Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Side 22
Stóllinn á loft í gleðinni n Lög Ingós Veðurguðs og Gretu Salóme í úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins T akk æðislega, þetta er snilld. Alveg ógeðs- lega góð upplifun,“ sagði rapparinn Krist- mundur Axel kampakátur í RÚV eftir að lagið Stattu upp komst í úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið var sam- ið af þeim Ingó Veðurguði og Axel Árnasyni en þeir fóru ekki leynt með metnað sinn á laugardagskvöldið. Sögðu þeir lagið samið til þess að vinna sjálfa keppnina í Aserbaídsjan í maí. Hitt lagið sem komst áfram í úrslitin var Mundu eft- ir mér sem var samið af fiðlu- snillingnum Gretu Salóme Stefánsdóttur en hún söng það sjálf ásamt Jóni Jósep Snæbjörnssyni, Jónsa. Greta Salóme á einnig annað lag í keppninni. Þegar úrslitin voru kunngjörð reif Jónsi stól á loft til að fagna en Jónsi fór í Euro- vision fyrir Íslands hönd árið 2003. 22 Fólk 16. janúar 2012 Mánudagur Kennir í háskóla Þrátt fyrir ungan aldur hefur fyrrverandi fréttakonan Sig- ríður Mogensen starfað sem stundakennari við Háskóla Ísland síðastliðin fjögur ár. Sigríður vakti mikla athygli í fréttatímum Stöðvar 2 fyrir vasklega framgöngu í frétt- um tengdum viðskiptalífinu eftir hrun. Sigríður, sem er aðeins 27 ára, er hagfræði- menntuð. Hún fór að vinna hjá sérstökum saksóknara þegar hún yfirgaf fréttastof- una en kennir nú kúrsana fjármál og rekstarhagfræði við viðskiptafræðideild Há- skóla Íslands. Marin eftir myndatöku „Við erum í vandræðum með næstu forsíðu á Monitor, þú kláraðir allt photoshopið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri mbl.is, um ljósmynd af Mörtu Maríu tekna af ljósmyndaranum Golla fyrir helgarviðtal DV. Marta María sagðist í viðtal- inu taka lífinu með húmor. „Ég er nánast marin innan á lærunum,“ sagði Marta María um myndatökuna en ljósmyndarinn sagði henni að klemma fast saman lærin. Þáttur um Bryndísi og Fjölni Þjóðin heldur áfram að fylgj- ast með ástinni blómstra á milli athafnamannsins Fjölnis Þorgeirssonar og leik- og söngkonunnar Bryndísar Ásmundsdóttur. Parið var í löngu innslagi í Íslandi í dag á dögunum þar sem Fjölnir kenndi kærustunni að um- gangast hesta og ríða út. Leik- og söngkonan stóð sig vel á hestbaki og sendi stolt dag- skrárbrotið á fésbókarsíðu sína þar sem kvikmyndafram- leiðandinn Kristófer Dignus var snöggur að spyrja hvort hann mætti búa til raunveru- leikaþátt um þau Fjölni. Það er eflaust margt vitlausara. Lofar að hlusta betur á líkamann n Yfirlið Gunnu Dísar vekur upp minningar um aðsvif Ingibjargar Pálmadóttur n Litlu munaði að íþróttafréttamaður steinlægi í beinni Þ etta rifjar upp eitt maí-kvöld á frétta- stofunni vorið 2007 þegar mér tókst rétt svo að afstýra því að það liði yfir mig í beinni,“ skrifar íþróttafréttamaðurinn Hans Steinar Bjarnason á fés- bókarsíðu sína í kjölfar frétta af yfirliði útvarpskonunnar Guðrúnar Dísar Emilsdóttur í beinni útsendingu. Hans Steinar segist hafa borðað lítið yfir annasam- an daginn. „Var að lesa langa golf-frétt í beinni í kvöldfrétt- unum þegar ég skyndilega missti andann og sá hvítt. Gat ekki klárað fréttina en rétt tókst að segja að við yrðum að fara í næstu frétt. Logi Berg- mann [sic] við hliðina á mér í settinu leist ekkert á blikuna. Mér rétt tókst að klára íþrótta- fréttatímann. Bestu kveðjur til Gunnu Dísar,“ skrifar Hans. „Ég er bara að safna kröft- um,“ sagði útvarpskonan Guð- rún Dís Emilsdóttir í viðtali við DV en Guðrún, sem alla jafna er kölluð Gunna Dís, hljóp í skarðið fyrir Eddu Hermanns- dóttur sem spyrill í spurninga- keppni framhaldsskólanna, Gettu betur, þar sem Edda var lasin heima. „Ég var bara veik og hefði átt að vera komin upp í rúm í stað þess að vera að pína mig eitthvað áfram. Mér var búið að vera flökurt allan dag- inn og illt í kviðnum og með svima. Þegar kom að því að lesa bjölluspurningarnar þá sagði líkaminn bara hingað og ekki lengra og ég hrundi í gólfið,“ sagði Gunna Dís sem rankaði fljótlega við sér og var flutt upp á sjúkrahús. „Ég var síðan bara send heim og á að taka því rólega. Ég er bara svo- lítið marin á rassinum,“ sagði Gunna Dís hlæjandi og bætti við að hún ætli að hlusta bet- ur á líkamann í framtíðinni. „Maður verður að þekkja sín takmörk.“ Gunna Dís stjórnar út- varpsþættinum Virkum morgnum ásamt Andra Frey Viðarssyni. Þar sem Andri hafði verið fjarverandi alla vikuna í tökum á nýjum sjón- varpsþætti hafði tvíeykið líklega beðið föstudagsins spennt en þá höfðu þau hugs- að sér að stjórna þættinum saman. Ekki varð af endur- fundunum því Gunna Dís var heima og Andri einn í stúdíói. Gunna segir hann eflaust hafa skilað því verki vel. „Hann hefur örugglega staðið sig með prýði.“ Margir muna eflaust eft- ir því þegar Ingibjörg Pálma- dóttir, þáverandi þingkona, féll í yfirlit fyrir utan Alþing- ishúsið í janúar árið 2001 í beinni sjónvarpsútsend- ingu. Ingibjörg reis fljótt upp aftur og lét engan bilbug á sér finna. Viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar þóttu hins vegar ekki jafn aðdáunar- verð en Össur gerði lítið til að hjálpa þáverandi heilbrigðis- ráðherra. Fagnað með stól Jónsi var ánægður með að komast áfram. Blár Ópal Krist- mundur Axel og strákarnir í Bláum Ópal komust í úrslitin. Ingó Veðurguð Samdi lagið Stattu upp. Gaman baksviðs Íris Hólm og vinkonur stilla sér upp fyrir Þórunni Erlu Clausen. Marin á rassinum Gunna Dís er hin brattasta þrátt fyrir að hafa hnigið niður i beinni útsendingu á spurningaþættinum Gettu betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.