverð aðeins hærra en í dag og stóð í um það bil 242 krónum. Í þeirra umfjöllun kom fram að á tveimur árum hafði bensínlítrinn hækkað um 40 prósent á tveimur árum. Þess var einnig getið að árið 2007 kostaði lítrinn 113 krónur og hafði hann því hækkað um 114 prósent síðan þá. Leikskóli, dagvist og skólamáltíðir hækka Verð fyrir skóladagvist í yngri bekkjum grunnskólanna og verð á skólamáltíðum hækkaði víða um áramótin. Þá hækkaði gjald fyrir skóladagvist mest í Kópavogi en þar hækkaði gjaldið um 35 prósent á milli ára. Í Reykjavík nam hækkunin 22 prósentum. Skólamáltíðin hækkað einnig mest í Kópavogi eða um 25 prósent og um 20 prósent í Árborg. Miklar hækkanir eru á gjaldskrám leikskóla á milli ára en verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla. Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma kennslu með fæði er hjá Reykjanesbæ um 16 prósent, Hafnarfirði um 15 prósent og Reykjavík um 13 prósent. Það munar 40 prósentum á hæstu og lægstu gjaldskrá sveitarfélaganna. Hæsta gjaldið er í Ísafjarðarbæ en þar kostar vistunin 34.342 krónur en 24.501 krónur í Reykjavík. Aðeins tvö sveitarfélög af 15 hafa ekki hækkað hjá sér verðskrána síðan í fyrra, en það eru Ísafjarðabær og Seltjarnarnes- kaupstaður. Rafmagn og heitt vatn Heitt vatn og rafmagn hefur einnig hækkað. Á síðu Hagstofunnar má finna verðþróun ýmissa vörutegunda og þjónustu. Samkvæmt upp- lýsingum þar hefur rafmagn sem höfuðborgarbúar greiða fyrir hækkað um 21,74 prósent á tveimur árum. Á sama tíma hækkaði heitavatnsgjald í Reykjavík um 32,74 prósent. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Verðhækkanir Boðaðar hafa verið verðhækkanir og búast má við hærra vöruverði í flestum vöruflokkum. MYND GUNNAR GUNNARSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.