Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Qupperneq 18
Njósnari eltir njósnara
T
inker Tailor Soldier Spy,
byggð á samnefndri
sögu John Le Carré,
gerist um miðjan 8. ára-
tuginn og segir frá leit reynds
bresks njósnara (Oldman) að
sóvéskum gagnnjósnara í röð-
um bresku leyniþjónustunnar.
Tomas Alfredsson leikstjóri
(Låt den rätte komma in) skap-
ar magnað andrúmsloft, heldur
öllu undir rós og forðast óþarfa
dramatík. Sagan er vissulega
nokkuð flókin, persónurnar
margar og mikið um njósn-
aratal sem getur reynst torskil-
ið. Myndin treystir því mjög á
athyglisgáfu áhorfandans og
þolinmæði. Leikstjórinn með-
höndlar efnið samt vel og mað-
ur fær á tilfinninguna að hann
hafi fengið mjög frjálsar hend-
ur hjá framleiðendum myndar-
innar.
Leikaraliðið er í heild sinni
frábært og sýnir Gary Oldman
nær fullkomna frammistöðu
í hlutverki njósnarans Smiley
sem fær það vandasama verk-
efni við lok ferilsins að njósna
um samstarfsmenn sína. Smi-
ley er hæglátur og athugull, en
ákveðinn og vægðarlaus þegar
það á við.
Allt útlit myndarinnar er til
fyrirmyndar og tekist hefur að
skapa trúverðugt andrúmsloft
án alls glamúrs þar sem grá-
myglulegur raunveruleikinn
er allsráðandi. Myndin er auk
þess laus við allar klisjur sem
vilja loða við njósnamyndir og
Alfredsson leikstjóri sneiðir
hjá prédikunum um pólitíska
hugmyndafræði. Áherslan er
lögð á andrúmsloftið og pers-
ónusköpunina og eftir stendur
gáfuleg njósnamynd sem fjallar
þegar allt kemur til alls um
mannlegt eðli.
18 Menning 16. janúar 2012 Mánudagur
Barátta
manns
og hvals
Færeyski ljósmyndarinn Regin
Weihe Dalsgaard sýnir myndir
af grindhvaladrápi í Færeyjum
á sýningu sinni 2 mínútur sem
verður opnuð 14. janúar og
stendur til og með 12. febrúar
í Norræna húsinu. Myndirnar
varpa óvenjulegu ljósi á við-
fangsefnið. Meginþema sýn-
ingarinnar er viðbrögð áhorf-
enda við grindhvaladrápunum
en ekki drápin sjálf.
Grindhvaladráp eða grind-
hvalaveiðar eru ævaforn hefð
sem enn lifir góðu lífi í Fær-
eyjum.
Grindhvaladrápið sjálft er
þó ekki mikilvægasta mynd-
efnið heldur þátttakendurnir
því svipur þeirra sýnir allar
þær miklu tilfinningar sem
tengjast veiðunum. Myndirnar
sýna Færeyinga sem taka sér
hlé frá daglegu amstri til þess
að taka þátt í drápinu.
Alþjóðlegir fjölmiðlar
hafa sýnt myndunum mikinn
áhuga og kynnt þær í efni sínu.
Í sumar sem leið lét Discovery
Channel gera heimildamynd
um Færeyjar og þar átti Regin
hlut að máli sem ljósmyndari.
Hringitónn
stöðvaði
tónleika
Það var ekki í fyrsta skipti
að tónleikar Fílharmón-
íusveitar New York voru
truflaðir af hringitóni ein-
hvers tillitslauss áhorfanda
á dögunum. Venjulega
leika sveitir áfram þegar
svona uppákomur verða og
láta þær ekki trufla sig. En
stundum þykir mönnum
nóg komið. Sérlega ágeng-
ur hringitónn stöðvaði
tónleika þeirra á dögunum.
Listrænn stjórnandi Fíl-
harmóníusveitarinnar, Alan
Gilbert, fékk nóg af hring-
itóninum Marimba sem
hljómaði úti í salnum og
stöðvaði tónlistarflutning
sveitar sinnar. Sneri sér við
og beið þolinmóður eftir að
slökkt yrði á símanum.
L
istaverk listamannsins
heimsfræga Santiago
Sierra munu setja svip
sinn á menningarlíf Ís-
lendinga í lok janúar
og munu nokkur þeirra vera
gjörningar sem tengjast ís-
lenskum veruleika og efna-
hagshruninu.
Hafþór Ingvarsson, safn- og
sýningarstjóri, segir heildar-
safn heimildakvikmynda og
-myndbanda Sierra verða
sýnt í fyrsta sinn á heimsvísu
á sýningunni. „Sýningin hér
á landi er hans fyrsta yfirlits-
sýning,“ segir Hafþór. „Okkur
fannst mikilvægt að kynna verk
hans almennt hér á landi til að
setja ný verk hans um íslenskt
samfélag í samhengi. Það er
vonandi að verk hans eigi hér
sterkt erindi og skapi umræðu.“
Borgaði vændiskonum
með heróíni
Verk Santiago þykja bæði
róttæk og ögrandi og byggja
á virku andófi. Hann hefur
oft verið sakaður um að færa
sér í nyt bágbornar aðstæður
verkafólks og þeirra sem hafa
beðið skarðan hlut frá borði í
samfélaginu. „Tilgangur hans
er ekki að hneyksla,“ segir
Hafþór. „Verk hans fjalla um
fólk sem hefur orðið undir
í samfélaginu. Orðið leik-
soppar aðstæðna. Hann hefur
oft svarað þeirri gagnrýni að
hann niðurlægi fólk í verkum
sínum með því að benda á að
það séu kringumstæðurnar
sem séu fólkinu niðurlægj-
andi.“
Sierra hefur greitt vændis-
konum með heróíni fyrir að fá
að láta húðflúra línu á bakið á
þeim þar sem þær sátu upp-
stilltar í beinni röð. Hann
hefur fengið verkamenn til að
bera þunga hluti fram og til
baka í algjöru tilgangsleysi og
aðra hefur hann lokað inni í
pappakassa í kæfandi sumar-
hitum.
Sem fulltrúi Spánar á Fen-
eyjatvíæringnum 2003, mein-
aði Sierra öllum nema lönd-
um sínum aðgang að spænska
skálanum. Þá hefur hann
oftsinnis notað starfsfólk lista-
safna í gjörninga sína. Frægt
er þegar hann benti á ójöfnuð
í safninu sjálfu þegar hann
bað starfsmenn eins safnsins
að raða sér í röð eftir því hver
staða þeirra var innan safns-
ins, frá lægstu stöðu til þeirrar
hæstu. Þegar starfsmennirnir
höfðu raðað sér upp voru þeir
í litaröð. Þeir lægst settu voru
dökkir og eftir því sem staða
starfsmanns batnaði varð
húðliturinn ljósari. Sá hæst
setti hafði ljósasta húðlitinn.
Þetta þótti áhrifamikið verk og
verk hans hafa jafnan sterkt
myndmál.
En hvað skyldi Santiago
fjalla um hér á landi?
„Tvö verk Santiago tengjast
íslenskum veruleika að ein-
hverju leyti. Um efnahags-
hrunið, mótmælin og þær
breytingar sem urðu og urðu
ekki á okkar samfélagi,“ segir
Hafþór.
Andóf víða um bæ
Dagskrá sýningarinnar er
margháttuð. Dagana 16. til
19. janúar fer fram gjörning-
ur víðsvegar um Reykjavík í
tengslum við sýningu Sierra.
Sá gjörningur verður tengdur
íslenskum veruleika.
Þriðjudaginn 24. janúar
verður sýnd myndin NO, Glo-
bal Tour í Bíó Paradís og um
miðjan febrúar verður fluttur
gjörningurinn Destroyed
World. Í lok sýningartíma-
bilsins verður svo haldið mál-
þing um róttækni og andóf í
tengslum við sýninguna þar
sem könnuð eru einkenni og
markmið andófslistar sem og
hugsanleg mörk andófs og
listar.
Einnig verður hugað að
andófi sem ákveðinni list, er
byggir á færni og hugmynda-
auðgi. Stjórnandi er Egill Arn-
arson heimspekingur.
kristjana@dv.is
n Heimsfrægur listamaður býr til verk um íslenskt samfélag n Sækir efnivið í hrunið
n Santiago Sierra er róttækur og ögrandi n Borgaði vændiskonum með heróíni
Heimsfrægur og
fjallar um hrunið
Jón Ingi Stefánsson
joningi@dv.is
Bíómynd
Tinker Tailor
Soldier Spy
IMDb 7,6 RottenTomatoes 84% Metacritic 85
Leikstjóri: Tomas Alfredson.
Handrit: Bridget O’Connor og Peter
Straughan eftir skáldsögu John le Carré.
Leikarar: Gary Oldman, Colin Firth,
Tom Hardy, John Hurt, Ciarán Hinds.
128 mínútur
Sýningarstjórinn Hafþór
Ingvarsson segir að sýning Sierra
sé hans fyrsta yfirlitssýning.
Prúðuleikararnir
bjarga leikhúsi
Hinir sívinsælu og óvið-
jafnanlegu Prúðuleikarar
eru nú komnir aftur í nýrri
mynd sem tekin hefur verið
til sýninga á Íslandi. Í mynd-
inni safnast Prúðuleikararn-
ir saman til þess að bjarga
gamla leikhúsinu sínu. Með
hjálp þriggja aðdáenda tak-
ast þau á við gráðugan eldri
kaupmann sem vill eyði-
leggja leikhúsið. Banda-
ríkjamaðurinn Jim Henson
framleiddi þættina sem voru
á dagskrá frá árinu 1976 til
1981. Nú var það hins vegar
grínistinn Jason Segel sem
skrifaði handrit myndarinn-
ar sem hefur fengið góðar
viðtökur í Bandaríkjunum.