Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Síða 16
Sandkorn
Í
þróttafréttamaðurinn Hjörtur
Hjartarson var í síðustu viku fyrir-
varalaust rekinn úr starfi sínu á
Ríkisútvarpinu. Ástæðan var sú að
hann hefur verið kærður fyrir árás
á samstarfsmann sinn, Eddu Sif Páls-
dóttur. Ræturnar liggja í brostnu ást-
arsambandi þeirra. Óljóst er hvernig
árásina bar að og hver upptökin voru.
Samt grípa stjórnendur Ríkisútvarps-
ins til þess að reka manninn úr starfi.
Á flestum vinnustöðum hefðu menn
beðið eftir ákæru áður en endanleg
ákvörðun um brottrekstur átti sér
stað.
Ríkisútvarpið er í eigu allra lands-
manna og þess vegna eru starfsmenn
þar í vinnu hjá þjóðinni. Hvernig
stjórnendur og starfsmenn hegða sér
er því öllum þeim viðkomandi sem
greiða gjaldið sem þarf til að halda
fyrirbærinu gangandi. Þess vegna á
þjóðin heimtingu á að vita hvernig
starfsmannamálum er háttað og hvað
er að gerast.
Páll Magnússon útvarpsstjóri
hefur á stundum sætt gagnrýni fyrir
framgöngu sína í starfi og oflátungs-
hátt sem felst meðal annars í háum
launum og lúxusbifreið á kostnað
almennings. Hann hefur líka verið
gagnrýndur fyrir að útvega dóttur
sinni vinnu. Rétt er þó að halda því til
haga að dóttirin þykir hafa staðið sig
vel í starfi og var ráðin sem sumar-
starfsmaður í framhaldi inntökuprófs.
En vandi Páls nú er sá að, Edda Sif,
dóttir hans, er sá aðili sem kært hefur
árás samstarfsmannsins. Útvarps-
stjóri er því vanhæfur og dregst inn í
harmleikinn vegna blóðtengslanna.
Það er gagnrýnivert að Hjörtur
Júlíus skyldi ekki í upphafi vera sett-
ur í tímabundið frí meðan á rann-
sókn málsins stendur. Málið er þó í
öllu falli alvarlegt í því ljósi að hann
er reyndur starfsmaður og á honum
hvíla í samræmi við það hærri kröfur
þegar litið er til framkomu og aðgerða
í mannlegum samskiptum. Nú er
áríðandi að rannsókn málins ljúki
sem fyrst og skorið verði úr um sekt
eða sýknu hins brottrekna. Harmleik-
urinn í Efstaleiti er orðinn hlutur en
nú skiptir mestu að hið sanna komi
í ljós og réttlætið nái fram að ganga.
Dómstóll götunnar eða Sjónvarps-
ins getur ekki verið endanlegur. Málið
verður að rannsaka alla leið af þar til
bærum yfirvöldum. Ef einhver vafi
leikur á sekt Hjartar liggur beinast
við að skoða þátt Páls Magnússonar í
brottrekstrinum.
Árni safnar liði
n Stuðningsmenn Árna Páls
Árnasonar, sem Jóhanna Sig-
urðardóttir rak úr ríkisstjórn,
safna nú liði
fyrir flokks-
stjórnarfund
í Samfylk-
ingunni þar
sem tekist
verður á um
tillögu þeirra
um aukalandsfund í vor til að
kjósa nýja forystu. Stuðning-
ur hans hefur einkum verið í
Kraganum, aðallega í Kópa-
vogi, en ákveðið hefur verið
að víkka slaginn út bæði til
Reykjavíkur og á landsbyggð-
ina. Þá mun ákveðið að boða
til fundar með Árna Páli og
mögulegum áhugamönnum
um framboð hans í Reykjavík
á næstunni.
Jóhanna titrar
n Titringur er sagður í Sam-
fylkingunni eftir að fréttist
að formannsframbjóðand-
inn Árni Páll Árnason hafi í
liðinni viku verið á ferðalagi
um Norðurland. Með hon-
um á ferðalaginu voru þing-
menn kjördæmisins, þeir
Kristján Möller og Sigmund-
ur Ernir Rúnarsson, sem olli
hrolli hjá forystunni. Voru
þeir meðreiðarsveinar hans
á fundi Samfylkingarinnar á
Siglufirði. Þá var áformað að
funda á Akureyri og víðar. Eru
stuðningsmenn Árna Páls
sigurvissir fyrir flokksstjórnar-
fundinn og telja mikinn styrk
í að fá Kristján og Sigmund
Erni í slaginn fyrir norðan.
Doði á vefmiðlum
n Nokkrar áhyggjur eru
vegna vefmiðlaveldis Björns
Inga Hrafnssonar sem virðist
vera að koðna
niður. Eftir
því er tekið að
Karl Th. Birgis-
son, ritstjóri
Eyjunnar,
uppfærir vef-
inn sjaldan
og yfirleitt seint að morgni. Þá
er helsti skjaldsveinn Björns
Inga, Eiríkur Jónsson, farinn í
fússi. Loks er umsjónarmaður
Veraldarinnar á Pressunni,
Kidda Svarfdal, einnig hætt en
hún hafði átt frábæra spretti.
Þetta gerist í framhaldi þess
að Steingrímur Sævarr Ólafsson
ritstjóri birti mynd af stúlk-
unni sem kærði Gillz og hat-
ursbylgja skall á miðlunum.
Stuð á ÍNN
n Sjónvarpsstöðin ÍNN hefur
færst í aukana að undan-
förnu. Sjálfur fer Ingvi Hrafn
Jónsson sjónvarpstjóri á kost-
um. Harður
dómur yfir
honum fyrir
að hafa fé af
ríkinu hefur
ekki haft
sýnileg áhrif.
Sjálfstæðis-
menn eru duglegir við að
mæta á Hrafnaþing þar sem
kappinn krunkar grimmur
yfir þeim sem ekki fara að
reglum. Á meðal þeirra sem
mættu á föstudaginn voru
þau Guðlaugur Þór Þórðarson,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
og Svanhildur Hólm sem öll
krupu við fótskör sjónvarps-
stjórans.
Söknuðurinn
hverfur aldrei
Það þýðir ekkert
helvítis kjaftæði
Þórarinn Eldjárn missti tvo syni með skömmu millibili. – DV Marta María Jónasdóttir segist bera þess merki að hafa verið alin upp af karlmanni. – DV
Rekinn af RÚV
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„Útvarps-
stjóri er
vanhæfur
E
in er sú spurning sem ég hef ver-
ið að velta fyrir mér allar götur
síðan 2009 þegar ég var kosinn
á þing. Spurningin er þessi:
Geri ég meira gagn sem
stjórnmálamaður en sem kvikmynda-
gerðarmaður og rithöfundur?
Þar sem þetta er mikilvæg spurning
sem ég treysti mér ekki til að ráða fram
úr glaðnaði yfir mér þegar ég sá á DV.is
að Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík
væri þessa stundina á beinni línu þar
sem öllum væri heimilt að leggja fyrir
hann spurningar.
Þetta fannst mér alveg tilvalið. Jón
Gnarr sem ég hef lengi dáðst að er svo
sannur og góður listamaður að hann
getur ekki verið efalaus um lífið og til-
veruna og hlýtur að hafa spurt sjálfan
sig að sömu spurningu og ég hef verið
að velta fyrir mér.
Ég skráði mig inn hjá DV.is og sendi
skriflega fyrirspurn:
„Hvort kemur þú þjóðinni að meira
gagni sem heittelskaður leikari og
skemmtikraftur eða sem umdeild-
ur stjórnmálamaður með einkabíl-
stjóra?“
Svo kom svarið:
„Ég er ekki með einkabílstjóra, Þrá-
inn. Hvort kemur þú þjóðinni meira að
gagni sem heittelskaður leikstjóri eða
vægast sagt umdeildur pólitíkus?“
Þetta svar þýðir vitanlega „fuck you“
á nútímareykvísku. Ég hefði greinilega
ekki átt að vera að minnast á einkabíl-
stjóra. Mér er skítsama um hvort borg-
arstjórinn er með einkabílstjóra eða
ekki meðan ruslatunnurnar eru tæmdar
og svellið saltað eða sandborið svo að
ég komist leiðar minnar fyrir mjaðmar-
brotnum gamalmennum.
Ég ákvað að rýna betur í textann
og leita að merkingu bakvið orðin. Þá
kom í ljós annað svar sem ég held að sé
svona:
„Pólitíkin hefur breytt mér. Ég svara
ekki lengur einföldum spurningum
af hreinskilni, því að hreinskilni getur
misskilist. Ég er orðinn paranojd og
bít frá mér þegar ég held að menn séu
að vega að mér. Þetta með einkabíl-
stjórann er greinilega árás á mig svo að
ég sný helvítið niður með eldsnöggum
útúrsnúningi og andlegum hælkrók. Ég
endursendi spurninguna til föðurhúsa
og skora stig hjá lesendum DV fyrir að
láta þennan orðhák ekki eiga neitt inni
hjá mér.“
Hvort sem þessi túlkun mín á
svarinu er rétt eða ekki þá er þetta svar-
ið sem ég sit uppi með. Og hvað þýðir
það ef ég sný því upp á sjálfan mig? Það
er að vísu ekki rétt hjá borgarstjóranum
að ég sé umdeildur, því að ég er beinlín-
is hataður af svonefndum netskríl sem
situr um að formæla mér og fordæma í
athugasemdakerfum netmiðla, einkum
fyrir þá ávirðingu að hafa fengið heið-
urslaun listamanna og vera þar með
orðinn afæta á þjóðinni.
Þannig er nú það. Í staðinn fyrir að
hafa fengið svar við spurningu sem oft
leitar á mig sit ég uppi með útúrsnúning
og tvær spurningar til viðbótar.
Sú fyrri er svona:
Ef stjórnmálamenn eru gerspilltir
og algerlega óhæfir er þá ekki tíma-
bært að hætta að henda í þá eggjum
við þingsetningu og skynsamlegast
að svipta þá störfum, launum og velta
þeim upp úr tjöru og fiðri?
En sú síðari er svona:
Ef stjórnmálamenn eru miklu vit-
lausari en þeir sem kjósa þá og þar að
auki gerspilltir hvernig stendur þá á
því að hér skuli hafa tekist að byggja
upp á innan við öld eftir að við hætt-
um að vera nýlenda eitt af tíu mestu
velferðarríkjum á plánetunni?
„Þetta svar þýðir vitanlega
„fuck you“ á nútímareykvísku
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 16. janúar 2012 Mánudagur
Kjallari
Þráinn Bertelsson
rithöfundur og þingmaður
Fjórar spurningar
og útúrsnúningur
MynD: SIGTRyGGUR ARI