Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Page 3
Fréttir 3Mánudagur 30. janúar 2012 M ér finnst slæmt að vera af- greiddur sem handbendi Bjarna Benediktssonar,“ sagði Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra á fundi VG í síðustu viku um afstöðu þingmanna flokksins til þingsálykt- unartillögu Bjarna Benediktsson- ar þar sem lagt er til að fallið verði frá ákæru gegn Geir H. Haarde fyr- ir landsdómi. Ögmundur svaraði þar flokksfélaga sem sagði hann og órólegu deildina í flokknum bera ábyrgð á fylgishruni VG. „Svona voru sósíalistar og sér- staklega kommúnistar alltaf af- greiddir. Þú vilt kannski bara senda alla í Gúlagið? Það var alltaf sagt á árum áður þegar sósíalistar vildu ræða jöfnuð og réttlæti,“ sagði Ög- mundur við fundargest sem sakaði hann og Guðfríði Lilju Grétarsdótt- ur, þingkonu VG, um að sá í akur íhaldsins með afstöðu sinni til máls- ins. „Svona er þetta í bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hún er öll á þessum nótum. Ég hef reyndar ekki keypt bókina hans enda ætla ég að komast hjá því að borga fyrir það rit,“ sagði Ögmundur og bætti við að hann hefði gluggað í bókina í bóka- búðum. Á honum var að skilja að á bókinni sæist að markmiðið væri að afgreiða málflutning félagshyggju- manna með ódýrum tengingum við Moskvu. Fyrir þetta uppskar Ög- mundur hlátur fundargesta. Lesa ekki Moggann Á fundinum kom ítrekað fram hversu lítið almennir flokksfélagar eru hrifnir af Morgunblaðinu, rit- stjóra og ritstjórnarstefnu blaðsins. Margir tóku sérstaklega fram að þeir hefðu ekki lesið grein Ögmundar í blaðinu enda læsu þeir það ekki. Það virðist hafa farið nokkuð fyr- ir brjóstið á mörgum að hann hefði valið þennan vettvang til að birta greinina. Sóley Tómasdóttir, odd- viti VG í Reykjavík, beindi til dæmis þeirri spurningu til Ögmundar hvað hann hefði sjálfur lært af hruninu. „Þú talar um breytt vinnubrögð en hvað hefur þú sjálfur lært af hruninu og breytt í þínu fari?“ Hún sagði það að sínu mati ekki merki um lýðræð- isleg vinnubrögð að kjörinn fulltrúi tilkynnti flokksfélögum korteri fyrir atkvæðagreiðslu, eins og hún orð- aði það, að þeir hefðu tekið 180° við- snúning í afstöðu sinni. Ögmundur sagði ekki rétt að hann hefði tekið algjöran viðsnúning í málinu. Þá sagði hann eðlilegt að fólk væri ekki alltaf sátt við ákvarðan- ir kjörinna fulltrúa en slíkt væri eðli- legt. Ögmundur benti máli sínu til áherslu að Hann væri ekki alltaf sátt- ur við verk og orð Sóleyjar en heilt á litið væri hann ánægður með henn- ar störf. Hún væri hans kjörni fulltrúi sem íbúi í Reykjavíkurborg. Grasrótin ósammála en skilningsrík Fáir lýstu sig sammála afstöðu Ög- mundar Jónassonar til þess hvort falla ætti frá landsdómsákæru, á fundi Vinstri-grænna í Reykjavík á þriðjudag. Greina mátti þó hve mikillar virðingar Ögmundur nýt- ur meðal flokksfélaga sem margir sögðust geta skilið röksemdafærslu hans þótt þeir væru í grundvallar- atriðum ósammála honum. Það sama er varla hægt að segja um Guðfríði Lilju en hún þurfti að líða mun meiri frammíköll og kurr í salnum en Ögmundur. Hún sagði að sjálfri þætti sér landsdómsmálið ömurlegt en að nú fyrst væri Alþingi að horfast í augu við eigið siðleysi. „Hvergi er það þannig í réttarríki að eðlilegt þyki að sækja menn til saka svo það megi fá fram upplýsingar frá öðrum með vitnaleiðslum,“ sagði Guðfríður Lilja og vitnaði þannig til umræðu um að fjöldi núverandi og fyrrverandi ráðherra, viðskiptafor- kólfar og embættismenn eru sagðir á vitnalista verjenda og saksóknara. Sannleiksástin og Líbýa Guðfríður Lilja sagði að flokkur- inn yrði að líta í eigin barm. Hún nefndi þátttöku Íslands í loftárás- um á Líbýu en Ísland er aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu. Hún sagði samstöðu um það í VG að rannsaka þátt Íslands í stríðsrekstri gegn Írak. „Þegar það kom til tals að rannsaka Líbýu þá varð allt brjálað. Hún er ekki meiri, sannleiksástin í okkar flokki, en að farið var að tala um að hætta jafnvel við rannsókna á ákvörðun Halldórs og Davíðs um að lýsa stríði á hendur Írak. Bara til þess að koma í veg fyrir að þáttur VG í Líbýu yrði rannsakaður,“ sagði hún undir lok fundar. Einn gestur gekk út undir ræðu Guðfríðar Lilju, að því er virtist vegna þess að hann var ósáttur við inntakið í orðum þing- konunnar. Flokkaflakkandi Evrópusambandssinni Orð Þráins Bertelssonar, þingmanns VG, um að flokkurinn væri orðinn að tveimur flokkum „og gjáin á milli þeirra er djúp og breið“, ásamt um- mælum hans um að Ögmundarlið- ið, eins og Þráinn hefur kallað þau Guðfríði Lilju, Jón Bjarnason og Ögmund, verði að fara úr flokkn- um virðast hafa vakið samúð gras- rótarinnar. Þráinn sagði að tími væri kominn til að leiðir hópanna tveggja skildu. Ummæli Þráins komu til tals á fundinum og var að heyra sem mörgum þætti gagnrýnin koma úr undarlegri átt. „Hvað er þessi flokkaflakkandi Evrópusambandssinni að meina með svona yfirlýsingum?“ sagði einn fundargesta um Þráin. Á það var bent að svo lengi sem óró- lega deildin gæti bent til stefnu og grunngilda flokksins málflutningi sínum til röksemda ættu þau auð- vitað rétt á að halda sínu til streitu. Svo gæti því farið að gagnrýni Þráins yrði til þess að skapa þing- mönnunum samúð meðal grasrótar VG. Það gæti að lokum átt einhvern þátt í að ná fylkingunum saman. Ögmundur ekki einn Ögmundur stóð ekki algjörlega án skoðanabræðra en bæði Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, og Þorleifur Guttormsson, varaborg- arfulltrúi VG, lýstu yfir stuðningi við Ögmund. „Ég hef miklar áhyggjur af stöðunni í þessum flokki og hef haft það síðan farið var í þetta ríkisstjórn- arsamstarf,“ sagði Hjörleifur og bætti við að þegar samstarfssamningur ríkisstjórnarinnar var samþykktur með lófaklappi á flokksstjórnarfundi hefði hann sjálfur ekki klappað. „Ég veit ekki hvort nokkur fylgdist með mér,“ sagði hann og uppskar nokk- urn hlátur fundargesta. Hjörleifur gagnrýndi skeytingarleysi kjörinna fulltrúa gagnvart flokksstarfi og sagði umræðufundi með grasrótinni afar sjaldgæfa. Hann sagði Evrópusam- bandsvegferð ríkisstjórnarinnar, sem VG ætti hlut í, miklu alvarlegri en landsdómsmálið. „Við ræðum það mál sárasjaldan innan flokksins.“ Það virtust ekki allir flokksfélag- ar VG taka undir orð Hjörleifs en greina mátti glott á andlitum ein- hverra fundargesta þegar talað var um skort á umræðu um Evrópusam- bandið innan flokksins. Fá mál hafa verið VG jafn erfið og einmitt aðild- arviðræður Íslands við Evrópusam- bandið. n Ögmundur ekki handbendi Bjarna n Þráinn kallaður „flokkaflakkandi Evrópusambandssinni“ Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Þú vilt kannski bara senda alla í Gúlagið? Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra við af- hendingu Gaddakylfunnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Segir að VG verði að líta í eigin barm áður en gera megi upp hrunið. upp fórnarlambi í ákveðnum til- gangi, til dæmis með því að notfæra sér fíkn með því að útvega mann- eskju fíkniefni og í staðinn selja að- gang að líkama hennar. „Við höfum vitað af þessu mynstri síðan skýrsla um vændi á Íslandi kom út á veg- um dómsmálaráðuneytisins á tí- unda áratugnum, en þar var talað um þetta sem vændi. Núna getum við alveg séð fyrir okkur að þarna geti verið aðstæður sem gætu fallið undir mansalsskilgreininguna.“ Fórnarlömb mansals á Íslandi eru iðulega flutt til landsins og látin starfa hér í skamman tíma. „Yfirleitt eru það einhvers konar skipuleggj- endur sem flytja inn vændiskon- ur og þær eru fluttar inn til þriggja mánaða í einu, en það er sá tími sem ferðamaður má vera í land- inu. Þær koma inn sem túristar og oft er gengið mjög hart eftir því að þær fari eftir þessa þrjá mánuði og ástæðan er meðal annars að koma í veg fyrir að viðkomandi kynnist einhverjum í landinu og átti sig á að hjálp geti verið í boði. Oft er þessum konum haldið mjög einangruðum á meðan á þessu stendur.“ Fín lína milli vændis og mansals Vísbendingar eru um að skipu- leggjendur vændis hérlendis skipti við önnur glæpasamtök er- lendis. „Glæpasamtök geta tryggt stöðugt framboð, geta alltaf út- vegað nýjar og nýjar konur. Þetta þarf ekki alltaf að vera mansal en það er fín lína á milli vændis og mansals. Þó svo að vændiskona í útlandinu samþykki að fara til Ís- lands og vinna í þrjá mánuði, get- ur engu að síður verið um mansal að ræða. Ef að öllu leyti er staðið við samninga, manneskjan er frjáls ferða sinna, hún er með alla sína pappíra, fær þær tekjur sem um var samið, getur farið til læknis ef hún þarf og svo framvegis, þá þarf þetta ekki að vera mansal. En sá sem flytur manneskjuna inn brýt- ur í mörgum tilvikum gerða samn- inga, gengur eins langt og hann telur sér fært til að hámarka ágóða sinn og fer yfir í það sem við teljum vera mansal. Það er erfitt að meta fjölda til- fella á ári en við höldum að hann sé verulegur og að hluti af því vændi sem hér er auglýst feli í sér mansalsbrot. Við höfum vissu- lega fengið skjólstæðinga til okk- ar sem koma úr svoleiðis aðstæð- um.“ n Fórnarlömb mansals eiga sér oft langa sögu um misnotkun Af erlendu bergi brotnir Allir sem hafa notið aðstoðar teymisins eru af erlendu bergi brotnir. Hildur segir þór engan vafa leika á að íslenskar konur geti verið fórnarlömb mansals hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.